Morgunblaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 11
' MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JUNl 1967. 11 Sigurður B. Sigurðsson rœðismaður sjötugur ÞEIR aldamótamenn hafa lif- e-ð tímana tvenna og orSið vitni mestu breytinga, sem orðið ha£a í þjóðlífi Mendinga. athafnalífinu, hafa verið virk- ir þátttakendur í þeiriri miklu og öru uppbyggingu, sem átt hefur sér stað. Einn þessara manna, Sigurðuir B. Sigurðsson ræðismaður, er sjötugur í dag. (Hann er fæddur hinn 4. júni 1897 í Flatey á Breiðafirði, sonur Björns Sdgurðssonar kaupmanns og síðar bankastjóra Og fyrri konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur, síðar Parsberg. Að loknu skólanámi hér heima, lagði hann stxmd á verzlunar- fraeði í Kaupmannahöfn, á Bretlandi og á Spáni. Ungur að árum gerðist hann samstarfs- maður Asgeirs Sigurðssonar og síðar meðeigandi hans í verzl- uninni Edinborg. Asgeir var, eem kunnugt er, einn helzti ethafhamaður íslendinga á sín- um tíma, og það tnaust, sem hann sýndi Sigurði með því að velja hann til eamstarfe við eig og meðeignar í fyrirtæki ennu, er traustasti vitnisburð- ur um þá eðliskoerti Sigurðar, *>m svo ríkir eru í fari hans. Hann varð meðeigandi verzl- unarinnar Edinborg árið 1926 og hefur síðan rekið verzlim- toa, við sívaxandi traust og vinsældir. Þegar heildverzlun Ásgeirs Sigurðssonar var gerð að hlutafélagi, varð Sig- urður einn af stofnendum henn- ar og jafnframt forstjóri og enn fremur einn af stofnendum Veið- arfæragerðar fslands, Fiskimjöls h.f. og fleiri fyrirtækja. Sigurður var settur ræðismað- ur Breta hér í Reykjavik árið 1933 og skipaður ári síðar í það starf og hefur það enn á hendi. Arið 1943 var hann sæmdur orð- unni O.B.E. (Officer of the Bri- tish Empire), og árið 1961 sæmdi Bretadrottning hann orðunni C.B.E. (Commander of the Bri- tish Empire Order) fyrir störf hans í þágu Bretlands. Hann er og riddaii af íslenzku Fálkaorð- unni. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarotörfum í þágu stéttar sinnar og hins opinbera, var m.a. í stjórn Félags vefnaðarvöru- kaupmanna, Verzlunarráðinu og fleiiri samtökum íslenzkra kaup- sýslumanna. Arin 1947—1950 var hann formaður Viðskipta- nefndar, og gegndi þeim eril- sömu og vanþakklátu störfum með mikilli pTýði, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Sigurður er ekki mikið gefinn fyrir hávaðasemi um sig eða mál sín. Hann er hæglyndur maöur, traustur og fastur fyrir, er ekki gjairnt að flíka skoðunum sin- um, en gerir sér far um að reisa skoðanir sínar á öruggum og rökstuddum grunni. Hann er mikiU risnumaður og góður heim að sækja, enda eru þeir margir, sem notið hafa gest- risni og gistivináttu þeirra hjóna á fögru heimili þeirra á Sól- vallagötu 10. Hann er kvæntur hinni ágæt- ustu koniu, Karítas Einarsdóttur, sem stýrt hefur heimili þeirra af miklum myndarskap og rausn. í»au hjón dveljast nú erlendis. En hugur hins stóra vinahóps þeirra og fjölskyldunnar dvelst með þeim í dag, og allir senda vinimir beztu heillaóskir sínair til þeirra á þessum merku tíma- mótum húsbóndans, með heiðri og þökk. E. P. Austfirðir - Norðurland Vörumóttaka til Hornafjarðar, Borgarfjarðar, Vopna fjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers, Húsavíkur, Akureyrar, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar á mánudag og þriðjudag. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS. 19 manna Chevrolet bifreið árg. 1955 til sölu að Tilraunastöðinni að Keldum. Upplýsingar í síma 17300 frá kl. 9—12 næstu daga. Afgreiðslustarf Viljum ráða starfsmann til afgr. í varahluta- verzfun. Umsækjendur leggi inn nafn og heimilis- fang á afgr. blaðsins merkt: „Bílavarahlutir — „946«. KÓPAVOGSBÚAB Hef opnað Raftækjaverzlun að Auðbrekku 49. Seljum allt efni til raflagna. Raftækjavinnustofa SIG. R. GUÐJÓNSSONAR Sími 42120. \ k«t*dV að það er ódýrast og bezt að auglýsa í Morgunblaðinu. Til leigu í Hafnarfirði 4ra herbergja íbúð á hæð á bezta stað. Laus strax. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 8. júní merkt: „Hafnarfjörður — 2280«. Til leigu Stór 2ja herb. íbúð á Seltjamamesi. Tilboð merkt: „Sérinngangur — 2281“ sendist blaðinu fyrir 10. júní. Cuðjón Styrkársson hæstaréttarlögmaðnr Austnrstræti 6. — Sími 18354. Atvinna. Saumastúlkur og stúlka vön áteiknun og sniðningu óskast. —» Upplýsingar að Bolholti 6, og símum 30975, mánudag kl. 3—5. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að reisa 3. hæð hússins nr. 14 við Stillholt á Akranesi og ganga frá þaki. Útboðs- gagna má vitja hjá Hallgrími Árnasyni, Skóla- braut 18 gegn 1000,00 kr. skilatryggingu. Skila- frestur er til 19. júní 1967. BYGGINGARNEFNDIN. Bréfaskriftir - vélritun Stúlka vön enskum bréfaskriftum óskast, sem fyrst. Hraðritunarkunnátta æskileg. Tilboð ásamt upp- lýsingum leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 10. júní merkt: „Framtíðarstarf — 8618«. Framlíðarstarf ? ■* • f»' • Óskum eftir að ráða reglusaman mann til starfa í verksmiðjunni. H/F SÚKKULAÐIVERKSMIÐJAN SIRÍUS Barónsstíg 2. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Jóhanns Þórðarsonar, hdl. verður hús- eignin Merkurgata 9 B, Hafnarfirði, þinglesin eign Arnar Ingólfssonar, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eignixmi sjálfri þriðjudaginn 6. júní 1967, kl. 2 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 23., 28. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1967. Bæjarfógetinn í Ilafnarfirði. Notaðir Saab bílar árg. 1964, hvítur árg. 1964, blár árg. 1963 hvítur. Saab umboðið SVEINN BJÖRNSSON & CO. Skeifan 11, sími 32299 og 30530. Vanur bókhaldari Maður, sem er vanur að færa bókhald óskast nú þegar hálfan daginn. Vinnutimi eftir samkomulagi. Gott tækifæri fyrir kennara og aðra sem stunda aðra vinnu hluta úr degi. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Bókhaldari — 629«. Skókjallarinn selur ódýrt. KARLMANNA- KVEN- OG BARNASKÓ. VERÐ FRÁ KR. 125.00 PARIÐ. AUSTURSTRÆTI 8 (KJALLARI). Stúdmur — fyrir 17. jún Hvítir kjólar stuttir og síðir. Hvítir hanzkar, Alls konar ódýr og smekkleg gjafavara í tíl- efni dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.