Morgunblaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1967. 17 Aga Kahn í Reykjavík KARIM AGA KAHN leiðtogi Ismaili-greinar Sjitadeildar Mú- hameðstrúarmanna, sem ber heitið Aga Kahn VI gisti Reykja vík síðastliðna nótt. Lenti einka- þota trúarleiðtogans á Keflavík- nrflugvelli kl. 15:33 í gærdag, þar sem Sigurður Magnússon tók á móti honum og fylgdi til Hót- els Loftleiða, þar sem Aga Kahn dvaldist í nótt. Búizt var við að Aga Khan héldi héðan árla í morgun, en hann er á leið frá Genf í Sviss til New York í einkaerindum. Aga Kahn fæd-dist árið 1936 sonur Aly Kahn og fyrstu konu hans, sem var dóttir þriðja bar- ónsins af Churston. Hann varð Aga Kahn árið 1957, er afi hans Háskólafyrir- lestur um stærð fræði PRÓFESSOR Bjarni Jónsson frá Minnesotaháskóla flytur fyrir- lestur í boði Háskólans fimmtu- daginn 30. marz kl. 5.30 e.h. í fyrstu kennslustofu fyrir stærð- fræðinga og verkfræðinga. Fyrir lesturinn fjallar um megi með núll-máli. Dénsk verzlun kaupir bóka- * sa!n dr. Arna Friðrikssonar f FRÉTTATILKYNNINGU frá fornbókasölunni Herm. H. J. Lynge & Sön í Kaupmannahöfn, sem verzlar með vísinda- og fræðirit, segir, að fyrirtækið hafi keypt bókasafn dr. Árna heitins Friðrikssonar og muni nú láta skrá safnið. Dr. Árni Friðriksson átti mik- ið og verðmætt bókasafn, eink- um um náttúrufræði og þá fiski fræði og haffræði sérstaklega. Bækurnar skipta þúsundum en að auki eru í safninu sérprent- anir og timarit. Safnið allt er talið taka um 1150 lengdarmetra í bókahjllum. lézt og vakti val hans athygli, þar eð gengið var fram hjá föður hans, sem um eitt skeið var kvæntur Rithu Hayworth. Karim Aga Kahn lauk prófi frá Le Rosey í Sviss og Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Karim Aga Kahn sagðist ekki vilja tala við íslenzka blaða- menn við komuna í gær, þar eð hann væri í einkaerindum. Hins vegar tjáði Sigurður Magnússon blaðamönnum að Aga Kahn hafi á leiðinni frá Keflavík sýnt undraverða þekkingu á íslandi og þjóðinni, auk þess, sem hann hafi spurt margs um það, sem fyrir augu bar. Sigurður sagði, að maðurinn væri mjög elskulegur, en sér hefði virzt hann vilja fá að vera í friði, enda hefði hann tekið fram að hann hyggðist ekki tala við blaðamenn. Mystére-flugvél Aga Kahn á Keflavíkurflugvelli í gær. (Ljósm. Heimir Stígsson). Sigurður sagði, að forráða- mönnum Loftleiða hefði verið það alllengi kunnugt, að Aga Kahn hefði ætlað að gista ís- land. Hins vegar hefðu fregnir af því verið fremur óljósar og nú liti helzt út fyrir að hann kæmi hér við í bakaleiðinni, en hvenær, er ekki vitað. Aga Kahn er trúarleiðtogi eða eins konar páfi 28 milljóna Mú- hameðstrúaramanna. Ismaili eru dreifðir um víða veröld og hef- ur Aga Kahn ferðast mikið og heimsótt söfnuð sinn. Að undan- förnu hefur Aka Kahn unnið að því að koma á fót mikilli ferða mannamiðstöð á Sardiníu og hef ur keypt þar landssvæði til þess. Einkaþota hans er af franskri gerð Mystrée 20 og hingað kom hann frá Genf eins og áður er sagt með viðkomu í Prestwick. í fylgdarliði Aga Kahn eru m.a. þrír kveneinkaritarar. Eru þær af ensku, frönsku og sviss- nesku þjóðerni. Gífurlegt veiðar- færatj. netabáta af völdum suðvestan stormsins Aga Kahn og Sigurður Magnússon í anddyri Loftleiðahótels- ins i gær. (Ljósm. Ól. K. M.) GÍFURLEGT tjón virðist hafa orðið á netum báta viða suðvestan- og vestanlands í suðvestan- og vestanveðrinu, sem gerði skömmu fyrir páska. Munu margir bátar hafa misst net sín í þessu veðri, og tjónið skipta milljónum króna. Fréttaritari Mbl. á Akranesi símaði í gær að óvenjulega mik- ið veiðarfæratjón hefði orðið hjá netabátum þar í suðvestan- rokinu fyrir páskahelgina. Hefðu sumir misst riðilinn úr flestum neta sinna, og aðrir nokkrar trossur með öllu, einkum þeir bátar sem lagt höfðu net sín á grunnsvæði. Sagði hann að gera mætti róð fyrir að veiðarfæra- tjónið næmi hundruðum þús- unda hjá Akranesbátum, því að hver 15 neta trossa kostaði með öllu fylgjandi um 40 þús. krón- ur. Kristinn Jónsson útgerðar- maður á Patreksfirði tjáði MbL í gær, að hann vissi til þess að gífurlegt tjón hefði orðið hjá netabátum á sunnanverðum Vestfjörðum í vestan storminum þar fyrir páska. Tjónið væri að vísu ákaflega misjafnt hjá hverj- um einstökum bát, en verst hefðu þeir bátar orðið úti, sem voru með netin grynnst útL Taldi Kristinn að, veiðarfæra- tjónið hjá flotanurh af völdum þessa veðurs skipti milljónum króna. Páskaveðrið með versta mdti Frost um land allt, upp í 10 stig á láglendi PÁSKARNIR í ár voru fyrr en undanfarin ár og var veð- ur um allt land mjög slæmt. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk í gær hjá Jón- asi Jakobssyni, veðurfræðing, var veður um hátíðina svipað um land allt og einkum slæmt hvað veðurhæð og frost snert ir. Frost var alls staðar á landinu frá skírdag og fram á annan í páskum og allt upp í 10 stig, sem var eitt það mesta sem verið hefur á land inu í vetur. Á annan í pásk- um var mikil hríð á norður og Austurlandi, en úrkomu- laust á Suðurlandi. Mikill skafrenningur var á Suður- landi alla hátíðina, einkum föstudag og laugardag með- an mikið var um lausan snjó. Jörð var alhvít um land allt. Þessum mikla veðurofsa ollu djúpar lægðir austan und an Noregsströndum og mikil hæð yfir Grænlandi. Yfir alla hátíðina var djúp lægð á sveimi yfir hafinu á milli Nor egs og fslands, en hæð eins og fyrr getur yfir Grænlandi. Sökum þess lagði sterkan breiðan loffstraum norðan úr íshafi meðfram austurströnd Grænlands. í»ar sem er mjótt autt belti milli hafísssins norð anundan og lands, þá var frostharkan yfir hátíðina eins mikil og raun var á. Hafís barst að landinu norðan frá ísröndinni á öll svæðin frá Melrakkasléttu að Bjarg- tungu. Veðurstofan spáir nú góðu veðri framundan með nýrri lægð, sem er að mynd- ast yfir Grænlandshafi. Til þess að gera yíirlit um veðrið um hátíðina verður hér greint frá veðrinu um nónbil dag hvern. Á skírdag var hæg norðanátt yfir land- inu, en léttskýjað á suður- landi. Frost var frá 2—8 stig á láglendi. 1 Reykjavík var 2 stiga frost. Á föstudaginn langa var veður orðið mun verra um land allt. Veður- hæðin var meiri, víðast 5—8 vindstig, snjókoma víða á Suðurlandi og í útsveitum norðanlands og vestur á Firði, en þurrt var á Suðurlandi og talsverður skafrenningur víða. Frost var þá á Suðurl. 1—2 stig, en á Norðurl. 7—10 stig. í Reykjavík var á 4 stiga frost. Laugardaginn 25. var kom- ið 8 stiga frost í Reykjavík. Á Norður- og Suðurlandi var talsverð snjókoma og frost víða 7—10 stig. Á páskadag var veðrið mjög svipað og daginn áður, mikil snjókoma Norðanlands, en bjart fyrir sunnan. Á annan í páskum var 5 stiga frost í Reykjavík, norðanátt um land allt og mjög hvasst. í gær var veður vetra, víða logn og sólskin. Veffurkortið er frá háde-d á páskadag og gefur góða hugmynd um veðurkortið yfir páska helgina. Mikil liæð var yfir Grænlandi allan tímann, en mikil lægð suðaustur af landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.