Morgunblaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 17
MOR/GUNBLAÐI0, SUNNUDAGUR 4. JUNl 1967. n\ „Heimtum stríð44 BNN er ékki sýnlt, hvort koimið verði í veg fyrir ófrið vegna deilu Arabaríkja og fsraels. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, U Thant, gerir það, sem í hans valdi stendur, til að tryiggja frið- inn, og verður þó ekíki annað séð en honum hafi verið mjög mislagðar hendur, þegar hann sendi gæzlulið Sameinuðu þjóð- anna á brott, eftir kröfu Nass- ens í upphafi Iþessarar lotu deil- unnar. Vera miá þó að þarna séu ékfki öil kurl komin til grafar og bak við hafi legið hótanir um enn meiri vandræði, sem hann hafi afstýrt með þessu móti. Um góðvild U Thanits efast enginn, en auðvitað getur honum mis- »ýnzt eins og öðrum. Og elkki voru þær uppörvandi viðtökurn- ar, sem hann fékk í Kaíró á dög- unum, þar sem múg manns hafði verið stefnt saman til að hrópa af miklum æsimg og með krept- um hnefum: „Við heimtum ®tríð!“. Bezta tryggingin fyrir friði er sú, að þarna verður trauðlega hiáð stríð nema með samþykki Séð yfir Vestmannaeyjakaupsta ð REYKJAVIKURBREF arsvegar Sovót-Rússlands, sem Mtið hefur Arabaríkjunum 1 té vígbúnað og fé, og hinsvegar Frakklands, Bretlands og Banda- rílkjanna, sem öll hafa stutt ísraeL Frakkland með vopnum, hin — einkum Bandaríkin — með mikLum fjármunum. Ljóst er, að Vesturvéldin þrjú halda aftur af sínum skjólstæðingi og Frakkar segjast nú vera hlut- lausir, þó að þeiir hafi hingað til þótzt vera beztu vinir ísra- eLsmanna. Um afstöðu Sovét- Rússlands er óLjósara, og er þó talið, að undir niðri hvetji það Nasser til hófsemi. En hér reynir enn á samkeppn- ina við Kína-lkomma, sem ekki voru lengi að heita Nasser ein- huga liðsinni sjö hundruð miil- jóna Kínverja! Hafði ekki lesið Zhivago lækni Sumir kynnu raunar að spyrja, hversu margir af þessum 700 miiljónuim viti nolkkur skil á deiiu Araba og ísraeiLsm.anna. Yfirráðendur í Kína hafa haldið landinu einangnuðu frá því, að þeir brntust þar tii vaida fyrir h.u.b. tveimur áratugum. Fyrst höfðu þeir einlhver samskipti v.ð Sovét-Rússiand. Þegar kínversk- ir stúdentar voru kvadidir þaðan heim á síðustu misserum, þá voru þeir hinsvegar sagðir svo fláir miðað við fóiksmergðina í Kína, að ef hiutfali Islendinga, sem með sama hætti eru sendir til námis erlendis, væri hið sama, mundi sú tala ekki ná einum stúdent árlega! f Kína eru nú stór landssvæði, þar sem almenn ingur minnist þess .ekki að hafa séð nokkurn tíma hvítan mann. Og fréttaþjónustan er slílk, að aoalheimildir eru veggblöð fest upp • í Peking, en sanngildi þeirra efeki meira en »vo, að .ú orðið þylkir óráðlegt, að erlendir sendiráðismenn flái að lesa þau. — Kommúnistaforsprökkunum finnsit þetta síður en svo var- hugavert. Þeir vilja efldki frjálsa skoðanamyndun almennings, beldur er hugsjón þeirra sú, að hann skuli fylgja þeirn í blindni, svo að einn maður geti umsvifa laust talað í nafni 700 milljóna. Ástandið í þessum efnum er ólíkt sfeárra í Sovét-Rússlandi. Fyrir frjálshuga menn, sem öðru kynnast, er það þó óþol- andi til lengdar. Um það er hið eftirtektarverSa samtal við Ash- kenazy, sem birtisit hér í blað- inu fyrir slkemmstiu, öruggt vitnl Ást hans á Rússlandi og rússneskri menningu sikín út úr toverju hans orði, en ok stjémar- farsins er þyngra en svo, að JUIll hann treysti sér til að bera. Ó- trúlegt er en samt satt, að til séu íslenzkir menntamenn, sem ímynda sér sjláifir, að þeir séu unnendur frelsis og mannrétt- inda en gerast vikapiltar þeirra erlendu valdhafa, sem halda uppi siíkri kúgun. Engum kem- ur til hugar, að íslendingar lifi ailfullkomnu þjóðfélagi. En jafnvel Svetlana, dóttir Stalíns, sem naut margra fórréttinda í heimalandi sínu og starfaði að þýðingum úr enslku, hafði aldrei átt þess feost að lesa bók Póister- naks, Zhiva.go Laékni, fyrr en hún var orðin landflótta. Mönum hlýtur sannast að segja að verða orðavant yfir, að til skuli vera greindir íslendingar, er óslka þvílíkra stjórnarhátta fyrir sína eigin þjóð. „Þá rek ég það eða fer sjálfur64 Kúgunarandinn er því miður bráðlifandi hjá fleirum en komimúnistum. Þegar fregnir bárus.t af því til Morgunblaðsins sl. föstudag, að frestað hafði ver ið stofnun féLags ungra Sjál'f- stæðismanna á Fáskrúðsfirði vegna hótana kaupfélagsstjór- ans þar, vildu menn þó tnauð- lega trúa þvílíkri fólsfcu. Ekki vegna þess, að einsdæmi væri að Framsóknarmenn færi þannig að áður fyrri, heldiur af því að ætla varð, að þeir hefðu eitthivað lært af reynslunni og sikildu að tímar svo augljóss yfirgangs væru liðnir. Skjótlega fékkst samt staðfesting á því, að ekki var um að villast. En þá sáu menn í hendi sér, að ef birt yrði frásögn af þessu hneyksli án þess, að öruggar sannanir liægju fyrir, þá mundi öllu neitað og látið svo sem um ósannindi eða í mesta lagi ,^misskilning“ væri að ræða. Þess vegna var beðið með að birta fréttina, og öruggur maður, nákunn-ugur á Austf jörð- um, séra Jón Hnefill Aðalsteins- son, fenginn til að fara til Flá- skrúðstfjarðar og kynna sér allar aðstæður. Eins og vænta mátti af jafn hreinskiptnum manni og séra Jóni lagði hann leið sína beint til kaupfélagsstjór,ans og sagði: „Ég er kamkui hingað frá Morgunbiaðinu til að spyrja þig um þær sögur, er hér ganga fjöll um hærra, að þú hafir hótað stanfsfólki uppsögn, ef það gangi í félag ungra Sjálfstæðismanna“. Kaupfélagsstj-órinn, Guðjón Friðgeirsson, svaraði: „Mér þykir vænt um að þú Ikomir til mín til að spyrja um þetta «g ég hef ekkert á móti því að skýra fná því. Ég veit, að ég er umdeilldiur fyrir þá afstöðu, sem ég tók. En mín skoðun er sú, að það sé eikki haegt að vera starfsmaður í kaupfélagi og agitator fyrir Sj á 1 fstæðisflok k- inn. Þetta vil ég að komi skýrt fram“. Jón Hnefiill: „Þér er óhætt að treysta því, að óg mun hafa þetta rétt eftir“. Guðjón ka-uipfélagsstjóri:- „É,g vil ennfremur taka það fr-am, að ef á að nota kau.pféla-g- ið sem áróðuremiðstöð fyrir í- haldið, þá er mér að mæta, Bf á að fara að reka áróður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kaupfélag- inu og ala þar upp eittbvert pólitískt hreiður, hvað á ég þá að gera við fólkið? Ef á að r-ækta upp Sjálfstæðisflokki-nn af starfsliðin-u hjiá mér, þé rek ég það eða fer sjiá'lfur". „Missldlningur eða missögn46? Orð Guðjóns ka-upfélagss-tjóra lýsa því, að hann er síður en svo hnugginn yfir frammistöðu sinn-L Sveitarstjórinn á Fáskrúðs- firði, næsti nágranni Guðjóns kaupfélaigsstjór-a og a-uðsær sálu- félagi hans, J-ón Erlendiur Guð- mundsson, sagði m.a.: „Og af hverju segir þetta fólk .kki upp úr því að það vill gang-a í félagið? — — — Við sfculum segj-a, að kaupfélagsstjór-irm hafi þrúgað tvaer til þrjár manneskj- ur, en ég er sannfærður um að hann hefði aldrei sa-gt einum einasta m-anni upp.“ Sveitarstjóranum finnst svo sem ekki mikið um það þó kaiupfélagss-tjórinn h-afi þrúgað tvær til þrjár manneskjur, en reynir þó heldur að dra-ga úr og lætur eins og ekki m-undi ha.fa orðið úr framikvæmd hótain anna. Þessir herrar þykj-ast auðsjá anlega báðum fótum í jötu standa, þegar Jón HnefiíLl talar við þá, þnátt fyrir það að nokk- ur gagnrýni hafi komið fnam. Þeir telja sig eiga öruggan bak- 'hjall, svo að þeir þurfi hverigi að ótt-ast. En það fór eins og menn gr-unaði á ritstjórnarsikrifstotfu Morgunblaðsíns, að flolkksibrodd- arnir í SÍ-S urðu str-ax hræddir og hneykslið var orðið opinbert. Eysteinn Jónsson, sem heflur verið á ferð um Austfirði undan fardð, þ. á m. á Fáskrúðsfirði um sömu mundir oig hótanirnar voru borna-r fram, virðist enn einu siuni hafa verið blindaður af svartnættisþokunm og að þessu sinni einnig verið haldinn heyrnardeyfu, því að hann seg- ist eklkert hatfa um ijiálið heyrt fyrr mi Tímifm skýrSi honum frá því einlhvern tírna á þriðju- dag, og segir þá: >rÞetta kemur mér þannig flyr- ip, að hér hljóti að vera um al- geran misskilning að raeða eða mis®öign“. Jafnframt segir Guðjón kau-p- félagsstjóri þá við Tímann eða er M'tinn segja: ,,-Þeim starflsmönnuim, sem hér gæti verið um að ræða hetf ég hvorki hótað brottrekstri né mun ég gera það. Ég ræð menn í þjónustu kaupfélagsins hér eflt- ir sem h-ingað til eftir startfs-getu og hæfileikum, en ekki eftir póli tiískum sikoðunum þeirra“. Þessi yfirlýsing ka-uptfélags- stflórans er í aigerri mótsöign við þá hót-un, sem hann sjálfuir bar -frarn í viðtali við Jón Hnetfil og kaupfélagsstjórinn ber ekki á mótL að rétt sé eftir hötfð. Jón Hnefill s-egir að gefnu þessu til- efni í Morgunblaðinu sl. fimmtu dag: „Ég skrifaði orð þeirra Guð- jóns og Jóns Erlings niður jafn- harðan, og sumt atf því, sem ég hafði skrifað niður etftir Guðjóni las ég honium atftur tid þess að ha-nn ,gæti fullvissað sig um, að það væri rétt eftir hafit. Orð þess-ara manna haf-a því ekki brenglast í miínum meðfönum". Hér þartf ekki frekar vitnanna við. Kaupfélagsstjórinn og sveit- arstjórinn höfðu ekki verið að- varaðir naegilega af yfirmönnum s-ínuim áður en Jón Hnefili átti tal við þá. Enda treystir h-vorug- ur sér til að véfenigja berum orð- um eitt einasta orð í frásögn Jóns, þó að Guðjón vilji nú auð- sjáanlega umf-ram allt hla-upa frlá öllu s-aman. Staðreyndin er og sú, að sakarefnið hér er ekki nýtt, þó s-annanir hafi sjaldian legið eins aiugl'jóst fyrir og að þessu siinn-i. Frekjan var svo yfir gengileg, að Framsóknanlegát- arnir ugðu ekki að sér. „Hlutverk grín- leikarans66 Sj'álfir fi-nna Framsóknar menn, að afsakanir kauptfélags- stjórans og Eysteins Jónssonar er-u lítils virði. Þess vegna er Erlendur Ein-ansson, florstjóri SÍS, refcinn fra-m á ritvöll Tím- ans sL fimmtuda-g og látinn gefa yfirlýsingu í 5 liðum. Þar segir 2. liðnum: „Það er á miss-kilningi byggt, að stanfsfóllk sé ráðið til starf-a í samvinniufélögin eftir stjórnmála •skoðunum". Þarna notar Erlend-ur SÍS fonstjóri sama orðalagið og Ey- steinn varaformaður SÍS, sem sagt það, að um „misSkilnin.g“ sé að ræða. En etf það er „misskiln- ingur“, að stjórnmálasikoðanir eigi þarna að náða, þá er „misskilningur“ bersýnilega hjá Guðjóni kaupfélagss-tjóra. M-enn hljóta þess vegna að spyrja, hvaða náðstaifanir verði gerðar -gegn honum. Hefur SÍS lagt fyr ir hann að breyta um srtanfs- hæbti og veitt honum verðuga áminningu fyrir hótanir sínarT Eða er afsökun fyrir því, að srvo Ihafi ekki verið gert, e.t.v. s-ú, að SÉS hafi engan yfiriáða-rétt yfir eins-töfeum kaupifélögum? Þa3 kem-ur raunar fram í yfirlýs- in-gu Erlendar, að SÍS hatfi engan veginn að staðaldri ráðningu starfsfólks fyrir einstök kaupfé- löig með höndum. Erlendur gef- -ur þvi yfirlýsingu, sem hann eðli málsins samkvæmt þekkir ekki til hlítar. En menn hljóta einnig að spyrja: Hvaða ráðstatf- anir -gerir kaupfélagsstjórnin, húsbóndi kaupfélagsstjórans á Pásikrú'ðsfirðL gegn honum aí t þessu tilefni? Bf h-ún lætur mál- ið afskiptalaust, gerist hún að sjlálfsögðu samsek. An-nað mál er svo, að SÍS sjálft er engan veg- inn eins engilihreint í þess-um efnum og aðalforstjóri þess viil vera láta. Auðvitað er þar ekki len-gur beitt jafn klunnalegum aðferðum oig þessari Þó hetfði Erlendur Einarsson átt að láta vera að skrifa þennan síðasta lið yfirlýsingar sinnar: „Mér finnst satt að segja, að skrifin um atvinnukúgun í sam- vinn-utfélögumun sé brosleg til- ■raun til þess að leiða athyglina tfrá aðalkj arna stjórnmálan-na i dag. Væri ekki drengilegra og viturlegra að ræða um framfcíð íslenZks afcvinniulífs, hvernig finna skúli leiðir til þess að bj-arga afcvinnsuvegunum fré þvi ófremdarástandL sem þeir ern nú komnir í. íslenzka þjóðin á framfcíð sína undiir traustum at- vinnutfyrirtækjum. Fyrirtœkin eru máttarstólpar bvers þjóðfé- lags. Ef þeir máttarstólpar breigð ast, þá líður öll þjóðin fyrr eða síðar“. Enn þá lengra í ósmekkvísinni gengur Erlendur þó í Morgun- blaðiniu nú á laiugardag, þar sem hann talar um, að kaupfél-ags- stjórinn gegni „hlutverki grin- leikara í gamanþætti“. Öllu bet- ur er traiuðla hægt að lýsa skiln- ingsleysd á skyldum þeim, sem fylgja trúnaðairstörtfúm í al- menningsþágu, en Erlendur gerir ir með þessu skrifi. Deilumar um aftoomiu ein- stakra atvinnufyrirtækja eru auðvitað þýðinganmilklar en mega alrrei skyggja á það, að sjáltft frelsið er enn þýðingar- meira, m.a. vegna þess að þegar til len,gdar lætur er það lífeeð og florsenda heilbrigðs atvinnu- rekstrar. Aðalatriðið er, að þetta tvennt fer örugglega saman, frelsið og efnahagslegar framfarir. „Hvers vegna fékk Últíina ein leyfiii44? Annað mál er, að sum fyrir- tætoi geta elkki þrifist nema þau njóti sérréttinda í skjóli ófrelsis. Ólaflur Björnsson rakti í sinni ágætu grein 29. apríl, hvernig SÍS og ka-upfélögin tvö- eða þre- flölduðu veltu sína á árunum 1933 til ’38 í skjóli haftanna, samtímis þvL að heildarinnflutn ingur till la-ndsins minnkaði. Eng inn skyldi hal-da, að höftunuan hafi ekki verið misbeitt nerna á því tímabili einu. Á ágætum kosningafundi Sjáltfstæðism-anna á Akureyri sl. mán-udag hélt Gísli Jónss-on, menntastoólakenn- ari, afbragðs-góða ræðu. í henni sagði hann m.a. sögu frá náms- árum sínu-m hér í Reykjavík á fcíroabilmu 1946—53. Hún var eitthvað á þe&sa leið; „Á stúdentsárum mín.um var m.a. milkill skortur á fataefnum. Kvöld eitt spurðist, að næsta morgu-n yrðu seld nokkur kari- mannaflöt í Ulbíma. Ég gskk þangað u-m níu leytið um kvöld- ið til að Líta í verzlunargluigg- ana og hafði þá þega-r myndast nokkur biðr-öð, svo að ekki var um annað að ræða en að fara f hana, ef eitthvað átti að fást. Varð biðröðin áður en lauk nOkkrir tugir. Bjuggu menn sér til miða með góðu samkomiulagi og gátu svo verið ndkfcuð á hreyfingu og leituðu sér skjóls í húskjallara rét-t hjá — fjár- Framsh. a bis. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.