Morgunblaðið - 21.02.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.02.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1967. 31 „Þaö var guös mildi að ekki skyldi fara verr fyrir okkur“ Gullfossfarar hlakka til að koma heim Samfal við bóndann á Ytra-Hóli Karl Jóbannesson, sem ásamt dóttur sinni varð undir traktor Akureyrl, 20. febrúar. DRÁTTARVÉL valt síðdegls í gær, neðarlega á heimreið- inni að Ytra-Hóli í Fnjóska- dal. Þar vorn á ferð Karl Jó- hannesson, bóndi á Ytra-Hóli, 67 ára og Þórgrunnur dóttir hans 35 ára. Urðu þau bæði undir vélinni og lágu þar slösuð og skorðuð á annan klukkutíma, þar til hjálp barst og þau voru flutt í sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem þau liggja nú við sæmi- lega líðan. Tíðindamaður Mbl. náði snöggvast tali af Karli bónda í dag og spurðist fyrir um slys þetta. Karl var 'hinn hressasti í máli og bar sig vel. — Það er nú alls ekki segj- andi frá þessum endemis klaufaskap, en þú mátt gjarn- an segja frá hinu, að það var hrein guðs mildi, að við sluppuim lifandi frá þessu og bara því að þakka, að það var svolítil lægð í hjarnskaflinn, nákvæmlega þar sem við lágum undir vélinni. Annars hefði hún marið okkur gjör- samlega í sundur. — Við vorum á heimleið - KINA Framhald af bls. 1 lífi eftir að hafa' orðið fyrir auð mýkingum Rauðu varðliðanna. „Tlver sá, sem ekki beygir sig fyrir duttlungum þessara aga- lausu ungu öfgamanna er barinn, handtekinn og fluttur á brott til „endurfræðslu" um hugsjónir Maos“, segir útvarpið. „Dagblað alþýðunnar" gerir ný afstaðna heimsókn Kosygins for sætisráðherra Sovétrikjanna til London að umræðuefni, og segir hana lið í leynimakki Bandaríkj manna, Bretlands og Sovétríkj- anna til að styðja falsyfirlýsingar Bandaríkjamanna um friðarvilja. „Aðalatriði VietnammáJsins er ekiki hvort Bandaríkin geri loft- árásir á Norður Vietnam eða ekki heldur hitt, að Bandaríkin verða að kalla árásarher sinn heim frá Vietnam og hætta öllum árásar- aðgerðum þar“, segir blaðið. Veggspjöld í Peking segja frá því, að því er japanskir frétta- menn herma, að Liu 9hao-chi forseti og Teng Hsiao-ping, að- alritarl flokksinns, hafi niú verið sviptir öllum embættum og völdum í flokknium. Ekiki hafa frá Böðvarsnesi um fimm- leytið og vorum komin upp í neðstu brekkuna á afleggjar- anum heim að Ytra-Hóli, en það er nærri tveggja kiló- metra spotti. Þá vildi óhappið til allt í einu. — Við köstuðumst bæði af, þegar vélin fór útaf og hefð- um alveg sloppið, ef hún hefði látið sér nægja að fara á hlið- ina, en hún kom á eftir okk- ur og valt alveg, svo að við urðum of sein að forða okk- ur. Þetta gerðist nefnilega ekki á tiltakanlega löngum tíma, skal ég segja þér. — Dóttir mín meiddist á olnboga, þegar hún kom niður á eitilharðan hjarnskaflinn, það mun hafa kvarnast eitt- hvað úr beini við höggið. Að öðru leyti erum við ekki bein brotin, en náttúrulega mikið marin, sérstaklega á fótum, því að við lentum bæði með annan fótinn undir dráttar- vélinni og sátum þar föst. Enginn var heima nema kvenfólk og börn, en þegar þau fór að lengjá eftir okkur hringdu þau að Böðvarsnesi til að grennslast um ferðir okkar. Maður þaðan fór strax af stað í bíl til að huga að okkur og fann okkur fljót- lega. — Ekki var viðlit að hann gæti lyft vélinni einn, svo að hann þurfti að fara út að Þverá til að sækja meiri mann'hjálp og planka til að vega vélina upp og ná okkur undan. — Það dreif nú brátt að menn úr öllum áttum, því að hringt hafði verið á bæina og það mun hafa liðið rúmur klukkutími, — já, líklega klukkutími og 10 mínútur, —- frá því vélin valt og þar til við vorum laus undan henni. Við vorum löngu hætt að vita, hvort við hefðum yfirleitt fæt ur. Við vorum orðin svo kol- dofin og svo sótti á okkur kuldi. — Læknirinn á Grenivík kom á staðinn um þetta leyti og gaf okkur deyfisprautur, en ekki var talið ráðlagt að hreyfa okkur neitt, fyrr en sjúkrabíllinn kom héðan frá Akureyri, en það var svona hálftkna seinna. Það var ekki að vita nema við værum beinbrotin. En það var hlúð að okkur á allan hátt, þarna á skaflinum, þangað til sjúkra bíllinn kom og flutti okkur hingað. — Já, þetta var nátt- úrulega guðs mildi að ekki skyldi fára verr fyrir okkur. — Sv. P. þessar fréttir verið staðfestar opinberlega. Báðir eru menn þess ir taldir mestu andstæðingar Maos, og er þetta í annað skipti , sem- fréttir berast um að þeir hafi misst embætti sín. Sams- konar frétt barst frá Pelking til Japans hinn 6. þ.m., og var þá höfð eftir „áreiðanlegum heim- ildum“. Té'kikneska fréttastofan CTK segir að Mao-istar í Szechwan séu nú umkringdir og hafi beðið lægri hlut þrátt fyrir sex mán- aða ötula baráttu í Honan héraði hafa andstæðingar Maos einnig unnið á að sögn fréttastofunnar, og hafa deildir úr hernum geng- ið í lið með þeim í stærstu borg- um héraðsins, Kai Feng og Cheng Chou. Skömmu fyrir nón var NA- kaldi og bjartviðri suðvestan lands, en norðan til á Vest- fjörðum og á annesjum norð- anlands var NA-hvassviðri með snjókomu. Kaldast var 4ra stiga frost á Horni og í Æðey, en sunnanlands var hiti 3-6 stig, hlýjast á Loft- sölum. Gert er ráð fyrir kólnandi veðri, því að hæðin yfir Grænlandi fer vaxandi' og lægðarsvæðið suður undan þokaðist austur á bóginn. NÚ er langt liSið á síðari sólar- landsferð Gullfoss og þegar Mbl. hafði símasamband við skipið í gærdag og ræddi við skipstjór- ann, Kristján Aðalsteinsson, var skipið skammt undan London og var búizt við að það kæmi til hafnar þar ' morgun. Kristján sagði, að fremur lítið væri að frétta af þeim ferða- löngunum, að öðru leyti en það, að þeir hefðu haft ágæta daga á milli eyjanna, í Casablanca og á fleiri stöðum, sem skipið hefur komið við á. Hins vegar hafi veðrið ekki verið eins gott tvo undanfarna daga. við beztu heilsu, sagði Kristján, Það hafa allir það gott og eru en sumir eru farnir að hlakka til að koma heim. Báðar ferð- irnar hafa gengið prýðilega og fólkið er mjög ánægt. Það hefur haft mjög gott af þessari sumar- dvöl, því að það var að mestu leyti stöðugt sólskin, 17—22 stiga hiti og ferðirnar inn í land á viðkomustöðunum gengu vel. Fólkið er mjög ánægt með líf- ið, sagði Kristján. Annað kvöld fer Gullfoss frá London til Leith og Reykjavíkur og allir hlakka til að koma heim, sagði Kristján að lokum og bað okkur fyrir kveðjur heim. Súkarnó biður um umhugsunarfrest - STORKAUPMENN Framhald af bls. 3. til lækkunar eins fljótt og kostur verður. d. Að flýta fyrir, að Verzlunar- banki Islands h.f. fái réttindi til verzlunar með erlendan gjaldeyri, og að „Verzlunar- lánasjóði" verði tryggt starfs- fé af fjármagni því, sem veitt er tíl framkvæmda í landinu ár hvert og íáðstafað er inn- an ramma framkvæmdáætlun- arinnar. Endurskoðendur félagsins voru kjörnir Tómas Pétursson og Geir Jónsson og til vara Ólafur Ág. Ólafsson og Ottó A. Michael- sen. Aðalmenn I stjórn Verzlunar- ráðsins voru kjörnir þeir Björg- vin Schram og Kristján G. Gísla son, en til vara Ólafur Guðna- son og Einar Farestveit. í stjórn íslenzka vöruskipta- félagsins voru kjörnir Bergur G. Gíslason og Karl Þorsteins. í skuldaskilanefnd voru kjörn- ir Gunnar Eggertsson, Þórhallur Þorláksson og Kristján Þorvalds- son og til vara Björn Hallgríms- son og Pétur O. Nikulásson. í útflutningsnefnd voru kjörn- ir Ólafur Ág. Ólafsson, Margeir Sigurjónsson og Einar Farest- veit. Djakarta, Tókíó, 20. febr. — AP-NTB — í BARDAGA sló með stuðn- ingsmönnum Súkarnós Indó- nesíuforseta úr sjóhernum og andstæðingum hans úr fall- hlífahernum í grennd við Djakarta á sunnudagskvöld, að því er japanska blaðið Sankie Shimbun segir í dag. Sjónarvottar segja, að her- mennirnir hafi skipzt á skot- um, er hermenn úr sjóhern- um tóku stjórn bækistöðva stúdentasambandsins KAMI í sínar hendur. Staðfest er í Djakarta að tveir menn hafi fallið í átökunum. en vitað er um fleiri sem féllu og særð- ust f báðum liðum. Bardag- anum lyktaði með því að fall Allt var í lagi Stykkishólmi, 20. febrúar. AUGLÝST var eftir báti í út- varpinu um helgina, sem ekkert hafði heyrzt til í tvo sólarhringa. Var þetta Björg sem, Ver h.f. í Stykkisihólmi hefur nýlega keypt frá Eskifirði. Ekkert var að bátnum, en allt var 1 lagi um borð, að öðru leyti að ólag var á talstöð hans. Var hann staddur skammt frá fsa- firði, er aftur heyr^ist til hans. Björg er 55 tonn og er ætlun hinna nýju eigenda að gera hana út á net. Skipstjóri er Viðar Björnsson. — FréttaritarL hlífahermennirnir ráku hina á flótta. Súkarnó hefur enn neitað aS fara frá völdum. Suharto hers- höfðingi og fleiri yfirmenn hers- ins héldu með honum fund í sumarhöll hans á sunnudag og stóð sá fundur í þrjár klukku- stundir. Eftir hann var gefin út svohljóðandi yfirlýsing: „Forset- inn og yfirmenn landvarnanna ræddu í dag núverandi ástand í landinu". Síðan yfirgáfu yfir- menn landvarnanna sumarhöll Súkarnós bakdyramegin. Áreiðanlegar heimildir í Dja- karta hermdu í dag, að Súkarnó hefði neitað að fara frá völdum strax, en beðið Suharto um nokkurra daga umhugsunarfrest. Fótbrotnaði UM kl. 17.30 í gær varð fiögurra ára drengur, Gunnar Þ. Frið- leifsson, til heimilis að Laugar- nesvegi 26, fyrir bifreið á Reykjavegi á móts við Sund- laugaveg. Drengurinn fótbrotnaði og var fluttur í Slysavarðstofuna. - RETTARHOLD Framhald af bls. 1 ar verða i sambandi við þessi réttarhöld hinar umfangsmes'tu í bandarískri réttarsögu. Aðalvitnið gegn Speck verður spænska hjúkrunarkonan Cora- zon, sem var sú eina hinna níu hjúkrunarkvenna i Chicaga, sem slapp með því að fela sig undir rúmábreiðu. Rauða skikkjan fékk íslenzkt tal og heppnaöist vel KVIKMYNDAGAGNRÝN- ANDI Kaupmannahafnar- blaðsins „Söndags-Aktuelt“ ritar 19 febr. sl. dóm í blað sitt um íslenzku útgáfu kvik- myndarinnar „Rauða skikkj- an“, þ. e. þá útgáfu þar sem íslenzka er töluð inn á mynd- ina. Tvö slík eintök eru til af filmunni og verða þau sýnd í Reykjavík nú um mánaða- mótin. Eins og kunnugt er fékk myndin almennt slæma dóma í Danmörku, og m.a. kallaði Berlingske Tidende hana „18 millj. kr. vonbrigði". Gagn- rýnandi Söndags-Aktuelt seg- ir hinsvegar í fyrirsögn fyrir dómi sinum: „Rauða skikkjan fékk íslenzkt tal og heppnað- ist vel“. í kvikmyndadómnum segir meðal annars: — „Rauða skikkjan" var sýnd með íslenzku tali í eina skiptið í „Kinopalæet“ á föstudagskvöld. í ljós kom að hér var um sérlega ánægju- lega upplifun að ræða. Sýn- ingin sannaði þá kenningu, sem ég hef haldið fram um nokkurt skeið, að það sem dönskum kvikmyndagagnrýn- endum hefur fallið verst, var danska talið í myndinni. Raddirnar voru sitt í hverri tóntegund. Án stíls og án sam hengis. En í íslenzku útgáfunni kemur fram hinn rétti tal- stíll. Raddirnar, sem valdar eru með framúrskarandi tón- skyni, tala í sömu tónteg- und . . . Ef menn hér heima hefðu valið þann kost, að hafa talið á íslenzku og sýna danska texta, er ég þess fullviss að myndin hefði fengið aðrar móttökur ... Myndin vann á við endur- sýninguna. Og sérstaklega vegna hins íslenzka tals. Það ætti að gefa dönskum kvikmyndahússgestum kost á að upplifa það, sem ég sá og heyrði á föstudagskvöld. Kvikmyndin á það skilið. Allir hlutaðeigendur eiga það skilið“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.