Morgunblaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 2
2 imJKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1967. Ibúöarhús brann fil kaldra kola að Krossi á Skar^ssirönd BúSardal, 28. marz. Á ANNAN páskadag brann íbúð arhúsið á Krossi á Skarðsströnd til kaldra kola á tæpum klukku- tíma. Þar búa hjónin Ólöí og Forsetinn til lækninga í Kaupmannah. FORSETI íslands, hr. Ásgeir Ás- geirsson, fór í gær til Kaup- mannahafnar með flugvél Flug- félags fslands. Forsetinn hefur undanfarið kennt lasleika og mun hann leggjast í sjúkiahús í Kaup- mannahöfn til læknisaðgerðar. Gerir forsetinn ráð fyrir að dveljast ytra um mánaðartíma. í frétt frá norsku fréttastof- unni NTB segir, að forsetinn muni fara í Bispebjerg-sjúkra- búsið, þar sem dr. med. Jens Ohr. Ohristoffersen, skurðyfir- læknir, muni rannsaka hann. Að sögn NTB vill íslenzka sendiráðið í Kaupmannahöfn ekki veita upplýsingar um sjúk- dóm forsetans. Barnalist í ný- byggiiigu M.R. EINS og skýrt hefur verið frá í blaðinu opnaði Listafélag Menntaskólans í Reykjavík sýn- ingu á úrvalsteikningum barna 123. marz sl. í nýbyggingu M.R. Á sýningu þessari eru um 100 teikningar barna á aldrinum 6-14 ára úr fjórum skólum borgarinn- ar, og auk þess nokkrar leir- styttur gerðar af börnum. Sýningunni lýkur 31. marz, en sýningartími er frá kl. 3—10 e.h. Aðgangur er 10 kr. fyrir börn og 25 kr. fyrir fullorðna. Listafélag M.R. hefur valið sýningunni heitið Barnalist, en Arthúr ólafsson listamaður hef- ur valið myndirnar, sem þarna eru sýndar. Þetta er önnur myndlistarsýning Listafélagsins á þessu skólaári. Spilakvöld Sjálf stæðismanna í Hafnarfirði SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélag- anna í ílafnarfirði verður í kvöld, miðvikudag, kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Spiluð verður félagsvist Kaffiverðlaun vevða og góð kvöldverðlaun veitt. Sjálfstæðisfólk ei hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesrL Ágúst Breiðdal með fjögur börn. Fjölskyldan missti þarna hús sitt og alla innanstokksmunL Eldsupptök eru ókunn . Fólk frá næstu bæjum kom að Krossi til hjálpar, þegar elds ins, varð vart, en eldurinn magn aðist svo skjótt að ekki varð við neitt ráðið. Heimilisfólkið sat í stofu eftir hádegismatinn, þegar eldurinn kom upp en því vannst ekki tími til að bjarga neinu. íbúðarhúsið var miúrhúðað timburhús. Stórhríð hefur verið hér í fjóra sólarhringa og varla verið hægt að fara út úr húsL Frost hefur verið 9—10 stig. — FréttaritarL '■■■'..........' ' ' •■■■ •:■'................................................................................................... ....................................................................................................................■ . ................................................... . . . -<& Gíf uriegur snjór í bæj- um norðan og austan GÍFURLEGUR snjór er nú víða í bæjum norðanlands og austan, og eru risaháir skaflar þar á götum. Myndirnar hér á síðunni eru frá Siglufirði og Ólafsfirði. Steingrímur Kristinsson, frétta- ritari Mbl. á Siglufirði segir m.a. í fréttaskeyti til blaðsins, að Siglfirðingum bregði alla jafna ekki þótt mikið snjói, en nú séu margir Siglfirðingar, sem segjast ekki muna annan eins snjó og kyngt hefur niður síðustu daga. Hann segir ennfremur að ekki öé svo tiltökulega mikill snjór niðri í bænum, en strax og komi ■upp í Brekkurnar sé þar mun meiri snjór en í fyrravetur, og sumstaðar þurfi fólk að klifra yfir 5 m til að komast heim til •sín eða frá. Tvær minni mynd- irnar á síðunni eru frá Siglu- firði, en þær hefur Steingrímur ttekið, en stærst myndin er frá Ólafsfirði. Að sögn fréttaritar- ans þar eru nú mun meiri snjór þar, en þegar hann var mestur á fyrravetur, enda var yfir pásk- .anna eitthvert harðasta veður, sem gert hefur þennan vetur. Sömu sögu hafa margir í öðr- um þorpum norðanlands og austan að segja. T. d. skortir lítið upp á að skaflar nái. upp í raf- magnsstrengi háspennulínunnar ivið Húsavík, og á Raufarhöfn hefur verið þreifandi bylur frá Iþví á skírdag, og telja kunnugir þar, að ekki hafi komið svo mikill snjór í kauptúnið síðan 1918. Á Vopnafirði komst enginn út fyrir dyr í gær vegna hríðarveðurs, og að sögn frétta- iritarans, má heita að lægstu ábúðarhúsin séu á kafi í sköflum. Oræfafarar í grjótfoki og vegleysum um páskana STÓR hópur fólks, sem fór í Öræfaferð um páskana lenti í talsv rðum erfiðleikum, m. a. ofsaroki og sandfoki á páskadag. Vegna snjóþyngsla á Mýrdals- sandi komust ferðalangarnir ekki til Reykjavíkur fyrr en sl. nótt, rúmum sólarhring á eftir áætlun. Morgunblaðið hafði í gær- kvöldi samband við Guðmund Jónasson, en hann .var þá stadd- ur í Vík í Mýrdal á leið suður. Sagðist honum svo frá Öræfa- ferðinni. — Um 160—170 manns fór með mér og Úlfari Jocobsen í Öræfaferð um páskana. Vorum við í 8 bílum. Ferðin gekk ágæt- lega má segja fyrstu dagana, á skírdag var farið að Kirkjubæj- arklaustri, en á föstudaginn langa að Hofi. — Á páskadag var ofsarok og þegar við vorum staddir rétt Ungur Þjóðverji slasað- ist mikið í Örœfaferð Fluttur til Reykjavíkur í sjúkraflugvél UNGUR Þjóðverji, sem þátt tók í Öræfaleiðangri Guðmundar Jónssonar og Úlfars Jacobsen, slasaðist alvarleg í ofviðrinu, sem geisaði í Öræfunum. Er ekki vitað með hvaða hætti slysið bar að höndum, en sjúkraflug- vél varð að fá íil að flytja mann- inn til Reykjavíkur. Var maður- inn meðvitundarlaus, er blaðið hafði síðast hans í gær. á Þjóðverjinn fregnir af líðan hafði farið einn. síns liðs út að ganga á páska- dagsmorgun, og nokkru eftir há- degið fundu nokkrir menn hann, þar sem hann lá í skjóli við stein. Var hann þá meðvitund- arlaus, og mjög kaldur, en hann hafði bundið sig við steininn til þess að fjúka ekki í veðurofs- anum. Maðurinn var fluttur heim að Skaptafelli, þar sem reynt var að hlúa að honum eins og kostur var. Maðurinn var talsvert kalinn og illa á sig kominn, og varð það fljótt ljóst að koma yrði honum í sjúkrahús. Símasam- bandslaust var við Öræfin, en leiðangursmönnum tókst að ná sambandi við Björn Pálsson í gegnum talstöð og fá sjúkraflug- vél hans. Flaug hann þegar austur ásamt dr. Friðriki Ein- arssyni lækni, og lentu þeir á Fagurhólsmýri við mjög erfið skilyrði. Voru þeir komnir aftur til Reykjavíkur með sjúklinginn seint um kvöldið, og var hann austan við Sandfell var það orðið svo mikið, að stórir steinar fuku til og frá. Lentu surnir á rúðum bílanna og brutu þær. í einum .bílnum brotnuðu t. d. 5 rúður. Grjót fór í gegnum framrúðu á Rússajeppa og út um aftur- rúðuna. Enginn varð þó fyrir meiðslum. En rúðutjónið er mikið. — Rokið var svo mikið að það sá undir hjólbarða bílanna og urðum við að bera grjót í tvo iþeirra til að halda þeim niðri. lUm 14—-15 vindstig hafa verið í isnörpustu hviðunum. Ég hef aldrei lent í öðru eins roki fyrr. — Sumir bílarnir, sem á undan okkur voru, sluppu í var við Svínafell, en við urðum að snúa við að Hofi aftur. Það var ekki nokkur leið að halda áfram ivegna veðurofsans. — Á annan páskadag lentum við í talsverðum erfiðleikum. Það hafa um 25 bilar haft sam- flot yfir Skeiðarársand. Það gekk sæmilega yfir Skeiðará, en i Gígjukvísl var hálfs annars metra vatn á vaðinu. Þar var ekki hægt að koma bílunum yfir. En svo vel vildi til, að við kom- umst yfir ís nokkru fyrir ofan vaðið. — Yfir Blautukvísl, Súlu og lítið eitt af Núpsvötnum var farið á ís. En yfir megin hlutann af Núpsvötnum var mjög erfitt að komast yfir. Draga þurfti bíl- ana þar yfir og tók það langan itíma og kostaði mikið erfiðL Framh. á bls. 23 Langferðabíll fauk á hliðina NÝJASTA áætlunarbifreið Norð- urleiðar hf. fauk út af veginum í Kollafirði í fyrradag, og lenti á hliðinni. Var bifreiðin að fara á móts við áætlunarbifreið úr Borgarnesi, og var þrennt í henni. Geysilegt hvassviðri var á þessum slóðum. Mbl. átti í gær stutt samtal við bifreiðastjórann, Birgir Ásgeirsson, og spurði hann nánar um þetta atvik. þegar fluttur í Landakotsspítala. | — Ég var að koma upp úr Kleifunum í Kollafirði, sagði hann, og á leið vestur. Veðrið var þá orðið svo ofsalegt að ég ákvað að snúa við á melunurn ofan þeirra. Var ég rétt snúinn við, þegar bíllinn hreinlega lyft- ist frá jörðu og lagðist á hlið- ina. Ekkert okkar þriggja I bílnum sakaði, og mjög litlar skemmdir urðu á bílnum. Var farið í morgun og náð í hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.