Morgunblaðið - 01.02.1967, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1967.
Z7
*
Afli línubáta í Faxa-
f óa yfirleitt tregur
Var þó með bezta móti í gœr og fyrradag
AFLI Íínubáta í Faxaflóa hefur
verið heldur tregur það sem af
er, þó fengu Akranesbátar ágæt-
an afla í fyrradag, og afli Kefla-
vikurbáta var þá einnig með
bezta móti.
í Reykjavík hafa tveir bátar
gert út á -línu, og hefur gengið
fremur treglega hjá þeim. Annar
hefur verið með 4 og upp í sjö
Bíll veltur við
#
Mildi að farþegainir
sluppu ómeiddir
f GÆRMORGUN varð það slvs
á veginum til Hnífsdals að
Bronco-bifreið úr Bolungavík
fór heila veltu, og skemmdist
mjög mikið, en svo mildilcga
vildi til að fimm menn, sem
voru í bílnum, sluppu ómeiddir
með öUu.
Bifreiðin var á leið til Bolung
arvíkur, er annar bíll kom á
móti, og mun þá ökumaður á
Bronco-bílnum hafa ætlað að
hægja ferðina, og hemlað, tn
hálka var á veginum. Við það
rann bíllinn til og skall yfir, og
lenti á þakinu. Lagðist yfirbygg
ingin alveg saman að framan, en
mennirnir munu hafa kastast
aftiur í bílinn, og varð það þeim
til happs.
— H.T.
— Kynnir sér
Framhald af bls. 28.
í Bandaríkjunum. Hann vissi
ekki hvernig þau mál stæðu
hér, en hann myndi kynna sér
varnir íslenzkra heildbrigðis-
yfirvalda í þeim efnum. Hann
kvaðst ekki vita um ástæðuna
fyrir vaxandi útbreiðslu sára-
sóttar, en ýmsir teldu að auk-
in ferðalög fólks hefðu áhrif
í þá átt.
Dr. Sigurður Sigurðsson
skaut því hér inn, að hann
ráðgerði að fara með þau
hjónin í heimsókn í Heilsu-
verndarstöðina, svo og að
Reykjalundi.
Dr. Watt kvað fund fram-
kvæmdanefndar Who í Genf
hafa verið m. a. haldinn til
að undirbúa aðalþing samtak-
anna í maímánuði n.k. Hið
merkasta sem ákveðið hefði
verið væri, að meiri áherzla
verði framvegis lögð á skipu-
lagningu heilbrigðisáætlana
til lengri tíma.
Dr. Watt kvað WHO leggja
sérstaka áherzlu á baráttu
gegn tveim sjúkdómum,
malaríu og bólusótt. Hann
kvað baráttuna gegn malaríu
vera komna vel áleiðis. Um
helmingur þeirra landa, sem
hefðu átt í stríði við malaríu,
hefðu sigrað sjúkdóminn. En
ennþá væri mikið ógert, eink-
um væru frumskógar Barzilíu
og Afríku erfiðir viðfangs.
Baráttan gegn malaríu yrði
erfiðari en verið hefði.
Um baráttuna gegn bólu-
sótt sagði dr. Watt, að síðasta
aðalþing WHO hefði sam-
þykkt að hefja 10 ára áætlun
um útrýmingu þess sjúkdóms.
Nú þegar hefði verið unnið
mikið skipulagningarstarf á
því sviði. Þetta kostaði mikið
fé, en það kostaði ennþá meira
að hafast ekki að.
Loks gat dr. Watt þess, að
þau hjón hefðu ekki komið
áður til íslands, en þó hefði
hann eitt sinn haft hálfrar
stundar viðdvöl á Keflavíkur-
flugvellL
>au hjón fara heim á morg
un, fimmtudag.
tonn í róðri, en hinn með 2—3
tonn. Ekki er talið líklegt að
fleiri bátar fari á línu. Netabát-
ar eru enn ekki byrjaðir.
Afli Hafnarfjarðarbáta hefur
einnig verið mjög tregur, en þar
gera sex bátar út á línu. Hafa
þeir verið með 2—4 tonn að
meðallali í róðri, en afli var með
bezta móti í fyrradag 4—6 tonn.
Afli Keflavíkurbáta var með
bezta móti í fyrradag, eða frá
fjórum og upp í 7 tonn. Þar
.unda 18 bátar linuveiðar, og
hefur afli fram að þessu verið
tregur. Engir bátar hafa enn
byrjað netaveiðar, en gert ráð
fyrir að þær byrji um miðjan
mánuðinn. Munu sennilega 15—
18 bátar stunda netaveiðar.
Akranesbátar fengu í fyrra-
dag bezta afla, sem fengizt hefur
þar á línu í mörg ár. Von var á
8—10 línubátum inn til hafriar
þar í gæzkvöldi, en ekki var
vitað um aflann. Tveir bátar
stunda línuveiðar frá Hellissandi
og afli verið tregur. Þar er einn
netabátur byrjaður veiðar, en
hefur aflað lítið.
-- Vietnam
Framhald af bls. 1
um hugsanlegar leiðir til friðar
viðræðna. Talsmaður utanrikis-
ráðuneytisins, sagði á fundi með
fréttamönnum í dag, að Banda-
ríkjastjórn hefði álhuga á öllum
yfirlýsingum N-Vietnam, sem
bentu á leiðir til friðarumleyt-
anna.
Talsmaðurinn var spurður
álits á viðtali ástralsks blaða-
manns við utanríkisráðherra N-
Vietnam, en í viðtalinu sagði ráð
herrann, að er Randaríkjamenn
hefðu hætt loftárásum á N-Viet-
nam og öðrum hernaðaraðgerð-
um, væri hægt að hefja friðar-
viðræður. Var á það bent, að ráð
herrann hefði ekki sett brott-
flutning alls herafla Bandaríkji
manna frá Vietnam sem skilyrði
eins og venja hefur verið af
hálfu stjórnarinnar i Hanoi.
Bkki vildi talsmaðurinn svara
því til, hvort hann áliti að um
stefnubreytingu væri að ræða
hjá N-Vietnam.
Slæm veðurskilyrði hömluðu
að mestu loftárásum Bandaríkia
manna á N-Vietnam. Notuðu
þær sprengjuflugvélar, sem fóru
í árásarferðir, ratsjár, til að
finna skotmörkin, en þoka og
lágskýjað var um % hluta lands-
ins.
Bandariski tundurspillirinn
Keppler sökkti fimm fluthinga-
prömmum og laskaði 17 aðra í
00 mínútna orustu í nágrenni
Dong Hoi á Tonkinflóa í dag.
Talsverðir bardagar voru á
landi í Vietnam í dag. S-kóres'k
hersveit skýrði frá því, að hún
hefði fellt 71 skæruliða í þrigigja
daga átökum án þess að missa
sjálf mann.
1 fréttum frá Hanoi, segir að
öll dagblöðin þar í borg, birti
í dag yfirlýsingu frá Viet Cong,
þar sem segir, að þeir styðji
stefnu utanríkisráðherra N-Viet
nam um friðarumleitanir í Viet
nam, en sú stefna kom fram í
viðtalinu, sem skýrt er frá fyrr
í þessari frétt.
Leilcsýning
á Hellu
LEIKFÉLAG Hveragerðis sýnir
hið vinsæla leikriit Deleríum
Bú'bónis á Hellu í bvöld. Er
þetta þriðja sýningin á Hellu, en
upphaflega hafði aðeins ein ver-
ið fyrirhuguð. Troðfullt hús var
á báðum sýningunum og því
áku/eðið að hafa þriðju og sið-
ustu sýninguna í kvöld.
— Podgorny
Framhald af bls. 1.
Ítalíu, sem staðið hefur í sex
daga. Gefin var út opinber yfir-
lýsing að loknuim v'iðræðum
Podgornys og Saragats Ítalíu-
forseta, þar sem lýst er stuðningi
við hugmyndina um fund Evrópu
ríkja til lausnar á vandamálum
í sambúð þeirra, áhyggjum vegna
Vietnam-rcálsins, sem af stafi
mikil ófriðarhætta og sagt að al-
menn afvopnun sé nauðsyamál
og vinda verði að því bráðan bug
að haldin verði alþjóðleg afvopn
unarráðstefna, en styðja beri
jafnframt 18-rikja afvopnunar-
ráðstefnuna í Genf til árangurs-
ríkara starfs. Þá sagði einnig L
yfirlýsingunni að Ítalía og Sovét
rikin hefðu gert með sér samn-
ing um samvinnu á sviði bifreiða
og kvikmyndaiðnaðarins og um
smíði mikillar gasleiðslu frá
Síberíu til Trieste og kaup ítala
á methan-gasi aí Sovétríkjunum.
Loks var frá því skýrt er yfir-
lýsingin var birt, að Giuseppe
Saragat, Italiuforseti og Aldo
Moro forsætisráðherra, hefðu
þekkzt boð um að koma til Sovét
ríkjanna, en ekki hefði verið á-
kveðið hvenær af heimsókn
þeirra yrði.
Góður rómur hefur verið gerð
ur að heimsókn Podgornys til
Ítalíu og hún þótt vel takast. Þó
heyrðust nokkrar óánægjuraddir
úr hópi ítalskra kommúnista,
sem þótti Podgorny og menn
hans bera of mikið lof á einka-
framtakið er þeir hældu Fiat-
verksmiðjunum ítölsku á hvert
reipi og L’Unitá, málgagn ítalska
kommúnistaflokksins (sem telur
1,6 millj. félaga og er fjölmenn-
astur kommúnistaflokka á Vest-
urlöndum), gagnrýndi sovézka
stórblaðið Izvestija, málgagn
Sovétstjórnarinnar fyrir hlýleg
ummæli um stjórn Fiat-verk-
smiðjanna, sem eins og kunnugt
er af fyrri fréttum eru nú að
reisa mikla verksmiðju í Sovét-
ríkjunum í samvinnu við sovézk
yfirvöld.
GULLFOSS mun nú vera
staddur í Norður-Afriku, og
heilsast öllum um borð mjög
vel. Sigurlaugur Þorkelsson,
blaðafulltrúi Eimskipafélags-
ins átti í gær símtal við Gull-
foss, og var skipið þá á leið
til Casablanca í bliðskapar-
veðri, og var ráðgert að það
næði þangað kl. 7 í morgun.
Síðasti viðkomustaður Gull
foss var í Las Palmas á
Kanaríeyjum, en þar var
skipið í fimm daga. Hefur þar
að undanförnu verið 24 stiga
hiti, og var það því vel þegiö
af Islendingunum, þegar að-
eins og dró fyrir sól í fyrra-
dag. Grímuball var um borð
í fyrradag, og þóttist það tak-
ast vel. Skoðunarferðir í
landi hafa verið alls staðar,
þar sem skipið hefur komið
við, og verið mjög almenn
þátttaka í þeim.
í Casablanca verður dvalizt
i tvo daga, en að því búnu
siglt til Lissabon, þar sem
fyrri ferðinni lýkur. Þaðan
flýgur hópurinn svo á sunnu-
dag til London, og dvalizt þar
í tvo daga, en síðan flogið
áfram heim. Seinni hópurinn
flýgur út á sunnudag. Sigur-
laugur tjáði blaðinu, að Eim-
skip hefði borizt skeyti frá
fólki, sem nú væri um borð,
þar sem farið væri fram á
að taka einnig þátt i síðari
ferðinni.
— Útflutningsgjald
Framh. á bls. 28
kostnaður við akstur frá skips-
hlið að verksmiðjuþró, 5 aurar
á hvert kg. Afurðaverðmætið
þarf því að nema einni- krónu á
hvert kg. hráefnis, svo að svari
lágmarki kostnaðar við að veiða
og vinna loðuna. — Til saman-
burðar skal tekið fram, að heild-
arkostnaður að meðtöldum öll-
um föstum kostnaðarliðum, er
ekki breytast með úthaldstíma
báta eða vinnslutíma verksmiðja,
myndi . samkvæmt framlögðum
áætlunum beggja aðila, nema
einni krónu 51 eyri á hvert kg.
hráefnis, einnig að meðtöldum
aksturskostnaði. Afurðaverð-
mæti nemur samkvæmt áætlun
kaupenda 87 aurum á hvert kg.
hráefnis. -Eftirgjöf útflutnings-
gjaldsins nemur á sama grund-
velli 6 aurum á hvert kg., þannig
að eftirgjöf þess myndi hækka
áætlun afurðaverðmætisins upp
í 93 aura á hver kg. hráefnis.
Með tilliti til þeirrar þýðing-
ar, sem veiðar og vinnsla loðn-
unnar getur haft fyrir þá, er
þann atvinnuveg stunda, hefir
ríkisstjórnin ákveðið að verða
við þeim tilmælum er fram koma
í greindu bréfi verðlagsráðs
sjávarútvegsins. Mun ríkisstjórn
in því leggja fyrir Alþingi frum-
varp, að á yfirstandandi ári verði
fellt niður útflutningsgjald af
loðnumjöli og loðnulýsi, en í nú-
galdandi lögum er gjald þetta
6% af fob verðmæti. Vill ráðu-
neytið taka fram, að þessi ákvörð
un ríkísstjórnarinnar gefur ekk-
ert fordæmi að því er varðar út-
flutningsgjald af öðrum afurð-
um, þar sem ákvörðunin byggist
á þeirri algjöru sérstöðu, er rýr-
ar afurðir skapa veiðum og
vinnslu loðnunnar. Hafa hlutað-
eigandi aðilar fallizt á þennan
fyrirvara. Hefur ráðuneytið til-
kynnt þessa ákvörðun verðlags-
ráði sjávarútvegsins í bréfi dag-
settu 31. jan.“.
— Fræbsla
Framhald af bls. 2&.
ið að undii'búningi málsins ásamt
Ásmundi Matthilassyni, varð-
stjóra, en nú he>fur verið s'kipuð
framkvæmdanefnd, sem sér um
fyrirkiamu'laig hvers klúíbbfund-
ar. í nefndinni eiga meðal ann-
ars sæti tvær fóstrur og prestuir.
Eftir að þessi tilnaun hefur ver-
ið framkvæmd er áíormað að
taka upp (þetta fræðslufýrir-
komulag strax næsta haust, og
sagði Guttonmur, að eðlilegt
væri að Slysavarnafélag íelands
og samtökin Varúð á vegum
tækju upp svipað fyrirkamulag
úti á landsbyggóin ni.
Loks saigði Guttormur, að und
anfarin tvö ár hefði umferðar-
fræðsla í barnasikólum verið
stóriauki'n og tekið hefði verið
upp ákveðið fræðsilufyrirkomu-
lag, sem nú hefði verið fast mót-
að, en markmiðio væri að kerf-
isibundin umfer'ðarfr: ðsla næði
til allra vegfarendia, jafnt akandi
sem gangandi.
— Kina
Framhald af bls. 1
og linnir hvergi. í dag lásu
Rauðu varðliðarnir sem vor-i þar
fyrir dyrum úti með bifreiðar
búnar hátölurum upp „dauða-
dóma“ yfir sendiráðsstarfsmönn
um og gerður var aðsúgur að
tveimur atarfsmannanna, er þeir
voru á ferð í bifreið sinni um
borgina ásamt rúmenskum bíaða
manni. Þykja „dómarnir“ hinir
furðulegustu og ei u sovézk yfir-
völd nú að grennslast fyr:r um
það, hver alvara liggi að baki
þeim.
Mótmælaaðgerðir fóru einnig
fram úti fyrir júgóslavneska
sendiráðinú í Peking í dag og
voru meiri en við franska sendi-
ráðið en ekki þó eins miklir og
við sendiráð Sovétríkjanna. Ekki
hefur áður komið til möi-mæla-
aðgerða við franska sendiráðið
í Peking síðan Frakkland og
Kína tóku upp stjórnmálasam-
band í ársbyrjun 1964 og eng-
ar mótmælaorðsendingar farið í
milli rikjanna fyrr en nú.
Mótmælaaðgerðir í Hanoi
Málgagn Sovétstjórnarinnar,
Izvestija, ihermir í dag að kín-
verskir stúdentar og send'ráðs-
starfsmenn í Hanoi hafi einr.ig
haft þar uppi mótmælaaðgerðir
úti fyrir dyrum sovézka send -
ráðsins þar í borg. Þetta er í
fyrsta skipti sem fréttir berast
um slíkar mótmælaaðgerðir í
Hanoi og er talið að með þelm sé
N-Vietnamstjórn gert mjög erfitt
fyrir um að halda hlutleysi sinu
gagnvart leiðtogum hinna
tveggja stórvelda heimskommún
ismans.
Nýtt valdakerfi
Rauði fáninn, málgagn komm-
únistaflokksins kínverska, heit-
ir á alla stuðningsmenn Maos að
taka saman höndum um að upp-
ræta alla andspyrnu gegn menn-
ingarbyltingunni og segir að
ekki sé nóg að skipta um menn
í stjórnarkerfinu, heldur verði
að rífa niður allt það sem þar
beri borgaralegan keim og koma
á nýju kerfi, sem sé í betra sam-
ræmi við sósíaliskt efnahags-
skipulag. Vitnar blaðið í Marx
og skrif hans um Parísar-komm
únuna þessu til staðfestingar, og
segir að Mao hafi skapað hið
nýja Kína, en rotnun hafi grafið
um sig innan ýmissa deilda
stjórnarinnar og verði að kom-
ast fyrir hana og berja niður
alla andstöðu gegn byltingunni.
Grafhýsi Lenins afgirt
í nótt er leið unnu verka-
menn að því í Moskvu í 30 gráðu
gaddi og næðing austan úr Sí-
beríu að setja upp girðingu um-
hverfis grafhýsi Lenins við
Rauða torgið. Opinberar fregnir
herma að grafhýsinu Hafi verið
lokað til bráðabirgða eða til 3.
apríl n.k. vegna viðgerða, en það
orð leikur á að hin raunverulega
orsök þessa séu óeirðir þær sem
urðu við grafhýsið í fyrri viku
er til átaka kom með kínversk-
um stúdentum og sovézkum lög-
reglumönnum og óbrettum borg-
urum.
Enn eru í Moskvu um eitt
hundrað kínverska stúdenta og
búizt við því að fleiri muni
leggja þangað leið sína frá Vest-
urlöndum er þeir halda heim til
Kina og talið að sovézk yfirvöld
vilji koma í veg fyrir frekari
óeirðir.
Kínverskir kvikmyndatöku-
menn og fréttamenn komu þegar
á vettvang er þeir fréttu af við-
búnaði þessuim við graShýsi
Lenins og mynduðu í bak og
fyrir. Sovézkir lögreglumenn
komu þá á staðinn og héldu Kín-
verjarnir þá þegar brott.
Tass-fréttastofan sovézka sagði
í dag frá heimferð kínversku
stúdentanna, sem þátt tóku í
óeirðunum á Rauða torginu í
fyrri viku og kínversk yfirvöld
sögðu hafa verið illa leikna af
sovézkum lögreglumönnum. —
Hafði Tass-fréttastofan það eftir
lestarstjóranum sem fór með hóp
inn að landamærunum sem skilja
Sovétríkin og Kína, að þegar
daginn eftir að lestin fór frá
Moskvu hafi stúdentarnir tekið
ofan allar sáraumbúðir, fatla og
annað slíkt, sem þeir hafa haft
við brottförina og hafi þá ekki
verið sjáanleg nein meiðsl eða á-
verkar á nokkrum manni. Ekki
bar lestarstjórinn hópnum vel
söguna að öðru leyti heldur kvað,
þau hafa komið fram af stakri
ókurteisi og heimtufrekju.
Rauffir varffliffar til Tíbet.
Tass hermir einnig að austan,
að bardagar hafi átt sér stað
víða í Kína og segir að Rauðir
varðliðar hafi verið sendir til
Tíbet að framfylgja menningar-
byltingunni þar. Einnig segir
Tass að Kínaher haifi fengið sér-
staka heimild til þess að hand-
taka og hegna án dóms og laga
öllum þeim sem sýni einhverja
andúð á eða mótspyrnu gegu
menningarbyltingunni.