Morgunblaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 32
DREGIÐ EFTIR SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1967 2 DAGA Stærsta lánaveiting byggingar- sjóðs verkamanna til þessa S T J Ó R N Byggingarsjóðs verkamanna ákvað á fundi sínum í gær lánveitingar til byggingar 165 nýrra íbúða í 30 kaupstöðum og kauptún- um landsins, samtals að upp- hæð 76 millj. kr. Ákvörðun þessi er byggð á því, að ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir Lán veitt til 165 nýrra íbúða i 30 kaupstöðum og kauptún- um — samtals 76 millj. kr. fjárútvegun til viðbótar eig- in tekjum sjóðsins, svo sem nauðsynlegt kann að reynast til þess að hægt verði að Húsbruni í Kópavogi FjÖgurra manna fjölskylda missti allt sitt SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt að húsínu nr. 141 við Hlíðarveg í Kópavogi kl. 15:38 í gærdag. Húsið, sem upprunalega var reist sem sumarbústaður, var alelda, er slökkviliðið kom á staðinn, en fljótlega tókst að ráða niðurlög- um eldsins. í húsinu bjuggu hjón, Sigfús Steingrímsson og kona hans, ásamt tveimur börnum þeirra. Komust þau öll út í tæka tíð, en eldurinn fór um allar vistar- verur hússins, sem er lítið og skemmdist það mikið svo og allt i<nnbú. Þegar blaðið fór í prentun í gær voru eldsupptök enn ekki^ kunn. Oibeldismoð- urinn nóðist RANNSÓKNARLÖGBEGAN handtók í gær mann þann, sem réðst á leigubifreiðarstjórann út á Laugarnestanga s.l. miðviku- dagskvöld, og skýrt var frá í blaðinu í gær. Er maðurinn nú í varðhaldi. fullnægja lánsloforðum þess- um. Hér er um að ræða stærstu lánveitingu byggingarsjóðs verkamanna fram til þessa. Tryggjum sigur með glæsilegri lokasókn NÚ ERU aðeins tveir dag- ar þar til dregið verður í landshappdrætti Sjálfstæð isflokksins. Happdrættið þakkar öllum þeim fjöl- mörgu Sjálfstæðismönn- um, sem sýnt bafa eindreg inn einhug með stuðningi sínum við það og Sjálf- stæðisflokkinn. Jafnframt því hvetur það þá, sem enn hafa ekki gert skil að láta af því verða áður en um seinan er. Það auð- veldar allt starf happ- drættisins og flýtir fyrir birtingu vinningsnúmera. Sjálfstæðismenn hafa áð- ur unnið sigra með glæsi- legum lokaspretti og við skulum tryggja að svo verði nú. Skrifstofan í Sjálfstæð- ishúsinu er opin í allan dag, sími 17104. Þeir sem ekki eiga heimangengt geta hringt í skrifstofuna, sem þegar mun senda menn til þeirra. Ölafur Eioarssou, verkstjóri, hjá Vita- og hafnarmála- stjóm og Pálmi Óiason oddviti skoða furðuskepnuna. Xak ið eftir hryggjarliðunum fremst á myndinni. Er furðuskepnan beinhákarl? FYRIR um það bil fjórum mánuðum rak á fjörur á Langanesi ókennilega skepnu, er Lúðvík Jóhannesson, bóndi í Heiðarhöfn taldi að væri beinhákarl. Gerði hann ekkert í málinu en nú fyrir skömmu komu fram þær raddir að um furðuskepnu áður óþekkta, væri að ræða. Send hafa verið sýnishom af skepnunni til Hríseyjar, þar sem dr. Finnur Guð- mundsson, fuglafræðingur dvelsit nú við ransóknir og mun hann hafa kannað, hvaða skiepna þetta sié. Hins vegar hefur Mbl. ekki tekizt að ná taii af dr. Finni og því hefur Framh. á bfLs. 20 Furðuskepnan í fjörunni. Hinn svokallaði hiali sósit greini- lega. (Ljósm: Sv. Sveinisison). Fyrstu sumarsíldinni land- aí úr Hörpu á Seyiisfirði 3 aðrir bátar á leið inn með samtals 670 tonn SKÖMMU eftir hádegl í gær kom v.b. Harpa frá Sandgerði inn til Seyðisfjarðar með nm 260 tonn af síld, en báturinn fyllti sig í fyrradag. Þrír aðrir bátar munu einnig hafa fyllt sig í fyrrinótt, og voru á leið inn í gær. Mbl. átti í gær stutt samtal við Árna Gíslason, skipstjóra á Hörpu, og upplýsti hann, að bát- urinn hefði fengið aflann á all- stóru svæði um 350 mílur út af Austurlandi. Hann kvað Hörpu hafa fengið aflann mestmegnis á þremur dögum, og tvo síðustu dagana hefðu þeir oftsinnis lóð- að á ágætar torfur, en sildin væri óhemju stygg. Árni sagði að síðustu, að síldin væri ágæt, en blönduð. Kosningaskemmtun unga fdfksins f KVÖLD kl. 21, efnir Heim- dallur til kosningaskemmt- unar í Lídó. Kristín Sigurðs- son, nemandi í M. R., Jón Sigurðsson, verzlunarmaður, Haraldur Sumarliðason, tré- smiður og Ármann Sveins- son, stud. jur., flytja stutt ávörp. Þeir félagar Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfs son skemmta af sinni al- kunnu snilld og síðast en ekki sízt lætur Ómar Ragn- arsson til sín heyra milli þess sern hljómsveit Ólafs Gauks leikur fyrir dansi. Allt ungt stuðningsfólk Sjálfstæiðsflokksins er vel- komið meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókcypis Jón Einarsson, skipstjóri og leiðangursstjóri á síldarleitar- skipinu Hafþóri, tjáði Mbl., að þrír aðrir bátar væru á leið til lands með afla. Eru það Reykja- borgin með 260 tonn, Bjartuir með 210 tonn og Ólafur Magn- ússon með 200 tonn. Hann sagði ennfremur, að Hafþór hefði að undanförnu leitað norðvestur af miðunum, þar sem bátarnir halda sig nú, og hefði lóðað þar á nokkrar góðar torfur, en síldin væri mjög stygg. Hún stefndi í norðvestur, og nálgaðist þvl landið lítið eitt. Jón kvað Haf- þór nú þurfa að leita til lands, þar sem skipið hefði rekist á rekadrumb um nóttina, og eyði- lagt „astic“-stautinn, sem geng- ur niður úr skipinu. Þyrfti þvf að skipta um staut. Hann sagði, að hijög mikið væri um rekavið á þessum slóðum, og þyrfta síldveiðiskipm að varast hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.