Morgunblaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 196T. 3 8TAKSTEII\1AR Mismunandi vanda- mál — mismunandi úrlausnir l>að er nú sem fyrr grunð- vallarstefna ríkisstjórnarinnar að skapa atvinnuvegunum þá að- stöðu, að ]»á sé hægt að reka án beinna styrkja og uppbóta úr ríkissjóði. Þessi meginstefna mót aði mjög aðgerðir rikisstjórnar- innar í efnahagsmálum 1960 og er kjarninn í stefnu hennar nú. Hins vegar er það Ijóst að bregð ast verður við þeim vandamál- um, sem upp koma með mismun andi hætti. Það höfuðvandamál, sem nú er við að etja í efna- hags- og atvinnulífi Iandsmanna er það mikla verðfall, sem orð- ið hefur á útflutningsafurðum landsmanna. Ríkisstjórninni hef- ur frá upphafi verið ljóst að við þessu tímahundna vandamáli yrði að bregðast með þeim hættf að rekstrargrundvöllur atvinnu- veganna yrði tryggður. í>að hefur og verið gert með þeim hætti að fyrirheit hefur verið gefið, ann- arsvegar um greiðslu 8% meðal- upphótar á fiskverðið og hins vegar með því að veita frysti- húsunum verðfallstryggingu,sem mun baka ríkissjóðum um 140 milljón króna útgjöld. Þegar svo óvænt vandamál bera að hönd- um hefði það að sjálfsögðu vav ið ábyrgðarleysi af ríkisstjóm- inni að halda að sér höndum og halda fast við þá meginstefnu sina að atvinnuvegina skufi reka styrkjalaust. Afstaða Tarsis í Bergen: „Vestrænir lesendur valda mér vonbrigðum Þeir halda sig að leynilögreglu- sogum og sorpbókmenntum (Associated Press) SOVÉZKI rithöfundurinn Valery Tarsis hóf í gær hálfs- mánaðar fyrirlestrarferð um Noreg og Suður Svíþjóð með því að opna sýningu á bönnuð um sovézkum listaverkum í stærsta bókasafninu i Berg- en. Á sýningu þessari eru mál verk og höggmyndir eftir rúss nesku listamennina Yuri V. Titov og Maxim Archangel- sky. Seinna mun Tarsis flytja fyr irlestra á vegum stúdentasam takanna í Bergen og Þránd- heimi m.a. um ólguna í Sovét rfkjunum, ritlhöfundinn Dosto yeveky og nýjar stefnur í sovézkum bókmenntum. Á fundi með fréttamönn- um í Bergen í gær sagði Tar- sis að vestrænir lesendur hefðu valdið sér vonbrigðum. „Þeir halda sig að leynilög- reglusögum og sorpbókmennt um. Rússneska þjóðin les ljóð og heimspeki, jafnvel þótt engrar heimspeki gæti í land- inu sjálfu“, sagði Tarsis. „í Sovétríkjunum geta bóka unnendur ekki fengið þær bækur, sem hugurinn girnist, aðeins verk Lenins og Stal- ins En þar ríkir mjög mikill áhugi á alvarlegum bókmennt dm“. Aðspurður hvernig hann teldi unnt að bæta úr þessu, sagði rithöfundurinn: ,,Ég trúi á byltingu". Svo bætti hann við: „Nei, þar getur eng in bylting orðið. Kerfið er of rotið. í Sovétríkjunum er lit- ið á fbúana sem gerfimenn. Að sumu leyti var gamla stjórnarfyrirkomulagið rúss- neska betra en núríkjandi kerfi, því íbúarnir bjuggu þá við takmarkað frelsi. f dag er þetta ekkert líf. Enginn veit að kvöldi, þegar hann gengur til náða, hvort að hann vakni að morgni á sama stað“. Tarsis sagði af að 400 rithöf undum í Ukraínu hefðu 370 verið handteknir. Ég þekki skáldkonu, sem er hreinn snillingur, en er nú að verða drykkjusjúklingur vegna þess að „kerfið“ hefur gengið of nærri taugum hennar. Aðeins þeir, sem orðið hafa fyrir þess konar andlegri kúgun, skilja þetta. Jafnvel eiginkonan mín, sem fædd er í Sviss, skilur þetta ekki“ sagði Tarsis. Tarsis flutti frá Sovétríkj- Vestur-Þýzkalandi. Hefur hann að undanförnu ferðazt víða um Bandaríkin og Vest- ur-Evrópu, en þetta er fyrsta heimsókn hans til Skandinav- íu. Valery Tarsís flytur ávarp ! sitt við opnun sýningarinnar í Bergen. Úr sýningarsal bókasafnsins í Bergen. Fremst sjást tvö málverkanna á sýningunni, en bak við þau gestir við opnunina. IUarat/8ade frumsýnt i gær LEIKRITI® Marat/Sade eftir Peter Weiss var frumsýnt í Þjóð leikhúsinu í gærkvöldi, fyrir fullu húsi. Leikstjóri er Kevin Palmer en aðalleikarar Gunnar Éyjólfsson (Marat), Róbert Arn finnsson (de Sade, markgreifi), Margrét Guðmundsdóttir og Her dís Þorvaldsdóttir. Sviðsmynd og búninga gerði Una Collins. Leikritinu var mjög vel tekið og leikendum og leikstjóra ákaft fagnað. Félagsvist á Akureyri FÉLAGSVIST verður haldin í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri n.k. sunnudagskvöld og hefst kl. 8,30. Glæsileg verðlaun. Halldór Blöndal erindreki flytur ávarp. Dansað á eftir til kl. 1 e.h. Husgögiiin fáið þér hjá Valbjörk Höfum fengið smekkleg og hentug barnarúm (raðkojur). Seljast tvö saman eða sitt í hvoru lagi, með eða án bakpúða. Skoðið þetta þægilega og skemmtilega húsgagn, og nýja „Eggstólinn", sem er hér á myndinni að ofan. Verzlunin VALBJÖRK Laugavegi 103, Simi 16414 Reykjavik og Glerárgötu 28, Akureyri kommúnista Greinilegt er af forystugrehl Þjóðviljans í gær að kommúnist um gremst nú mjög að ríkisstj. hefur tekizt svo farsællega að leysa hina tímabundnu erfið- leika útflutningsatvinnuveganna, sem raun hefur á orðið. En sá málflutningur sem þar kemur fram er raunar glöggt dæmi um starfsaðferðir kommúnista. Þelr hafa um áratugaskeið gert alR sem í þeirra valdi hefur staðið til þess að skapa atvinnuvegun- um erfiðleika með því að kynda undir verðbólgueldinn með óhóf legum kaupkröfum, og óhjá- kvæmilega hefur þeim orðið nokkuð ágengt við þessa þokka- legu iðju, þar sem þeir hafa lengi haft veruleg ítök í verkalýðs- hreyfingunni. Ábyrgðin á þeirri veðbólguþróun, sem ríkt hefur hér á landi liggur með miklum þunga á herðum þessara manna Þeir hafa uppskorið tvennt með iðju sinni: annars vegar að koma í veg fyrir að launþegar fengju um langt árabil raunhæfar kjara bætur og hins vegar skapað at- vinnuvegunum erfiðleika, sem annars hefði verið komizt fram hjá. Verðjöfnun Hitt er svo íhugunarefni fyrir ábyrga menn, með hverjum hætti þjóðin geti tryggt sig gegn veru- legum skakkaföllum af verð- breytingum á erlendum mörkuð um, sem óh 'ákvæmilega hljóta að hafa mikil áhrif á íslenzkt efnahags- og atvinnulíf, þar sem þjóðin byggir afkomu sína svo mjög á útflutningi. Ein þeirra leiða er sú, sem nú er vænzt að farin verði að stofna verð- jöfnunarsjóð frystihúsanna, sem tryggt geti þau gegn skakkaföll um af neikvæðum verðbreyting- um á erlendum mörkuðum. Og sjálfsagt er með hliðsjón af þeirri reynslu sem nú hefur fengizt af slíkum verðbreytingum, að það verði kannað á breiðari grund- velli en þegar er ráðgert, með hverjum hætti tryggja má ísl- enzka útflutningsatvinnuvegi f heild fyrir timabundinni nei- kvæðri verðlagsþróun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.