Morgunblaðið - 21.02.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1967. Setning Búnaiarþings BÚNAÐARÞING var sett í gær í samkomusal Búnaðarfélags ís- lands í Bændahöllinni. Forseti B.Í., Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu setti þingið að við- stöddu fjölmenni, líklega hátt á annað hundrað manns. Var þar saman komið óvenju mikið af utanbæjarmönnum með fram vegna þess að Stéttarsambandið hafði haldið fund einn daginn áður. Til þessa Búnaðarþings, sem «r hið 49. í röðinni var kosið á sl. ári. Átta nýir fulltrúar sitja þingið, þeir Egill Bjarna- son, ráðunautur, Sauðárkróki, Friðbert Pétursson, b. Botni, Súgandafirði, Guðmundur Jón- asson, bóndi Ási, Hjalti Gests- son, ráðun. Selfossi, Jóhann Jón- asson forstjóri Grænmetiverzlun arinnar, Jón Egilsson, bóndi Selalæk, Lárus Gíslason, bóndi Miðhúsum, og Magnús Sigurðs- son, bóndi Gilsbakka. Hins vegar hafa þessir horfið af Búnaðarþingi, sumir eftir langa setu: Bjarni á Laugar- vatni, Bjarni á Efri-Mýrum Jó- hannes í Hiarðardal, Jón á Reynlstaða, Klemens á Sámsstöð- um, Kristinn á Mosfelli, Sigurð- ur á Gilsbakka, og Sigurjón í Rafholti. Er forseti B.í. hafði lokið ræðu sinni, flutti Ingólfur Jóns son, landbúnaðarráðherra ávarp, sem birt er á öðrum stað í blað- inu. Skoftlandsferð forseftans: Forseti islands marg- vísiega heiðraður WILLIAM Ross Skotlandsmála- ráðherra brezku ríkisstjórnar- innar hafði kvöldverðarboð á laugardag í Edinborgarháskóla, til heiðurs forseta íslands, Ás- geiri Ásgeirssyni. En fyrr um daginn var forsetinn gerður heiðursdoktor við Edinborgar- háskóla, svo sem frá var skýrt í frétt í sunnudagsblaði. Á sunnu dag prédikaði forseti í St. Giles- kirkju í Edinborg. í kvöldverðarboðinu fagnaði Wiliam Ross forseta, kvaðst ekki áður hafa haft erlendan tignar- gest, sem hefði svo löng og mik- il persónuleg kynni af Skotlandi og kvað sér það sérstaka ánægju. Lét hann einnig í ljós ánægju sina með að hann skyldi sæmdur doktorsnafnbót háskól- ans. í svarræðu nefndi forset- inn ýmis dæmi um menningar- og vináttutengsl Skota og íslend- inga. tíðarandinn sé nú á tímum frá- hverfur öllum trúarbrögðum. ,En ekki er ég viss um það, að ástandið sé verra í þeim efnum en fyrir rúmum fimmtíu árum, þegar ég las guðfræði við Há- skóla íslands. Það er frekar hitt, að guðsafneitun hafi breytzt í óvissu.“ Margir eru áttaviltir í þessum mikla heimi, og stappar stundum nær örvinglun. Þó sagði forsetinn sé því ekki um að kenna að vísindunum hafi hrak- að. Vísindin hafa verið stórstig- ari á þessari öld en nokkru sinni áður. Uppgötvanir eru hvorki góð né illar í sjálfu sér heldur hvernig á er haldið. Framfar- irnar eru í véltækni, en ekki manninum sjálfum. Allt sem maðurinn finnur af sínu hygg’u viti hefur áður verið til í guðs alveldisgeimi. Lauk messunni með því að dr. Witley lýsti blessun. Sæmilegur afli við Grænland þar ti' veður versnaði Ræftt við ftvo ftogaraskipsftjóra, annan við Grænland, hinn fyrir suðursftrönd Islands MBL. hafði af því fréttir a» togarinn Víkingur hafi veitt vel vil Grænland. Hafi aflinn verið karfi og því hringdi hlaðið í skipstjórann Hans Signrjónsson og spurðist frétta af veiðunum. — Við veiddum vel um daginn en það er búið núna, sagði Hans. Framhalds- fundur Sftéftt- arsamb. bænda SL. sunnudag var haldinn í Súlnasalnum á Hótel Sögu fram halds-aðalfundur Stéttarsam- bands bænda, sem frestað var í ágúst í sumar vegna aðgerða Framleiðsluráðs í verðlagsmál- um (innvigtunargjaldið). Formaður Stéttarsambandsins, Gunnar Guðbjörnsson gaf greinar argóða skýrslu um gang verðlags málanna, samningana í haust og breytingarnar á lögunum um Framleiðsluráð. Lagt var fram á fundinum álit millifundanefnda í skipulags málum sambandsins, en sam- þykkt var að visa því máli til umsagnar Búnaðarsambandanna og kjörmannafunda, sem hald- nir verða í sýslunum á þessu ári Við fengum sæmilegan afla fyrstu dagana um 150 tonn. Veið in var ágæt, en hefur verið held- ur minni síðasta sólarhring, og nú er korrtin bræla 6—7 vindstig. Við erum hér á svipuðum slóð um, og ég veit ekki, hvenær við förum heim. Það geta alltaf kom ið ljósir punktar í veiðarnar og þá fer maður ekki heim, fyrr en maður er búinn að fá nóg. Togarinn Röðull var á veiðum í gærdag á Selvogsbanka. Mbl. hafði í gær tal af skipstjóranum Jens Jónssyni og spurðist frétta af afla skipsins. Frani í Hafnarfirði AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn annað kvöld, miðviku- dag. Auk venjulegra aðalfundar- starfa mun Pétur Benediktsson, bankastjóri, 2. frambjóðandi flokksins í Reykjaneskjördæmi, ræða stjórnmálaviðhorfið. Allt Sjálfstæðisfólk, konur og karlar, er hvatt til þess að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti. Fulbright kemur á morgun BANDARÍSKI öldungadeildar- þingmaðurinn. J. William Ful- bright og kona hans koma í heimsókn til íslands á morgun. i Mun fiugvél þeirra lenda á Keflavíkurflugveili kl. 9.30 og munu þau hjón hafa hér tveggja sólarhringa viðdvöl. Ki. 14.30 mun Fulbright ræða við forsætisráðherra dr. Bjarna Benediktsson og utanríkisráð- herra Emil Jónsson, en að því loknu heldur hann fund með blaðamönnum. Verður fundur- inn haldinn í húsakynnum ís- lenzka sjónvarpsins. Menntastofnun Bandaríkjanna á íslandi, Fulbrightstofnunin er 10 ára um þessar mundir. Af- mælisins verður minnzt á morg og þar munu þau hjón verða heiðursgestir. Kl. 20 annað kvöld munu Fulbrighthjónin sitja kvöldverðarboð ríkisstjórnarinn- ar. Á fimmtudag fara þau hjón í kynnisferð um Reykjavík, en um hádegið sitja þau hádegis- verðarboð Íslenzk-ameríska fé- lagsins. Kl. 17 á fimmtudag munu þau fara af landi brott fiá Kefla- víkurflugvellL — Það hefur ekki verið neitt stórvægilegt — smá kropp, sem við köllum, síðustu dagana, sagði Jens. — Hér síðustu daga hefur orð- ið vart við ufsa, en ekki í miklum mæli. Hér sunnanlands hefur ver ið mjög stirð tíð, en heldur skárra nú síðustiu daga og reit- ings fiskirí. Þá kom það fram í viðtalinu við Hans Sigurjónsson, að ís- lenzku sjómennimir eru mjög tregir til að tala við blöð um veiðar, því að í fyrra, er togarinn Maí var við Grænland var getið um það í öllum blöðum, að hann væri í mokfiski og fylltust þá öll mið af rússneskum togurum, svo að hinir íslenzku komust ekki að. Hilmar Guðlaugsson St. Giles kirkja var þéttsetin messugestum, er forseti íslands prédikaði þar við háskólamessu síðdegis á sunnudag. Voru þar Edinborgarbúar, stúdentar úr ýmsum háskóladeildum og pró- fessorar. Gengu prófessorar og doktorar við Edinborgarháskóla skrýddir skikkjum sínum með forsetanum i fjölmennri skrúð- göngu til kirkju. Messan hófst með því að leikinn var á orgel- ið þjóðsöngur íslendinga, þá flutti háskólapresturinn, sr. Morton, bæn, bað fyrir forseta íslands, íslandi og íslendingum, háskólastúdent las ritningarkafla úr gamlatestamentinu, Swann háskólarektor las ritningarkafla úr nýja testamentinu og sung- inn var sálmur Luthers „Vor guð er borg.“ í ræðu sinni sagði Ásgeir Ás- geirsson m.a. að oft heyrðist að Kópavogur FUS TÝR í Kópavogi heldur fund á stjórnmálanámskeiði mið vikudagskvöld 22. febrúar kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu í Kópa- vogi. — Erindi flytur Birgir ísl. Gunnarsson, hdl. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Stefnisfundur á fhmmtudag STEFNIR FUS í Hafnarfirði efnir til fundar fimmtudaginn 23. þ. m. kl. 8,30 í Sjálfstæðis- húsinu í Hafnarfirði. Fundarefni er: Hversvegna á innlend stál- skipasmíði rétt á sér? — Jón Sveinssoh, tæknifræðingur, flyt- ur framsöguerindi. Stefnisfélag- ar og aðrir þeir er áhuga hafa á málefninu eru hvattir til að koma á fundinn. Sigur lýðræðissínna í Múrarafélaginu Hilmar Guðlaugsson endurkj. formaður Stjórnarkosning fór fram í Múrarafélagi Reykjavíkur um s.l. helgi. Tveir listar voru í kjöri A listi, stjórnar og trúnaðarráðs og var hann studdur af lýðræðis sinnum og B listi kommúnista og stuðningsmanna þeirra. Úrslit urðu þau, að A listinn hlaut 129 atkvæði og alla menn kosna í stjórn, en B listinn hlaut 83 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir. Er þetta hæsta atkvæða- tala sem lýðræðissinnar hafa hlotið í kosningum í Múrarafé- laginu. Stjórn félagsins er þann ig skipuð: Hilmar Guðlaugsson, formaður, Kristján Haraldsson varaformaður, Brynjólfur Á- mundason ritari, Helgi S. Karls- son gjaldkeri félagssjóðs og Sig- urður Jónasson gjaldkeri styrkt- arsjóðs. í varastjórn ecu: Jörund ur Guðlaugsson, Páll Jónasson og Ágúst Guðjónsson. Á eftir messu drakk forset- inn te með háskólastúdentum og svaraði fjflmörgum spurningum þirra um ísland og íslenzk mál- efni. Síðdegis í gær buðu Sig- ursteinn Magnússon, ræðismað- ur íslands í Edinborg og Ingi- björg kona hans ýmsum mennta mönnum og forvígismönnum á fleiri sviðum að hitta forseta ís- lands. Og á þriðjudagskvöld hef ur borgarstjóri Edinborgar kvöldverðarboð fyrir forsetann. En á miðvikudagskvöld verður forsetinn heiðursgestur í hófi íslendingafélagsins í Edinborg. Swann háskólarektor í Edin- borg hefur borizt kveðja og þakkarskeyti frá Háskóla ís- lands, sem þakkar þann heiður, sem forseta íslands hefur verið sýndur við Edinborgarháskóla. Helgi Þorsteinsson. Ilelgí Þorsfteínsson, frðmkvæmda- sftjóri láftinn HELGI Þorstinsson, fram- kvæmdastjóri hjá SÍS lézt að himili sínu í fyrradag á 61. ald- ursári. Helgi heitinn fæddist á Seyðisfirði sonur Þorsteins Ól- afssonar og konu hans Jónínu Guðrúnar Arngrimsdóttur. Sið- ari kona Helga, Þorbjörg Ólafs- dóttir, lifir mann sinn. Helgi brautskráðist frá Sam- vinnuskólanum 1928 og hefur síðan gegnt ýmsum trúnaðar- störfum hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga og átti sseti í fram- kvæmdastjórn sambandsins frá 1949 til dauðadags. Fyrrí kona Helga, sem var skozk að ætt lézt 1950..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.