Morgunblaðið - 09.03.1967, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1967.
3
K'' S+ > ■ ' s «.4r'/ ' 'X X ' ■
Handiðnaðarsýning
í Ameríska bókasafninu
NÆSTU þrjár vikur verður sýn-
ing á handiðnaði og heimilisiðn-
aði úr sunnanverðum Appalac-
hian fjöllunum í Ameríska bóka-
safninu. Á sýningunni eru margs
konar munir, tré, silfur og vefn-
aður, ýmist unnir í heimahúsum,
eða á litlum verkstæðum.
Margir munanna eru með
greinilegum Indíánablæ og sum-
ir unnir af Indíánum. Aðrir eru
ekki ólíkir því að þeir væru
gerðir hér á landi, sér í lagi vefn
aðurinn.
Bæði körfuvefnaður og úr-
skurður er almennur á þessu
svæði. Er algengt að bændur
| skeri úr í frístundum og hafi því
aukatekjur. Meðal vefnaðar eru
teppi, mjög svipuð því, sem hér
voru gerð, serviettur, púði o. fl.
Einnig er þar svokallað kúa-
teppi, en þau voru notuð áður
fyrr, til að skreyta nautgripi á
■í' H ■ m* m s
; ■ &mk*^**'
■V iíÍwiSÍ '■ ■•>.•••■•.•'.. •-?.. .w;
stórhátíðum, og er þessi siður
upprunninn í Austur-Evrópu.
I>á eru á sýningunni margs-
konar dúkkur og eru flestar
þeirra við einhver störf, svo
sem að strokka, spinna eða
mala. Eru þkr útskornar, í saum
uðum fötum. I>á eru sýnd margs
konar kerti og keramik. Eru alls
&0 munir á sýningunni.
Syðri hluti Appalachia fjall-
anna, þar sem munirnir eru gerð
ir, nær yfir hluta af fjórum ríkj-
um, North Carolina, Tennesee,
Kentucky og Virginia. Er hand-
iðnaður mjög almennur á þessu
svæði og haldin námskeið og
skólar til kennslu á þessu sviði.
932 millj. í Atvinnuleysis
tryggingasjóii
Lánveitingar nema 621,9 millj. kröna
HÖFUÐSTÓLL Atvinnuleysis
tryggingasjóðs nam um síð-
ustu áramót um 932 milljón-
um króna. Á sama tíma höfðu
bætur úr sjóðnum numið 9,8
milljónum króna frá upphafi
sjóðsins. Lánveitingar til at-
vinnugreinanna voru sem
hér segir: Til sjávarútvegs og
fiskiðnaðar 107 millj. 460 þús.
kr. Til iðju og iðnaðar, þar af
mest til iðnaðarfyrirtækja
sjávarútvegsins 36 millj. kr.
Til landbúnaðar og vinnslu
landbúnaðarafurða 10,5 millj.
kr. Af því fóru 4 millj. til sút-
unarstöðva og veitt var veð-
deild Búnaðarbankans 5
millj. krónu lán. Til hafnar-
framkvæmda 125,6 millj. kr.
Til húsnæðismála 215 millj.
kr. auk 50 millj. kr. binding-
ar hjá Seðlabankanum, en
hann keypti húsnæðistrygg-
ingarbréf fyrir. Til annarra
ótiltekinna framkvæmda 127.3
milljónir króna.
Þessar upplýsingar komu
fram í svari Eggerts G. Þor-
steinssonar, félagsmálaráð-
herra, við fyrirspurn Sverris
Júlíussonar um hag Atvinnu-
leysistryggingarsjóðs.
Sverrir Júlíusson (S) bar
fram fyrirspurn til félagsmála-
ráðherra um hag Atvinnuleysis-
tryggingarsjóðs. Sagði Sverrir að
sjóðurinn væri ein mesta trygg-
ingin til varnar atviimuleysi
vegna lána hans til atvinnugrein
enna. Hins vegar væru ekki til
upplýsingar um, hvernig skipt-
ing lána væri milli atvinnu-
greina, svo og hvernig skipting
væri milli landshluta. Væri það
xnjög fróðlegt að kynnast því,
hvernig stjórn sjóðsins úthlutaði
lánum, og sagðist Sverrir vona
að lánveitingar væru þannig, að
atvinna væri sem jöfnust um
land allt.
Fyrirspurn Sverris var svo-
hljóðandi:
Hve hár er höfuðstóll Atvinnu
leysistryggingasjóðs 31. desem-
ber 1966?
Hverju hafa bætur úr sjóðn-
um numið til sama tíma?
Á hvaða hátt hefur fé sjóðsins
verið varið?
Hve háar fjárhæðir hafa verið
lánaðar til:
a. Sjávarútvegs og fiskiðnaðar.
b. Landbúnaðar og vinnslu
landbúnaðarafurða.
e. Iðju og iðnaðar.
d. Siglingamála.
e. Hafnarframkvæmda.
f. Húsnæðismála.
g. Annarra framkvæmda?
Hvernig skiptast lánveitingar
eftir lögsagnarumdæmum lands-
ins?
Eggert G. Þorsteinsson, félags-
málaráðherra, svaraði fyrirspurn
Sverris. Auk fyrrgreindra upp-
lýsinga um úthlutun lána kom
fram, að ekkert hafði verið lán-
að til siglingamála. Sagði ráð-
herra að fé sjóðsins væri varið
eftir þeim lögum, er um hann
giltu, og væri skipting þess
þannig eftir lögsagnarumdæm-
um:
Akranes 11.150.000 kr.
Mýrasýsla 2.250.000.
Snæfellssýsla 14.770.000.
V-Barðastr.sýsla 6.000.000.
V-ísafjarðarsýsla 7.450.000.
ísafjörður 7.050.000.
N-ísafjarðarsýsla 8.250.000.
Strandasýsla 1.850.000.
V-Hún. (Hvammst.) 400.000.
A-Húnavatnssýsla 4.800.000.
Sauðárkrókur 4.200.000.
Skagafjörður 2.900.000.
Siglufjörður 12.300.000.
Ólafsfjörður 5.75.000.
Eyjafjörður 3.400.000.
Akureyri 17.550.000.
Húsavík 6.400.000.
N-Þingeyjarsýsla 11.000.000.
N-Múlasýsla 9.050.000.
Seyðisfjörður 7.500.000.
Neskaupstaður 11.50.000.
S-Múlasýsla 17.580.000.
A-Skaftafellssýsla 4.700.000.
V-Skaft. (Vík) 400.000.
Árnessýsla 8.850.000.
Vestmannaeyjar 15.100.000.
Gullbringusýsla 19.450.000.
Keflavík 5.450.000.
Hafnarfjörður 19.750.000.
Kjósarsýsla 1.000.000.
Kópavogur 7.050.000.
Reykjavík 113.810.000.
Til fleiri en eins lögsagnarum-
dæmis 254.000.000.
Sverrir Júlíusson þakkaði upp
lýsingar ráðherra og sagði, að
það væri ánægjulegt að þjóðin
skuli geta tryggt svo vel vamir
gegn atvinnuleysi og sjóðurinn
bæri vitni um. Hins vegar væri
það annað mál, hvort ekki eigi
að endurskipuleggja sjóðinn, þar
eð hann verði kominn á annan
milljarð á þessu árL
Jakarta, 8. marz. AP.
FULLTRÚAÞING Indónesíu
fjaliar nú um mál Súkarnó for-
seta og hafa umræður verið
mjög heitar og margir þing-
manna ráðizt harkalega á Sú-
karnó og krafizt þess að hann
yrði umsvifalaust sviptur em-
bætti, en hann er ennþá forseti
að nafninu til, þótt hann hafi af-
salað sér völdum í hendur Su-
harto hershöfðingja.
Einn af þingmönnum, sem
jafnframt er forustumaður í
stúdentasamtökum Indónesiu
gagnrýndi Suharto hershöfð-
ingja fyrir að vilja láta Súkarnó
halda embætti sínu að nafninu
til. Suharto hafði beðið þingið
að taka vægt á máli forsetans,
Eldur í
Vestmanna-
eyjum
ELDUR kom upp í rishæð húss-
ins að Drekastíg 5 í Vestmanna-
eyjum í fyrradag. Bjuggu þar
roskin hjón, og misstu þau nær
allt innbú sitt í eldinum, og e-nn
fremur urðu talsverðar skemmd
ir í húsinu sjálfu. Á neðri hæð
bjó dóttir hjónanna, og tókst
að bjarga innbúi í þeirri íbúð,
en talsverðar skemmdir urðu á
henni af vatni og reyk.
Gagnákæra
á hendur
Garrison
New Orleans, 8. marz, AP.
LÖGFRÆÐINGAR Clay
Shaws, þess er handtekinn var
í fyrri viku fyrir meinta aðild
að morðinu á Kennedy forseta
en síðan látinn laus gegn trygg-
ingu, hafa nú sett fram gagn-
ákæru á hendur Garrison sak-
sóknara með það fyrir augum að
kveða niður ásakanir saksókn-
arans á hendur Shaw.
Kveðst Shaw ekki hafa þekkt
Lee Harvey Oswald, þann er
Warren-skýrslan telur bana-
mann Kennedys forseta og ekki
heldur David Ferrie, flugmann-
inn, sem lézt 22. febrúar sl. með
an yfir stóð rannsókn í máli hans
á vegum Garrisons saksóknara,
en saksóknarinn hélt því hins-
vegar fram að þessir þrír menn
hefðu komið saman og rætt um
það „hvernig þeir ætbu að myrða
John F. Kennedy“ eins og Garri-
son komst að orðL
vegna þess að yrði hann alveg
hrakinn frá völdum gæti það or-
sakað blóðsútihellingar meðal
andstæðinga ‘hans og stuðnings-
manna. Andstæðingar forsetans
á þingi hafa hingað til vísað
þessari beiðni á bug, en þeir eru
í xniklum meirihluta á þingi.
Krefjast þeir að Súkarnó verði
dreginn fyrir rétt og látinn gera
grein fyrir aðild sinni að upp-
reisnartilraun kommúniista 1965.
Fréttaritarar búast við, að
þingið muni með miklum meiri-
hluta samþykkja að vikja Sú-
karnó algerlega úr embættL
Súkarnó forseti hefur ekkert lét-
ið frá sér heyra sáðan þingið
kom saman.
STAKSTEINAR
Forheiðing
Framsóknarmenn gera nú
vanmáttuga tilraun til þess a3
bera í bætifláka fyrir alvarlegt 4"
brot, sem launaður erindrekl
þeirra hefur framið gagnvart rík
isútvarpinu og segja í forsiðu-
frétt í gær: „Greiðsla sú, sem
Ólafur mun fá í ferðakostnað
fer alveg eftir reglum, sem
fylgt er varðandi ferðakostnaS
þeirra, sem taka upp útvarps-
þætti utanbæjar. Þó mua
greiðsian til Ólafs verða hálfu
Iægri vegna þess, að hann fór
jafnframt til að mæta á fundS,
sem ungir Framsóknarmena
héldu. Mun hann greiða helm-
ing ferðakostnaðarins sjálfur.**
Þetta eru auðvitað ósköp barna-
legir tilburðir, sem breiða í engu
yfir þá staðreynd, að rikisút-
varpið hefur þegar greitt allan
ferðakostnað hins launaða erin-
dreka Framsóknarflokksins til
Vestmannaeyja og bætir þar
ekkert úr þótt Framsóknarmenn
segist nú „muni greiða helming
ferðakostnaðar sjálfir". Breytir
þar engu, þótt eftir á hafi verið
tekin ákvörðun um að Fram-
sóknarflokkurinn greiddi helm-
ing kostnaðarins til að reyna
að breiða yfir hneykslið. Og
spyrja má hvort það sé „alveg eft
ir reglum, sem fylgt er varðand)
ferðakostnað þeirra, sem taka
upp útvarpsþætti utanbæjar" að
ríkisútvarpið hafi helminga-
skipti við stjórnmálaflokk í þeim
efnum. Staðreyndirnar tala sínu
máli og Framsóknarmönnum
hefði verið hollara að viður-
kenna sök launaðs erindreka
þeirra, fremur en að gera svo
hjákátlega tilraun til þess að
bera i bætifláka fyrir hann.
Nýr útibússtjóri
Talið er, að innan tiðar mnni
nýr útibússtjóri taka við rekstri
útibús Moskvu hér á landi, en
sá sem hefur gegnt því starfi
um nokkurra áratuga skeið nýt-
ur ekki lengur trausts hús-
bænda sinna i austurvegi. Það er
auðvitað eitt af hlutverkum hinn
nýja útibússtjóra að taka við
þeim tengslum, sem verið hafa
við Moskvu og aðra höfuðborg »
í Austur-Evrópu og séð hafa úti
búinu hér á iandi fyrir nægi-
legu rekstrarfé. En ef þessi nýi
útibússtjóri ætlar að standa
sæmilega í stöðu sinni verður
hann að gera betur en í Þjóð-
viljanum í gær, þegar hann geð-
ur skýringar á prentvélakaupum
Þjóðviljans. Enn hefur Þjóðvilj-
inn engar skýringar gefið á því,
hvernig kommúnistum tókst að
komast yfir tvær prentvélac,
aðra danska og hina sænska,
hvernig þeir höfðu efni á því að
láta hina dönsku ryðga í Kaup-
mannahöfn eins og Steinþó*
Guðmundsson upplýsti á fundi
í kommúnistaflokknum fyrir
nokkrum árum og með hverjum M
hætti þeir „geinuðust“ mestaa
hlut þess gjaldeyris, sem þurfti
til kaupa á síðari prentvélinid,
en Steinþór upplýsti það einnig
á fyrrnefndum fundi kommún-
istaflokksins. Vandi fylgi veg-
semd hverri og vafalaust á
Magnús Kjartansson eftir að
fara margar ferðir austur á bóg-
inn í , ,heilsubótarskyni“ til þesa
að sækja rekstrarféð til starf-
seminnar hér á landi.
„Grafarþögn eft
ir áreksturinn"
Frósögn af flugslysinu í Líberíu
12 FARiÞEGAR og 18 á'hafnar
meðlimir, sem komust lífs af
er DC-8 þotan fórst við Mon-
rovíu í Líberíu áðfaranótt
sunnudagsins og með henni
45 farþegar og einn úr áhöfn,
komu til Rio de Janeiro í gær.
Einn farþeganna, Adalberto
Di Stefano frá ftalíu, sagði við
fréttamenn á flugvellinum, að
það hefði enginn hávaði heyrzt
en eldur komið upp þegar í
stað. Annar farþegi: „Ég
heyrði óskaplegan hávaða en
siðan varð grafarþögn".
Frásögn Di Stefanos, sem
slapp með skráimur á andlitL
var á þessa leið: „Við vissum
ekki annað en allt væri í lagi
fyrr en við rákumst á eitt-
hvað, en síðan var grafarþögn.
Enginn ótti greip um sig með
al farþega fyrst í stað. Eldur-
inn kviknaði í súrefnisbirgð-
um og síðan í eldsneytisbirgð
um vélarinnax og gífur-
lega mikinn reyk lagði um
allL einkum í miðjum far-
þegaklefanum og geri ég ráð
fyrir að flestir farþeganna,
sem fórusL hafi kafnað í
reyknum“.
Sérfræðingar, sem unnið
hafa að rannsókn slyssins,
telja, að þotan hafi lent á
húsi með miðjan búkinn í
lendingu og þess vegna hafi
svo margir farþegar, sem sátu
í miðri véL farizt, en þeir, sem
sátu aftast og fremst, kom-
ist lífs af.
Fjallað um mál Súkarnós