Morgunblaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1967. 3 ingar bátsins voru ekki eins og þær áttu að vera og er augu hans litu kompásinn hvarf öll þreyta á augabragði og hann beygði i rétta stefnu án tafar og það þarf ekki að taka fram, að hann leyfði sér ekki að blunda næstu klukku- stundir. H.M.S. Protector, tundur- spillirinn, sem flutti blaða- SÆGARPURINN heimsfrægi, Bretinn Sir Francis Chichester á nú eftir rúmlega mánaðar- siglingu heim til Bretlands, ef allt gengur að óskum, og hef- ur hann þá siglt umhverfis jörðina á seglbáti sínum Gipsy Moth IV. 20. marz sl. fór Chichester fyrir Horn- höfða, sem talinn var einn hœttulegasti áfangi ferðarinn- ar og höfðu margir spáð því að Chichester næði aldrei heilu og höldnu fyrir þennan stormasama höfða. En hann lét aðvaranir. sem vind um eyru þjóta og í fárviðri, með storm- fokkuna eina uppi lensaði Gipsy Moth IV. með 8 sjó- míina hraða fyrir höfðann og bauð Ægi konungi ótrauður byrginn. Hér á eftir fer út- dráttur úr frásögn Sir. Franc- is sjálfs af siglingunni fyrir Hornhöfða, sem hirtist í The Sunday Times í byrjun mán- aðarins, en það blað hefur einkarétt á frásögn sægarps- ins. Sir Francis hefur frásögnina á því að skýra frá tilfinning- um sínum, eftir að hann var kominn heilu og höldnu fyrir höfðann og segir að enginn mannlegur máttur gæti fengið sig til að sigla þetta aftur. Vikan sem leið hafi verið sem martröð og óttinn aldrei yfir- gefið hann. En nú þegar þessi vika æðandi vinda og brot- sjóa er að baki segist hann geta hvílt sig og búið til ein- hverja frásögn af ferðinni. Þetta er fyrsti dagurinn, sem Chichester er alveg viss um að hann sigli rétta stefnu. Veðrið hefur lægt og sólin skín loksins. Chichester er ör- vinda af þreyiu eftir að hafa vakað nær óslitið í heila viku. En það er merkilegt hve kraftarnir aukast fljótt við tilhugsunina um heimsigling- una. Þreyta orsakaði alvarleg mistök, sem hefðu getað orðið manni og báti að fjörtjóni. Sæfarinn kýs að viðurkenna þessi mistök strax fyrir um- heiminum. Hann var kominn um 50 sjómílur frá Hornhöfða er hann leyfði sér það óhóf að blunda augnablik. Þessi blundur varð að djúpum svefni örmagna manns. í þreytunni gleymdi hann að setja á hljóðtækið, sem gefur honum merki ef bátinn ber út af réttri stefnu. Og það gerði Gypsy Moth IV. þegar í stað. Hún beygði 130 gráður út af réttri stefnu og slagaði 20 mílur í suður og vestur í átt Chichester ásamt konu sinni. Myndin er tekin i Sidney í Ástralíu skömmu áður en hann lagði af stað. til eyjanna suður af Horn- höfða og borgaríssins út af heimskautslandinu. Þrátt fyrir djúpan svefninn gerði sjómað- urinn sér grein fyrir að hreyf- menn hvaðanæva að til að fylgjast með fífldjarfri sigl- ingunni fyrir höfðann, flutti sæfaranum þær góðu fréttir, að enginn ís væri á siglingar- leiðinni, sem hann ætlaði að fara. Eftir að hafa fengið þess- ar fréttir vissi Chichester að hann gæti farið slóðir gömlu seglskipanna og brátt yrði hann á breiðu Atlantshafinu. Chichester segir að þegar hann líti til baka sjái hann að helztu vandamálin utan þol- prófsins hafi verið siglingar- fræðin. Þegar hann nálgaðist Hornhöfða versnaði veðrið með hverjum deginum, sem leið og í þrjá daga náði nann engri miðun sökum dimm- viðris og varð þvi eingöngu að sigla eftir eigin hyggjuviti. Seguláttavitinn var svo til gagnslaus svona stutt frá Suð- urpólnum og vegna mikilla truflana frá segulmögnuðum stormum, sem þarna geisa. Þegar hann sigldi í áttina að Drake-sundi hafði hann ekki séð land í 50 daga síðan Sidney Heads hurfu bak við sjóndeildarhringinn, og hann Framhald á bls. 19. Gypsy Moth IV. lensar fyrir Hornhöfða. Myndin er tekin úr flugvél af fréttamanni Sunday Times. dyna atti uurnaveiziuna eltir Halldor Laxness 1 sioasta smn siðastliðið sunnudagskvöld, en aðsókn hefur verið mjög mikil að sýnngunum undanfarið. alltaf uppselt nokkrum dögum fyrir sýnngu. Því hefur verið ákveðið að bæta við 2 sýningum enn og verða það allra siðustu sýnngar á leiknum. Sú fyrri verður nú á sunnudaginn og hin síðar í næstu viku. Dúfaveizlan hefur þá verið leikin samfleytt í eitt ár, sextíu sinnum eða oftar en nokkurt annað af leikverkura Lazness. Á myndinni sjást Anna Guð mundsdóttir og Þorsteinn Ö. Stephensen í hlutverkum sínum. NYLEGA er lokið sveitakeppni hjá Tafl- og bridgeklúblbnum og sigraði sveit Jóns Magnússonar. Auk Jóns eru í sveitinni Gísli Hafliðason, Gylfi Baldursson, Júlíus Guðmundsson og Tryggvi Þorfinnsson. 18 sveitir tólku þátt í keppninni og var spilað í tveim riðlum og síðan spiluðu tvær- efstu sveitirnar í hvorum riðli til úrslita. Röð sveitanna varð þessi: 1) Sveit Jóns Magnússonar 2) sveit Jóns Ásbjörnssonar 3) sveit Zophoníasar Benediktss. 4) sveit Ingólfs Ólafssonar. Áðrir þátttakendur í sveita- keppninni háðu síðan einmenn- ingskeppni og uxðu efst í þeirri keppni: 1) Inga Hoffmann 209 stig 2) Ólafía Jónsdóttir 190 stig 3) Björgvin Benediktss. 186 stig 4) Ásta Þórðardóttir 185 stig. Hinn 20. þ.m. hefst hjá Tafl- og bridgeklúlbbnum parakeppni og er það síðasta keppnin á vegum félagsins á þessu starfs- ári. Laugardaginn 29. þ.m. verður ársihátíð Tafl- og bridgeklúbbs- ins haldin og verða þá afhent verðlaun fyrir keppnir, sem fram hafa farið í vetur. Endahnúturinn rekinn Kommúnistar eru um þessar mundir að reka endahrtútinn á yfirtöku sina á Alþýðubanda- lagsféiagi Reykjavikur Frá stofn un þess hefur Magnús Torfi Ólafsson verið formaður þess og þótt hann að nafninu til sé í miðstjóm Sósíalistaflokksins hef ur það verið á allra vitorði að eindregnari stuðningsmann Sósí- alistaflokksins er hægt að finna í hans röðum. Á framhaldsaðal- fundi Alþýðubandalagsfél agsins, sem haldinn var sl. mánudags- kvöld var að vísu ékki endan- lega gengið frá stjórnarkjöri, en þó er ljóst, að kommúnistar hafa ákveðið að gera einn stækasta Moskvukommúnistann í hópi yngri manna í flokknum að for- manni þessa féiags, fyrst og fremst til þess að undirstrika svo öllum megi ljóst verða völd sín og áhrif í félaginu. Maður þessi heitir Guðmundur Ágústs- son og var alþekktur af endem- um fyrir greinar, sem hann skrif aði frá Austur-Berlín undir nafn inu gág, á þeim tíma, þegar Berlínarmúrinn var reistur. Þá skrifaði hann hverja greinina á fætur annarri tii þess að lýsa einstakri hrifningu og ánægju Austur-Berlínarbúa með gerð þessa múrs, og þótt menn af skilj anlegnm ástæðum efuðnst um sannleiksgildi þess, að Austur- Berlínarbúar væru svo ýkja hrifnir af Múrnum fór það ekki fram hjá neinum að þessá áhuga- sami kommúnisti var fullur barnslegrar hrifningar yfir þessu tiltæki Ulbrichts. Þennan mann hafa kommúnistar nú val- ið til þess að vera formaður Al- þýðubandalagsfélagsins í Reykja vík og gátu þeir tæplega á áhrifaríkari hátt rekið endahnút inn á valdatöku sina í þeim félagsskap. Vettvangur inn byrðis deilna En það kom einnig glögglega fram á þessum framhaldsaðal- fundi, að Alþýðubandalagsfélag- ið í Reykjavik er nú einungis orð ið vettvangur innbyrðis deilna í Sósíalistaflokknum. Á fundin- um sl. mánudagskvöld urðu mlk il átök milli Brynjólfsklíkunn- ar annarsvegar og hinna svoköll- nðu „sentrista" hins vegar um það, hvort félagsaðild skyldi »ög bundin eða ekki. t sjálfu sér skiptir þetta engu máli nú eftir að Sósialistaflokkurinn hefur endanlega tekið völdin í þessu félagi. Það skiptir einungis máli um það, hvort Brynjólfur kemur til með að ráða ríkjjm eins og í Sósíalistafélaginu eða ekki. Að þessu sinni varð Brynj- óifur undir og verður nú fróð- Iegt að sjá hvort Sósíalistafélag Reykjavíkur stendur við þá ótví ræðu félagssamþykkt sína að beita sér fvrir sjálfstæðu fram- boði í Reykjavík, ef félagsaðild- in að Alþýðubandalagsfélaginu yrði ekki samþykkt. Alþýðu- bandalagið sem samfylkingar- samtök er því ekki einungis kiofnað í tvennt, það er að minnsta kosti klofnað í þrennt og ef marka má samþykktir og hótanir þessara þriggja aðila þá getur eins verið, að fram koml þrir framboðslistar úr röðum þessara manna við Alþingiskosa »j ingarnar í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.