Morgunblaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1967. Úr stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins ÁFRAtí verði unnið að bættri heilbrigðisþjónustu um land allt og áætl- anir gerðar til langs tíma um heilsu verndarstöðvar, sjúkrahúsabygging- ar og aðrar framkvæmdir á sviði heilbrigðismála. Studd verði starfsemi þeirra sjálfstæðu félagssamtaka, sem vinna að heilsuvernd og í þágu örykja. Lögð verði og áherzla á mikilvægi heilsuverndar og hjúkrunar- mála aldraðra. Sveinn Cuðmundsson, alþm. Síðhorin frétt Fram sóknarblaðsins FYRIR 15 árum gekk ég í lið með nokkrum starfsmanna minna sem beittir voru hótunium af nokkrum framármönnum stéttar- félags síns vegna vinn.u við und- irbúning Iðnsýningarinnar 1952, og sá ég mér ekki annað fært en að segja upp starfi þremur þeirra manna, sem hótanirniar höfðu baft í frammi. I gær uppgötvar daglblaðið Tíminn allt í einu, að með þessu li'ðsinni við starfsmenn mína hafi ég gerzt sekur um „atvinnu- kúgun“, en þetta „ranglæti" hef- ur blaðið nú látið óátalið og þag- að nm í hálfan annan áratug. Með þessari síðbornu frétt eru framsóknarmenn að reyna að leiða athyglina frá atvinnukúg- un Framsó'knar á Fáskrúðsfirði, sem harðlega hefur verið for- dæmd af almenningi um allt land. En til þess þarf áreiðan- lega meira en rangfærða frá- sögn af 15 ára gömlu ágreinings- máli, sem Tíminn tók enga af- stöðu til á sínuim tíma. Aðdraganda þessa ágreinings- máls var lýst í grein, sem birt- ist eftir mig í dagblöðunum í september 1952. í greininni, sem Tíminn birti atbugasemdalaust hinn 13. september 1952, sagði m.a.: bráðnauðsyn á að fá um 20 manna hóp úr smiðjunni til að vinna aliskonar verk í Iðnskól- anum. Ég hafði ekki yfir neinum öðr- um mönnum að ráða og varð mér auðvitað fyrst fyrir að leita til minna eigin manna. Undir- tektir mannanna voru ágætar. Þeim var ljóst hvað í húfi var og vildu allir hjálpa til við það, sem ógert var við sýninguna. Unnu mennirnir svo við sýning- una föstudaginn allan frá hádegi, alla laugardagsnóttina og fram á laugardag. Gengu verk vel úr hendi. Auðvitað var þarna ekki um neina járnsmíðavinnu að ra*'a, heldur allskonar störf við að hreinsa og laga o.s.frv. Var ég mönnunum úr Héðni mjög þakklátur fyrir að hlarupa undir bagga með Iðnsýningunni af slík- um augnaði og átti sízt von á þeim eftirleik, sem varð. Hótanir um að gera kaupið upp- tækt Á laugardagsmorgun, þegar unnið var af sem mestu kappi við sýninguna, var aðaliverk- sljóra Héðlins tilkynnt, að menn Sveinn Guðmundsson irnir úr Héðni hefði ekki rétt til þess, samkvæmt samningum, að vinna á laugardaginn þar sem þeir hefðu unnið alla nóittina og sé þess krafizt, að mennimir hætti vinnu þegar í stað. Því var baett við, að kaup þeirra fyrir laugardagsvimnuna yrði tekið af þeim. Einestakir menn, sem voru Framih. á bls. 20 Afnema ber tolla af papp- ír og söluskatt af bökum Frá Bóksalafélagi íslands „Föstudaginn i fyrri viku að morgni, var ég staddur upp í Iðnskóla og var ég þar að yfir- líta undirbúning Iðnsýningarinn. ar, en ég er formaður fram- kvæmdanefndar hennar. Var mér og framkvæmdastjóra sýningar- innar (en hann var Helgi Bergs núverandi ritari Framsóknar- flokks. — Innskot mitt) Ijóst, að svo margt væri enn ógert við sýninguna, að ekki yrði unnt að opna hana daginn eftir, eins og boðað hafði verið, nema sér- stakar ráðstafanir yrðu gerðar til að flýta því, sem eftir var. Fór ég þá þegar vestur í „Héð- inn“ og átti tal við einn af verkstjórunum þar. Sagði ég hon um að vegna sýningarinnar væri NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur Bóksalafélags íslands. Fund- urinn gerði eftirfarandi sam- þykkt varðandi tollamál íslenzkr ar bókagerðar, svo og vegna sölu skatts á íslenzkum bókum: „Aðalfundur Bóksalafélags ís- lands, haldinn föstudaginn 26. maí 1967, leyfir sér enn á ný að vekja athygli á hinni ranglátu skipan toliamála, sem íslenzkir útgefendur þurfa að búa við. Á sama tíma og erlendar bækur og blöð eru algerlega tollfrjáls flutt til landsins, er íslenzkum útgefendum gert að greiða háa tolla af pappír og bókbandsvör- um. Augljóst er, að þessi skipan tollamála stendur íslenzkri út- gáfustarfsemi verulega fyrir þrifum og neyðir íslenzka útgef- endur til ójafnrar og óréttlátrar samkeppni við erlenda aðila, njóta sérstakra fríðinda umfram Framhald á bls. 20. Frambjoðaiidi Framsóknar við ,ritsmíðar‘ á Fáskrúðs- firði Eftir að Framsóknarmenn gáfust upp við að sýna einn frambjóðanda sinn á Austur- landi, Kristján Ingólfsson, á framboðsfundum hefur maður þessi lagt fyrir sig „ritsmíð- ar“ á Fáskrúðsfirði. Hefur hann dvalið svo dögum skipt- ir á staðnum og tekið „sam- töl“ við menn þar. Þessi „samtöl" munu birtast í Tím- anum og mun þá koma í ljós, að þær „yfirlýsingar“ eru ekki frá neinum þeirra, sem voru beittir atvinnukúg- un af Framsóknarmönnum á Fáskúrðsfirði. Vestfjarðakjördæmi D-listinn er listi uppbyggingar og framfara Enda þótt allir Vestfirðingar hafi fagnað framkvæmdum og um- bótum í skjóli Vestfjarðaáætlunarinnar og byggi miklar vonir á framhaldi þeirra, hafa leiðtogar Framsóknarmanna og kommún- ista sýnt þessu merka nýmæli andúð og tortryggni. Frambjóð- endur þeirra hafa á framboðsfundunum undanfarna daga reynt að sanna það, að „Vestfjarðaáætlun fyrirfinnist engin“. Það gerðist t. d. á Bíldudal s.l. þriðjudag, að einum af fram- bjóðendum Framsóknar var bent á hina nýju höfn á staðnum og honum jafnframt sagt, að þarna sæi hann Vestfjarðaáætlunina í framkvæmd. „Hvar?" sagði Framsóknarframbjóðandinn, og leit til fjalls. Hann lét sem hann sæi ekki hina nýju og skjólgóðu höfn þeirra Bílddælinga. Svona glórulaust er pólitískt ofstæki Framsóknarmanna. En Vestfirðingar vilja halda áfram uppbyggingu landshluta síns, þess vegna meta þeir það, sem vel hefur verið gert. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er sterkasta stjórnmálaaflið á fs- landi, bíður Vestfirðingnm forustu sína næsta kjörtímabii. A miklu veitur að aðstaða hans sé sem tryggust á Alþingi. A því veltur, hvort haldið verði áfram uppbyggingu Vestfjarða í skjóli stjóm- arstefnunnar. Þess vegna verður allt frjálslynt fólk á Vestfjörðum að styðja framboðslista Sjálfstæðisflokksins, og tryggja ríkisstjórninni sigur Varaformaður Framsóknarflokksins: Ekkert fagnaðarefni að Alþbl. ÓLAFUR Jóhannesson, varaformaður Framsókn- arflokksins, lýsti því yfir á framboðsfundi á Hofsósi sl. fimmtudagskvöld, að „það væri ekkert fagnað- arefni að Alþbl. væri klof- ið“. Séra Gunnar Gíslason, sem skipar fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandi vestra benti þegar í stað á það að Framsóknarmenn hörmuðu svo klofninginn í Alþbl. vegna þess, að þeir stefndu að því að komast í stjórnaraðstöðu með Alþ bl. að kosningum lokn- um. Það er sérstök ástæða til að vekja athygli á þess- er klofið ari yfirlýsingu varafor- manns Framsóknarflokks- ins, sem sýnir að Fram- sóknarmenn harma klofn- inginn í Alþbl. Harmur annarra landsmanna er ekki jafnmikill og Fram- sóknarmanna í þessu til- felli. Á sama fundi lýsti Ólafur Jóhannesson yfir því að hann hefði mikla trú á Norðurlandsáætlun og er það býsna athyglis- verð yfirlýsing miðað við fyrri yfirlýsingar Fram- sóknarmanna um lands- hlutaáætlanirnar en auð- vitað ber að fagna því að forustumaður Framsókn- arflokksins hefur svo mikla trú á verkum ríkis- stjórnarinnar! KJÓSENDAFUNAUR Á SEYÐISFIRÐI í DAG Sjálfstæðisflokkurinn efnir til aknenns kjósendafundar á Seyð- isfirði í dag sunnudag kL 16.00. Ræðumenn verða Jóhann Haf- stein, dómsmálaráðherra, Jónas 'Pétursson alþm. og Sverrir Her- mannsson, viðskiptafr. Austfirð- fngar_ eru hvattir til þess að tfjölmenna. Almennir kjósendninndir í Norðurlondi eystra FR AMB J ÓÐENDUR Sjálfstæðis iflokksdns í Norðurlandskjördæmi eystra boða til almennra kjós- endafunda um framfaramál kjör idæmisins og þjóðmál í Lundi í Öxnarfirði mánudaginn 5. júní kl. 20.30. Ræðumenn: Magnús Jónsson, ráðherra, Bjartmar Guð mundsson, Lárus Jónsson og Sig- urður Jónsson. Að Reynihlíð i Mývatnssveit þriðjudaginn 6. júní. Ræðumenn Magnús Jóns- son og Bjartmar Guðmundsson. I Reykjaneskjördæmi D-listinn er okkar listi Þróttmikill boðskapur unga fólksins á fundi þess í Hafnar- firði í gær, sýnir okkur og sann- ar hér í kjördæminu, að í þess- um kosningum fylkir æskan sér um D-listann og framfarastefnu Sjálfstæðisflokksins. Það er mjög mikilsrvert að finna þann sóknarþunga, sem nú er víðis- vegar hér í kjördæminu. 1 þessari viku, þegar lokasókn in stendur yfir, efna frambjóð- endur D-listans í kjördæminu til sérsitakra funda, með trúnaðar- mönum Sjálfstæðisflokkisins, Hverfisstjórum og öðrum sjálf- boðaliðum við kosningamar. Eru þessir fundir, svo sem sjá má i auglýsingu hér í blaðinu í dag á fjölmörgum stöðum í kjördæm- inu. Sjálfstæðismenn, konur og karlar, fylkjum okkur í hina stóru sveit áhugafólksins, sem vinnur að kosningaundirbúninigi og undirbýr nú baráttuna á kjör dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.