Morgunblaðið - 09.03.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.03.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1967. 21 MIKILL SKORTUR Á SJÚKRAHÚSUM sagði Alfreð Gíslason ALFREÐ Gíslason hafði í gær framsögu á Alþingi fyrir þings- ályktunartillögu er hann flytur nm athugun á heUbrigðismálum. Fer hér á eftir frásögn af ræðu hans en ræðu Jóhanns Hafsteins er hann flutti í þessum umræð- um er getið annars staðar í blað- ábyrgð væri hins vegar að þv£ leyti meiri, að vandinn hefði aldrei verið meiri en nú. Læknar hefðu vaknað nú og hafið gagn- rýni. Fyrri ríkisstjórnir hefðu fengið að sofa í friði, en ekki væri svefnfriður fyrir núverandi ríkisstjórn. Ræðumanni þótti við- brögð ríkisstjórnarinnar ekki lofa góðu, >að væri ráðist á lækna- stéttina ef hún vildi bætta að- stöðu og öðru svarað með tóm- læti. Útvarpsþáttur hefði verið bannaður, en þar gagnrýndu læknar á hlutlausan hátt ástand- ið í heilbrigðismálum. í lok ræðu sinnar sagði Alfreð, að þögn hjálpaði ekki í þessum málum, heldur umræður þeirra, er gerst kunna skil á þessum málum. inu. Alfreð Gíslason (K) sagði I ttpphafi ræðu sinnar, að ástandið væri þannig í heilbrigðismálum, að óviðunandi væri með öllu. Löggjöf er ekki mikil að vöxtum en furðuleg að mörgu leyti, m. a. úir þar af mörgum afgömlum og úreltum lagaákvæðum. Benti ræðumaður m. a. á löggjöí um heilbrigðiseftirlit, er væri um 30 ára gömul. Væru sum atriði henn ar í stíl við 18. öld en nútímann, cn þar væri lögreglustjórum, ♦ollstjóra og bæjarfógetum falin umsjón með sóttvarnargæzlu. Ræðumaður eyddi mörgum orðum að landlæknisembættinu og sagði að það minnti sig á eyðisker, er uppi stæði eitt af stóru meginlandi. Landlæknis- embætti hefðu skipað frá upp- hafi ágætismenn, en þeir ekki fengið að njóta sín. Væri varla tS svo lítill karl í dóms- og kinkjumálaráðuneytinu, að hann væri ekki áhrifameiri til nei- kvæðra áhrifa, en landlæknir til jákvæðra. Væri núverandi staða landlæknis talandi tákn um ó- reiðuna í þessum málum. Uppi hefðu verið raddir um að breyta landlæknisembættinu og stofna heilbrigðisráð, en sú tillaga ekki fengið hljómgrunn, því að þeirn væri ekki um að svefnfriði þeirra væri raskað. í>á ræddi Alfreð Gíslason um •júkrahúsmál, og sagði að skort- ur væri mikill á sjúkrahúsum og hefðu menn jafnvel misst lífið at þeim sökum. Ætti fjöldi sér- greina hvergi inni eða byggju við léleg kjör. Nefndi ræðumaður sem dæmi augnsjúkdóma og kvensjúkdóma. Bygging sjúkra- húsa var vanhugsuð að dómi ræðumanns. Væri hvergi til full- komið fyrsta flokks sjúkrahús á mælikvarða frændþjóðanna. — Væri ekki fyrirsjáanlegt að slíkt hús yrði reist hér og væri það okkur sjálfum að kenna. Ræðumaður ræddi um aðstöðu lækna og hag þeirra. Sagði hann að kjör þeirra væru viðunandi, en tillögum þeirra verið svarað með tómlæti og jafnvel reiði. Hefði meira að segja Læknafélag íslands tekið málið til meðferð- ar og gert samþykkt um að gera þyrfti heildarskipulag heil'brigð- ismála. Væri það glöggt dæmi um ástandið að það félag gerði ályktun. Væri það ekki vant að segja sitt álit nema ástæða væri m. Ræðumaður sagði að allar rík- lsstjórnir landsins ættu að sínu leytl ábyrgð á þessu ástandi. Væri núverandi ríkisstjórn ekk- ert fremur sek en aðrar. Hennar Endurskoðun luga um heilbrigð- isnefndir- og sunþykktir í RÆf)u sinni á Alþingi í gær skýrði Jóhann Hafstein frá því að skipuð hefði verið nefnd til þess að endurskoða lög um heil- brigðisnefndir og heilbrigðissam þykktir og gera tillögur eftir því sem þurfa þykir til nýskipunar og stuðla að því að tryggja raun hæfa og hagkvæma framkvæmd heilbrigðiseftirlitsins á þessu sviði. í nefndina hafa þegar verið skipaðir, Benedikt Tómas- son, formaður, Sigurgeir Jóns- son, bæjarfógeti og Þórhallur H. Halldórsson en auk þess mun einn héraðslæknir taka sæti í henni, en ekki er enn ákveð- ið hver það verður. Miklar ógæftir hjá Vestfjarðabátum Yfirlit um aflabrögðin í febrúar ísafirði, 8. maxz. HEILDARAFLI Vestfjarðabáta í febrúar varð 3729 lestir, og er það miklu rýrari afli en í sama mánuði í fyrra. I yfirliti Fiskifélags fslands segir svo um aflabrögðin: Fyrstu viku febrúar voru sæmilegar gæftir, en síðan má heita að verið hafi stanzlausar ógæftir. Komust línubátar ekki á sjó nema dag og dag, og mjög erfitt var fyrir netabáta að athafna sig við veiðar. Engin steinbítsganga var kom- in á miðin, en var á sama tíma í fyrra. Er aflamagn línubátanna því ákaflega rýr. Netabátarnir lögðu frestir net sín niður í Vík- urálnum, en fluttu sig suður á Breiðfjörð um mánaðamótin, en afli var yfirleitt ákaflega tregur í net. Febrúaraflinn er því veru- lega rýrari í öllum verstöðvum á Vestfjörðum, borðið saman við árið áður, nema á Bíldudal, þar sem aflinn er svipaður. Heild- araflinn I mánuðinum var 3729 lestir, og er heildaraflinn frá ára mótum þá orðinn 6733 lestir. f fyrra var febrúaraflinn 5192 lest ir, og heildaraflinn frá áramót- um 7576 lestir. Aflahæsti bátur- inn í fjórðungnum í febrúar er Helga Guðmundsdóttir frá Pat- reksfirði • með 269 lestir í 15 róðrum. Sami bátur er einnig aflahæstur frá áramótum 358 lestir. Aflahæsti bátur á sama tírna í fyrna var Jón Þórðarson frá Patreksfirði með 356 lestir. Aflinn í einstökum verstöðv- um: Patreksfjörður: Helga Guð- mundsdóttir 269.1 í 15 róðrum, Jón Þórðarson 173 1. í 11 róðr- um, Þrymur með 171.3 í 11 róðr- Um, Þorri með 16.1 í 10, Dofri (línu) með 0.4 lestir í 5 róðrum. Tálknaf jörður: Jörundur III. með 204.1 í 13 róðrum, Sæfari (1/n) 100.1 í 12 róðrum, Brim- nes (1.) 50.7 í 10 róðrum. Bíldu- dalur: Pétur Thorsteinsson með 146.6 í 11 róðrum, Andri (1/n) 105.7 í tíu, Þórður Ólafsson (1.) 40.0 í 10 róðrum. Þingeyri: Fram nes með 140.6 í 10 róðrum, Sléttanes með 111.9 í 10 róðrum, Fjölnir (1.) 58.5 í níu róðrum. Flateyri: Sóley 126.8 í 9 róðr- um, Ásgeir Torfason (1) 50.6 í níu róðrum, Hindrik Guðmunds- son (1.) 49.6 í 9 róðrum. Suður- eyri: Ólafur Friðbertsson 161.7 í 8 róðrum, Barði (1.) 64.4 í 9 róðrum og Friðbert Guðmunds- son (1.) 59.3 í 11 róðrum, Sif (1.) 59.2 í 10 róðrum, Stefnir (1.) 50.7 £10 róðrum, Páll Jóns- son (1.) 57.5 £ 9 róðrum. Bol- ungarvík; Heiðrún II. (1.) 92.9 14 róðrum, Sólrún 88.5 i 10 róðr- um, Hugrún 81.6 i 12 róðrum, Bergrún 63.8 i 12 róðrum. Hnífs- dalur: Hólmstjarnan (1.) 44.7 i 12 róðrum, Mímir (1.) 37.9 í 10 róðrum, Guðrún Guðleifsdóttir 30.6 í 2 róðrum. fsafjörður: Guð- björg 103.0 í 12 róðrum, Guðbjart Þingsólyktun um öryrkjuheimili og endurhæfingustöðvur Samþykkt á Alþingi í gær SAMEINAB Alþingi samþykktl í gær samhljóða þingsályktun, er Oddur Andrésson og séra Gunnar Gíslason fluttu. Er hún •vohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á rík isstjórnina að undirbúa og leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um öryrkjaheimili og •ndurhæfingarstöðvar. Axel Jónsson (S) flutti nefnd- arálit allsherjarnefndar um til- löguna, og sagði hann að nefndin væri sammála um samþykkt til- lögunnar. Hún hefði verið send Landlækni til umsagnar og hefði hann talið tillöguna æski- lega. Þá hefði Landsamband lam aðra og fatlaðra mælt eindreg- ið með því, að tillagan yrði samþykkt. Axel sagði, að ekkert heildar- skipuiag væri í þessum málum, en það skipti mikiv máli að haf- ist yrði handa í því efni. End- urþjálfunarstöðvar hefðu að vísu verið reknar hér um skeið, en slík þjálfun væri ko3tnaðar- söm og gera þyrfti úrbætur til að ríkisvaldið komi þeim aðilj- um, er endurhæfingar þurfa með, til hjálpar. ur Kristján (1.) 95.5 í 14 róðrum. Guðný (1.) 82.2 í 14 róðrum, Guðrún Jónsdóttir 74.9 í 11 róðr- um, Víkingur II. (1.) 71.2 í 13 róðrum, Hrönn (1.) 60.6 í 13 róðr um, Gunnhildur (1.) 55.4 í H róðrum, Gylfi 48.7 í 11 róðrum, Straumnes (1.) 48.4 í 11 róðrum, Dan (1. 47.8 í 9 róðrum. Súða- vík: Svanur (1.) 74.0 í 13 róðr- um, Freyja (1.) 40.3 í 10 róðrum, Trausti (1.) 35.5 í 10 róðrum. — Högni. - ÚR ÝMSUM Framhald af bls. 16 inga á hlutdeild þessa lands- hluta í ríkistekjunum. Einnig eru þar uppi kvartanir vegna greiðslna til fyrri opirvberra starfsmanna, sem nú eru bú- settir í austurhlutanum. Mikilvægari samt en þessi fjárthagserfiðleikar er vax- 1 andi ótti á meðal leiðtoga Austur-Nigeriu, að verið sé að ráðgera herferð gegn þeim í því skyni'að koma í veg fyr ir hvers konar klofningsað- gerðir af þeirra hálfu. Ótti þeirra beinist einkum gegn Norður-Nigeriumönnum, sem þeir bafa sakað um að hafa kleypt von erlendis frá þar á meðal orrustuþotur frá ítal- íu. íbúar Norður-Nigeriu ala á hinn bóginn sams konar grun semdir gagnvart íbúunum i austurhluta landsins. Vitað er, að 'hinir síðarnefndu eru einnig að. vígbúast, en það er aðeins gert, að því er þeir þeir halda ákveðið fram, í því skyni að koma í veg fyrir að þeir verði sigraðir svo auðveldlega, ef gripið yrði til hernaðaraðgerða gegn þeim. Vandinn er sá, að þegar tor tryggnin er orðin svo mikil, sem raun er á, þá trúir eng- inn ástæðum hins fyrir vax- andi vígbúnaði. Almennt á lit ið er sá möguleiki ekki fvrir hendi, að íbúar austurhlutans ráðist á nokkra aðra; vopna- búnaði þeirra er ætlað að vera til varnar. En ættu þeir að ráða yfir nógu miklum styrkleika til þess að tryggja eigið sjálfstæði, ef þeir myndu segja skilið við ríkisheildina eða verða neyddir til þess eftir 31. marz, án þess að láta fyrst fram fara -almenna at- kvæðagreiðslu varðandi sjálf- stæði, þar sem þeir, er byggju á landsvæði þeirra, en væru ekki af Ibokynþættinum, hefðu kosningarétt? Það er þessi spurning, sém er ástæð- an fyrir þeirri andúð að miklu leyti, sem beinist gegn vígbúnaði austuhhluta lands- ins. Hvaða rök liggja til grund- vallar ótta fbúa austurhlut- ans um, að íbúarnir úr öðr- um hlutum landsins kunni að ráðast á þá í því skyni að hindra þá í að kljúfa sig út úr ríkinu? Enginn vafi leikur á, að meirihluti herforingja og stjórnmálaforingja í Nigeriu eru andvígir öllum slíkum hernaðaraðgerðum. En þeir eru samt til, enda þótt þeir séu í minni hluta, sem opin- skátt mæla með því, að slík leið verði farin og það eru raddir þeirra, sem ýta undir grunsemdir íbúa austurhlut- ans. Allt vandamálið takmark- ast því við traust og Nigeriu- m-enn eru mjög tortryggnlr gagnvart hver öðrum. Á þjssu er samt ekki útilokað að ráða bót, þrátt fyrir trúar- og ætt- flokkaágreining. Þetta kom í ljós í janúar sl., þegar allir æðstu mennirnir í hernum kpmu saman á fund í Aburi í Ohana og komu sér fljótt saman um samkomulags- grundvöll, sem unnt væri að byggja gagnkvæmt traust á að nýju. Því miður er sá andi, sem ríkti í Aburi, horfinn og það, sem þar var samið um, ihefur ekki verið efnt. Klögumálin ganga á víxl, hver beri ábyrgð á því, að samkomulagið fór út um þúfur og það mun verða miklu^ erfiðara nú að komast að samkomulagi, ef forystumennirnir kæmu sam- an á annan fund. Þetta er ástæðan fyrir því, að það ástand, sem hefst um næstu mánaðamót, er þeim mun hættulegra en nokkuð annað. sem gerzt hefur áður, þegar alvarlega 'horfði. Enn er ekki of seint að koma í veg fyrir ógæfuna í því landi, sern eitt sinni virt- ist ætla að verða traustast hinna nýju ríkja Afríku. Það hefur áður gengið fram á brúnina en hörfað síðan aft- ur til baka. En það getur ekki gengið lengi, að landinu sé stjórnað á hmn háskalega hátt og nú er. Sá alvarlegi möguleiki er fyrir hendi, að Nigeria muni raunverulega klofna í lok þessa mánaðar. - AUÐSÆJAR Framhald af bls. IT votta? Áður en þú svarar þeirrl spurningu, lesari góður, vil ég biðja þig að lesa söguna at David Lang, sem hér fer á eftir“, Þannig byrjar 3. þáttur bókar- innar, sem er frásaga af atbtírði á þessa leið. í 9. þætti er hins- vegar sagt frá „fljúgandi diski“, sem settist um stund á hæð nokkra skógivaxna, og hrylli- lega þefillu skrimsli, sem virtist tilheyra þessu farartæki. Nú tek ég að vísu ekki í ábyrgð sann- leiksgildi þessara frásagna, en virðist þó að þær þurfi ekki endi lega að vera ósannar. Eins og margir munu hafa heyrt talað um, þá hefir það stundum borið við á miðilsfundum, að komið hafa fram svipir eða líkhaming- ar framliðinna manna, sem um stund hafa orðið jafn sýnilegir og áþreifanlegir og aðrir þar viðstaddir. Og hafi þetta raun- verulega átt sér stað, sem ég ef- ast heldur ekki um, þá þykir mér sem þessi tvö umræddu dæmi geti alveg eins verið hugs- anleg. Einungis er þar um að ræða tvær hliðar hins sama, lík- ömun og aflíkömun, og verður vitanlega að ætla, að einhver sérstök skilyrði hafa hlotið að liggja til hvors fjrrirbærisins fyr- ir sig. Til mannhvarfsins eða af- líkömunarinnar get ég hugsað mér að legið hafi eitthvert sér- stakt ástæði á einhverri ann- arri stjörnu, ef til vill sambands- tilraun svo aðdragandi og lífs- eðlislega ástæð David Lang, að 'hann hlaut að hverfa þangað hvort sem hann vildi eða ekki. En að framkomu „flugdisks- ins“ þykir mér hinsvegar likleg- ast, eins og ég hefi heyrt mann halda fram um slík fyrirbæri, að standi hinn mikli tækniáhugi jarðarbúa nú og þá ekki sízt varðandi flug og ferðalög um geiminn og mætti þá í framhaldi af því ætla, að skrímslið eða ófreskjan hafi verið einhvers- konar framleiðsla þess anda, sem svo mjög hefir orðið ríkj- andi þjóða á milli á þessari öld. Að lokum skal hér vikið að efni 32. þáttar, sorgarsögu um undrabarn, og get ég þó ekki látið ógert að minnast einnig á 42. þátt. Er þar talað um að maður nokkur, Andrew Crosse að nafni,, hafi um 1800 tekist að kveikja líf af liflausu efni, og hefði þar nú að vísu ekki verið um annað að ræða en það, se:n gerzt hefir ihér frá því að jörð- in var með öllu lífvana. Það þarf að sjálfsögðu ekki að draga það í efa, að lífið hefir hér vax- ið upp úr hinni líflausu náttúru, þó að ólíklegt sé, að þar hafi gerzt án sambanda við líf á enn öðrum stöðum. Ættá af þessu ekki að vera óhugsanlegt, að með réttum efnahamsetningi mætti búa svo í hagiifti fyrir tilgeislandi lífmagn, að fram komi hinir allra frumstæðustu lífsneistar. En hafi þarna hjá Crosses verið um að ræða á einihvern 'hátt þróaðar skordýra- tegundir, þá hlýtur einhverskon ar líkömun að hafa komið þar trl greina. En það sem ég eink- um vildi minnast á varðandi hið ógæfusama undrabarn, er sú eft irtektarverða hending, að þaS skyldi einmitt vera eftir að hafa flutt erindi um 4. víddina, að undrabarn þetta missti stjór i á sér. Þykir mér það gefa ástæðu til að ætla, að það hafi ekki ein- ungis verið hin ranga meðhöndí un föðursins á þessu undrabarni sínu, heldur einnig rangstefna sumra hinna ríkjandi vísinda, sem gerði sögu þess sorgarsögu. Hvað sem öllum stærðfræðibrell um líður og flóknum röksemd- um, þá hlýtur það að liggja ljóst og einfaldlega fyrir allri eðlilegri skynsemi, að 4. vídd getur ekki verið raunveruleg, og ihefir því hlátur og fliss hins 14 ára unglings verið fullkomlega eðlilegt í sambandi við hana. Þorsteinn Jónsson frá Vlfsstödum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.