Morgunblaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JUNI 1967. 23 Þórður Kristjánsson Breiðabólsstað — Kveðja — LAUGARDAGINN 27. maí s.l. fór íram að Staðarfellskirkju í Dölum jarðarför Þórðar Krist- jánssonar bónda og hreppstjóra á Breiðabólsstað á Fellsströnd, hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni 19 maí s.l. 77 ára að aldri, fæddur 26. marz 1890. Ég rek hér ekki æfiferil eða ætt Þórðar það hefir fyrrver- andi sóknarprestur hans gert í ágætri minningargrein er birt- ist var í dagblöðum jarðarfarar- daginn 27. maí s.l. En minnast vil ég þess er mér finnst sérstætt og fremur flátítt á hans lífsferli. Það er t. d. ekki mjög algengt að sami maður gegni hreppsnefndarstörfuim óslitið í nærfellt hálfa öld, sókn- arnefndarstarfi 45 ár og for- söngvarastöðu við sóknarkirkju sína í 40 ár, og vinni að þessum störfum öllum til hinztu stund- ar, með alþekktri skyldurækni og trúnaði. Þetta segir meira en mörg orð um, hvert álit og traust sveitungar hans hafi haft á honum. Þórður kvæntist 23. júní 1918 eftirlifandi konu sinni Stein- unni Þorgilsdóttur frá Knarrar- höfn gáfaðri gæðakonu, Þorgils faðir hennar var eðlisgreindur, var barnakennari um áratuga skeið og vann að ýmsum félags- málum á sinni tíð. Sambúð þeirra hjóna varð einkar farsæl með gagnkvæmri ást og virð- ingu hafa þau afkastað miklu lífsstarfi. í áður getinni minningargrein sóknarprests þeirra hjóna er upptalning á bornum þeirra 6 eitt þeirra andaðist ungt, hin 5 á lífi fullorðin, allt athafna- samt og duglegt fólk.Fágæt er þátttaka Þórðar og Steinunnar í kirkju og menningarmálum er þau framkvæma hvert í sínu lagi, og þó vitanlega í samráði hvort við annað, bæði á sama stað Staðarfelli, hann fórnar kirkju sinni miklum tíma og fyrirhöfn frá annasömum húskap, hún Húsmæðraskólanum með störf- um í stjórnarnefnd skólans um áratugi, til þess að hlynna að fræðslu verðandi húsmæðra í héraðinu og utan þess. Ég kynnt- ist Þórði fyrst á fundum Kaup- félags Hvammsfjarðar. Þar var hann deildarstjóri um 20 ár enda góður samvinnumaður án póli- tískra skoðana, sanngjarn hver sem í hlut átti og tillögugóður. í fleiri máluim áttum við nokk- ur samskipti, alltaf var Þórður glaður í viðmóti rósamur, gest- risinn, orðvar og prúður, ákveð- inn og traustur. Auk allra opinberra starfa er hann þurfti mikinn tíma eins og áður segir, var hann athafna- samur bóndi, byggði að nýju öll hús jarðarinnar, stórjók ræktun, byggði vatnsaflsrafstöð, þá fyrstu í sinni sveit. Ættar- tengslin eru sterk við Breiða- bólsstað. Þar heir sami æt.tlegg- ur í beinan karlegg búið, á þriðj.u öld, er þar nú sjötti ætt- liðurinn tekinn við búsforráð- um þ. a. Halldór Þórðarson bú- fræðingur; ástæða er til að vona að svo geti orðið um langa fram- tíð. Fjölmenni var við útför Þórð- ar, bæði heima og á kirkjustað, til að votta hinum látna heiðurs- manni virðingu og þökk. Ég óska ekkju hans og börn- um blessunar um alia farmtíð, með þakklæti fyrir ágæt kynni fyrr og síðar. Jón Sumarliðason. að það er ódýrast og bezt að auglýsa í Morgunblaðinu. - FERÐASKRIFST. Framh. af bls. 16 ur-Þjóðverjar vilja ferðast til, og neitanir koma frá báðum aðilum, þegar ferðamaðurinn er álitinn óæskilegur. Fjallað er um á að gizka 40 umsóknir daglega af full- trúum Bandamanna. Meðal- tími athugunar eru hálfur mánuður, en hann má stytta ef nauðsyn krefur. Samþykkt var á fáeinum klukkustund- um umsókn frábærs vélvirkja til að gera honum kleift að annast áríðandi viðgerðir á díselvélum, sem flufctar voru út til Niðurlanda. Skrifstofan er staðsett í fyrrverandi prússnesku dóms húsi,húsi, sem notað var eft- ir stríðið sem hernámsaðal- stöðvar rússneska, banda- nískra, enskra og franskra herja. Rússarnir hafa fyrir löngu sagt skilið við flestar stofnanir fjórveldanna, þar á meðal A.T.O. Þegar forsætisráðherra Sov étríkjanna, Níkíta Krúsjeff tók að þrengja að Vestur-Ber lín á árunum 1958—’59, svar- aði skrifstofan með því að herða á takmörkum útgáfu ferðaskjala. Þetta varð jafn- vel enn strangara á tímum þeim, sem fóru í hönd, er kommúnistar reistu Berlínar- múrinn í ágúst 1961. NATO- nefndin ákvað, að Austur- Þjóðverjum, sem kostaðir Voru af stjórninni til ferða- laga í hennar eigin þágu, skyldi ekki leyft að ferðast að vild fyrir vestan, meðan meiri hluta ibúanna var neit- að um ferðafrelsi. Synjað var um ferðaskjöl nema í nokkr- um trúar-, viðskipta-, og mannúðartilfellum. Á fyrri helmingi ársins 1961, áður en múrinn var reistur, voru gefin út 9.000 leyfi. Á næstu sex mánuð- um aðeins 392, Jafnvel ísknattleiksliði Austur-Þýzk'alands var neitað um fararleyfi til heimsmeist- arakeppninnar í Colorado Springs 1962. Núna 5 árum eftir að múr inn var reistur hefur verið slakað allmikið á takmörk- unum, og bandarískur em'bætt ismaður sagði nýlega: „Við veitum næstum öll ferðaleyfi nema greinilega sé um póli- tísk tilfelli að ræða“. Austur-þýzkir stjórnarem- bættismenn með ráðherratign eða meira eru meðal þeirra, sem ekki koma til greina. Undantekning var gerð á sið asta ári fyrir menntamálaráð herrann Klaus Gisy til að gera honum kleift að heimsækja sjúka móður sína, sem býr 1 Frakklandi. Nýlega var aflýst sýningu leikflokks frá Austur-Berlín á Ítalíu'vegna þess að vara- menntamálaráðherrann, Kurt Bork, var neitað um farar- leyfi og vegabréfsáritun, en hann átti að fara með í ferð- ina. Austur-Þjóðverjar eru stöð ugt að leita að aðferðum til að fara í kringum A.T.O. Tvö þekkt dæmi, þegar þeim heppnaðist það, voru jarðar- farir kommúnistaleiðtoganna Maurice Thorez í Frakklandi og Palmiro Togliatti á Ítalíu 1964. I báðum tilvikum var aust ur-þýzku sendinefndunum veit fararleyfi til landanna eingöngu til að vera við jarð arfarirnar og síðan voru þær knúðar til að snúa heim þeg- ar að þeim loknum. Nýlega sendu Austur-Þjóð verjar flugvél með hjálpar- gögn til . flóðasvæðanna á ltalíu, án þess að sækja um ferðaskjöl fyrir áhöfnina. ítölsk yfirvöld leyfðu vél- inni að lenda, losa flutning sinn og fljúga síðan brott. Eitt aðaláhyggjuefni skrif- stofunnar er hversu oft Aust- ur-Þýzkaland notar iþróttir til stjórnmálastarfsemi. Þeg- ar austur-þýzkt landslið kepp ir á Vesturlöndum, eru póli- tiskir embættismenn í fylgd með þeim. Þeir krefjast þess. að hin austur-þýzka þjóð- tákn sé uppi, þjóðfáninn dreg inn að hún og þjóðsöngur- inn leikinn. Venjulega er þeim neitað. Þá draga hinir austur-þýzku embættismenn oft lið sín til baka úr keppninni áður en hún hefst. Dæmi um þetta sá ust í Lrtlu Ólympíuleikunum í Mexíkó 1966 og heimsmeist arakeppni í glímu í Toledo, Ohio. Austur-Þjóðverjarnir hverfa samt venjulega ekki af hólmi, ef þeir eiga góða sigurmögu- leika. Hversu lengi enn mun A.T.O. starfa? Bandarískur embætfcismaður sagði, að „sva lengi sem Austur-Þýzkaland er ekki viðurkennt af NATO ög álitið er nauðsynlegt að starfrækja skrifstofuna mun hún halda áfram störfum“. £uxor. Áyallt fyrstlr í framförum... sjónvarpstækin eru löngu landsfræg oróin fyrir .f- burða langdrægni, tóngæði og skýra mynd. Sænsk gæðavara HÓNUSTA A EIGIN RADiÓVERKSTÆÐI ZEZZóHZM LAUGAVEGI 92 SÍMI 22600 Mallorkaferðir á nýjan máta í sumar efnir L&L til fimm hópferða til Mallorka, 18— 22ja daga ferðir í júní, júlí og ágúst. Á leiðinni til og frá Mallorka er komið við í einni eða fleiri stórborgum Mið-Evrópu til að gefa fólki kost á að skoða sig um og verzla. í tveimur ferðanna er dvalið eina viku á Porto Colom baðströndinni á Mallorka, en aðra vikuna er farið með skemmtiferðaskipinu TSS HERMES, sem tekur um 500 farþega, um Miðjarðarhafið og m. a. kom- ið við í Tangier og Casablanca. LÖIMD & LEIÐIR Aðalstræti 8,simi 24313 Á Mallorka bjóða L&L upp á fyrsta flokks hótel, þar sem hverju herbergi fylgja svalir, bað, salerni, útvarp og sími. Á hótelunum eru barir, sundlaugar og skemmtanir á hverju kvöldi. Fullt fæði er inni- falið í verði ferðanna. Allar nánari upplýsingar er að finna í hinum glæsilega, litprentaða bæklingi L&L, sem sendur er þeim er þess óska. Með L&L til Mallorka þar sem ætíð er sumar og sól ©AOOcrSINQASTOFAM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.