Morgunblaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1967. 21 — U Thant Framhald af bls. 1 nefndariimar með Víetnaim, Kan- ada. Indlands og Höllands. -— Beinar viðraeður Bandaríkjanna og N-Víetnam, meðlim öryggis- nefndarinnar og tveggja for- manna Genfarráðstefnunnar. U Thant sagði, að síðustu til- lögur sínar væru fyrri tillögur sínar endurskoðaðar með tilliti til núverandi ástands í Ví-etnam. Fyrri tillögur U Thants voru í þremur liðum: Stöðvun loftárása á N-Víetnam; báðir hemaðarað- ilar drægju úr hernaðaraðgerð- um sínum og Víet Cong fengi hlutdeild í friðarsamninguruum. Hann sagði, að hann væri þess enn fullviss, að stöðvun loftár- ásanna á N-Víetnam væri höfuð- skllyrði fyrir friðarumræðum. Hann endiurtók fyrri spádóma þess efnis að styrjaldaraðilar gengju að samningaborðinu inn- an fárra vikna er loftárásimar á N-Víetnam hefðu verið stöðvað- ar. Fyrr í dag bárust þær fregnir frá Hue í S-Víetnam, að Ky for- I sætisráðherra hefði boðið Hanoi- stjórninni að semja við hana milliliðalaust um vopnahlé. Skyldu þessar viðræður verða undirbúningur að víðtækum al- þjóðlegum friðarsamningum. — Saigon-stjómin sendi Hanoi þetta tilboð fyrr í mánuðinum, en enn hefur ekkert svar borizt frá HanoL í Hvíta húsinu hefur blaðafulltrúi Johnsons forseta sagt, að Bandaríkj astjórn styddi þessa viðleitni S-Víetnam. í svari Bandaríkjastjórnar við tillögu U Thants sagði: „Bandaríkjastjóm samþykkir þriggja-liða tillögu aðalritara SÞ. Bandaríkin álíta, að það væri æskilegt og mundi stuðla að al- varlegum samningaviðræðum, ef unnt væri að semja um árangurs- ríkt vopnahlé styrjaldaraðila, eins og fyrsti liður tillögunnar gerir ráð fyrir. Það mundi þess vegna skipta meginmálL ef unnt væri að hefja beinar viðræður um smáatriði slíks almenns vopnahlés með til- styrk aðalritarans, formanns Genfar-ráðstefnunnar eða á ann- an hátt. eftir því sem um mundi semjast. Bandaríkin eru reiðubúin, að taka þátt í slíkum viðræðum þeg ar í stað og í fyllstu ein- drægni.** í svari Bandartkjastjórnar sagði og, að búist væri við, að stjórn S-Víetnam mundi eiga hlutdeild að öllum atriðum við- ræðnanna meðan þær stæðu yfir. Síðustu fregnir herma, að ut- anríkisráðherra Bretlands, George Brown, hafi sagt, að lik æstjórn Stóra-Bretlands væri fylgjandi tillögum U Thants varðandi Vietnam. Brown se:vdi U Thant svar sitt 17. marz og sagði þá m.a., að hann mundi ráðfæra sig við Andrej Gromy- ko, utanríkisráðlherra Sövétríkj- anna. Brezki sendiherrann í Moskvu tilkynnti Sovétstjóm- inni daginn eftir, að Brown væri reiðubúinn til að vinna með Gromyko á hvern þann háitt, 3em kynni að geta leitt til þess að tillögur U Thants næðu fram að ganga. Varðskipið Óðinn aðstoðar Stapafell út úr höfninni í Stykkis- IhólmL (Ljósm. Mbl. A. Hansen. — Stykkishólmui Framh. af bls. 32 þangað var fiskurinn sóttur á bifreiðum. Vegurinn milli Grundarfjarð- ar og Stykkighólms hefur verið mokaður, og komst mjólkurbill- inn með eðlilegum hætti til Stykkishólms í morgun. Gagn- fraeðaskólinn hér gaf sem aðrir skólar páskafrí og notuðu flest ir heimavistarneimendur sér það og fóru heim til sín. Má búast við að erfitt verði fyrir marga að komast til baka. — FréttaritarL — Björgimaibdtur Framh. af bls. 32 verið vegna þess að bátnum hefði hvoift. Þeir væru gulir, að ofan en svartir að neðan. M.s. Bakkafoss var meðal fyrstu skipa sem heyrðu neyðar kallið. Þeir áttu þá í miklum vanda sjálfir þvi að stýrisvélin var biluð og þá rak fyrir veðri og vindum. Morgunblaðið hafði í gær sam band við Ásgeir Sigurðsson, skipstjóra, voru þeir þá búnir að gera við sýrisvélina og á leið tU. Hafnarfjarðar. — Við opnuðum talstöðiha til að senda veðurskeytL og heyrð- um þá neyðarkallið og staðar- ákvörðun. Strax á eftir byrjuðú skip að tilkynna fjarlægð frá staðnum og kom i ljós að við vorum langnæstir. Þegar viðgerð á stýrisvélinni lauk tilkynntum við Þórshöfn að við færum á staðinn, en við áttum samt sem áður mjög erfitt að hemja skipið vegna þilfarsfarmsins sem er þungar vinnuvélar til Álverk- smiðjunnar. Við fréttum svo að önnur skip væru komin nær og Þing asískra og afrískra rit- höfunda logar í sundurþykki Beirut, 26. marz, AP. RÁÐSTEFNA 112 rithöfunda frá 38 Asiu- og Afríkuríkj- um, sem haldin er í Beirut þessa dagana, logar í sundur- lyndi og pólitískum mótmæl um og hefur bókmenntunum verið gefinn lítill gaumur þar fram að þessu. Rithöfunda- samband Rauða Kina lýsti þvi yfir fyrir ráðstefnuna, að það mundi enga fulltrúa senda á hana sökum þess að Sovétríkin, sem eiga á henni 5 fultrúa, hefðu Iykilaðstöðu á þessu þingi. Þrir fulltrúar Líbanon íhuga að ganga af ráðstefnunni sökum pólitiskra deilna á henni og skipulags- leysis. Þá ákærir rithöfunda- samand Indónesíu Sovétrikin og Rauða Kina fyrir að hafa þvingað ráðstefnuna til að bjóða ekki fulltrúum frá Indó nesíu. Loks hafa fulltrúar frá Afríkuríkinu Senegal kvartað nndan því, að rithöfundar frá Afríku hafi ekki verið kynnt ir fyrir forsætisráðherra Líba non, Rashid Karami, með hin um rithöfundunum, og ekki hafi verið haft samráð við þá um dagskrá ráðstefnunnar. Við opnun ráðstefnunnar mættu þrír kínverskir frétta menn og tóku þeir sér stöðu aftast i fundarsalnum og virtu fyrir sér þingheim I sjón aukum. Dagblaðið Le Jour segir, að þessir þrír Kínverj- ar hafi verið dimpómatar frá sendiráðinu i Damaskus, sem hefðu hsdt fréttamennskuna að yfirskini. Eins og fyrr seg ir hefur Rauða Kina átalið Sovétríkin fyrir að hafa lykil aðstöðu á ráðstefnunni og segja, að hana hafi átt að haida í Peking. Formaður ráðstefnunnar er Kamal Jumlatt, sósíalisti og milljónamæringur, og réðst hann á yfirráð „heimsvalda- afla“ yfir kjarnorkuvopnum og ræddi einnig stríðið í Viet nam og frelsishreyfingarnar 1 Afriku og Asíu. Flestir þeirra 14 höfunda, sem síðar tóku til máls og ræddu ýmis vanda mál, sem ofarlega eru á baugi í stjórnmálunum, allt frá Viet namstríðinu til Angóla og Ródesíu. Þvi var það að ara- íski fulltrúinn frá Bahreim virtist utangátta, þegar hann ræddi um tengslin milli stærð fræði og skáldskapar. Rithöfundur frá Saudi-Ara biu rést í ræðu sinni á Feis- al konung og sagði að olíu- veldið eyddi ógrynni fjár á hverju ári í „prik til að berja fólkið með“. Stjarna ráðstefnunrvar, sov ézka skáldið Jevtusjenko, fór ekki í ræðustól og segir Le Jour, að hann hafi þjáðst af eftirköstum kampavínskvöld- verðar. Formaður sambands indó- nesískra rithöfunda, Gajui Siagian, hefur krafizt skýr- inga frá rithöfundasamtökun- um í Beirut á því hvers vegna indónesískum rithöfundum var ekki boðið að aenda full trúa á þingið. Hann sagði, að margir góðir andkommúnísk- ir rithöfundar i Indónesíu væru sniðgengnar af samtök- um rithöfunda i Asíu og Afr- iku. Ráðstefnunni var fyrirhug- að að ræða málefni sem þessi: Áhrif frelsishreyfinga i asísk um og afrískum bókmennt- um og áhrif heimsvaldastefn- unnar í bókmenntum. Rithöfundasamtök Rauða Kína hafa gefið út yfirlýs- ingu þar sem segir að ráð- stefnan í Beirut hafi það að markmiði, að kljúfa hreyf- ingu rithöfunda í Afríku og Asíu. Segir i yfirlýsingunnL að rithöfundaráðstefnan, sem haldin verður I Peking á þessu ári muni verða „bylt- ingarkennd hemaðarráð- stefna aameiningar og sig- urs“. beittum þá upp i vindinn t# að verja skipið. Fyrstu staðar- ákvörðun frá færeyska skipirvu skakkaði um 10 sjómílur, en þa® mun vera vegna þess að eitt- hvað skolaðist til hjá þeim I Þórshöfn. Þetta var svo leiðrétt og staðarákvöxðun þeirra reynd- ist alveg rétt. Þeir skutu líka upp neyðarrakettum þegar skip voru komin í námunda við þá. Við komumst næst þeim um tuttugu mílur og ég sá einhvem bjarma á himninum sem ég taldi að væri neyðarblys, en skyggni var mjög slæmt svo að þetta gat alveg eins verið eitt- hvað annað. Þegar svo skip voru komin á vettvang snerum við heim á leið. Sif, flugvél Land- helgisgæslunnar tók þátt í leit- inni í gær. Fór hún af stað um truleytið í gærmorgun, og kom aftur um níuieytið í gærkvöldL Morgunblaðið hafði tal af Gunn- ari Ólafssyni skipherra sem sagði: — Við fenguim ákveðið svæði til að leita á og flugum um það fram og aftur i u*» þúsund feta hæð. Leitarskilyrði voru allsæmileg, en við sáum engin merki um bátinn. Danska herskipið Vædderen kom að Nolsoyer PáM á mánu- dag og byrjaði að dæla olhi út- byrðis til að lægja öldurnar. Færeyska skipið var enn úti i gærkvöldl þegar Morgun/blaðið tfór i prentun en var þá ekkl talið i neinná hættu. Ekki er Snjósleði skát- anna heíur komið sér vel Siglufirði, 26. marz. HJÁLPABSVEIT skáta hér hef- ur fest kaup á snjósleða, sem knúinn er með loftkæld'im mótor. Tekur sleðinn 2 menn og getur einnig dregið sjúkrakör^u. Sleðinn kostar 62 þúsund krón ur og réðust skátarnir I kaup- inn þrátt fyrir þröngan fjárhag. Áttu þeir aðeins 20 þúsund kr. í sjóði, afganginn fengu þeir lán aðan. Skátarnir hafa þegar flutt þrjá sjúklinga á sleðanum og kom það sér vel, því engu öðiru far- artæki var fært hér um göturn- ar. M.a. fluttu þeir aðfaranótt 2. páskadags sængurkonu i sjúkra'hús. Einnig hafa skátarnir veitt ómetanlega að&toð á skáðamót- inu með sleöa sínum. Skátarnir eru nú að hefla fffcr söfnun til að greiða skuld í sleðanum. — S.K. — Stjómaibylting Framhald af bls. 1 þveiti í þessari fyrrverandi nf- lendu Breta. ' Juxon-Smitb dvaldi í Bretlandl Við nám fyrir æðri herforingja, er hann fékk tilmæK um að snúa heim. Hann flaug með sömu flug- Vél heimleiðis og Ambroaa Genda otfursti, en hinn siðar- Uefndi hafði i fyrstu verið kjðr- inn formaður umbótaráðsins og fyrst þegar flugvélin milHlenti S Lissafbon á leið sinni tfl Fre« fTown, varð það kunnugt, að Genda hafði verið sviptur for- knannsstöðunni og Juxon-Smith Valinn i hans stað. Sierra Leone var áður brezli nýlenda og eru fbúar landsin* inú 2,2 millj. en landið er ura 72.500 ferkm að stærð. Bretar lögðu grundvöUinn að Ihöfuðborg landsins, Free Town 11787 og var hún ætluð fyrrver- andi þrælum, sem gefið hafðl Verið frelsi og á nafn borgarinn- ar rót sína að rekja til þessa. Nú þegar herráð hefur tekið ivöldin i Sierra Leone, ráða her- Iforingjar rikjum i táu af alls 3® rikjum Afrfku, o ger fbúafjölcH þeirra um 99 millj. Um þriðji hhiti fbúanna í Afríku sæta þvt stjórn herforingja sem æðstn leiðtoga sinna. Þessi tíu riki ná yfir afar stórt landflæmi eða rúmlega milljón ferfem og er það Hitlu minna en 1/4 hluti heims- álfunnar, sem er um 30,3 milLL Iferkm að flatarmáli. UM kl. 22.30 si. laugardagskvðld voru tveir menn staðnir a8 þri a8 stela hjólbörðum undau mannlausum bíl í sandgryfjuna við Fifuhvammsveg í Kópavogi. Eigandi bílsins og kunningjar hant urðu varir við þjúfana, gripu þá og héldu þar til lögregl an kom á staðinn og tók þá 1 sína vörzlu. UM nónbilið var logn að kalla á Vestfjörðum og Breiðafirði, en sunnan lands og austan var N-kaldi eða stinnings- kaldi. Á svaðinu frá Eyja- firði austur að Gerpi gekk á með éljum, en sunnan og vestan lands var nærri heið- skírt. Frost var 3—8 stig á láglendi, 13 stig á Hveravöll- um. Notið síðustu tvo daga rýmingarsölunnar Vefnaðarvörur, gluggatjaldaefni, pelsar, úlpur, jakkar, töskur, smávörur. Mjög mikil verðlækkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.