Morgunblaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 1
32 SSÐL’EI 54. árg. — 88. tbl. MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins 70 farast í stormi Karachi, PaJdstan, 18. apríl. — AP. OFSASTORMUR geisaði í Dacca og nágrenni á mánu- dag með þeim afleiðingum, að sjötíu manns biðu bana, meira en hundrað meiddust og þúsundir misstu heimili sín. Stormurinn geisaði m.a. um þrjú þorp á svæðinu — og lá við, að hann jafnaði þau við jörðu á 15 mínútum. Alþingi lýkur í dag FUNDUM í báðum deildum Al- þingis Iauk í nótt. Er gert ráð fyrir, að fundum ljúki í samein- nðu þingi í dag og gefið verði út forsetabréf um þingrof frá og með kjördegi. Fundur er boðað- ur í Sameinuðu þingi kl. 2.30 miðdegis. Eru þar á dagskrá kosningar í ýmsar nefndir og trúnaðarstörf. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins hefst á morgun IViikill fjöldi fulltrúa kjörinn á fundinn SAUTJÁNDI landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á morgun, sumardaginn fyrsta. Mun Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, setja fundinn, sem hefst í Háskólabíói kl. 20,30. Lúðrasveit mun leika frá kl. 8. Á þessum fundi mun formaður flokksins að vanda flytja yfirlitsræðu um stjórnmálaviðhorfið og gera grein fyrir gangi þjóðmálanna síðan síðasti landsfundur var hald- inn fyrir tveimur árum. Mikill fjöldi fulltrúa hefur verið kjörinn til þess að sitja fundinn af hálfu samtaka Sjálfstæðismanna um land allt. Eru horfur á að þátttaka verði meiri í þessum lands- fundi en nokkru sinni fyrr. Föstudaginn 21. apríl munu I 10 fyrir hádegi í Sjálfstæðishús- fundir landsfundarins hefjast kl. | inu. Mun þá verða gerð grein Brezhnev í A. Berlín: Segir V.-Þýzkaland vinna að sundrung A.-Evrópu Kommúnistaflokkar Evrópu þinga í Tékkósíóvakíu í nœstu viku Berlín, 18. apríl, — AP—NTB — LEONID Brezhnev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, flutti í dag ræðu á sjöunda flokksþingi austur-þýzkra kommúnista, sem hófst í A- Berlín í gær að viðstöddum 2100 fulltrúum frá nær 70 ríkjum (en engum þó frá Kína, Albaníu eða Kúbu) og gerði harða hríð að stefnu V-Þýzkalands í utanrik- ismálum og tinkum þó gagn- vart A-Evrópulöndunum. Sagði Brezhnev m.a. að víst hefði v- þýzka stjórnin rétt fram hönð sína til E-Evrópulandanna í vin áttuskyni að því er ætla hefði mátt, en er betur hefði verið að^ gáð hefði leynzt í lófanum steinn. Brezhncv sagði að Ev- rópuiöndin gæta ekki setið hjá aðgerðalaus og beðið eftir því að V-Þjóðverjar létu af hættu- legri utanríkismálastefnu sinni. Brezhnev var langorður nokk Framhald á blaðsíðu 19. fyrir starfsemi flokksins og framkvæmdastjóri hans, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, flytja greinargerð. Síðan verða almennar umræður um flokks- starfið. Klukkan 2 eftir hádegi mun varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, Jóhann Hafstein, dómsmála- ráðherra, flytja framsöguræðu. Að henni lokinni verður stutt hlé, en klukkan 16,30 mun Ing- ólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herra, flytja yfirlitsræðu. Að henni lokinni hefjast almennar umræður, sem gert er ráð fyrir að standi fram til kluikkan 7. Á föstudagskvöld verður síðan haldið áfram almennum umræð- um um landsmál. Á laugardag, 22. apríl, munu nefndir atvinnustétta starfa um morguninn kl. 10—12, en eftir hádegi, kl. 2, mun Magnús Jóns- son, fjármálaráðherra flytja yfirlitsræðu. Á eftir henni er gert ráð fyrir aknennum um- ræðum. Síðan er gert ráð fyrir að kjördæmisnefndir starfi. Kl. 5.30 er gert ráð fyrir því að stjórnmálanefnd skili áliti um stjórnmálayfirlýsingu og að um- ræður hefjist um hana. Londsíundur Sjúlistæðis- flokksins Landsfundarfulltrúar eru vinsamlega beðnir að af- henda kjörbréf og vitja full- trúaskírteina sinna í skrif- stofu flokksins í Sjálfstæðis- húsinu í dag kl. 9—12 fyrir hádegi og kl. 1—7 eftir há- degi. Um kvöldið verður leiksýning fyrir landsfundarfulltrúa í Þjóð- leikhúsinu. Sunnud.aginn 23. apríl, sem verður síðasti dagur landsfund- arins, er gert róð fyrir að fundir hefjist kl. 10 árdegis. Halda þá áfram umræður um stjórnmála- yfirlýsingu. Er gert ráð fyrir að þær standi til hádegis. Klukkan 2 síðdegis mun fara fram kosn- ing miðstjórnar og ennfremur er gert ráð fyrir að stjórnmálayfir- lýsing verði þá afgreidd. Síðan mun formaður flokksins slíta landsfundinum. Á sunnudagskvöld er gert ráð fyrir kvöldfagnaði fyrir lands- fundarfulitrúa í Sjálfstæðis'hús- inu, að Hótel Borg og Hótel Sögu. í dag og á morgun er gert ráð fyrix að landsfundarfulltrúar sæki aðgöngumiða sína á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins við Austurvöll og afhendi jafnframt kjörbréf sín. Mun skrifstofa flokksins við Austurvöll verða opin frá kl. 9 fyrir hádegi báða dagana. Söguleg flugferð Tókíó, 18. apríl. — NTB-AP. í DAG var opnuð í fyrsta sinn. í sögunni flugleið milli Moskvu og Tókió yfir Síberíu — en þannig styttist flugtíminn milli þessara tveggja stórborga um helming. Það var sovézk skrúfu- þota af gerðinni TU-114, sem fór fyrstu ferðina og lenti hún á flugvellinum í Tókíó kl. 12.29 að staðartíma. Flugleiðina, rúmlega 8000 km, fór hún á 10% klst. — Sovézka flugfélagið „Aeroflot" og japans-ka flugfélagið „Japan Airlines" munu annast flug þetta í sameiningu framvegis. Kannar yfirborð tunglsins „Surveyor 3" lendir á morgun Pasadena og Kennedýhöfða, 18. apríl (AP). AÐFARANÓTT fimmtu- dags mun bandaríska tungl- flaugin „Surveyor 3“ lenda á tunglinu. Var flauginni skot- Ið á loft frá Kennedyliöfða á mánudagsmorgun. Flaug þessi er svipuð að gerð og „Surveyor 1“, sem lenti á tunglinu 2. júní í fyrra og sendi þaðan alls um 11.500 myndir. Nýja flaugin er þó að því leyti frábrugðin þeirri fyrri að hún er búin lítilli vélskóflu til að grafa niður í yfirborð tunglsins og kanna þéttleika þess, og verða myndirnar sendar til jarðar um senditæki flaugarinnar. Búast vísindamenn við því að fá mikilvægar upplýsingar um yfirborð tunglsins, þótt ekki sé vélskóflan stór. Getur skóflan grafið um 45 sentí- metra djúpan skurð niður í yfirborðið. Tunglskotið á mánudag tókst mjög vel, og lenti „Surveyor 3“ strax á réttri braut Örlitlar lagfæringar voru svo gerðar á stefnu flaugarinnar snemma í morg- un, og tókust þær eins og bezt varð á kosið. Enn er þó of snemmt að dæma um það hvort lendingin á tunglinu gengur að óskum, því margt getur gerzt á langri leið. Hér sézt þegar verið var að reyna vélskófluna á „Surveyor 3“ skömmu áðui en tunglflaug- inni var skotið á loft frá Kennedyhöfða á mánudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.