Morgunblaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 17
MORCUNBLAÐIB, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1967.
17
Séra Sigurður Ein-
arsson látinn
SÉRA Sigurður Einarsson var
maður stórgáfaður, flugmælskur
og ekki við eina fjöl felldur. Á
yngri árum var hann róttækur
vinstrimaður en hneigðist með
vaxandi aldri til raunhæfari
skoðana. Hann var frá upphafi
harður andstæðingur nazista og
með nánari kynnum af komm-
únistum snerist hann og til ein-
dreginnar andstöðu gegn þeim.
fíéra Sigurður var ætíð hiklaus
í skoðunum sínum og ódeigur að
berjast fyrir þeim. Þess vegna
háði hann marga hildi um dag-
ana og naut misjafnra vinsælda,
REYKJAVIKURBREF
►Laugardagur 25. íebr.
en fór sínu fram og hlaut al-
menna virðingu að lokum.
Þegar vinstri stjórnin var
mynduð á árinu 1956 meðal ann-
ars í því skyni að gera ísland
varnarlaust, taldi séra Sigurður
slíkt hið mesta glapræði og lagði
sig mjög fram í baráttu gegn
þeirri fásinnu. Minnist sá, er
þetta ritar, þess, að þeir fóru
saman á fund austur á Síðu til
að ræða þetta mál þá um haust-
ið. Á leiðinni skall á hið versta
veður og varð Mýrdalssandur
um skeið ófær yfirferðar. Seint
um kvöldið komust menn þó á
leiðarenda en voru kaldir og illa
haldnir. Allmargt héraðsmanna
var komið á fundarstað, sem ó-
neitanlega var býsna óvistlegur
í kulda og óveðri. Stemning var
þess vegna heldur drungaleg í
upphafi og fyrsta ræðan flutt af
litlum tilþrifum. Á þessu varð
skjótt breyting eftir að séra Sig-
urður hóf mál sitt. Hann talaði
af þeim eldmóði og sannfæring-
arkrafti, sem fágætur er. Hreif
hann og alla fundarmenn með
mælsku sinni og guldu þeir hon-
um innilegar þakkir með lang-
varandi lófaklappi að lokum.
Mun fáum þeim, er á þessum
fundi voru, líða úr minni and-
ríki og þrek séra Sigurðar, sem
þarna talaði af innri þörf gegn
yfirlýstri stefnu síns eigin
flokks, sem hann þó sízt vildi
bregðast heldur leiða á rétta
braut.
Þá mætti herinn
fara
Engum, sem hlustaði á Ful-
bright öldungadeildarþingmann,
tala hér nú í vikunni, getur
blandazt hugur um, að hann er
ekki einungis mjög vel máli far-
inn heldur og bæði fróður og
víðsýnn. Um skoðanir hans hlýt-
ur sitt að sýnast hverjum, svo
sem verða vill. Sjálfur lagði
hann á það ríka áherzlu i ræðu
sinni í hátíðasal Háskólans, að
hér i heimi skortir mjög á að
fullkomleika verði náð og tjái þó
hvorki að gefa upp von né bar-
áttu fyrir betri tímum. Sannfær-
ing hans er sú, að aukin þekking
og vaxandi samskipti þióða
muni verða haldbezta ráðið til
að efla frið og farsæld.
f Bandaríkjunum eru aðrir
stjórnarhættir en hér. Lýðræði
ríkir i báðum löndum, en sam-
band stjórnar og þings er þar
með allt öðrum hætti en við
höfum vanizt. Þess vegna er
mögulegur sá mikli skoðanamun
ur í utanríkismálum, sem er á
milli forsetans og utanríkisráð-
herrans annars vegar og Ful-
brights, sem er formaður utan-
ríkismálanefndar öldungadeild-
arinnar, hins vegar. Hinir tveir
fyrrnefndu hafa úrslitaráðin i
utanríkismálum, en að þeim frá-
töldum er frekar hlustað á það,
sem formaður utanríkismála-
nefndar öldungadeildar segir
um þessi efni en nokkur
annar. Klofningur á milli
hans og þeirra virðist því í
fljótu bragði veikleika-merki.
Svo kann einnig stundum að
reynast í einstökum málum, en
frjálsræðið, sem þetta ber vitni
um er ekki síður merki mikils
styrkleika. Öll sjónarmið eru
tekin til athugunar og ákvarð-
anir teknar að vel íhuguðu máli.
Berum þetta saman við stjórnar-
hætti í einræðisríkjum. Þar er
hula ýmist blekkinga eða þagn-
ar dregin yfir raunverulegar á-
stæður helztu ákvarðana. Menn
geta aldrei vitað á hverju er von.
Eilíf óveðursský grúfa yfir og
þjaka allt þjóðlífið, bæði inn á
við og út á við. Vonandi komast
þeir stjórnarhættir á, bæði í
Rússlandi og í Kína, áður en
yfir lýkur, að helztu ráðamenn
geti greint á opinberlega án
þess, að þeir þurfi að óttast um
sitt eigið líf og frelsi. Ef ámóta
forystumenn í Rússlandi og í
Kína, eins og Fulbright í Banda-
ríkjunum, mættu ferðast um og
láta uppi skoðanir sínar, and-
stæðar stjórnvöldunum, með
sama frjálsræði og hann, þá
væri það öruggasta vitni um
nýja og betri tíma. Slíkt benti
sannarlega til, að friðvænlega
horfði í heiminum. Þá þyrftu
menn ekki lengur að óttast
skyndiárás einræðisherra, svo að
óhætt væri að láta ísland vera
óvarið.
Forseta Islands
sóini sýndur
í upphafi ræðu sinnar I Há-
skólanum þakkaði Fulbright há-
skólarektor lofsamleg ummæli,
er hann hafði viðhaft. Fulbright
sagði I gamansömum tón, að
hann vissi sjálfur, að hann ætti
ekki lofið skil'ð. en þó mundi
hann hafa orðið fvrir vonbrigð-
um, ef það hefði ekki verið
flutt. Þarna vék hinn veraldar-
vani maður að því, að vissnr um-
genf»nisveniur eru tiðkaðar á
meðal siðaðra manna. E.t.v.
meina menn ekki vkia mikið
með þeim, en hó hvkir það skort
Tir á háttvísi. ef frá beir er hrugð
ið. Fæstir kunna því t.d., ef
einhver kemur inn í stofu án
hess að varoa kveðiu á þá, sem
fvrir eru, og ætlast hó en«inn
til, að diún hugsun eða innileg
samúð búi á bak við þær árnað-
aróskir, sem veninie«a eru mæit-
ar. Gamanvrði Fulbrights fela
einnig I sér nokkra áminningit
til þeirra. sem hann ávarnaðj, að
t«ka ekki öil hans hrósyröt um
há alveg hókstaflega. Þvih’k
dómgreind á gildi kurteisíoorða
dregur engan veginn úr V>->’ðin«u
hæversku í umgengi við aðra.
Fn því meira her að meta, ef
einhver tekur sig fram um að
svna manni sérstaka virðin«u eða
sæmd. Rvo er t.d. um bá ákvörð-
un FdinViorearhísVóia að eera
fnroeta fslands að hoíðursdoktor
i lö»um. Bú athöfn fór fr«m m»ð
virðuleeum hætti hinn 19. h rn.
Ákvörðunin um þá nafnbót er
meira en venjuleg kurteisi, sem
sýnd er gesti og gangandi, og
háskólar raunar sýna stundum
með veitingu doktors-nafnbótar
og þjóðhöfðingjar oft með orðu-
veitingum. Nafnbótina frá há-
skólanum í Edinborg ber að með
þeim hætti, að ótvírætt er, að
forráðamenn háskólans vilja í
senn votta manninum Ásgeiri
Ásgeirssyni virðingu sína og
styrkja tengslin á milli skozku
þjóðarinnar og hinnar íslenzku.
Þess vegna gladdi þessi vináttu-
vottur flesta góða menn hér á
landi.
Enn eru þau súr
Ekki fer á milli mála, að Skúli
Guðmundsson er á meðal mikil-
hæfustu þingmanna. Þess vegna
söknuðu menn hans af þingi und
anfarnar vikur, þegar hann var
forfallaður sökum lasleika og
fagna því, að hann skuli nú aft-
ur hafa tekið þingsæti sitt. Hæfi-
leikar Skúla lýsa sér með marg-
víslegu móti. Sjálfur vill hann
vera gamansamur, er oft hæð-
inn í orðum en kann því illa, að
aðrir glettist við hann. Á haust-
þinginu vann hann sér það helzt
til frægðar að flytja tillögu um
afnám fálkaorðunnar, og upp-
götvaði Tíminn, að grein-
argerðin hefði raunar verið
í Ijóðum. Þarna var því auð-
sjáanlega um mikið hugðarefni
Skúla að ræða, er hann hafði
lagt ærna vinnu í. Það var því
skiljanlegt að Skúla skyldi
gremjast, að í Reykjavíkurbréfi
var af þessu tilefni vitnað í vín-
berin, sem refurinn sagði vera
súr. Af þessu reiddist hinn aldni
þingskörungur, svo að hann tók
sig til og samdi rösklega skamm-
arræðu um Biarna Benediktsson
og las hana síðan unn með mikl-
um móð í neðri deild Alþingis.
Framsöguræða Skúla fyrir orðu-
tillögunni, sem flutt var nú sl.
föstudag, virtist og mjög mót-
ast af því, að hann vildi af-
sanna eigin vonbrigði. Hann
la»ði ríka áherzlu á gremju sma
yfir því, að húsmæður hefðu
verið settar hjá um orðuveiting-
ar. Fór hann um þetta mörgum
og fögrum orðum og las að lok-
um unn af miklumtilfinnin»ahita
hina lióðuðu ereinargerð. Fór bá
hvíRkur skálda-andi um salinn.
að unp snratt menntamálaráð-
herra og svaraðí iafnskiótt með
öðru l’ófsí. víð bví var Skúli
ekki þúinn og sat bögull eftir.
Nokkru fyrr hafði hann hins
vegar sýnt að ekki er hinn gamli
4dam með öllu horfinn úr huga
hans. Paginn áður en Skói; tók
sæti sitt á hincfi. hirti Tíminn
þetta kvæði feitletrað:
„Wpíðursdoktor.
Títt var að nrúðir niltar lærðu
til nrests‘=’,'«nar fvrr á dömmum,
en um h-ð síðar sig ekkert
k«>rðu,
og allir snérust að lögunum.
^ágt er að andinn útlægur verði.
Fg ætla það væri sniallræði,
og hentu gt Drottni, ef háskólinn
gerði
mig heiðursdoktor í guðfræði.
18. febr. 1967
Sk. G.“
Ekki er um það að villast af
hverju andinn kom að þessu
sinni yfir hinn virðulega öldung.
Enn er honum sárt um vínberin,
sem öðrum hlotnast
Nato og herinn
Undir þessari fyrirsögn birtist
eftirfarandi greinarstúfur í Tím-
anum hinn 22. þ.m.:
„í ræðu, sem Bjarni Benedikts-
son, forsætisráðherra, flutti á
Alþingi í fyrri viku, fór hann
háðulegum orðum um tillögur
ungra Framsóknarmanna í varn-
armálum jafnframt því, sem
hann tók undir með kommún-
istum um það að dvöl hersins
hér og aðild íslands að Nato
yrðu að skoðast í samhengi,
þótt hann viðurkenndi, að aðild
íslands að Nato og varnar-
samningurinn við Bandaríkin
væru sitthvort málið. Forsætisráð
herrann sagði: „Það er út af fyr-
ir sig rétt, að Atlantshafsbanda-
lagið og varnarsamningurinn
við Bandaríkin eru að nokkru
leyti sitt hvort málið. En eins og
hv. þm. tók fram (Einar Olgeirs-
son) verða þau að skoðast í sam-
hengi og verður ekki hjá því
komist að svo sé gert.“
Þá lagði Bjarni Ben. áherzlu á
það, að bandaríska herliðið væri
hér til þess að verja ísland fyrst
og fremst, og má af því álykta,
að hann leggi þá minna nú upp
úr því, að ísland er hlekkur í
varnarkeðju Nato og þá fyrst og
fremst þáttur í aðvörunarkerf-
inu. Ráðherrann sagði:
„Það, sem við verðum að gera
okkur Ijóst er. Viljum við
|hafa varnir? Teljurn við, að
varnir séu nauðsynlegar, ekki
vegna annarra, heldur vegna
ekkar sjálfra?“
Annað hljóð í
strokknum
Á eftir þessari grein kom önn-
ur svohljóðandi:
f Reykjavíkurbréfi, sem Bjarni
Benediktsson skrifaði í Morgun-
blaðið í júní 1965, svarar hann
þessari spurningu, sem hann
leggur fyrir sjálfan sig, þ.e. er
herinn hér okkar sjálfra vegna,
nokkuð á aðra leið, enda hefur
ráðherrann þá nokkuð önnur
sjónarmið í huga, og ekki að
deila við uppáhalds andstæðing
sinn, Einar Olgeirsson, heldur
svara íslenzkum fyrirlesara, sem
haldið hafði fyrirlestur meðal
fslendinga vestan hafs og látið
að því liggja að íslendingar
hefðu mikinn efnahagslegan á-
vinning af því að hafa hér
amerískan her og gætu þeir
ekki haldið uppi blómlegu menn
ingarbjóðfélagi án hjálnar
Bandaríkjamanna. Úm þetta
sagði forsætisráðherrann:
„Verra er samt, að hinn ungi
fyrirlesari segir frá því að íslend
ingar nióti stvrks frá Bandan’kj-
unum. Þessi fullvrðing hvilir á
algiörum missk'lningi. Nii eru
liðin allmörg ár frá því. að
Bandaríkiamenn veittu okkur
slíka aðstoð. Útgjöld þeirra
vegna varna landsins verða ekki
í þessu sambandi talinn stvrkur
við okkur, þegar af því, að
Bandaríkjamenn inna þau af
hendi vegna síns eigin öryggis“.“
Cagnkvæmir
hagsmunir v
Greinarstúfarnir tveir hér að
framan eru orðrétt teknir upp
úr Tímanum og í framhaldi
þeirra segir blaðið:
„Þarna dró forsætisráðherrann
fram merg málsins. Nú vill hann
vísa þessari skoðun á bug.“
í þessu sambandi má láta það
vera, þó að Tíminn haldi því
ranglega fram, að Bjarni Bene- __
diktsson „leggi þá minna nú
upp úr því að fsland er hlekkur
í varnarkeðju Nato.“ Slíku hefur
hann aldrei haldið fram, heldur
ítrekað hið gagnstæða æ ofan í
æ. í hinni tilvitnuðu ræðu sagði
hann þvert á móti því, sem Tím-
inn fullyrðir, þetta: „Við vitum,
að Atlantshafsbandalagið og
þátttaka íslands á einum úrslita-
stað í vörnum bandalagsins hef-
ur átt mjög verulegan þátt í að
friða þennan heimshluta og það,
að Sovétstjórnin sýnir Vestur-
veldunum þá vinsemd, þá virð-
ingu, sem hún nú gerir, kemur
af því, að hún virðir samheldni
þeirra og vald.
Með því að varnir séu á fs-
landi tryggjum við varnir banda
bandalagsins í heild.“
Látum þó þessa fölsun
Tímans eiga sig að sinni. Hug-
leiðum hins vegar þann regin
misskilning, sem lýsir sér í því
að halda, að það þurfi að rek-
ast á, að íslendingar vilji sjálfra
sín vegna láta varnarlið Banda-
ríkjanna vera hér, og að Banda-
ríkjamenn hafi verið hér vegna
sjálfra sín. Þessi skipun er ein-
mitt á höfð með frjálsu sam-
komulagi beggja aðila af því, að
hagsmunir þeirra falla saman.
Vitnisburður
Cerhardsens
Þessi sami grundvallarmisskiln
ingur á eðli frjáls samstarfs lýsti
sér einnig berlega í umræðunum
um álbræðsluna á sl. vori. Þá
töldu Framsóknarmenn og komm
únistar raunar ekki síður það
vera höfuðrök á móti samnings-
gerðinni, að viðsemjendur okk-
ar segðu samninginn sér hag-
felldan. Auðvitað hefðu þeir
aldrei gert samninginn, nema
því aðeins, að þeir litu þannig
á að þeir mundu hafa hag af
honum. Alveg með sarna hætti
og við íslendingar gerðum samn-
inginn við gagnaðila okkar af
því að við töldum hann okkur
hagfelldan. Gerhardsen, fyrrv.
forsætisráðherra í Noregi, vék í
Stórþingsræðu í desember sl. að
þessu sama um samningsgerð
Norðmanna við kanadískt álfé-
lag. Gerhardsen sagði m.a.:
„SF. ætti einnig að verða Ijóst,
að ekki er huesanlegt, að ná
samningi þess eðlis, sem hér er
um að ræða, án þess, að ákveðn-
ir norskir hagsmunir verði að
víkja til hags fyrir félagið, sem
samningurinn er gerður við.
Spurningin er hvort sá ávinn-
ingur, sem Noregur fær að sínu
leyti, vegur á móti því, sem af-
sala verður. Góður samvinnu-
samningur verður að gefa báð-
um aðilium jafna hagsmuni. Ei.n-
ungis ef svo er, þá er verianlegt
að gera hann og líklegt að hann
haldist."
Einar Olgeirsson er raunar
svo hneykslaður á bessari skoð-
un Gerhardsens, að hann hefur
flutt á Albingi bingsályktunar-
tillögu um, að íslendingar eigi
að benda Norðmönnum á. að
þeir þurfi að standa sig betur í
samningsgerð við erlend fram-
kvæmdafélög en beir h»fi hingað
til gert! Viðbúíð er að norskur
verkalvður telii sig ekki burfa
á leiðHeiningum Einars að halda,
því að Gerhardsen sagði emnig:
„Flest hinna stóru iðnfyrir-
tækia eru að öllu eða einhveriu
levti í höndum erlendra aðila..
Við getum ekki heldur haldið
því fram, að við höfum haft
slæma reynslu i þessu efni. Það
er að minnsta kosti ekki álit
þeirra, sem búa í þeim iðnaðar-
byggðum, sem risið hafa upp
Umhverfis slíkan iðnrekstur . . .“