Morgunblaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1967.
19
Seldust ullir
upp í hvelli
SVO sem kunnugt er kemur
hingað til lands um næstu
mánaðamót Eyvindur Brems j
íslandi. til að halda sína
fyrstu opinberu 9Öngskemmt- j
un að loknu söngnámi í Ár- '
ósum. Hann kemur á vegum j
Tónlistarfélagsins og syngur
einnig á söngskemmtun ný- j
stofnaðrar kvennadeildar
Rauða Kross íslands.
Rauðakross konur hófu
sölu aðgöngumiða á söng-
skemmtun hans sl. mánudag.
Frá þv’ er skemmst að segja
að allir aðgöngumiðarnir
seldust upp á aðeins fáeinum
klukkustundum en sjá'f'vr
önnuðust þær miðasöluna
sem fram fór á fjórum stöð-
um hér í borginni.
6 féíög boða verkföll
Verkaskipting
SEX félög í' Málm- og skipa-
smiðasambandi íslands hafa boð-
að vinnustöðvanir félagsmanna
sinna. Koma þær til fram-
kvæmda 25. og 27. apríl nk. og
9. og 11. maí nk. Félögin eru:
Félag járniðnaðarmanna, Félag
hifvélavirkja, Félag blikksmiða,
Sveinafélag skipasmiða, Járn-
iðnaðarmannafélag Árnessýslu og
Sveinafélag járniðnaðarmanna,
Akureyri.
Samningafundir félaganna við
atvinnurekendur hófust 26. sept.
sl. og hafd nokkrir árangurs-
lausir samningafundir verið
haldnir. Deilunni var vísað til
sáttasemjara ríkisins 16. febrúar
síðastliðinn og hefur hann haldið
einn sáttafund sem einnig var
árangursláus. Á fundum í félög-
unum, sem haldnir voru í marz
sl. var svo samþykkt að fela
- Alþingi
Framhald af bls. 32
1 Nefndin mælir með því megin
efni tillögunnar. að landnáms
hátíðarnefnd verði falið að
starfa áfram og að kostnaður
við störf hennar greiðist úr rík-
issjóði.
Hins vegar teiur fjvn. nauð-
synlegt, að fengnar séu nánari
upplýsingar um einstakar hug-
myndir, sem fram koma í nefnd
aráliti landnámshátíðarnefndar,
aður en unnt sé að tasa lil
þenra endanlega afstöðu og
leggur því til, að þær verði ektsi
taldar upp í sjálfri tiilögugrein-
in.ni.
Ljóst er þó, að nauðsynlegt er
fyrir nefndina að fá sem fyrst
vitneskju um, hver sé vilji Al-
þingis og ríkisstjórnarinnar varð
andi undirbúning landnámshá-
tíðarinnar, þannig að hún geti
einbeitt sér að þeim atriðum,
sem fallizt verður á að fram-
kvæma, og með tilliti til þess,
að þingi er nú að Ijúka, leggur
fjvn. til, að því verði bætt inn
í tillögugreinina, að nefndin
skuli bera aðalákvarðanir sínar
undir ríkisstjórnina. Hefur þá
ríkisstjórnin aðstöðu til þess að
hafa samráð við þingið eða þing
flokkana um meiri háttar ákvarð
anir.
I>að helzta, sem komið hefur
fram í umræðum fjvn. um einst-
akar till. hátíðarnefndarinnar, er
þetta:
Nefndarmenn eru ekki fylgj-
andi hugmyndinni um þjóðar-
hús á Þingvöllum, en telja hins
vegar að gera þurfi átak til þess
að bæta þar, eða í nágrenninu,
aðstöðu til gistingar og annarrar
fyrirgreiðslu við ferðafólk, og
að athuga þurfi nánar, á hvern
hátt þetta verði bezt gert.
Koma þarf einnig til athug-
unar, hvernig alfriðun staðarins
verði tryggilegast framkvæmd
og hvaða byggingar verði leyfðar
í næsta nágrenni hans, þar á
meðal listamannabúðir, ef reist-
ar yrðu.
Nefndin er hlynnt bókaútgáfu
í tilefni hátíðarinnar. en telur
hugmyndina um 58 binda útgáfu
vera of viðamikla og ekki líklega
til að ná til alþýðu manna. Aftur
á móti mundi ritun og útgáfa
íslandssögu frá upphafi byggðar
til vorra daga vera verðugt verk
efni í sambandi við landnáms-
hátíðina, að dómi fjva.
Að öðru leyti en hér hefur
verið nefnt, eru fjárveitinga-
nefndarmenn yfirleitt hlynntir
tillögum landnámshátíðarnefndar
þar á meðal tillögunni um bygg-
ingu á eftirlíkingu af söguald-
arbæ.
Sérstaklega vill fjvn. fyrir sitt
leyti taka undir þá ábendingu,
að stefnt verði að því að koma
upp nýju Alþingishúsi í tilefni
landnámshátíðarinnar, og vænt-
ir þess, að greinargerð um það
mál verði lögð fram á næsta
þingi, af nefnd þeirri, sem falið
hefur verið að gera tillögur um
framtíðarhúsnæði Alþingis.
Samíkvæmt framansögðu legg-
ur nefndin til, að tillögugreininni
verði breytt eins og fram kem-
ur á þsj. 554.
Breytingartillaga.
Tillögugreinin orðist þannig:
Alþingi ályktar að fela nefnd,
sem kosin var hinn 5. maí 1966
til þess að íhuga og gera tillögur
uim, með hverjum hætti minnzt
skuli ellefu hundruð ára afmælis
byggðar á íslandi, að starfa á-
fram.
Skal nefndinni heimilt að
hefja undirbúningsframkvæmdir
þeirra tillagna varðandi hátíðina,
sem við nánari athugun þykir
rétt að framkvæma, en aðal á-
kvarðanir hennar skulu bornar
undir ríkisstjórnina, áður en
framlkvæmdir hefjast.
Nefndinni heimilast að afla
sér nauðsynlegrar aðstoðar, og
skal greiða kostnað við störf
hennar úr ríkissjóði.
- UMRÆÐUR
Framhald af bls. 14
f því sambandi sagði forsætis-
ráðherra, að ekki væri rétt að
tala um Skálholtsævintýri, eins
og gert hefði verið, því að þar
hefði verið þveginn skammar-
blettur a± þjóðinni. Menn hefðu
blygðast sín fyrir að sýna erlend
um gestum staðinn, og stundum
orðið að neita þeim um að skoða
hann, sbr. núv. konung Norð-
manna, er hann kom hér á
Snorrahátíðina. Nú væri ástand-
ið mun betra, kirkja væri til
prýði og prestshúsið væri einnig
reisulegt Og eftir að þessar
umbætur hefðu verið gerðar.
væru allir sammála um að
byggja hæfilega stórt prestsset-
urshús, eins og gert hefði verið
bæði í Oida og á Mýrum, í stað-
inn fyrir kofana er verið hefðu
þar áður Menn gætu deilt um,
hvort vera ætti bókasafn í Skál-
holti eða lýðháskóli. Vék ráð-
herra þá aftur að þjóðarhúsi, og
sagði að koma þyrfti upp sæ r.;-
legu gistihúsi á Þingvöllum og í
því sambandi séð til þess að
hægt væri að halda þar mann-
fagnaði og útifundi. Það þyrfti
ekki að kosta of fjár, og vel
ætti að vera hægt að reka þar
gististað án þess að spilla staðn-
um.
Forsætisráðherra lagði á það
áherzlu, að slík bygging ætti
ekki að verá milljónatugabygg-
ing til skrauts og prjáls. Þá vék
ráðherra að tillögu Gísla Guð-
mundssonar og taldi ekki ástæðu
til að samþykkja hana. Um
dræmni fjvn. til bókaútgáfu
sagði forsætisráðherra, að það
gæti vel farið saman að gefa út
úrvalsrit og heillega íslandssö^u.
Erlendir bókaútgefendur liítðu
tjáð sér, að safnrit væru mai. i
gróðavegur en einstakar bó.ta-
útgáfur, og mættu menn ekki
mikla slíka bókaútgáfu fvrir
sér og væri sjálfsagt að athuga
slíkt áfram. Að lokum spurðist
ráðherra fyrir um, hvort fjvn.
væri meðmælt tillögunni um nð
sigla víkingaskipi um heimshöf-
in.
Gísli Guðmundsson (F) tók
aftur til máls og ræddi nokkru
nánar um þjóðarhúsið. Taldi
hann að í tillögum hátíðarnefnd
ar væri skýrt mótuð hugmyndin
um þjóðarhús og þótti þing-
manni hugmyndin aðlaðandi,
þótt eigi væri hann í öllu sam-
mála um hlutverk hússins.
Minntist hann í því sambandi á
hugmyndir Helgs Hjörvars um
að setja Alþing á Þingvöll rm
og kvaðst taka undir þau orð,
enda gæti það orðið fyrsta spor-
ið til að flytja Alþingi til Þing-
valla, en þingmaður kvaðst full-
viss, að slíkt yrði gert, þótt
ekki yrð: það í tíð þeirra, er nú
sætu Alþingi.
Halldór E. Sigurðsson (F)
mælti næstur. Kvaðst hann taka
til máls út af útúrsnúningum for
sætisráðherra og Gísla Guð-
mundssonar á nefndaráliti
fjvn. Það væri fyllilega ljóst af
nefndarálitinu, hvað nefndin
vildi. Hún væri mótfallin bygg-
ingu þjóðarhúss á Þingvöllum.
Hún væri hlynnt bókaútgáfu, en
ekki í þeirri mynd, er nefndin
legði ti! Þá vildi nefndin gera
út um aifriðun Þingvalla. Fjár-
veitinganefnd legði áherzlu á
byggingu nýs þinghúss, og væri
nefndarmönnum ljóst, að þótt
henni yrði ekki-lökið fyrir 1974,
þá yrði með ákvörðuninni um
byggingu Alþingishúss það mál
leyst. Afraæli landsbyggðar ætti
að minnast á verðugan hátt og
bygging þinghúss væri stór þátt-
ur þar í.
Bjarni Benediktsson og Gísli
Guðmundsson gerðu athuga-
semdir og töldu sig á engan hátt
hafa snúið út úr fyrir fjvn., og
vildu að sýnt yrði fram á það.
Svaraði Halldór E. Sigurðsson
og benti á ummælin um víkinga
skipið, en forsætisráðherra
sagði, að þar hefði aðeins verið
um að ræða fyrirspurn, er enn
hefði ekki verið svarað.
Tillaga Gísla Guðmundssonar
var felld með 24 atkv. gegn 9
en tillaga nefndarinnar samþ.
með 35 atkv. gegn einu.
stjórnar
VEGNA misskilnings var rang-
lega skýrt frá verkaskiptingu
innan stjórnar Sjálfstæðis-
kvennafélags Árnessýslu á Sel-
fossi. Hún er svona: Formaður
Hugborg Benediktsdóttir, Sel-
fossi; varaform. Guðrún Lúðvíks
dóttir, Kvistum; ritari Jóna Ein-
arsdóttir, Hveragerði; gjáldkeri
Alma Ásbjörnsdóttir, Hruna.
• * • |
3 ára telpa
fyrir bíl
UMFERÐASLYS varð í gærdag
á Grensásávegi við Bakkagerði,
en þar varð þriggja ára telpa,
Hildur Stefánsdóttir til heimil-
is Grensásvegi 56, fyrir stórri
fólksbifreið.
Slysið varð með þeim liætti
að bifreiðin var á leið suður
Grensásveg á 60 km. hraða, að
sögn ökumanns. Þrjú lítil börn
voru á eyju milli gangbraut-
anna„ og skyndilega hljóp litla
telpan út á götuna. Ökumaður-
reyndi að hemla, en telpan lenti
á bifreiðinni rétt aftan við
hægra framhjólið. Hún meidd-
ist þó mjög lítið, hlauí aðeins
nokkrar skrámur og kúlu á enni.
Kemlaför bifreioarinnai' mæld-
ust 17 netrar.
Adenouer
enn þungt
hnldinn
Bonn 18. apríl. NTB, AP.
ADENAUER fyrrum kanzlari
V-Þýzkalands er enn sagður
í lífshættu og lítil breyting
mun hafa orðið á líðan hans
í dag, en kanzlarinn mun
hafa sofið vel sl. nótt og hef
ur ekki hrakað að heitið geti.
Læknar segja þó að líkams-
þrek hans sé enn lítið og viku
löng sjúkdómslega hans hafi
reynt mjög á lungun.
Rússnesk
konn týnist
Bagdad, írak, 18. apríl — AP —
UPPLÝST var í Bagdad í dag,
að fyrir nokkrum dögum hafi
horfið þar í borg rússnesk
kona, ásamt tveimur börnum
sínum. Hafi konan verið eigin-
kona fyrsta ritara sovézka
scndiráðsins i borginni, Boris
Oditsova, en hann er einnig for
stöðumaður menningai miðstöðv
ar Sovétríkjanna í írak. Börn-
in eru stúlka, Ikansia 5 ára og
drengur, Andreas, 8 ára.
Frú Oditsova fór á föstudag-
inn í Ieigubíl frá menningarmið
stöðinni t Bagdad og liefur ekki
til henar spurzt síðan Hiin er
31 ars að aldri, og sögð Iagleg
kona, armensk &ð uppruna.
- BREZHNEV
Framh. af bls. 1
uð og talaði j rúma kiukku-
stund á þinginu. Sakaði hann
V-Þjóðverja um hernaðarstefnu
og nýnazisma og hét A-Þjóð-
verjum ýmis konar aðstoð. „Efl
ing lýðveldis ykkar er okkur
ekki síður hjartfólgið verkefni
en ykkur“, sagði Brezhnev, og
hætti við; „ef nauðsyn krefur,
munum við verja hagsmuni ykk
ar sem okkar eigin væru.“ Kvað
Brezhnev Bonn-stjórnina nota
stjórnmálasambönd sín við A-
Evrópu til þess eins að spilla
sambúð kommúnistaríkjanna
þar innbyrðis og einangra A-
Þýzkaland og sagði að tvíhliða
samningar þeir sem A-Þjóðverj
ar hefðu gert undanfarið við
ýmis önnur A-Evrópuríki væru
merkur áfangi á leið til friðar
og öryggis í Evrópu.
Brezhnev drap aðeins lauslega
á deilur Sovétríkjanna og Kína
og var engan veginn eins harð-
orður í garð Kínverja og Walt-
er Ulbricht, flokksleiðtogi A-
Þjóðverja, í ræðu þeirri, er hann
flutti á þinginu í gær. Um Viet-
nam sagði Brezhnev að aðstoð-
in við landið myndi nýtast hálfu
betur en nú, ef til kæmi sam-
einað átak sósíaliskra landa.
Heimsráðstefnan enn á dag-
skrá.
Brezhnev dró ekki dul á það
að sovézki kommúnistaflokkur-
inn hafði engan veginn gefið
upp á bátinn áform sín um
heimsráðstefnu kommúnista, en
sagði að slíkt og þvílíkt yrði að
undirbúa vandlega og rétt væri
að taka upp til yfirvegunar mál
þau er telja mætti að koma
myndu til kasta slíkrar ráð-
stofnu.
Kommúnistaflokkar A- og V-
Evrópu halda með sér fund 1
Tékkóslóvakíu í næstu viku og
ságði Brezhnev að þar yrði eink
um rætt um „frið og öryggi
Evrópu.“ Ýmsir hafa verið þeirr
ar skoðunar að fundur þessi
myndi látinn koma í stað heims
ráðstefnunnar fyrirhuguðu, en
Biezhnev gaf bc-rlega í skyn í
dag að kornmúnistaflokkur
Sovétríkjanna htfði hreint ekki
horfið frá átormum sínum um
heimsráðstefnuna.
Aukin eining A-Evtópu.
Walter Ulbricht, leiðtogi A-
þýzka kommúnistaflokksins,
flutti ræðu við setningu þings-
ins í gær eins og áðuj segir. Skor
aði hann þar á fundarmenrt að
vinna að aukinni einingu A-
Evrópuríkjanna og lagði til að
hafnar yrðu viðræður forsætis-
ráðherra Austur- og Vestur-
Þýzkalands um sameiginleg mál
efni ríkjanna. Setti Ulbricht
þeim viðræðum þó þau skilyrði,
sex talsins, er vitað var að V-
Þjóðverjar myndu ekki geta
fallizt á, m.a. staðfesting á nú-
verandi landamærum í Evrópu.
trúnaðarmannaráði félaganna aS
boða vinnustöðvanir til þess a#
knýja á um samningsgerð.
- SIGLING
Framhald af bls. 3.
var því haldinn sífelldum
ótta um að útreikningar hans
væru rangir, ef til vill væri
skekkja í sextantinum.
Er hann nálgaðist höfðann
tók að hvessa úr vestri, sem
þýddi að hann myndi fá með-
byr fyrir Höfðann, en einnig
að hann gæti ekki beðið með
það þar til birta færi af degú
Chichester eyddi einni ógn-
vænlegustu nótt, sem hann
hefur lifað, með stormfokkuna
eina uppi. Hann rýndi út 1
sortann með nokkurra mín-
útna millibili en sagðist ef-
ast um að hann hefði séð
grilla í eyju í 100 metra fjar-
lægð eins og myrkrið hefði
verið svart. Dögunin var stór-
kostleg og jafnframt ógnvekj-
andi. Er Gipsy Moth IV. kom
upp úr einum öldu dalnum,
sá Chichester land um 3Ö míl-
ur í NA. Það var sýnin sem
hann hafði beðið eftir, Horn-
höfði, í öllu sínu veldi. Þrátt
fyrir slæmt skyggni lék eng-
inn vafi á að þetta var höfð-
inn. Chichester flýtti sér nið-
ur í káetu til að gera staðar-
merkingu. Það hafði mikil
áhrif á hann, er hann sá að
nær allar litlu eyjarnar við
Horn bera nöfn brezkra sæ-
fara og skipa. En það hefur
líka mörg siglingin endað við
Hornhöfða.
Hér segir Chichester: „Þó ég
hafi í mörg ár fengizt við sigl-
ingar og siglingarfræði, verð
ég að játa að ég var mjög
stoltur yfir að hafa tekizt að
sigla rétta stefnu allan tím-
ann. en ég finn líka alltaf til
auðmýktar og undrunar þegar
ég set allt mitt traust á hina
dularfullu list siglingafræð-
innar með góðum árangri. Ég
varð mjög undrandi þegar ég
stuttu síðar sá grilla í H.M.S.
Protector, þar sem hann beið
mín. (Þar um borð var fjöldi
fréttamanna. Ég leyfði mér
að ræða stuttlega við skip-
stjórann í gegnum talstöðina,
þrátt fyrir að veðrið væri I
algleymingi. Ekki minnkaði
undrun mín þegar ég stuttu
siðar sá litla tveggja hreyfla
flugvél koma> út úr skýjasort-
anum og blátt áfram fleyta
kerlingar yfir hvítffyssandi
öldutoppunum. Vélin hring-
sólaði yfir Gypsy Moth 6 sinn-
um, en hvarf síðan jafnskjótt
og hún hafði komið. Þar um
borð voru fréttamenn BBC og
blaðamaður Sunday Times,
sem sendi út fyrstu myndirn-
ar af Gypsy Moth IV. út af
Hornhöfða. Protector fylgdist
með mér í sex klst. og kvaddi
síðan og sigldi í norður, en óg
og Gypsy Moth IV. vorum ein
eftir enn einu sinni“.
Chichester sigldi fyrir Horn
í dæmigerðu „Hornhöfða-
veðri“. Regnið helltist úr loft-
inu og brotsjóar brotnuðu ógn-
andi allt í kringum skipið.
Vindmælirinn hætti að sýna
við 60 hnúta og það var ógern-
ingur að áætla flughraða máv-
anna. ískaldar bárur skoluðu
í sífelldu þilfar bátsins og
káetan fylltist fimm sinnum.
Sjóstígvél Chichester fylltust
einu sinni áður en hann vissi
af og segir hann að sér hafi
aldrei verið jafn kalt á fót-
unum og þessa nótt. Þannig
hélt ferðin áfram, þar til á
miðvikudagsmorgun að veðr-
ið fór að lægja. Þá fyrst
leyfði sæfarinn sér að blunda,
eftir að hafa fengið sér fyrsta
snapsinn í heila viku og skál-
að fyrir fjölskyldu sinni og
öllum þeim, er fylgzt höfðu
með siglingunni.