Morgunblaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1967.
Flestar konur þekkja af
eigin reynd hina fínu á-
ferð og góðu endingu
Tauscher
sokkanna.
Eenda fer þeim stóra
hópi sífellt fjölgandi,
sem notar TAUSCHER-
SOKKA að staðaldrL
Yæntanlegir leyfishafar
eru beðnir að hafa sam-
band við okkur sem
allra fyrst, þar sem eft-
irspurnin er svo mikil,
að erfitt hefir verið að
fullnægja henni. UMBOÐSVERZLUN:
AGttST ÁRMANN HF.
- SÍMI 22100
Til að verða við óskum
hinna fjölmörgu
Tauscher
viðskiptavina, um fjöl-
breyttara litaúrval, mun
um við fá alveg á næst-
unni eftirtalda liti:
BRONCE
SOLERA •
MELONE
CHAMPAGNE
COCKTAIL
Þetta er allt fallegir
tízkulitir, en þó með mis
munandi blæbrigðum.
Geta því allar fengið lit
við sitt hæfi.
BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU K------TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN
Nei! Nei!
Er ég heyrði hljóðin í Tiffany stakk ég höfðinu i gegnum kýraugað.
KVIKSJÁ *
FRÖÐLEIKSMOLAR
Japanskir stjörnufræðingar
Ástæðan fyrir því að falleg
asta halastjarnan, sem fund-
in var árið 1965 heitir tveim
japönskum nöfnum ILKEYA
— SEKI, er sú að tveir Jap-
^ anar fundu hana samtímis.
Hinn 21 árs gamli Kaoru II-
keya, sem vinnur í hljóðfæra-
verksmiðju 220 km fyrir
sunnan Tokíó hefur sl. 4 ár
læðst út úr skúrnum þar sem
hann býr ásamt móður sinni
og fimm systkinum, — tveim
tímum fyrir sólarupprás. —
Hann klifraði upp á þak, þar
sem hann hafði komið fyrir
stjörnukiki, sem hann sjálf-
ur hafði búið til. I»ar kom
hann auga á fyrri halastjörn-
una. Það var í janúar 1963.
1 september 1965 sá hann aft-
ur halastjörnu. Án þess að
hugsa sig um tvisvar hjólaði
hann í einum grænum á sím-
stöðina og sendi skeyti til
rannsóknarstofunnar í Tokíó
og lét í Ijós upplýsingar sínar.
— Vietnam-bréf
Fram'h. af bls. 8
sem heilbrigðistæki skortir,
er sagt, að í sumum flokkum
sé tíðni malaríu 97 af hundr-
aði. Austurlandabúar eru ekki
ónæmir fyrir hinni banvænu
ásókn, amöba, bandorma, nál
orma og hinna mörgu litlu líf-
vera, sem valda velgju og
blóðkreppusótt, og allt þetta
heggur drjúgt skarð, þar sem
matarbirgðir eru ekki nægar.
Að lokum er þetta fólk mjög
næmt fyrir berklum. Helm-
ingur íbúa sumra þorpa er
sýktur, og hlutfallið hlýtur að
vera hærra meðal hermanna
og flutningafólks.
Þið sjáið, að tölur um menn
og birgðir gefa ekki rétta
mynd. Ekki heldur sú stöðuga
frásögn, að kommúnistar séu
upp til hópa þröngsýn, auð-
sveip, einföld dýr, sem hlýða
skipunum skilyrðislaust og
berjast, unz þeir deyja hetju-
dauða.
Sannleikurinn er, og þetta
er haft frá yfirheyrslum flótta
manna og stríðsfanga, að hinn
kommúnistíski heimur er klof
inn um miðju að hugsjóna-
stríði milli Peking og Moskvu.
Hanoi, í járngreipum Ho Chi
Minh, fylgir á yfirborðinu
Kínverjum að málum, en er
andsnúinn Rússum. Á þessu
svæði var mikill skoðanamis-
munur, þótt dult fæ-ri. En nú
er Kína einnig klofið í æðis-
genginni valdabaráttu innan-
lands.
Það er ekki fráleitt að álíta,
að í náinni framtíð muni
samskonar flokkserjur spretta
upp hinum fyrrum járnbentu
saumum norðursins.
Það er dagsatt, að stórir
hlutar Suður-Víetnam lúta
enn ógnarstjórn Víet Cong.
Vissulega fylgir því mikil
hætta, en það verður einnig
að taka það með í reikning-
inn.
Mörg þorp og smáþorp hafa
fylgt Víet Cong, vegna þess að
um annað var ekki að velja.
En nú er þrengt að þeim og
það verður greinilegt, að hinn
harðsnúni kjarni Víet Cong
Ynanna hefur lítinn áhuga á
þorpunum, nema til að stjórna
þeim. Þegar þrengingarnar
aukast virðast VC-menn
missa stjórn á sér og styðjast
við ógnir, pyndingar og morð
til að halda völdum. Og þeir
taka stærri og stærri skerf af
hrísgrjónum bóndans. Sums-
staðar við árósana krefjast
skattheimtumenn VC 60% af
framleiðslu og allra peninga.
Og þegar stöðugt er þrengt
meira að VC-mönnum auka
þeir sífellt hörkuna við sitt
eigið fólk. Ekki þarf marga
VC-menn til að stjórna frið-
sömu, vopnlausu þorpi. Þrír
menn með sjálfvirk vopn geta
haldið 2000 manna þorpi und-
ir oki ,unz utanaðkomandi
hjálp berst, með stöðugri
áþján og með því að myrða
sérhvern mótþróa í upphafi.
Þið skiljið, er það ekki,
hversvegna ég óska að hingað
kæmu rósamir athugulir rit-
höfundar. Stundum, þegar ég
les frásagnir í amerískum blöð
um og tímaritum og pólitískar
ræður keppinauta um em-
bætti, held ég, að ég sé að
ganga af göflunum. Hér er
verið að skrifa sögu mann-
kynsins, en í flutningi er hún
umskrifuð þannig, að hún
verður óskiljanleg.
Þarna hef ég sett fram all-
mörg almenn atriði. Ég skrifa
ykkur brátt um sératriði, sem
nokkrar ályktana hafa verið
dregnar af.
Ykkar, John.