Morgunblaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1967. Akraborgin siglir fánum prýdd í höfn í BorgarnesL I hunurað ára afmæli verziunar í Borgarnesi BORGARNES skartaði sínu feg- ursta þegar haldið var upþ á hundrað ára afrnæli verzlunar þar hinn 22. marz síðastliðinn. Akraborgin sigldi hátíðafánum prýdd inn á höfnina með fjölda gesta sem ætluðu að taka þátt í tveggja daga hátíðahöldum og einnig um borð var hár hlaði af blómakörfum, frá ýmsum vel- unnurum. Nýfallinn snjór lá yfir þorpinu, fánar blök'tu hvarvetna og verzlanagluggar voru fagur- lega skreyttir. Prúðbúnir borg- nesingar, ungit og gamlir, þyrpt- ust að hinum glæsilega barna- skóla þar sem haldinn var há- tíðafundur hreppsnefndar. Fyrst- ur tók til máls Þórður Pálmason oddviti, sem setti 872. hrepps- nefndarfundinn og bauð öllum borgnesingum gleðilega afmælis- hátíð. Hann sagði svo m.a. : - „Fyrsti fundur hreppsnefndar Borgarneshrepps var haldinn 28. maí 1913 og það eru því fimmtíu og fjögur ár nú á komandi vori síðan Borgarnes varð sjálfstætt sveitarfélag. Það er þó ekki í til- efni þess afmælis sem við erum hér saman komin heldur vegna þess að 22. marz árið 1867 gaf þáverandi konungur Danmerkur út tilskipun þar sem hann mælti svo fyrir að Borgarnes við Brák- arsund skyldi vera löggiltur verzlunarstaður. Svo varð og hefur síðan verið. En til þess að gera þennan atburð og þennan fund minnisstæðan í hugum Borgnesinga nú og í framtíðinni höfum við, þrír hreppsnefndar- menn, lagt fyrir tillögu sem er eina málið sem verður til af- greiðslu á þessum fundi. Tillögu sem við vonum að verði sam- þykkt og til verulegrar blessun- ar fyrir Borgnesinga, unga og gamla í nútíð og framtíð. Tillag- an er svohljóðandi: í tilefni af hundrað ára verzlunarafmæli Borgarness samþykkir hrepps- nefndin að stofna sjóð sem heita skal Menningarsjóður Borgar- ness. Hreppsnefndin leggur ár- lega krónur eitt hundrað þúsund í sjóðinn næstu tíu ár, þannig að árið 1977 verður sjóðurinn ein milljón króna, auk vaxta og annarra tekna sem honum kunna að áskotnast. hlutverk sjóðsins er í fyrsta lagi að styrkja efnilegt náimsfólk frá Borgarnesi til framhaldsnáms, innan lands eða utan, í hugvís- indum eða raunvísindum. í öðru lagi að búa dvalarheimili fyrir aldrað fólk hér í Borgarnesi, svo úr garði að það uni dvöl sinni þar sem bezt. I þriðja lagi að stuðla að kaupum á listaverkum þegar safnhús verður reist hér í bæ. Fé verður ekki veitt úr þessum sjóði fyrr en hann er orðinn krónur fimm hundruð þúsund. Hreppsnefndin setur sjóðnum reglugjörð og fær hana staðfesta. Þessi tillaga var sam- þykkt samhljóða og síðan tók til máls Halldór E. Sigurðsson, sveitastjóri og sagði m.a.: — Fyrir nokkrum árum sýndi einn Borgfirðingur mér þá miklu vinsemd að afhenda mér til eign- ar tilskipun þá sem út var gefin hinn 22. marz 1867 um löggild- ingu verzlunarstaðar fyrir Borg- arnes. Tilskipun þessi er svo- hljóðandi: „Vér Kristján hinn ní- undi, af guðs náð, Danmerkur konungur, Vinda og Gauta, her- togi af Slésvík og Holsetalandi, Stórmæri Þéttmerki að Lauen- Aldenborg gjörum kunnugt. Sam kvæmt þegnsamlegum tillögum alþingis hefur oss allra mildileg- ast þóknast að löggilda verzlun- arstað á Borgarnesi við Brákar- koll í Mýrarsýslu í vesturv t - dæminu á íslandi. Fyrir því skal leyft að byggja sölubúðir og hafa fasta verzlun á þessum stað með þeim skilmálum er segir í opnu bréfi 28. desember 1®36. Mega einnig innlendir og útlend- ir lausakaupmenn koma þangað til verzlunar þegar þess er gætt sem um það efni er ákveðið í nefndu lagaboði og lögum, fimmtánda apríl 1854, þriðja grein. Eftir þes-su eiga allir hlut- eigendur sér þegnlega að hegða. Gefið út í vorum konungleg- um aðsetursstað Kaupmanna- höfn tuttugasta og annan dag marzmánaðar 1867. Undir þetta ritar með sinni konunglegu hendi, í fjarveru hans hátignar konungsins, Friðrik konungsefni. Þar sem tilskipun þessi og bréf þetta er sögulega merkilegt, sagði Halldór, hefi ég látið færa það í sérstakan búning með til- liti til þess að það megi geymast um langan aldur. Ég vil nú nota þetta tækifæri til þess að af- henda Borgarneshrepp það til eignar og umráða og jafnframt færa byggðarlaginu þá ósk að það megi hér eftir sem hingað til búa svo að þegnum sínum að það hafi verið vel ráðið að gera Borgarnes að verzlunarstað. Þórður þakkaði Halldóri gjöf- ina fyrir hönd Borgarneshrepps og las svo upp fjölmörg heilla- óskaskeyti sem borizt höfðu, m. a. frá forseta íslands herra Ásgeiri Ásgeirssyni og Geiri Hall- grímssyni, borgarstjóra Reykja- víkur, sem sendi fagra blóma- körfu og eintak af skipulagi Reykj avíkurbor gar. Guðmundur Ingimundarson, formaður hátíðarnefndar, tók til máls og afhenti blóm- vendi tveimur öldnum konum frá Borgarnesi. Þær voru Guðrún Hjálmsdóttir og Ingveldur Teits- dóttir. Þá tók til máls Jórunn Bachmann, hreppsnefndarfull- trúi, kynnti lítillega sögusýningu sem sett hafði verið upp í barna- skólanum og bauð gestum að skoða hana. Á sögusýningunni voru fjölmargar Ijósmyndir, sum- ar mjög gamlar. Þær sýndu þró- unarsögu byggðarlagsins og sam- göngumála. Þá voru þar einn- ig tvö samanburðarmódel sem Hreggviður Guðgeirsson, bygg- ingafulltrúi hafði gert. Þegar fólk hafði skoðað sögu- sýninguna hélt það til Hótel Borgarnes þar sem hreppsnefnd- in hafði opinbera móttöku. Þar svignuðu borð undan kaffi og kræsingum og þjónamálið bar fram ný föt í sífellu. Var glatt á hjalla yfir borðum, lesin uþp fleiri heillaóskaskeyti og var mikill hátíðabragur í fagurlega skreyttum salnum. Þegar kaffi- samsætinu lauk var því miður kominn tími til fyrir fréttamann Morgunblaðsins að hypja sig heim á leið því hann þurfti að komast yfir á Akranes og ná þar Akraborginni aftur til Reykjavíkur. Það er enginn vafi 'á því að það hefur verið glatt á hjalla hjá Borgnesingum á kvöldvökunni og svo dansleikn- um þá um kvöldið, og líka við barnaskemmtunina og sýninguna á Delerium Bubonis daginn eftir. Þetta voru eftirminnilegir dagar fyrir Borgnesinga — og ekki síð- ur fyrir gesti þeirra. Frá hátíðarfundi hreppsnefndar, Þórður Pálmason, oddviti, taiar. TOYOTA CROWN Toyota Crown — Glæsilegur og vandaður 6 manna bíll — Byggður á sjálfstæðri X-laga stálgrind — Kraftmikil 6 cyl. 115 hestafla vél með yfirliggjandi knastás — og 7 höfuð- legum. — Fáanlegur með nýtízku sófastól- um. Kynnið your verð og kjör. Japans'ia bifreiðasalan hf. Ármúla 7. — Sími 34470. YÐUR TOYOTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.