Morgunblaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 21
JMURUUNBJbAOXÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1967. 21 Síðastliðinn laugardag var vígt í Keflavíkurkirkju nýtt pípu- orgel frá Walcker-verksmiðjunum i Diisseldorf í ÞýzkalandL Páil Kr. Pálsson, organleikari, vígði orgelið, og bæði hann og Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, luku mikiu iofsorði á tóngæði þess og styrk. Fjölmargir einstakl- ingar ©g félög í Keflavík hafa lag fram fé til orgelkaupanna, en mesta fjárhæðin barst frá systrafélagi safnaðarins. Mynd- in er tekin í Keflavíkurkirkju eftir vígslu orgelsins. Á henni eru, talið frá vinstri: Hermann Eiríksson, sr. Björn Jónsson, Kaltenhauer, sem setti orgelið upp. Geir Þórðarson, organ- leikari, Páll Kr. Pálsson og Róbert A. Ottósson. Nýtt tölublað Suðurlands Mbl. hefur borizt nýútkomið tölublað Suðurlands, sem gefið er út á Selfossi. Er það 3. tbl. ' 15. árgangs. Á forsíðunni er viðtal rit- stjórans, Guðmundar Daníels- sonar, við Pétur Guðmundsson, Kjarri, Ölfusi, áður bónda á Þórustöðum. Meðal annars efnis má nefna ræðu landbúnaðarráðherra, Ing- ólfs Jónssonar, er hann hélt við setningu Búnaðarþings, fréttir frá Héraðssambandinu Skarp- héðni og ennfremur fréttir með myndum af afchöfn I Þorláks- höfn, er höfnin þar var afhent ríkissjóði sem landshöfn. Útbreiðslusvæði blaðsins er Suðurlandskjördæmi auk þess sem blaðinu er dreift víðar um landið, í Reykjavík er blaðið selt á eftirtöldum stöðum: Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundsson, Verzl. Þresti, Hverfisgötu 117 og Verzl. Kjalfell, Gnoðarvogi 78. PÁSKAFERDIR 1967 16 DAGAR . 19. MARZ NOREGUR 9 DAGAR . 21. MARZ I DAGAR . 25. MARZ F£ RDAS KRI FSTOFAN LÓND & LEIDIR H F. ADAtSTK/lTI 8 fitTKIAVIK SlMAfi 243 1 3 20800 Ferðaritvélar Vandaðar, sterkbyggðar og léttar Olympia ferðaritvélar, ómissandi förunautur. — Olympia til heimilis og skóla- notkunar. Útsölustaðir: ÓLAFUR GÍSLASON & co hf Ingólfsstræti 1 A. Sími 18370. ADDO VERKSTÆÐID Hafnarstr. 5, Rvík. Sími 13730. — 7 þingmenn Framhald af bls. 32. ráð sem skal í samvinnu við alla þá, sem hér eiga hlut að máli, móta heildarstefnu í uppbygg- ingu sjávarútvegsins og í mark- aðsmálum. Lagt er til að í þessu ráði eigi sæti fulltrúar útgerðar, helzfcu greina fiskiðnaðar, sjó- manna, verkamanna, lánastofn- ana sjávarútvegsins. helztu stofn ana sem fjalla um efnahagsmál og sérmál útvegsins. Sjávarútvegurinn er lang- stærsti atvinnuvegur okkar ís- lendinga sem framleiðir yfir 90% af heildarútflutningsverð- mæti þjóðarinnar. Eins og að lík- um lætur þarf mikið fjármagn til þess að viðhalda þessum at- vinnuvegi, tryggja eðlilega þró- un og tækninýjungar í smíði og gerð fiskiskipa jafnhliða upp- byggingu ifskiðnaðarins, vinna skipulega að markaðsrannsókn- um, öflun nýrra markaða fyrir. sjávarafurðir og framleiðslu nýrra vörutegunda. Það er því brýn nauðsyn að gæta þess að fjármagnið, sem til þessara hluta er varið, komi að sem beztum notum og að eðli- legt jafnvægi sé á milli hinna mismunandi greina í útgerð og vinnslu úr sjávarafla bg mark- visst stefnt að því, að sem mest fjölbieytni verði í vinnslu sjáv- arafla. Það er skoðun flutningsmanna þessa frumvarps, að eðlilegt sé að fara inn á þá braut, að sam- tök þeirra sem vinna að fisk- veiðum og fiskiðnaði og þeir sem framleiðslutækin eiga marki heildarstefnuna í ‘ uppbyggingu sjávarútvegsins og markaðsmál- um í samvinnu við fulltrúa lána- stofnana sjávarútvegsins og þeirra aðalstofnana, sem með efnahagsmálin fara og hafi um það samvinnu við ríkisstjórnina. Með því að hafa þennan hátt á, er tryggt að allir aðilar, sem þessi mál varða mest, skýri sín sérsjónarmið og taki sameigin- lega ákvörðun um hvað réttast og eðlilegast sé að gert verði á hverjum tíma í þessum mál- um. Fram til þessa hefur eng- in slík stofnun verið til, enda hefur oft á liðnum árum og ára- tugum ekki verið gætt sem að meira eða minna leyti. fiskiðnaðarins á þann veg, að ein eða fleiri greinar hafa á á- kveðnu árabili vaxið mjög hratt en samdráttar hefur gætt í öðr- um, og á__ þann hátt hefur þessi mikilvirki atvinnuvegur okkar orðið of einhæfur. Til þess að koma í veg fyrir að sjávarútvegurinn verði of einhæfur verður að leitast við eftir föngum að styðja eðlilega starfrækslu í sem flestum grein- um fiskveiðanna og auka hag- nýtingu þess .afla, sem á land kemur, með það fyrir augum að vinna úr honum á þann hátt að útflutningsverðmæti verði sem allra mest. Jafnhliða þarf að gera allt til þess að auka fjöl- bretyni fiskveiðanna og fara inn á fleiri greinar fiskiðnaðar. Með þvi er dregið úr þeirri 'miklu áhættu sem nú er þegar einhver ákveðin grein bregst. Þá er ekki síður mikilvægt að auka mark- aðsrannsóknir fyrir Islenzkar fiskafurðir, leita nýrra markaða og fjölga viðskiptaþjóðum. Hér á eftir mun verða leitazt við að skýra í stórum drtátum hvernig þessum málum er nú háttað. Fiskiskipastóllinn. Það er rétt að gera sér grein fyrir hvaða breytingum fiski- skipastóllinn hefur tekið á rúmlega tveimur áratugum: Árið Tala skipa Samt. Tala skipa Samt. Tala botn- Samt. undir 100 rúml. br. yfir 100 br. rúml. vörpuskipa br. m/þilfari rúml. dúml. rúml. 1944 560 11725 32 5562 29 9652 1954 523 16732 54 8269 51 31621 1958 614 21213 49 7561 44 29024 1964 648 21670 159 26967 39 27395 1967 577 19014 184 35559 32 22876 skyldi að skapa eðlilegt jafnvægi á milli greina fiskveiðanna og Eins og sjá má af framan- greindu yfirliti hefur orðið mjög mikil fjölgun á skipum yfir 100. rúml. og hefur þeim á 23 árum fjölgað um 152 og rúm- lestatala þeirra aukist um 30 þús. rúml. og eru nú í byggingu 34 skip og er meðalstærð þeirra um 318 rúml. Öll stærri skipin, sem byggð hafa verið, eru fyrst og fremst ætluð til síldveiða en á tímabilinu febrúar til apríl eru þau flest við bolfiskveiðar og loðnuveiðar. Botnvörpuskipaflot inn var .endurnýjaður skömmu eftir lok síðustu heimsstyrjaldar og á árunum 1951 til 1952 bætt- ust við þann flota 10 skip en síðar haaf aðeins bætzt við 5 skip. Nú eru skráð 32 botnvörpu skip en aðeins rúml. 20 þeirra eru gerð út. Botnvörpuskipaút- gerðin hefur stórkostlega dregist saman og horfir óvænlega fyrir þeirri útgerð, en hún var um langt árabil. ein sterkasta stoð ís lenzkrar útgerðar. Bátum undir 100 rúml. hefur fækkað verulega síðustu árin. Það má segja að bolfisköflunin byggist að verulegu leyti á hin- um minni skipum, eða á skipum Síldar- og loðnumjöl Síldarlýsi Saltsíld Fiskimjöl Hraðfrystur fiskur Skreið Saltfiskur Rækja og humar 109,9 •— Niðursuðuvörur 20,0 ■— mestan hluta ársins og eru horn- steinar fiskiðnaðarins að frá- töldum síldariðnaðinum. Á árunum 1963 til 1966 hafa 87 bátar samtals 4713 rúmlestir af stærðinni 20 — 120 rúml. verið strikaðir út af skipaskrá. Á sama árabili hafa verið skráð 37 ný fiskiskip undir 120 rúml. sam- tals 1635 rúml. Þar af voru á s.l. ári aðeins 2 skip samt. 109 rúml. Þessi þróun í fiskiskipa- byggingum er orðin mikið áhyggjuefni, og verður að breyt ast hið bráðasta ef ekki á að fara illa fyrir bolfiskiðnaðinum, sem stendur og fellur með því, að fá hráefni sem jafnast árið um kring og er um leið aðal- atvinnuvegur fjölmargra byggð- arlaga sem njóta ekki síldariðn- aðarins nema þá að mjög tak- mörkuðu leyti. Fiskiðnaðurinn. Heildarútflutningur sjávaraf- urða á síðustu þremur árum hefur verið sem hér segir: Árið 1964 4.384 millj. kr. Árið 1965 5.256 millj. kr. Árið 1966 5.595 millj. kr. Aðalvörutegun4irnar á þess- um sama tima og útflutnings- verðmæti þeirra hafa verið sem hér segir: 1966 1117,6 m. kr. 882,1 ------ 581.8 ------ 146,0------ 1207,5 ----- 309.9 — — 546,8 ----- 179,6------ 32,6 — — 45,1 ------ 1964 594,8 m. kr. 417.6 — — 501.4 — — 179.6 — — 1149,3------- 337.4 — 436,0 ------ 1965 943.3 m. kr. 677.6 ------ 488.3 — — 157.6 ------ 1244,7 ------ 375,9 ------ 545,1 ------ 129,8------- sem eru undir 120 rúml. Þessi skip stunda bolfiskaveðiarnar Á landinu eru 46 síldarveric- smiðjur og er afkastageta þeirra 183Ö0 tonn á sólabhring. f þess- ari tölu eru allar verksmið’ ;r sem hatfa möguleika til að vitma feitan fisk, þó að raunar sumar þeirra séu að mestu starfræktar sem venjulegar fiskimjólsverk- smiðjur. Síldarverksmiðjurnar skiptast þannig eftir landshlutum- Suður- og Vesturland 17 af- kastageta 5995 tonn/sólarhr. Norðurland að Langanesi 15 afkastageta 6725 tonn/sólahr. Austurland 14, afkastageta 5630 tonn/sólarhr. Fiskimjölsverksmiðjur eru 16 auk þeirra sem taldar eru með síldarverksmiðjum. Síldarsöltunarstöðvar eru 103 á landinu. sem starfræktar eru Hraðfrystihús i fiskiðnaðl eru 93 og er frystiafkastageta þeirra um 1600 tonn á 10 klst. og hafa þau geymslurými fyrir um 73000 tonn. Nýting á afkastagetu hrað- frystiihúsanna var á árinu 1960 ca. 17%, 1964 ca. 17,3% og 1965 ca. 19%. Svo að segja öll hraðfrysti- hús vinna saltfisk og skreið. Af þeim eru 21 hús, sem eru sér- staklega búin vélum til vinnslu á saltfiski. Auk hraðfrystihús- anna eru um 40 aðrar söltunar- stöðvar og eru 18 þeirra búnar vélum til vinnslunnar. Niðursuðu- og niðurlagninga- vefksmiðjur eru 16 á landinu. Markaðsrannsóknir Með markaðskönnun er átt við það. að rannsaka hver mark aður geti verið fyrir ákveðnar vörutegundir á hverjuim staS, svo og það, í hvaða mynd þær þurfi að vera, hvað vinnslu og umbúðir snertir, til að hægt sé að ná árangrL Slík könnun er nauðsynleg for senda áður en hafin er markað* uppbygging. Með markaðsuppbyggingu er átt við það, að vörurnar, unnar á þann hátt, sem markaðsrann- sóknin gaf til kynna, séu boðn- ar til sölu og kynntar, og séu alltaf til á markaðnum, Sem dæmi um þetta, má nefna að Fiskknálanefnd vann á sínum tíma skipulega að markaðsupp- byggingu fyrir frystan fisk, og ennþá betna dæmi er uppbygg- ing markaðs fyrir frystar íslenzk ar sjávarafurðir í U.S.A. Senni- lega er það ekki öllum kunnugt, að um margra ára bil, var vit- andi vits gefið með afurðum þeim, sem sendar voru á þennan markað, miðað við sölur á öðr- um mörkuðum. Þessu var samt haldið áfram með þrautseigju, og um árabil hefur þetta verið bezti markaðurinn fyrir frystar íslenzkar sjávarafurðir. Ennfremur voru byggðar upp í U.S.A. verksmiðjur til frekari vinnslu úr frystum fiski, sem á síðustu árum hafa komið að mjög miklu liði. Á fyrstu árunum eftir heims- styrjöldina var einnig unnið nokkuð að markaðsöflun í ýms- um löndum, svo sem Frakklandi, Austurriki o.fl., en markaðir þessir virðast að mestu hafa glatazt aftur. Á undanförnum árum hefir sala sjávarafurða yfirleitt virzt ganga greiðlega, þangað til á sL ári, að mikið verðfall varð á ýmsum helztu afurðum okkar. Ástæðan til þessa var einkurn sú, að ýmsar aðrar þjóðir tóku upp alveg nýja veiði- og vinnslu- tækni, sem hafa valdið stór- auknu framboði á fiskafurðum. Viíðari og fjölbreyttari mark- aðir eru bezta tryggingin gegn slíku verðhruni, en við fslending ar höfum nokkrum sinnum feng ið alvarleg áföll, vegna þess að markaðir okkar og framleiðsla er of einhæf. Það er því augljós nauðsyn, að ötullega og skipulega verður að vinna að markaðsöfluninni og fjölbreytni í framleiðslu. Vafalaust mætti vinna mark- aði fyrir ýmsar nýjar vöruteg- undir, svo sem niðursoðin þorsk hrogn, kaviarlíki o.fl., svo og fyrir meira unnar vörur, svo sem tilreiddar máltíðir. Að vísu veidur sú staðreynd, að við sfcöndum fyrir utan markaðs- bandalögin, miklum erfiðleikum, á meðan ekki er bót á ráðin, en það er annað vandamál. Sem dæmi um það, til hvers sé að vinna, má benda á að 1963 var neyzla á niðursoðnum sjáv- arafurðum í Vestur-Evrópu og U.S.A. 955.300 tonn. Hlutur okk ar í þessu var ekki nema nokkur hundruð tonn. Engar núverandi stofnanir eða samtök hafa mögu leika á að hafa forgöngu um mái þessi í heild, svo við álítum full komlega timabært að koma á fót stofnun, sem gæti beitt sér fyrir verkefnum þessum. Þess ber þó að geta, að Fiski- málasjóður hefur styrkt veru- lega markaðskönnun og auglýs- ingakostnað fyrir íslenzkar sjáv- arafurðir erlendis. Ein aðferð sem aðrar þjóðir nota mikið, er að vinna að mark aðsrannsóknum fyrir milligöngu sendiráða sinna, m.a. með skip- un verzluarfulltrúa við þau. Þessi aðferð væri m.a. vel at- hugandi fyrir okkur, en síðan þyrfti að vera fyrir hendi hér heima stofnun, er skipulegði þessa viðleitni og ynni úr upp- lýsingum þeim, er aflað væri. Ein grundvallarforsenda fyrir það hhúverk sitt, að gera til- lögur um og stuðla að skynsam- ug sAipulagðri drekfingti fjármagnsins í íslenzkum sjávar- útvegi, er nákvæm þekking á mörkuðum þeirra, og hverra breytinga þar megi vænta, en oft hefur á skort, að íslenzkum sjáv arútvegi hafi gefist nægilegur tími iil aðlögunar við breyttar aðstæður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.