Morgunblaðið - 09.03.1967, Page 10

Morgunblaðið - 09.03.1967, Page 10
10 MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1967. Undirbúningur hægri umferöar hafinn Skíptist í þrjá aðalflokka: Breytingar á ökutækj- um, breytingar á vega- og merkjakerfi og ráð- stafanir til þess að draga úr slysahættu Eftir Valgarð Briem, forstjóra GREIN sú, sem hér fer i eft- lr, er erindi, sem Valgarð Briem, forstjóri, formaður nefndar þeirrar, sem undirbýr framkvæmd laga um hægri umferð á íslandi vorið 1968, flutti nýlega á fundi í Rotary- klúbb Reykjavíkur: ÉG vil hefja mál mitt á þvi að þakka fyrir það tækifæri, sem ■aér hefur verið veitt til þess að rœða við ykkur málefni, sem mér er ofarlega i huga og ég tel að muni snerta okkur alla meira eða minna, áður en langt um líður, en það er fyrirhuguð breyting á umfreðarreglum, sem ákveðið er að komi til fram- kvæmda vorið 1968 með því að þá verði tekin upp hægri um- ferð hér á landi. >að heyrist stundum kvartað undan því, að varla sé hægt að hreyfa sig í þjóðfélaginu fyrir lögum og reglum. Alltaf sé verið að banna meir og meir eða fyrir skipa eitt og annað og víst er það svo, að ýmsum þykir nóg um allar þessar reglur, sem borg urunum er ætlað að fylgja. Sum- ar þessara reglna eru um ákveð- ið, takmarkað svið þjóðlífsins — snerta fámennan, takmarkað- an 'hóp þegnanna, eða ákveðið tilvik, sem gerist sjaldan á mannsævinni. Aðrar reglur snerta nær alla borgarana, nær hvern dag frá vöggu til grafar og takmarkast ekki einu sinni við íslenzka ríkisborgara, held- ur nú til allra þeirra, sem ‘hér stíga fæti á land. Meðal þessara víðtæku reglna eru þær, sem fjalla um umferð á einn eða annan hátt. Eftir gdld andi umferðarreglum haga flest- ir borgararnir séi all-flesta daga ársins og jafnvel flestir oft á dag, og ýmsir ná því að brjóta þessar reglur á einhvern hátt daglega. UmferðarregluT eru margvís- legar, en lúta flestar að því að skapa öryggi í umferðinni og draga úr hættu á því, að slys hijótist af ferðum manna. >að er því mjög nauðsynlegt, að menn kunni umferðarreglurnar og fylgi þeim og þær eru með því fyrsta, sem börnum er kennt á heimilum og í skólum. Meðal grundvallaratriða umferð arreglna hér á landi hefur um iangt árabil verið að umferð eigi að víkja til vinstri fyrir þeirri, •em á móti kemur og á kross- götum hafi umferð frá vinstri forgangsrétt að öðru óbreyttu. Þessar reglur veiða með aldrin- nm svo meitlaðar í 'huga manna, að fullorðið fólk fylgir þeim sjálfkrafa án minnstu umhugsun ar. >að er því ærið alvöruefni öllum borgurum landsins, sem komnir eru til vits og ára, að Al- þingi hefur sainþykkt lög, sem mæla svo fyrir, að vorið 1968 skuli breytt til og í stað vinstri umferðar tekin upp hægri uro- ferð með öllu því, sem þeirri breytingu fylgir, og það er margt Til þess að annast framkvæmd ir og undirbúmng að þessari breytingu hefur dómsmálaráð- herra skipað 3ja manna nefnd og hefur hún nú nýlega hafið störf sín. í megindráttum virðist vera hægt að skipta verkefnunum, sem framundan eru í 3 aðal- flokka. í 1. flokki eru þær breytingar, sem nauðsynlegt er að gera á ökutækjum, í 2. flokki eru breytingar, sem nauðsynlegar eru á vegakerfi og merkjakerfi í umferðinni og i þriðja lagi eru þær ráðstafanir, sem nauðsynlegt er að gera til þess að draga úr slysahættu. Mig langar nú til þess að víkja að einstökum hópum þessara verkefna og byrja á þeim hópn- um, sem ég nefndi fyrst um breytingu á ökutækjum. Ekki er fyrirhugað að neinu verulegu þurfi að breyta í einkabílum eða minnd bílum en 16 farþega, þó að slíkt kunni að verða nauðsynlegt í einstökum tilvikum. >eir bdlar, sem helzt koma þess vegna til greina við breytingu, eru hóp- ferða- og áætlunarbílar, fyrst og fremst strætisvagnar hér í Reykjavík og aðrir strætisvagn- ar, sem fara um þéttbýl svæði. Nú geri ég ekki ráð fyrir að þið, sem hér eruð samankomnir, noti svo mikið strætisvagna, að þið teljið breytingu á þeim skipta ykkur svo miklu máli, en sú breyting kann að skipta okk- ur nokkuð að öðru leyti, nefni- lega því, að fjármagnið til þess að standa undir kostnaði við alla framkvæmd breytingarinnar í hægri umferð, verður að veru- legu leyti innheimt frá eigend- um fólksbifreiða, sem ekki taka nema 1—8 farþega. Fjrrir hverja slíka bifreið verður að greiða á þessu ári kr. 240.00 á næstu tveimur árum þar á eftir kr. 360.00 hvort ár, og 1967 kr. 180.00. Gjald af stærri bifreiðum er nokkuð haerra, en vegna fjölda smábílanna hefur Efna- hagsstofnunin reiknað út, að af þeim kr. 52 millj., sem þann- ig muni inn'heimtast af bifreiða- eigendum þessi 4 ár, muni kr. 39 millj. koma frá venjulegum fólksbifreiðum, en einungis kr. 12.580.000,— frá stærri bifreið- um. Heildarkostnaður við breyt inguna yfir í hægri handar akst ur hefur verið áætlaður nálægt kr. 50 millj., en af þeirri fjárhæð er talið að breytingar á almenn ingsbifreiðum muni kosta kr. 36 millj. Og nú kunnið þið að spyrja, hvaða nauðsyn sé til að skau- leggja ykkur og aðra einkabif- reiðaeigendur um nær kr. 40 millj. til þess að verja því í kostnað við að breyta strætis- vögnum og öðrum almennings- bifreiðum. f*að kemur auðvitað strax i ljós við fyrstu athugun, að ógern ingur er að aka strætisvögnum hér í Reykjavík í 'hægri umferð án þess að framkvæma á þeim verulegar breytingar. Við getum tæplega hugsað okkur að stræt- isvagnarnir aki hægra megin á götunni, nemi staðar við hægri vegarbrún, en skili farþegunum út á miðja götuna eða farþeg- arnir þurfi ýmist að standa á miðri götunni eða fara út á miðja götuna til þess að komast upp í strætisvagnana á viðkömustöð- um. Þetta atriði eitt út af fyrir sig veldur því, að flytja verður allar hurðir yfir um og mun það kosta a.m.k. kr. 200.000,00 fyrir hvern strætisvagn. En þvi til viðbótar eru all-miklar líkur til, að nauðsynlegt sé að flytja stýri og stjómtæki vagnanna yfir í vinstri hlið í stað þess að hafa þau í hægri hlið bifreiðarinnar eins og nú er. Af tæknilegum ástæðum getur þetta orðið nauð synlegt, hins vegar síður nauð synlegt á bifreiðum, sem aka lengri vegalengdii í dreifbýli. Kostnaður við að breyta hverj um strætisvagni til fullnustu er því hvorki meira né minna en kr. 600—700 þús. kr. að áliti þeirra, sem um það mál hafa fjallað. Hins vegar er rétt að taka fram, að hvorki hefur ver ið leitað tilboða í slíkt verk, né það reiknað út nákvæmlega, svo þessi tala kynni að vera eitt- hvað lægri eða jafnvel eitthvað hærri. Valgarð Briem Nú sjá allir, að strætisvagn, sem er kominn mjög til ára sinna og e.t.v. ekki að verðmæti nema 3. eða 4. partur af því, sem hann var í upphafi og myndi ekki fást fyrir í sölu nema 200— 300 þús. kr., að lítið vit virðist vera í því að breyta 'honum fyr- ir kr. 6—700 þús., því þrátt fyrir þá breytingu væri hann ekki nema kr. 2—300 þús. virði eftir breytinguna. í>að er þvi Ijóst, að ekki verður öllum strætis- vögnum breytt og nýjustu athug anir virðast benda til, að hér í Reykjavík, þar sem eru 52 stræt- isvagnar í notkur. á 33 leiðum, muni sennilega ekki fleiri en 19 verða breytt, en hinir orðnir svo gamlir, að kostnaðurinn við breytingu nemi meiru en raun- verulegu verðmæti þeirra þann dag, sem hægri umferð fær gild'. Nú væri að sjálfsögðu engin sanngirni í því að meina eigend- um þessara bíla að reka þá áfram og bæta þeim ekki það tjón, sem af því leiddi, og eru í undirbúningi ákveðnar reglur að sænskri fyrirmynd, sem mæla fyrir um það, hvað miklar bæt- ur skuli koma til eigenda þess- ara vagna, miðað við aldur vagna og endurkaupsverð, og þegar slíkar bætur eru lagðar saman og við það bætt breyting- arskostnaði þeirra bifreiða, sem breyta þarf, ýmist að fullu, eða að nokkru, þá er talið að sá heildarkostnaður nemi, eins og ég sagði áðan, rúmlega kl. 36 millj. Mönnum kann að finnast þetta nokkuð mikill kostnaður, en í því sambandi er kannski ekki úr vegi að minna á, að í Svíþjóð, þar sem hægri umferð hefst 3. sept í haust, ér talið að breyting á almenningsvögnum verði lang samlega stærsti hluti kostnaðar- ins við upptöku hægri umferðar en talið er, að breytingin yfir í hægri umferð þar í landi, muni (kosta a.m.k. 600 millj. sænskra króna, eða nálægt 5 milljörðum íslenzkra. Ekki er ráðgert að greiða kostnað, sem bifreiðaeigendui verða fyrir við að breyta öku- ljósum bifreiða sinna. Ljóst er, að þegar farið verður að aka hægra xnegin á veginum, þá er gjörsamlega óhafandi í umferð ljós, sem eru búin þeim eigm- leikum, að þau kasta geislanum yfir til vinstri, því að þá er stór hætta á, að þau valdi blindu þeim, sem í móti koma. Að vísu eru nú í notkun hér og verða í auknum mæli fram til breyting- arinnar, ökuljós, sem gerð eru fyrir hægri handar umferð og kasta geislanum fram eftir mið- línu vegarins, en fallizt hefur verið á vissar aðgerðir með „tape“ eða límdum miðum á Ijósglerin, sem gerir það að verk um að þessi geisli, sem leitar fram hægra megin er blindaður og Ijósin kasta þá jafnlangt fram á veginn. Með því að taka í burtu þennan álímda miða, verða ljósin síðan rétt fyrir hægri umferð, þegar þar að kem ut. Öðrum ljóskerum þ.e.a.s. þeim, sem eru sérstaklega gerð fyrir vinstri umferð verður að breyta fyrir skoðun sumarið 1968. í öðru lagi eru breytingar á gatnakerfinu og umferðarverkj- um. Umferðarljós er ekki svo mikið um, að kostnaður af breyt ingu þeirra verði stórkostlegur. Hins vegar er mjög mikill fjöldi umferðarmerkja, bæði hér í Reykjavík og eins út um land, og þeim verður í flestum tilfellum að breyta. Það er gert ráð fyrir, að umferðarmerki séu yfirleitt vinstra megin við veg, eða þeim megin, sem umferðin er á vegin- um, en þessu yrði að sjálfsögðu í flestum tilfellum að breyta og flytja umferðarmerkin vfir, þannig að þau fylgi umferðinni yfir á rétta vegarbrún. I>að er allmikill vandi á 'höndum í sam- bandi við flutning þessara merkja vegna þess, að breyting- in er fyrirhuguð á vormánuð- um 1968 eða á tímabilinu apríl- júní, og þá er hætt við að ekki verði nægilega snemma frost úr jörðu, að hægt verði að fram- kvæma merkjaflutninginn allan 1968 og verður því þegar á kom andi sumri að gera ráðstafanir til þess að flytja umferðarmerk- in. Það er verkefni, sem vega- málastjóri og hans menn munu hafa mestan vanda af utan Reykjavíkur, en borgarverkfræð ingur hér í höfuðborginni. Ef áætlað að breytingar á gatnakerfinu og umferðarmerki- um muni kosta nálægt 5,6 millj. kr. Eldri Reykvíkingar muna vel þá tíð, þegar þeii gátu ekið um Reykjavik þvera og endilanga að heita mátti hverja götu, án þess að lita á eitt einasta umferðar- merki, því að göturnar voru ekki fleiri en það, að menn vissu ná- kvæmlega hvernig mátti aka hverja götu fyrir sig. Með auk- inni umferð, bæði utan af lands- byggðinni og eins útlendinga, sem hingað koma, er ekki á þetta minni vegfarenda að treysta og því mikið undir bví komið, að gatnamerkingin sé glögg og leiði til réttrar niður- stöðu. Maður, sem kemur í fyrsta skipti akandi til Reykjavíkur, eftir Suðurlandsbrautinni, ekur niður Laugaveginn, en ekki Hverfisgötuna vegna þess, að við Hverfisgötuna er merki, sem gef ut til kynna, að þar megi ekkx aka niður. Á sama hátt mundi ókunnug- ur við brottför úr bænum geta látið sér detta í hug að aka irá Lækjartorgi upp Bankastræíi, Laugaveg, ef þar væru ekki merki, sem lýstu slíkt óleyfilegt. Þeir, sem annast flutning á merkjum og fjalla um umíerðar reglur í borginm, hafa marg' að hugsa fram að breytingunni, því að sú staðreynd að aka h.Tgra megin á götunni í staðinn fyrir vinstra megin, gerir óhjákvæmi legar breytingar á ýmsum um- ferðarreglum, t.d. þeim, sem fjalla um einstefnuakstur. Það er t.d. Ijóst, að maðurinn sem kemur úr dreifbýlinu eftir Suð- urlandsbrautinni og nálgast gatnamót Hverfisgötu og Lauga- vegs, mun að öllum líkindum halda sínuro hægri kanti og aka niður Hverfisgötuna. Hversu langt er nú ekki vitað — ekki ólíklegt að hann verði látinn aka hana alla leið niður í miðbæ og á sama hátt er ekki óhugsandi að sá, sem ætlar frá Lækjartorgi verði fyrst um sinn, þangað til skipulag Miðbæjarins er ákveðið og kemur til framkvæmda látinn aka upp Bankastræti og inn Laugaveg. Á saina hátt eru fyr- irsjáanlegar breytingar á öðrum götum, sem menn um langan ald ur hafa haft einstefnuakstur á og það er mikið rannsóknarefni að finna út, 'hvernig þessum ein- stefnuakstursgötum verði bezt við komið og hverjum þeirra þurfi að breyta í samlbandi við hægri umferðina. En eitt er víst, að ökumenn í Reykjavík geta ekki eftir breytinguna treyst á minni sitt um það, hvernig eigi að aka eftir götum Reykjavíkur. Þriðja aðalatriðið af viðfangs- efnum framkvæmdanefndarinn- ar er að undirbúa og fram- kvæma í samráði við yfirvöld og stofnanir þá fræðslu og upplýs- ingastarfsemi, sem telja má nauð synlega, svo og stuðla að því, að ráðstafanir verði gerðar til þess að koroa í veg fyrir umferðar- slys í sambandi við breytingu umferðarreglnanna. Eitt af því fyrsta, sem mönn- um kemur í hug þegar rætt er um breytingu í hægri umferð, er sú hætta, sem menn telja sumir hverjir mikla á þvi, að í kjölfar breytingarinnar verði hér um- ferðarslys í stærn stíl en nokkru sinni fyrr. Það er þvi þýðingar- mikið að reyna að gera sér grein fyrir þvi í hverju þessi slysa- hættu-aukning sé fólkin, hvað það sé, sem helzt muni valda slysum og hvaða ráð séu tiltæk til þess, að fyrirbyggja að til þeirra komi. Um allar framkvæmdir og undirbúning í þvi sambandi verð ur 'haft samráð við þau félög, sem vinna að slysavörnum á einn eða annan hátt. Við þvi er að búast, að þá megin reglu, að menn eigi að víkja til vinstri og gefa rétt fyrir ökutæki, sem kemur frá vinstri hlið, sem orðin er svo sterk í mönnum eftir margra ára notkun, verði erfitt að uppræta. í Svíþjóð þar sem að sama atriði er að sjálfsögðu uppi á teningnum, hefur komið til greina, að Svíar tfari yfir til Noregs eða Danmerkur til þess að æfa sig í hægri akstri Hægri nefndin þar, hefur að ráðleggingu þeirra sem bezt eru. taldir vita í þeim efnum, eindreg ið lagt gegn slíkum æfingum, þar sem það muni einungis valda ruglingi og menn muni að slík- um æfingum undangengnum fara að bregða við ósjálfrátt að einihverju leyti til hægri, enda þótt vinstri umferð sé ennþá ríkj andi. Til þess að fyrirbyggja tví skinnung í þessum efnum ráð- leggja Sviar ákveðið, að öku- menn haldi sig að vinstri akstrl og fari ekki að æfa hægri akst- ur, fyrr en rétt fyrir breyting- una. Hér á landi hefur verið á það bent, að vegna strjálbýlisins og langs vegakerfis, verði mikil hætta á því, að þeir sem aka hér frá höfuðborginni og hafi bifreið Framhald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.