Morgunblaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1967. Útgefandi:: Hf. Árvakur,’ Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. „ÁBNI FRIÐRIKSSON T> ík ástæða er til þess að fagna því að íslendingar eignast nú nýtt og fullkomið síldarleitarskip. Á því fer vel að þessu skipi hefur verið valið nafnið „Árni Friðriks- son“. Dr. Árni heitinn Frið- riksson, fiskifræðingur, vann mikið og merkilegt braut- ryðjendastarf, ekki sízt á sviði íslenzkra síldarrann- sókna. Þessi mikilhæfi vís- indamaður var þekktur víða um heim og var sýndur mik- il'l trúnaður af alþjóðlegum samtökum á sviði fiskirann- sókna og haffræði. Er óhætt að fuilyrða að hið nýja síldar leitarskip muni verða ómet- anlegur fengur fyrir íslenzk- ar fiskirannsóknir og hafrann sóknir. Þáttur hinna hagnýtu vísinda í atvinnvlífinu verð- ur stöðugt ríkari. Það hefur m.a. sannazt greinilega á síld- veiðum okkar íslendinga und anfarin ár. Þar hefur ötult vísindastarf ásamt nútíma- tækni valdið byltingu. Á Jakoib Jakobsson fiskifræð- ingur miktar þakkir skilið fyrir framlag sitt á þessu sviði. Ýmsir «ðrir ágætir vís- indamenn eiga þar einnig hlut að máli. Hið nýja síidarleitarskip verður búið öllum fuiikomn- ustu tækjum og er um 440 tonn að stærð. Verður það væntanlega afhent í júní eða júlí í sumar. Á síðasta þingi voru sam- þykkt lög urn smíði síldarleit- arskips og um síldargjald. Flutti ríkisstjórnin frumvarp um það í samráði við forustu- menn útvegsmanna og sjó- manna. En með þessum lög- um var ákveðið að greiða skyldi sérstakt gjald af síid- arafurðum sem fluttar eru til útlanda og tekjur af því rénna til greiðslu byggingar- kostnaðar síldarleitarskips samkv. nánari ákvörðun sjóv arútvegsmálaráðneytisins. — Jafnframt var ríkisstjórninni heimilað að taka lán til þess að greiða byggingarkostnað skipsins til bráðabirgða. Gert er ráð fyrir að andvirði skips ins hafi verið greitt að fullu á árinu 1973. Má því segja segja, að ríkisstjórnin, út- vegsmenn og sjómenn hafi sýnt mikinn myndarskap og skilning á þörfum sjávarút- vegsins fyrir nýtt og ful'lkom- ið síldarleitarskip. Auk þessa nýja sföarleit- arskips, sem jafnframt mun verða búið tækjum til haf- rannsókna hefur im4qnfarið verið unnið að un^mhúningi byggingar fullkom^s haf- rannsóknarskips, sem verður allmiklu stærra, en lnnð skio sem nú er að verða fullbúið. Verður bygging þessa haf- rannsóknaskips e.t.v. boðin út á þessu ári. Má því segja að vel horfi um bætta aðstöðu til síldarleitar og hvers kon- ar vísindastarfsem i í þágu íslenzkra fiskveiða og sjávar- útvegs. Er vissulega rík ástæða til að fagna því. Sjáv- arútvegurinn er í dag og verð ur vafalaust lengi enn horn- steinn íslenzks efnahagslífs. Þess vegna ber brýna nauð- syn til þess að taka hin hag- nýtu vísindi í þjónustu hans í eins ríkum mæli og frekast er kostur. DAGBLÖÐIN I> jarni Benediktsson, for- *■* sætisráðherra, hefur nú lýst því yfir á Allþingi, að ríkisstjórnin muni ekki beita sér fyrir ríkisstyrk til dag- blaða en hins vegar íhugi hún nú aðgerðir til þess að létta útgjöldum af dagblöðum og aðra fyrirgreiðslu. I svari við fyrirspurn Einars Olgeirs- sonar um þetta efni fórust forsætisráðherra orð á þessa leið: „Ríkisstjómin hefur ekki, a.m.k. að svo komnu ákveðið að nein heildarlöggjöf verði sett, eða frv. þess efnis borið fram. Hitt er til athugunar, en þó ekki til hlítar á'kveðið, hvort unnt sé að létta af blöð- unum vissum útgjöldum, þannig að gera þeim auðveld- ara um ;útgáfu en verið h-efur og þannig að slíkt verði með sanngirni gert, án þess að á aðra sé haílað, svo og að dag- blöðin fái greiðslur af há'lfu ríkis og ríkisstofnana fyrir þjónustu, sem þau hafa innt af hendi í þágu þessara að- ila, hingað til ókeypis, en eðli legt má telja að þau fái greiðslur fyrir.“ Þær umræður, sem fram hafa farið um mál þetta hér á landi hafa mjög beinzt að því, að taka beri upp ríkis- styrki, annað hvort til blaða eða stjórnmálaflokka. Sums staðar hefur þetta verið gert, annars staðar ekki. Mbl. hef- ur frá upphafi lýst sig mót- fállið slíkum ráðagerðum, enda mundi sú hætta óhjá- kvæmilega skapast við sliíkt fyrirkomulag að blöðin yrðu um of háð þeim aðila, sem þau byggðu fjárhagslega af- komu sína að töluverðu leyti á. — Hins vegar hefur Mbl. jafn framt lýst þeirri skoðun sinni að auðvelda mætti dagblaða- útgáfu með öðrum hætti og yfirlýsing forsætisráðherra nú bendir til þess að það sé nú ríkjandi sjónármið innan Sorgin varð einráð dag einn í Aberfan - og eftir situr tóm og beizkja EFTIR hið hörmulega slys í Aberfan í Englandi, er gjall- haugur hrundi á skólahúsið og varð fjölda barna að bana, streymdu peningagjafir til bæjarins hvaðanæva að úr heiminum. Sennilegt má telja, að hugsunin, að baki þessum peningasendingum hafi verið sú að létta syrgjandi aðstand- endum harma þeirra. Öllum var ljóst, að peningagjafir gátu ekki komið í stað barn- anna, en þeir gátu ef til vill orðið til þess, er fram liðu stundir, að foreldrunum reynd ist auðveldara að sætta sig við orðinn hlut og jafnframt, að unnt yrði að gera eitthvað meira en ella fyrir þau börn, er eftir lifðu og bæta hag íbú- anna almennt. Engum, er gjafir sendu, kom til hugar að nauðsynlegt væri að senda með þeim miða, þar sem ná- kvæmlega væri sagt fyrir hvernig þeim skyldi ráðstaf- að. En nú hefur komið í' ljós, að þess hefði vissulega verið þörf. Fégjafirnar bárust flest all- ar til „aðstandenda barnanna, sem létust í Aberfan", eins og það var venjulega orðað — og bæjarstjórnin setti á laggirnar nefnd til þess að veita fé- gjöfum móttöku og ráðstafa þeim. En nú er risið í bænum ágreiningsmál um það, hvern- ig verja beri þessu fé. Bæjar- stjórnin hefur úrskurðað, að það sé allt of mikið til þess, að því verði skipt milli ein- stakra bæjarbúa, og því grip- ið til þess ráðs, að úthluta sér- hverri fjölskyldu bæjarins tvö h u n d r u ð sterlingsþundum, hvort, sem hún varð fyrir því að missa eitt þarn eða fleiri — eða alls ekkert. Þeir sem harð- ast urðu úti fengu raunar 250 sterlingspund. Afgangur- inn var lagður í sjóð, sem bæjarstjórnin hefur ákveðið að nota til einhverra al- mennra framkvæmda. Enginn vafi er, að sögn þeirra, er til þekkja í Aberfan, að það kemur sér vel fyrir bæjarstjórnina að fá þetta fé til framkvæmda, því að pen- ingakassi bæjarins er víst oft- ast heldur léttur. En íbúarn- ir, — og þá fyrst og fremst aðstandendur barnanna, þeir, sem eiga um sárt að binda og telja, margir að minnsta kosti, að slysið mikla hafi að nokkru leyti átt rætur að rekja til vanrækslu og hugsunarleysis bæjaryfirvaldanna, — eru sár- reiðir og telja algerlega á- stæðulaust, að bæjarstjórnin fái þetta fé til að ráðskast með. Mál þetta sýnir gjörla hver vandamál geta risið vegna slíkra fégjafa eftir slys. Bæj- aryfirvöldin í Aberfan segjast hafa lagt þann skilning í fé- gjafirnar, að þær væru ætlað- ar til aðstoðar við bæjarfélag, er orðið hefði fyrir sáru tjóni, en ekki einstaklinga þess. Og sumir telja meira að segja á- stæðulaust að láta allt féð renna til Aberfan bæjarfélags- ins — heldur vilja að það renni í sjóð, er yrði notaður til að aðstoða námabæi eða héruð, sem yrðu fyrir slysum á borð við Aberfan. Eftir þeirri túlkun að dæma, mætti nota féð til að aðstoða ihvaða bæjarfélag sem væri, að minnsta kosti í Wales. Hugsanlegt er, að bæjarbú- ar í Aberfan hefðu sjálfir komizt að sömu niðurstöðu, eða svipaðri, hefðu þeir feng- Eitt af ibúðarhúsunum í Ab- erfan stutt bjálkum svo það ekki hrynji. ið aðstöðu og næði til að hugsa málið og ræða það sín í milli, — en til þess kom aldrei. Ákvörðunin um notkun fjárins var tekin, án vitundar eða vilja þeirra. Bæjarstjórnin skipaði, sem fyrr sagði, nefnd til að taka við fégjöfunum, tíu manna nefnd og það var ekki fyrr en eftir töluvert Framhald á bls. 24. ríkisstjórnarinnar. Ef horfið verður að því ráði, sem for- sætisráðherra reifaði nokkuð í yfirlýsingu sinni á Alþingi er þar raunar um að ræða áframhald af þeirri s'kipan, sem ríkt hefur í áratugi, þar sem blöðin hafa notið sér- stakra kjara á sumum svið- um, svo sem í sambandi við síma- og póstþjónustu. Frjáls dagblöð, óháð ríkis- valdinu, eru hverju þjóðfé- l'agi mikilsverð stoð og þess vegna er það grundvallar- atriði í ölium tilraunum til þess að auðvelda dagblaða- útgáfu að ekki sé horfið að því ráði að gera dagblöðin háð ríkisvaldinu með beinni styrkveitingu þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.