Morgunblaðið - 21.02.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.02.1967, Blaðsíða 32
Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins Helmingi útbreiddaia en nokkurt annað íslenzkt blað ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1967 Sóknin í þorskstofninn meiri en hann virðist þola Keflavík, 20. febrúar. — í gær var landlega hjá línu bátum, því að þeir róa ekki á sunnudögum, en netabát- ar voru aftur á móti á sjó og öfluðu frá 5-14 lestir. Hér lönduðu í gær 8 bátar loðnu, 1065 lestum. Hæstan afla hafði Örninn 245 lestir. Heildarmagn af loðnu, sem komið hefur á land í Kefla- vík er 2270 lstir, þar af hef- ur Örn fengið 685 lestir á þremur dögum. — hsj. Meðfylgjandi mynd tók Ólafur K. Magnússon í Kefla vík um helgina, er einn bát- anna kom að með loðnu. Kef I íiv ík u rveg u r grafinn sundur f MORGUN áttu að hefjast framkvæmdir við vatnslögn fyrir framkvæmdirnar í Straums vík. Verður að brjóta upp steypta lagið á Reykjavíkur- vegi, því að vatnsbólið er aust- an megin vegarins. Snæbjörn Jónasson, verkfræð ingur hjá Vegagerðinni sagði, að þarna ætti að leggja 30 cm. pípu, en hún er einungis til bráðabirgða, því að í sumar, þeg ar frost verður farið úr jörðu verður settur þar manngengur stokkur. Slitlag á skurðinum, sem byrj að verður að grafa nú verður olíumöl, sem Snæbjörn sagði, að haldið mundi vel við, svo að vegfarendur yrðu efoki varir við ójöfnu á veginum. Síðar, þegar gengið verður endanlega frá vatnsleiðslu undir veginn verð- ur heil plata í veginum steypt að nýju. Verkið sem hefia átti í morg- un mun taka tvo daga. f GREININNI „Úr verinu“ eftir Einar Sigurðsson, sem birtist í Mbl. sl. sunnudag stóð eftirfar- andi undir millifyrirsögninni: Slæmt útlit með þorskinn. — „Útlitið með grænlenzku þorskveiðarnar er ekki sem bezt. í>orskinum hefur raunverulega verið eytt við Lofoten við Noreg og í Barentshafinu og er á góðri leið með að verða útrýmt við ísland og Grænland. Hinar dönsku og erlendu vísindarann- sóknir 1966 leiða í ljós, að mjög lítið þorskklak er í sjónum við Grænland. Áður vgr kunnugt, að síðustu árgangar af þorski voru mjög lélegir, og togararnir eru svo aðgangsfrekir við stofn- inn, að þekktur þýzkur fiski- fræðingur hefur sagt, að veið- arnar við Grænland séu ekki lengur fiskveiðar, en verði að teljast rányrkja". Á þessa leið farast forstjóra Fiski- og hafrannsónkarstofnun- Nýstofnað almennings- hlutafélag, Noriurverk — Á lœgsta filboð í kísilgúrveginn við Mývatn Akureyri, 20. febrúar. NÝTT almenningshlutafélag hef ur verið stofnað á Akureyri, Norðurverk hf. Framhaldsstofn- fundur var haldinn í gær í les- stofu Íslenzk-ameríska félagsins við Geislagötu og voru fundar- menn eins margir og húsnæðið rúmaði. Stofnfélagar eru 80, en félagið stendur nýjum félögum opið þar til allir hlutir hafa verið seidir. Hlutafé er alls 2 milljónir króna og skiptist 5 og 10 þús. króna hluti. Tilgangur félagsins er aðal- lega að taka að sér ýmis konar byggingaframkvæmdir og mann virkjagerð, s.s. vegalagnir, virkj anir, hafnargerð og fleira af því tagi, hvar sem er á landinu svo og verkfræðileg störf s.s. teikn- ingar og áætlanir mannvirkja, þar með taldar fjárhags- og framkvæmdaáætlanir. Félagið sendi tilboð í gerð kís- ilgúrvegarins, milli Laxamýrar í Reykjahverfi og Grímsstaða við Mývatn og reyndist tilboð þess hagstæðast þeirra, er bár- ust í verkið. Heildarupphæðin var 33.884.851.10 krónur, miðað við lagningu vegarins á tveim- ur árum. Vegagerð ríkisins hafði gert kostnaðaráætlun af vegin- um og taldi ekki óeðlilegt, að tilboð yrðu 10% hærri, en sú áætlun. Tilboð Norðurverks reyndist 9.5% hærri en áætlun Vegagerðarinnar, en 6-700 þús- und krónum lægra, en það til- boð, siem næst var. Félagið hefur lagt drög að 13 milljóna króna fjárfestingu að- allega í vörubílum moksturvél- um og jarðýtum. Framkvæmda- stjóri við kísilgúrveginn, ef til- boði Norðurverks hf. verður tekið verður Rolf Árnason, tæknifræðingur, sem vann að tilboðinu ásamt Theodor Árna- syni, verkfræðingi og stjórn Norðurverks. Stofnun Norðurverks hf. hef- ur verið alllengi í undirbúningi, en stjórn félagsins var kosin fyrra sunnudag. Hana skipa: Árni Árnason, forstjóri formað- ur, Haukur Árnason, tæknifræð ingur, ritari, Steindór Kr. Jóns- son, varaformaður, og meðstjórn endur: Sverrir Georgsson og Hallgrímur Skaftason. Vara- stjórn skipa: Alfreð Möller og Gísli Magnússon. Stjórn félagsins mun fara með fjármálalega stjórn fyrir- tækisins. Fundarstjóri fundarins í gær var Gísli Konráðsson og fundar- ritari Ásmundur S. Jóhannsson. Sóttu hraunsýn- ishorn í Surtsey ÞYRLA Landhelgisgæzlunn- ar fór í gær á vegum Heims- sýningarnefndar út í Surtsey til þess að sækja hranuhell- ur, sem sýna á á Heims- ingunni í Monreal. Sótti þyrl an hátt á annað hundrað kg. út í eyna og voru sýnishorn- in valin með tilliti til lög- unnar og litskrúðs. Gekk ferð- ín að óskum. Samkvæmt upplýsingum Björns Jónssonar flugmanns á þyrlunni gaus gígur á suð- austurhluta eyjarinnar og kraumaði þar í. Rann hraun frá gígnum neðanjarðar og í sjó fram á þremur stöðum sunnantil á eynni. Af öðrum gígum Iagði gufur. Sýnishorn in, sem senda á til Kanada voru tekin á miðgígasvæði eyjarinnar, en þar virðist nú að mestu útkulnað að sögn Björns. Með Birni var Stef- án Snæbjörnsson, sem vinnur hjá arkitekt sýningarinnar, Skarphéðni Jóhanssyni. Vínlandskortið mun upphaflega hafa komið frá Spáni Verður sýnt 'i Þjóðminjasafninu dagana 15.-3T. marz næstkomandi VlNLANDSKORT Yale-há- skóla verður sýnt í Þjóðminja safninu í Reykjavík dagana 15. marz til 31. marz næst- komandi Chester Kerr, for- stöðumaður békaútgáfu Yale- háskóla, skýrði frá þessu á fundi með blaðamönnum í gær. Hann kvað ekkert hafa komið fram, sem benti til þess, að Vínlandskortið sé falsað. Sérstök ráðstefna vis- indamanna á vegum Smith- sonian-safnsins í VVashington í nóvember sl. hefði m. a. komizt að þeirri niðurstöðu. Á fundinum, sem Kerr átti með blaðamönnum í gær, voru m. a. Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri menntamála- ráðuneytisins, Kristján Eld- járn, þjóðminjavörður, Mykle bost, sendiherra Norðmanna og fulltrúar frá Upplýsinga- þjónustu Bandarikjanna. Chester Kerr sagði, að Vínlandskortið hefði verið sýnt um mánaðartíima í Bret- landi en á morgun, miðviku- dag, verði það flutt til Osló, þar sem það verði sýnt dag- ana 26. febrúar til 12. marz. Svo verði það flutt til íslands og verði sýnt í Þjóðminja- safninu 15.—31. marz. Hann kvaðst vilja lýsa ánægju sinni með, að utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið og há- skólinn hefðu sýnt áhuga á að fá kortið til íslands, svo fræði mönnum og almenningi gæfist kostur á að skoða það. (Þjóð- minjavörður upplýsti, að Vín- landskortið verði sýnt í and- dyri safnsins, fyrir framan Bogasalinn). Opnunarathöfn 15. marz Kerr sagði, að opnunarat- höfn fari fram síðdegig þann 15. marz. Forsætisráðherra, Framhald á bl. 19 ar Grænlands orð, dr. pfaiL Paul M. Hansen". Mbl. hafði í gær tal af Jónl Jónssyni, fiskifræðingi, og spurð ist fyrir um þessi ummæli. Jón sagðist ekki trúa því að hinn þýzki fiskifræðingur hafi tekið svo djúpt í árinni, að fiskveið- arnar við Grænland séu ekki lengur fiskveiðar, en verði að teljast rányrkja. Hins vegar sagði Jón, að ís- lenzkir fiskifræðingar hefðu þeg ar varað við ofveiði, þorskstofn- inn væri mikið nýttur og greini- legt væri að sótt væri meira I stofninn, en hann virtist þola, sérstaklega smáflskinn, bæði hér við land og annars staðar í N- Atlantshafi. Jón sagði að komið hefðu fram lélegir árgangar, t.d. í Bar- entshafi, en þar væri ekki ein- göngu veiðum um að kenna, heldur værú þar margar fleiri ástæður. Allir helztu þorskstofn- ar í N-Atlantshafi hafa sýnt þess merki að sóknin í þá er meiri en þeir virðast þola. 4 nrn drengur stórslascst FJÖGURRA ára drengur, Har- aldur Axel Bernharðsson, til heimilis að Bergstaðastræti 62, stórslasaðist er hann varð fyrir bifreið móts við hús númer 64 síðastliðinn laugardag. Haraldur hljóp út á milli tveggja kyrr- stæðra bifreiða og í veg fyrir fólksbifreið, sem var á leið suður götuna. Hann féll í götuna og bifreiðin fór yfir hann, en drengurinn slapp á milli hjól- anna. Haraldur hafði hlotið mik- il höfuðmeiðsli og var fluttur í sjúkrahús. Chester Kerr. — Hann heldur á bóklnni um Vínlandskortið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.