Morgunblaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 22
N 22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ''I9«7. Hannes Pálsson : Hampiðjan og heildsalinn f MORGUNRLAÐINU 24. þ. m. kemur Þórhallur Þorláksson, for- stjóri Marco, fram í eigin per- framleiðsluvörum Hampiðjunn- ar. Aðferðir hans við að ná við- sónu og heldur áfram saman- skiptum af keppinaut á markað- burði á umboðsvörum sínum og | inum eru, sem betur fer, óvenju- Gunnar H. Sigurðsson yfirmatsmaður ÞEGAR jarðarför Gunnars Sig- • urðssonar fór fram þann 7. fébrúar sl., var ég ekki staddur !hér á landi, en sökum þess eru þéssi kveðjuorð mín svo seint ‘fram komin. Gunnar Sigurðsson var fæddur á Þingeyri 25. febrúar árið 1907. Hann giftist Guðrúnu Jónsdóttur úr Arnarfirði, er lifir mann sinn ásamt 5 börnum þeirra. Þau bjuggu allan sinn búskap í Hafn- arfirði. Hér verður ekki rakin ævi Gunnars Sigurðssonar, að öðru leyti en minnast þeirra ára er við störfuðum náið saman. Gunnar Sigurðsson var fisk- matsmaður um langt árabil, en árið 1962, var hann skipaður yfirfiskmatsmaður á Suð-Vestur- landi, við mat á saltfiski til út- flutnings. Hann gegndi síðan Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, Valdimar Þorvarðarson, Kirkjuhúsi, Eyrarbakka, lézt í sjúkrahúsi Selfoss 1. þ. m. Elín Jónsdóttir, börn og tengdabörn. Móðir mín, Þrúður J. Guðmundsdóttir frá Litla-Holti, Dalasýslu, er látin. Guðrún Guðmundsdóttir, og aðrir vandamenn. Jarðarför konu minnar. Ragnheiðar Ágústsdóttur, sem andaðist 26. febrúar fer fram frá Selfosskirkju, laug- ardaginn 4. marz kl. 1 eftir hádegi. Jarðsett verður á Ól- afsvöllum. Eirikur Þorsteinsson, Löngumýri. Esther Sigurðardóttir Gallagher verður jarðsungin frá Stokks- eyrarkirkju laugardaginn 4. marz kl. 2. Arthur Gallagher, Anna Helgadóttir og systkinin. þessu starfi þar Ul hann veiktist seint á sl. ári. Þessi ár sem Gunnar Sigurðs- son gegndi störfum yfirfiskmats- manns eru mér minnisstæð, enda var samstarf okkar náið og gott. Hann tók vandasöm skyldu- störf sín alvarlega og rækti þau af alúð, var gætinn en sannur í orðum og atlhöfnum, enda ávann hann sér traust þeirra er hann hafði samstarf eða samskipti við. Þegar ég hugleiði störf og framkomu þessa látna starfs- bróður, finn ég að hann var trúr sinni samtíð, en þegar slíkir menn falla frá finnst okkur ætíð að þeir hafi horfið fyrir aldur fram. Ég er þess fullviss, að aðr- ir starfsbræður Gunnars Sigurðs- sonar munu t.aka undir þessi orð mín. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar lýsi ég innilegri samúð með eftirlifandi ástvinum hans. B. Á. Bergsteinsson, fiskmatsstjóri. Hjartans þakkir til allra, nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför bróður okkar og frænda, Lárusar G. Árnasonar frá Búastöðum, V estmannacy jum. Bergþóra Árnadóttir, Guðfinna Árnadóttir, Júlíana Sigurðardóttir og vandameno. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Andrcsar Björnssonar frá Bæ. Stefanía Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. legar hér á landi. Undanfarnar vikur hafa stjórnendur Hampiðj- unnar fengið óvandaðar kveðjur frá óþekktum rithöfundi. Stjórn- málamenn og aðrir, sem hafa látið þá skoðun í ljós að lítils- háttar leiðrétting á starfsskilyrð- um veiðarfæraiðnaðarins væri sanngimismál, hafa verið bornir tilhæfulaiusum ósannindum. í kjölfar þessarar þokkalegu iðju er verðsamanburði á ósambæri- legum vörum að gæðum frá Hampiðjunni og „Corfi“-umboð- inu afhent viðskiptamálaráðu- neytinu, gjaldeyrísnefnd bank- anna, alþingismönnum og út- gerðarmönnum í því skyni að rangtúlka hinn SEinna verðmis- mun eftir gæðum og efnismagni og valda veiðarfæraiðnaðinum tjóni. Að ráðum ábyrgra manna, sem höfðu hlustað á söguburð um léleg gæði á framleiðsluvör- um Hampiðjunnar, var talið ó- hjákvæmilegt að óska eftir gæða rannsókn á þeim vörum, sem „Corfi“-umboðið notaði til verð- samanburðar. Með þeim hætti var ÞórhaHur Þorláksson búinn að ákveða hvaða tegundir voru teknar tH prófunar. Hlutlaus rannsókn framkvæmd af Rannsóknarstofnun iðnaðarins sýnir óumdeilanlega, að gæði „Corfi“-varanna er í öllum rann- sóknartilfellunum minni, en vör- ur Hampiðjunnar. Samt sem áð- ur heldur Þórhallur Þorláksson uppteknum hætti með verðsam- anburð, sem sýnir það 'eitt að verð á þessum vörum eru mis- munandi eftir gæðum. Að gefnu þessu tilefni um samanburð á rúUuverði kaðla hafa ekki öU atriði, sem skipta kaupandann máli, verið rædd. Síðastliðið sumar vom fulltrúar frá dönsku verksmiðjunum Jac- ob Holm í Kbh. og Esbjerg Tov- værkfabrik hér á ferð. Þótt við eigum í samkeppni við þær verk smiðjur á markaðinum hér höf- um við gagnkvæm vinsamleg skipti og ræðum sameiginleg vandamál, sem félagar í Evrópu- sambandi verksmiðjueigenda. Það sem báðir þessir aðilar ræddu sérstaklega um, var að portúgalskar verksmiðjur ná lægra verði á hverja kaðalrúllu með minna efnismagni en það „standard“ er við teljum þurfa tH að ná réttum gildleika kaðals- ins og slitþoli. Við vorum allir sammála um að reyna ekki sam- keppni með þeim hætti. Vegna rúlluverðs-samanburðar Þ. Þ. verður nú skýrt frá þyngd- ar- og slitþolslista Hampiðjunn- ar annarsvegar af sömu stærðum á lista útgefnum af „Corfi". portúgölsk botnvörpunet í flest- um þeim skipum sem lagt var. Að sjálfsögðu var þessi þróun hvorki netunum að þakka eða kenna, en í hverju liggur hin algeru umskipti á högum togar- anna að dómi ÞórhaUar við að hætta fyrirvaralaust viðskiptum við Hampiðjuna og taka upp við skipti við Marco, fyrst það kom ekki fram í hagkvæmari rekstri. Urðu ekki þessi algjöru umskipti á högum Þórhalls Þorlákssonar sjálfs? Sumir togarar fóru ekki með viðskipti sín frá Hampiðjunni og aðrir komu aftur um leið og hægt var að framleiða gerviefni með nýrri gerð véla. Meðal þess- ara skipa eru togarar sem hafa minnstan veiðarfærakostnað og er það eftir atvikum bezti mæli- kvarðinn. Hitt er svo rétt, sem Þórhallur gleðst mjög yfir, að nokkrir togarar nota eingöngu erlendar botnvörpur, en það liggur ekkert fyrir um það, að veiðarfærakostnaður þeirra sé minni en hinna, sem fóru að tU- mælum ráðherra um það, að tug- miUjóna króna framlag úr ríkis- sjóði komi atvinnurekstri þjóð- arinnar að sem mestum notum, en tU þess er féð veitt. Það kemur fram hjá ÞórhaUi Þorlákssyni að erlendir framleið endur hafa allt í einu stórlækk- að verðið til íslands. En vitað er að engin rök eru fyrir þeirri lækkun í hráefnaverði eða í lækkun vinnulauna. Sömu vörur og Hampiðjan er að byrja fram- leiðslu á eru boðnar með 30% lækkim og það er auðvitað hrein tilvHjun að slíkar lækkanir koma til framkvæmda um það leyti, sem Hampiðjan var að afla sér nýrra véla tU að a-uka fram- leiðslu sína. Það er nú öUum ljóst að tUvera Hampiðjuruiar virðist óþægileg staðreynd frá sjónarmiði ÞórhaUs Þorláksson- ar. Ef tU viU hefði ekki þurft að lækka þessar vörur ef hún væri ekki að þvælast fyrir áhugamál- um umboðssalans. Undan þeirri tortryggni verður ekki komizt ef síldamætur og þorskanet verða ekki einnig lækkuð um 30%, en þær vörur hafa ekkert lækkað að undanförnu. Hvers vegna notar Þórhallur Þorláksson ekki hæfi- leika sína og umhyggju fyrir út- gerðinni til að fá stórfeUda lækk un á síldarnótum og þorskanet- um, eða hafa húsbændurnir er- lendis ekki áhuga, þar sem ekki er hægt að segja frá innlendri verksmiðju, sem taka þarf tillit til í þeirri samkeppni? Áróður Þórhalls Þorlákssonar hefur valdið misskilningi og skaðað rekstur Hampiðjunnar undanfarnar vikur. Það verður ekki útgerðinni til hagsbóta að nota tímabundna erfiðlei'ka tU að hjálpa tU við útrýmingu inn- lends veiðarfæraiðnaðar. Þvert á móti þarf, sem fyrst að koma upp verksmiðju tU framleiðslu á síldarnótum og þorskanetum tU <§>— 3 þátta kaðall úr polypropylene-þráðum Movlon-kaðlar Hamiðjan Ummál þyngd slitþol þyngd slitþol 12 mm 13 kg. 1.750 kg 14 kg. 1.860 kg. 16 — 22 — 3.000 — 25 — 3.250 — 20 — 34 — 4.850 — 39 — 5.040 — 24 — 50 — 6.400 — 57 — 7.200 — 40 — 140 — 16.600 — • 158 — 19.200 — Þeir Movion-kaðlar. sem þegar er búið að slitprófa, hafa slitþol mjög nálægt eða heldur undir framangreindum slitþolslista, en bæði meðalslitþol og meðalþyngd á rúllu er 12—13% hærra hjá Hampiðjunni en hjá „Corfi“, samkvæmt áðurnefndum fram- leiðsluupplýsingum fyrirtækj- anna. Er því augljóst að Þ. Þ. ber saman verð á 40 mm rúUu frá „Corfi“ sem vegur 140 kg. og hefur 16.600 kg. slitþol á móti rúUu frá Hampiðjunni sem er 18 kg. þyngri og hefur 2600 kg. meira slitþol. Þ. Þ. segist hafa á sl. 2 árum valdið algjörum umskiptum á högum togaranna með botnvörp- um frá Portúgal. Það er sorgleg staðreynd að hrun togaraútgerð- arinnar hefur aldrei verið örara en á nefndu tímabili brátt fyrir þess að umboðssalan fái hæfi- legt aðhald einnig á því sviði, en þar ríkir athyglisverður frið- ur og samstaða í verðlagningu sem stendur. Hannes Pálsson. HUGHEILAR ÞAKKIR fær- um við öllum vinum og vanda mönnum fyrir margvíslegan vináttuvott á guilbrúðkaups- degi okkar 14. febrúar sL Pálína Þorfinnsdóttir Magnús Pétnrsson Urðarstíg 10. - SÉRA SIGURÐUR Framhald af bls. 19. í guðdómsblessun gæða með góða þakkargjörð, það englaraddir allar í upphæð flytja mál og Kristur með þeim kallar: „Nú kom í dýrð þín sál“. Margrét Jónsdóttir frá Búrfelli. t Kveðja undan Eyjafjöllum MIÐVIKUDAGINN 15. febrúar sl. kom ég að sjúkrabeði séra Sigurðar Einarssonar og staldr- aði þar við stundarkorn. Að skilnaði sagði séra Sigurður um leið og (hann bað fyrir kveðju tU Eyfellinga: „Annað veifið læt ég mig dreyma um það að eiga eftir að sjá vorið og sumarið undir Eyjafjöllum". Nú er hann horf- inn tU annarra sumarlanda. Eyjafjöll eru svipminni eftir, þjóðlífið fátækara, og kirkjan hefur misst trúan vörð þess dýra dóms, sem 'henni er fahð að ann- ast um. Tveir áratugir eru liðnir, síðan séra Sigurður gerðist prestur Eyfellinga. Hingað kiom hann 1 raun og veru öllum ókunnur, þótt þjóðkunnur væri, og hér eignaðist hann það, sem er flestu dýrmætara, mannhylli. í dag kveðjum við, sóknarbörn hans, hann í hug þakklætis, virðingar og góðra óska. Varla verður því andmælt, að dvalarár séra Sigurðar undir Eyjafjöllum voru blómaskeið ævi hans. Að Hol;i flutti hann á friðstól, andlega fullþroska mað- ur, kominn frá vettvangi fjöl- breyttra starfa og sviptivinda, og á hinu gamla hefðarsetri EyjafjaUa féll honum sjaldan verk úr hug og hendi. Merkilegt bókmenntastarf var unnið í Holti á þessum tíma. Þar urðu t.U mörg ljóð, sem eru í röð hins bezta, sem samtíð okkur hefur lagt í ljóðasjóð. Kom ég oft í smiðju skáldsins og fylgdist með, hvernig hann mótaði og fágaðl gull móðurmálsins í ljóð og laust mál. Upplag og ögun gerðu séra Sig- urð að einum fremsta fulltrúa orðsins listar á fslandi. Hann var hraðmælskur og minnið frábær- lega tráust. Kirkjuræður sínar flutti hann allajafna blaðalaust. Fór þar saman snjöll, skipuleg hugsun, vandaður flutningur og dygg boðun Orðsins. Að sama skapi var annað kirkjustarf vel rækt. „Enginn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur“, segir gamall málsháttur, en það hygg ég, að yfirleitt höfum við Ejy- fellingar virt séra Sigurð að verð leikum í starfi, og mun kirkju- sókn í sveitum hafa verið óvíða betri en hjá honum. Fagnaðarauki var að bomum hans á heimili og mannfundi, þar sem hann jós einatt af brunni mælsku og þekkingar. Settu ræð- ur hans mikinn svip á nær hvern mannfagnað heimahúsa, ósjald- an með ivafi ljóðmála. f tólf ár átti ég heimili hið næsta séra Sigurði og konu hans, frú Hönnu Karlsdóttur og minn- ist þess nábýlis með mikUli þökk. Alltaf reyndist mér jafn- gott að blanda geði við húsráð- endur. Séra Sigurður hafði víða íarið og mörgum kynnzt og var allra manna snjallastur í frásögn og samræðu. Naut maður þesi eigi sízt í góðu tómi á heimili hans. Séra Sigurður varð samgróinn byggð sinni undir Eyjafjöllum. Við höfðum vænzt þess að eiga hann enn um sinn að sóknar- presti og sálufélaga, en nú er hann horfinn fyrir aldur fram, þessi fjölgáfaði, viðkynningar- góði maður. Áfnam mun hann þó lifa í verkum sínum og góðrl minningu okkar, sem um stund deildum með honum gleði og sorg, innan kirkju og utan. Konu hans, börnum og öðrum ástvin- uan sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Þórður Tómasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.