Morgunblaðið - 09.03.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 9. MARZ 1967. Celtic og Dukla Standard Liege (sem lék v/ð Val) einnig í keppni bikarmeistara Viópur áhugamanna um ísknattl FIMM „stórleikir" í keppninni um Evrópubikarana voru leiknir ÞESSI skemmtilega mynd kom í ensku biaði þá er Queens Park Rangers vann sér réttinn til úr- slitaleiks í bikarkeppni ensku deildarliðanna á Wembley — en þann úrslitaleik vann QPR á dögunum. Myndin sýnir starfsmann ganga frá Wembley-leikvangin- um og hinir segja: — Hann gat ekki hugsað sér að gera völlinn í stand fyrir 3. deildar-lið. í gær, tveir í keppni meistara- liða og þrír í keppni um Evrópu- bikar bikarmeistara. Dukla Prag og Celtic tryggðu sér rétt til undanúrslita, en Inter Milan hafði áður gert það. Einum leik í 8 liða úrslitum er ólokið. I keppni bikarmeistara tryggðu austurriska liðið Rapid Vínar- borg, Slavia Sofía og Standard Liege sér sæti í undanúrslitum, en þar er einum leik lokið. Stand ard Liege mætti Val sem kunn- ugt er í undanrás keppninnar nú. Úrslit leikjanna í gær urðu: Evrópukeppni meistaraliða Dukla Prag — Ajax 2-1. (í fyrri leik varð jafntefli, 1-1). Celtic — Vojvodina 2-0. (Voj- vodina vann fyrri leikinn með 1-0). Evrópukeppni bikarmeistara Slavia Sofia — Servette (Sviss) 3-0. (í fyrri leik vann Servette 1-0). Standard Liege — Vasas Györ 2-0. (Vasas vann fyrri leikinn 2-1). Bayern Miinchen — Rapid 0-0. (Rapid vann fyrri leikinn 1-0). Badmintonmót í Donmörku í DANMÖRKU stendur nú yfir mikið alþjóðlegt badmintonmót sem er einskonar lokaprufu fyr- ir hið fræga opna enska meist- aramót. Tveir þeir sigurstrang- SKAFTAÍÞRÓTTIN á vinsæld- um að fagna í Reykjavík en enn verða höfuðstaðarbúar að treysta á móðir náttúru varðandi mögu- leika á skautasvelli. Hvenær sem Tjörnina leggur — og annars staðar þar sem skautafæri býðzt, legustu í karlaflokki, Malayinn Tan Aik Huang og Daninn Er- land Kops komust létt og auð- veldlega í undanúrslit. Vann Malayinn Elo Hansen með 15-7 og 15-4. Erland Kops vann Sví- ann Joihansen 15-9 og 16-0. Ann- ar Dani kornst í undanúrslitin. Það var Svend Andersen. And- ersen og Kops hafa báðir heim- sótt ísl. badmintonmenn og haldið sýningu hér. jafnvel á fáförnum götum, eru krakkar á skautum. Hinir full- orðnu sæta og margir lagi á skautaferð á Tjörnina, þó miklu færri stundi þá íþrótt en fyrir nokkrum áratugum er hún var i hávegum höfð. Og nú hefur isknattleikuri.m hafið innreið sína. Kominn er upp flokkur ísknattleiksunnenda í Reykjavík og hefuir hafið keppni við miklu reyndari félaga sína á Akureyri. í fyrsta sinn er nú kominn ísknattleiksvöllur á Tjörninni, með tilheyrandi hliðar borðum, mörkum og af réttri stærð. Allmikill áhugi virðist vera um þessa íþrótt, þó hún sé erfið. Unglingar á ýmsum aldri í fylgd með eldri skafa svellið og stunda svo sínar æfingar og sinn leilc. Myndin var tekin nú einn dag- inn er unglingarnir voru með sköfur sínar. 1. deild í kvöld f KVÖLD verða leiknir tveir leikir í 1. deild handknattleiks- ins. Leika fyrst Valur og Víking ur og síðan FR og Haukar. Báðir leikirnir eru líklegir til að verða skemmtilegir og spennandi. Þjálfunarmál landsliðsins lortum o+VuicfQeAntrlimi r\rt en Svar við grein Hreiðars heimska um körfuknattleikslandsliðið HREIÐAR nokkur heimski rennir sér fótskriðu fram á ritvöllinn með greinarkorni um þjálfun og leikaðferð ís- lenzka landsliðsins í körfu- knattleik, í dagblaðinu Vísi sl. þriðjudag. Er Hreiðari mik ið niðri fyrir og fer geyst á köflum, stundum of geyst og hnýtur hann á stað og stað um staðreyndir í máli því er harin ræðir. Hreiðar leggur vel búinn í þessa ritferð sína og hefur sveipað sig skikkju réttlætis og kærleika og úr augum hans gneista drenglund og víðsýni. Huliðs hjálm hefur hann á höfði, svo að uppruni skriffina þessa er ókunnur með öllu. Hann fer mjög á kostum í grein- arkorni sem, með örlitlum frávikum eins og fyrr getur, og býður að lokum af rausn sinni, hverjum sem er að svara sér og veita meira ljósi á formyrkvað ástand lands- liðsmála okkar. Samsetningur þessi er hér birtist, er einmitt gerður til þess að ræða ofurlítið við Hreiðar heimska og vil ég byrja á því að gera örlitlar athugasemdir við grein hans, áður en ég reyni að svara honum málefnalega; Hreiðar segii í grein sinni að XR-liðið iiafi 50 landsleiki að baki, en rétt er að það hefur leikið samtals 46 leiki. Það skakkar ekki miklu, en rétt er rétt, og vera má að þetta sé ekki e.na ónákvæmn in í málflutningi Hreiðars. Hreiðar segir orðrétt á ein um stað í grein sinni: „..enda hafa undanfarin fimm ár 5-6 KR-ingar myndað landsliðið ásamt 2-3 úr hvn-ju hinna félaganna. .“. Þetta er því miður ekki alls kostar rétt, eins og sést á eftirfarandi upp talningu. Árið 1961 var eng- inn KR-ingur í landsliði, sömuleiðis enginn fyrir rúm- um fjórum árum, í október 1962; á Polar Cup árið 1964, léku fjórir KR-ingar; gegn Skotum 1966 þrír; gegn Pól- verjum síma ár fjórir, og síð ast á Polar Cup 1966 fjórir. Þetta eru þessir 5-6 KR-ingar hans Hreiðars. Látum nóg komið af tölu- legum athugasemdum og snú um okkur að kjarna málsins. Hreiðar heldur því fram að landslið okkar hafi á undan- förnum árum þjálfað leik sinn og leikaðferð, sam- kvæmt einhverju sem hann kallar ÍR aðferð. Ég geri mér ekki nákvæmlega grein fyrir hvað Hreiðar á við, en geri ráð fyrir að þarna eigi hann við þá leikaðferð eða „kerfi“ sem notað er hverju sinni. Ef svo er vil ég benda honum á að leikaðferð sú sem und- anfarin ár hefur verið notuð af íslenzka landsliðinu með mjög góðum árangri hefur aldrei verið æfð eða henni beitt af félagsliði ÍR. Það er hins vegar nokkur kaldhæðni í því að KR-liðið notaði ein- mitt þessa sömu leikaðferð í hinum vel heppnuðu leikjum liðsins gegn ítalska liðinu Zimmenthal í Evrópubikar- keppninni sl. haust. Hvaða kerfi er þá notað hjá lands- liðinu ÍR eða KR kerfið? Mér þætti vænt um ef Hreiðar vildi svara þessu. Ég vil einnig benda á það að það getur talist mjög eðli- 'legt að landslið okkar hafi þannig uppbyggða leikaðferð að hún sé ekki bein uppsuða úr þeim kerfum sem félögin beita sjálf, af því hætt er við að nokkrir leikmenn í hverju liði, myndu kynnast leikað- ferð eins félagsins svo vel að því yrði það til óhagræðis í innbyrðis leikjum félaganna. Eða eru KR-ingar kannski til búnir til þess að eftirláta landsliðsþjálfaranum öll sín taktisku leyndarmál? Hreiðar hvað heldur þú? Það má skilja það á tónin- um í grein Hreiðars að skrif hans séu til þess ætluð að fá lagfærðar einhverjar mis- fellur í þjálfun landsliðsins, og fá saman eina heild úr þessum 5-6 KR-ingum og 2-3 úr hinum félögunum, eins og hann kallar það; mig minnir reyndar að það hafi leikið 5 KR-ingar og 4 ÍR-ingar í Reykjavíkurúrvali fyrir nokkrum dögum, en hvað um það. Ef þessi hugsjón hans er einlæg og hrein þá hefði verið mun hreinlegra að taka okkar ágæta landsliðsþjálfara Helga Jóhannsson, tali og ræða þessi mál persónulega við hann heldur en að fara að gera þessi mál að opin- berri blaðaþrætu rétt mánuði fyrir þýðingarmikil átök. Að- ferð Hreiðars er frekar til þess fallin að skapa úlfúð og flokkadrætti, en samiing og flokkadrætti, en einingu. Það hefur verið eitt af að- alsmerkjum körfuknattleiks- landsliðs okkar, að þar hefur alltaf ríkt samhugur og ein- ing, svo orð hefur farið af. Þetta vita allir sem nálægt körfuknattleik koma, Þessi KR-sinnaði körfu- knattleiksunnandi, sem hefur allgóða þekkingu á málefn- um körfuknttleiksins ef marka má aðra og þriðju málsgreinar í skrifum hans, sem ég hirði ekki um að end urprenta hér, virðisf samt hafa fengið þá flugu í höfuð- ið að þarna þyrfti einhverju við að bæta. Hann minnist líka á það í grein sinni að „ . .völdin (hefur) tekið nýtt lið, KR . . .“, hvaða völd er hann að tala um, vill hann meina að það félag sem flesta menn á í landsliði hverju sinni, sé einhver herraþjóð innan liðsins, sem eigi þar öllu að ráða og aðrir að laga sig eftir þeim. Hvaða hvatir liggja á bak við svona skrif eins og þau er Hreiðar ritar, það þætti mér gaman að vita. Mér þykir rétt að láta koma fram í þessari grein að fyrir u.þ.b. hálfum mánuði átti ég tal við einn af sterk- ustu leikmönnum KR-inga í dag og voru orð hans sláandi lík því sem ég síðan las á þriðjudaginn var, í grein Hreiðars heimska. Skora ég á mann þann er ritar undir nafninu Hreiðar heimski, að koma fram undir réttu nafni og gera nánari grein fyrir meiningum sinum. læt ég þá lokið þessu spjalli að sir.ni og vonast tii þess að Hreiðar heimski sýni sitt rétta andiit og hætti að ræða viðkvæm mál undir dulnefni. Einar Matthíaason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.