Morgunblaðið - 21.02.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1967.
13
Aðalfnndur
Iþróttafélags kvenna
verður haldinn þriðjudag-
inn 28. febrúar kl. 8.30 í
Café Höll (uppi).
Stjórnin.
Skógarmenn K.F.U.M.
Aðalfundur skógamanna
verður á morgun, miðvikudag
22. febrúar kl. 8.30 e.h. í húsi
K.F.U.M. við Amtmannsstíg.
Dagskrá venjuleg aðalfundar-
störf. Eldri deildar menn fjöl-
mennið.
Stjórnin.
„ Hver stund með Camel
léttir lund!“
Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar
af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði.
BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN
Ein mest selda sígarettan í heiminum.
MADE IN U.S.A.
Nánari upplýsingar veitir Guð
rún Erlendsdóttir, ritari Félags
Sameinuðu Þjóðanna á fslandi.
Skrifstofa félagsins er á Baróns-
stíg 21, sími 18499.
Virðingarfyllst,
Reykjavík, 2. febrúar 1967.
Guðrún Erlendsdóttir
Fél. Sam. Þjóð. á íslandi.
Frá Félagi SÞ hér
Sumarráðstefna Sameinuðu
þjóðanna í Genf 1967:
Sameinuðu þjóðirnar halda i
ár, eins og undanfarin ár sum-
arráðstefnu í Genf í Sviss. Ráð-
stefnan stendur yfir frá 17. júlí
til 4. ágúst og fjallar um: Áætl-
anir og framkvæmd aðstoðar við
þróunarlöndin. Þeir umsækjend-
ur einir koma til greina, sem
hafa sérstaka menntun eða
reynslu á þessu sviði. Þar sem
aldrei hefur verið þátttakandi
frá Islandi á sumarráðstefnu S.
J>., er sérstök áherzla lögð á að
fá hæfan umsækjanda nú, og
mun, á vegum utanríkisráðu-
neytisins, verða veittur nokk-
ur styrkur til þátttöku í ráð-
stefnu þessarL
Sumarskóli Wfuna-Ismun:
Hinn árlegi sumarskóli Al-
þjóðasamtaka félaga Sameinuðu
þjóðanna (WFUNA) og Alþjóða
félagsskaps stúdenta í S.Þ.
(ISMUN) verður haldinn í 21.
sinn í Genf í Sviss frá 9. til
21. júlí 1967. Það, sem um velð-
ur fjallað að þesu sinni, er Mann
réttindamál. 80 þátttakendur
verða í skólanum frá sem flest-
um löndum S.Þ. Skólin er sér-
staklega ætlaður stúdentum,
kennurum, eða þeim, sem sér-
stakan áhuga hafa á málefn-
um S.Þ., og þá sérstaklega mann
réttindam álum.
- FRAMSÆKIN
Framh. af bls. 12
ir forsjóninni fyrir, að þjóðinni
hefir vegnað vel og að sjálfstaC-
ið hefir verið treyst, efnalega og
menningarlega og það að al-
menningur býr nú við lífskjör
sem þola fyllilega samanburð við
það, sem bezt gerist hjá öðrum
þjóðum.
Vinnufús og frjálshuga þjóð,
hefir með árvekni og mikilli
vinnu komizt úr þeirri kreppu
og fátækt, sem lamaði íbúa
landsins um aldaraðir. Það sem
nú ríður mest á, er að viðhalda
þv£, sem áunnizt hefir og halda
áfram að treysta þann grund-
völl, sem atvinnulífið byggist á,
m.a. með framkvæmdum, sem
efla þjóðfélagsheildina og
tryggja þjóðarhag. Það er von
okkar allra að það megi takast.
Það er ósk mín til Búnaðarþings
að það megi vinna störf sín af
bjartsýni og raunsæi, með
glöggri yfirsýn yfir málefnin og
með þeim þrótti, sem oft hefir
einkennt störf íslenzkra bænda.
Megi störf Búnaðarþings verða
farsæl og landi og lýð til heilla.
400 lesta skip
smíðað á Akranesi
Akranesi, 16. febr. 1967.
ÞORGEIR og Ellert h.f.: dráttar-
braut og vélsmiðja, Akranesi
hófu frumsmíði á um 120 lesta
stálfiskiskipi seinnihluta ársins
1966 og er nú langt komið að
byrða skipið.
Áætlað er að smíði þess ljúki
í vor, eigandi verður Jón Þórar-
insson Seltjarnarnesi. Samið hef-
ur verið um smiði á um 400 lesta
fiskiskipi fyrir Vesturröst h.f.,
Patreksfirði. Þvi verki á að verða
lokið i april 1968.
Vinnusalur, tæki og öll hag-
ræðing er þarna mjög fullkomin
og til fyrirmyndar. Iðnaðarmenn
með margra ára þjálfun við stál-
tankasmíði og fleira, sem er hlið-
stæð vinnu við stálskipasmíði.
Forstjórar fyrirtækisins eru Þor-
geir Jósefsson, frkvstj., og Jósef
H. Þorgeirsson, lögfræðingur.
— H.J.Þ.
Frá Logfræð-
ingafélagínu
Lögfræðingafélag íslands hélt
félagsfund þriðjudaginn 14. febr
úar sl. í Tjarnarbúð. Fundarefni
var hlutverk og þátttaka Lög-
fræðingafélagsins f Bandalagi
háskólamanna, og voru frum-
mælendur prótfessor, Ármann
Snævarr háskólarektor og Ölaf-
ur W. Stefánsson deildarstjóri.
Gerði frummælandi einkum
grein fyrir tildrögum þess, að
Bandalag háskólamanna var
stofnað, stofnaðild Lögfræðinga-
félagsins að bandalaginu og
starfi þess fyrstu árin. Síðari
frummælandi gerði einkum að
umræðuefni störf bandalagsins
síðustu árin. Sérstaklega gerði
han grein fyrir því baráttumáli
bandalagsins, að það verði við-
urkennt sem samningsaðili fyr-
ir hönd háskólamanna í þjón-
ustu hins opinbera. Lögðu frum-
mælendur áherzlu á, að Lög-
fræðingafélagið veiti bandalag-
inu fullan stuðning í baráttu
þess fyrir áhugamálum sínum.
Að framsöguræðum loknum
tóku til máls Hrafn Bragason
dómarafulltrúi og formaður fé-
lagsins, Þorvaldur Garðar Kristj
ánsson.
Að lokum voru kosnir full-
trúar Bandalags háskólamanna.
—Ö—
• 2.205.000.000
London, 16. febr. (NTB).
Á fjárhagsárinu 1967—1968 munu
Bretar verja 2.205 milljónum
sterlingspunda til varnarmála, að
því er tilkynnt var í London í
dag. Er þetta 1%% aukning frá
fyrra ári.
Sundmeistaramót
Hafnarfjarðar 1967
verður haldið í Sundhöll
Hafnarfjarðar, sunnudaginn 5.
marz kl. 2 e. h. Keppt verður
í etftirtöldum greinum:
400 m skriðsundi karla
100 m skriðsundi karla
200 m bringusundi karla
50 m bringusundi karla
100 m baksundi karla
50 m flugsundi karla
100 m skriðsundi kvenna
100 m bringusundi kvenna
100 m baksundi kvenna
Þátttaka tilkynnist til Trausta
Guðlaugssonar í Sundhöll
Hafnarfjarðar milli kl. 7—8
e. h. Sími 50088 eða í síma
514!71 fyrir 26. febrúar.
FÉLAGSLÍF
K.F.U.K. — A.D.
Saumafundur í kvöld kl.
20.30. Myndasýning, kaffi og
fl. Hugleiðing: sr. Lárus
Halldórsson. Allar konur vel-
komnar.
Stjórnin.