Morgunblaðið - 13.06.1967, Side 19

Morgunblaðið - 13.06.1967, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1967. 19 Sannleiksraustin 1 ARATUGI hafði ekki verið mikið um trúmál í íslenzkum blöðum — öðrum en hinum kirkjulegu. En á þessu hafa nú orðið snögg og mikil umskifti. Með nokkuð sérlegum, og ekki ailskostar menningarlegum hætti hafa þó þessar umræður að tals- verðu leyti verið. Þær hafa ekki verið beinlínis rannsakandi, því þær hafa að miklu leyti snúizt um sýnileg eða í bezta lagi heyr- anleg form; í rauninni um hé- góma og tildur. Kynlegt að vera að eyða löngu máli um slíkt, og furða, að ritstjórar skuli geta lánað rúm í blöðum sínum um það, sem 1 augum skynsamlega hugsandi manna virðist vera innihaldsláus vaðall. Þeim mönn- um, sem vilja hafa tildur og hé- góma við kirkjulegar athafnir, skyldi þeim í rauninni vera það of gott? Það er erfitt að sjá, að slíkt sé nokkru umtalsverðara en hégómlegt tízkutildur í klæða- burði kvenna, sem stundum er ekki nærri því eins meinlaust. Ég vil nefna broddhælana, sem um hríð þóttu ómissandi. Þeir voru ekki meinlausir. Þeir skemmdu gólf í húsum og þeir gátu verið lífshættulegir. Sagt var um ágæta konu í Reykjavík, að stígvélahæll hefði valdið dauða hennar, er hún festi hann I stigaþrepi. Ekki skrifa ég til þess að flytja neina trúarkenningu. Hið eina sem mig langaði til að gera með þessum línum, er að vekja athygli á nýlega útkom- Inni lítilli bók enskri. Hún nefn- Ist The Ring of Truth, kostar 3s. 6d. (Eitthvað innan við 30 krón- ur) og forleggjarinn er hið mikla og góðfræga firma Hodder & Stoughton Ltd. í London. Höf- undurinn, J. B. Phillips, er nafn- togaður klerkur (canon) í ensku biskupakirkjunni, lærdómsmað- ur og rithöfundur. Hann hefir meðal annars þýtt Nýjatesta- mentið á nútíðarensku og mun nú vera að þýða Gamlatesta- mentið, eða einhverjar bækur þess. Þessi litla bók hans varð einmitt til sökum þýðingar hans á nýjatestamentinu. Hún segir frá því, hver áhrif þýðingar- atarfið hafði á hann. Síra Bjami Jónsson sagðist hafa ætlað sig og talið sig sæmi- lega kunnugan Passíusálmunum, en þegar orðalykill Björns pró- fessors Magnússonar kom út (1950) og síra Bjarni fór að fletta þeirri bók, kvaðst hann fljótt hafa orðið þess áskynja, hve kunnáttu sinni í sálmunum var áfátt. Eins var það um þennan enska lærdómsmann, að hann hugði sig vel heima í Nýja testamentinu, jafnt á frummál- inu sem móðurmáli sinu, en þegar hann tók að þýða, varð honum það ljóst, hve slælega hann hafði hugsað er hann las. Og nú þóttist hann þurfa að segja öðrum frá því, hvað þýð- ingarstarfið hafði kennt honum að skilja. Bók sú, sem hér er minnzt á, kom út um miðjan janúar og um það leyti las höfundurinn upp úr henni í nokkra morgna í út- varpi og sagði um leið nokkru nánar frá reynslu sinni, og fyrir að hlýða á hann, varð ég mér úti um hana. Hefir efalaust mörgum öðrum farið á sama veg, því fyrir miðjan febrúar var bú- ið að endurprenta hana tvisvar. Þegar ég var búinn að lesa hana, þótti mér sem ég ætti að vekja athygli íslenzkra lesenda á henni. Ekki er það þó svo, að hún flytji neina nýja kenningu; það er öðru nær. En ég held að hún mundi líklega hjálpa ýmsum til þess að lesa Nýja testamentið af meiri athygli og skilningi en ella. Greinilega lítur höfundurinn á söguna um upprisu Jesú sem merkasta þáttinn í kenningu eða boðskap Nýja testamentisins; því að það skifti öllu máli, að vita að við lifum dauðann. Um þá sögu vísar hann annars til bókar eftir Frank Morison: Who Moved the Stone? Sú bók (lítil og ódýr) hefir fengizt í Reykjavík og kafli úr henni birtist eitt sinn f is- lenzkri þýðingu í blaði Ólafs B. Björnssonar, Akranesi. Vissi ég til, að ýmsir lesendur þess blaðs lásu þann kafla með athygli. Fró oðnl- hindi KEA AÐALFUNDUR Kaupfélags Ey- firðinga var haldirm í Sam- 'komuhúsi Akureyrarbæjar dag- ana 6. og 7. júnií sl. Rétt til fundarsetu höfðu 199 fulltrúa úr 24 deildum félagsins, en mættir voru 182 fulltrúar úr 18 deildum auk stjórnar félags- ins, kaupfélagsstjóra, endurskoð- enda og ýmissa gesta. Fundarstjórar voru kjömir Stefán Reykjalín, byggingameist ■ari og Gunnar Kristjánsson, Dagverðarejrri, en fundarritar- ar Arnsteinn Stefánsson, Stóra- Dunhaga, og Haraldur Hannes- son, Víðigerði. í upphafi fundarins atfhenti forrn. Starfsmannafélags KEA, Gunnlaugur P. Kristinsson, kaup félaginu fundarhamar að gjöif frá starfsfólki þess í tilefni 80 ára afmælis félagsins á sl. ári. Hamarinn er gerður af Sigtryggi Helgasyni, gullsmið, og Frið- geir Sigurbjörnssyni, húsgagna- smið. Stjórnarformaður, Brynjólfur Sveinsson, menntaskólakennari, flutti skýrslu stjórnarinnar og greindi frá verklegum fram- kvæmdium félagsins á síðast- liðnu ári. Kaupfélagsstjórinn, Jakob Frí- mannsson, skýrði frá rekstri fé- lagsins og las relkninga þess fyrir árið 1966. Heildarvörusala félagsins og fyrirtækja þess á innlendum og erlendum vörum þegar með eru taldar út- flutningsvörur, verksmiðjufram- leiðsla og sala þjónustufyrir- tækja, hefur aukizt úr 802 milljónum króna 1965 í 925 milljónir króna árið 1966. Fundurinn ákvað að greiða í reikninga félagsmanna af tekju- afgangi ársins, sem var 882 þúsund krónur, 6% arð af við- skiptum þeirra við Stjörnu |mjd rsalan s.f. UNESCO styrkir til fslands Hvergi vitnar Phillips til þess er sálarrannsóknirnax hafa leitt í ljós um framhaldslíf mannsins, en hins lætur hann lauslega get- ið, að nafnkunnur rithöfundur, sem hann hafði kynnzt nokkuð, og þó aðallega af bréfum, sem þeim fóru á milli, birtist honum tvisvar eftir lát hans, alveg ljós- lifandi, svo að engin dauða- merki sáust á honum; og ekki nóg með, að hann birtist hon- um, heldur talaði hann til hans í bæði skiftin nokkur orð um efni sem Phillips lá mjög á hjarta. Þegar hann sagði göml- um biskupi frá þessu, svaraði hann bara; „Blessaður vertu, þetta er ekki annað en það sem alltaf er að gerast“. Lofsvert er það, hve vandað hefir verið til útgáfu Biblíunnar síðan prentun hennar fluttist aft- iu- inn í landið. En mundi ekki mega gera meira en gert er til þess að vekja almennan áhuga á lestri hennar og að leiðbeina um skilning á henni? Vænlegasta leiðin til slíks mundi efalaust að beita fyrir sig blöðum og út- varpL Það er engum manni vansalaust að vera allsendis óles- inn í þeirri bók. Það er brenni- mark menntunarleysis. Sn. J. Apotek, sem þeir sjálfir hafa greitt. Úr Menningarsjóði félagsins hafði á árinu 1966 verið úthlut- að 70 þúsund krónum til 7 aðila, en tekjur sjóðsins voru 250 þús- und króna framlag samþykkt á 80 ára afmœlisf'Undi félagisins síðastliðið ár, auk vaxta. Aðalfundurinn samþykkti nú 250 þúsund króna framlag til Menningarsjóðs. Á funinum var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Framh. á bls. 20 SVO sem kunnugt er samþykkti Alþingi í maímánuði 1964 álykt- un, sem heimilaði aðild íslands að Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna, og var skömmu síðar gengið formlega frá aðild íslands með undirritun stofn- skrár stofnunarinnar. UNESCO starfar að margvís- legum v-erkefnum á sviði fræðslu og skólamála, vísinda og menn- ingarmála víðs vegar um heim. Hluti af þeirri starfsemi er fólg in 1 því að stofnunin veitir að- ildarlöndum nokkuxn styrk til að koma í framkvæmd ýmsum verkefnum á þessum sviðum, sem jafnframt eru talin að geta haft alþjóðlegt gildi. Fyrri hluta árs 1965, að af- loknu þingi UNESCO, sem hald- ið var í París í nóvembermánuði 1964, hlaut ísland í fyrsta skipti slíkan styrk. Rann hann til Hand ritastofnunnar íslands og var notaður til að hefja skrásetningu á íslenzkum handritum, sem varðveit eru í söfnum erlendis. Síðasta þing UNESCO var haldið í París í nóvembermán- uði sl. og átti íslenzk sendinefnd þá í fyrsta skipti sæti á UNESCO-þingi. Nýlega hefur borizt orðsend- ing frá UNESCO þess efnis að samþykktar hafi verið fjárveit- ingar til styrktar nokkrum verk- efnum, sem unnið er að ai hálfu íslenzkra aðila á sviði skóla- og menningarmála. Nemur fjárhæð sú, sem stofnunin leggur af mörki um í þessu skyni, samtals $22.400. — eða um 963 þús. isl. króna. Skal fjárhæðinni varið til stuðnings sex verkefnum, sem unnið er að hér á landi, svo sem hér segir: l.Styrkur til áframhaldandi skrásetningar íslenzkra hand- rita í erlendum söfnum á veg- um Handritastofnunar íslands, $5,000.—. 2. Styrkur að upphæð $2.500,— til greiðslu kostnaðar við að fá hingað til lands sérfræðing i áætlanagerð á sviði skólamála, en eins og kunnugt er vinnur Efnahagsstofnunin nú að verk- efni á þessu sviði. 3. styrkur að fjárhæð $5.00,— til aðstoðar við framkvæmd verkefna á sviði skólarannsókna þeirra, sem unnið er að á veg- um menntamálaráðuneytisins. 4. Styrkur til íslenzks mynd- listamanns til náms og kynnis- dvalar erlendis, að upphæð $2.400.—. 5. Styrkur til greiðslu kostnað ar við að fá hingað til lands sér- fræðing í viðgerð og varðveizlu fornminja. Skal sérfræðingux starfa hér tiltekinn tíma á veg- um Þjóðminjasafnsins, Upphæð styrksins er $2.500.—. 6. 5.000 dollarar til að fram- kvæma hér á landi rannsókn á áhrifum fjölmiðlunartækja, svo sem sjónvarps. 7. júní 1967. Ekki eru allir góðir traktorar bláir en allir hlálr traktorar eru góðir! ÖÞOR HF REYKJAVÍK SKÓLAVÖROUSTÍG 25 GRIÆGfl DRATTARAFLS er nauðsynleg á góð- um traktorum. FORD hefur léttan stýris- búnað og leggur vel á. Vökvastýri er einkar heppilegt, þar sem unnið er við erfiðar aðstæður, eða mikið unnið með ámokst- urstækjum. wm ÓHÁÐ VÖKVAKERFI eykur afköstin veru- lega. Bein innspýting eldsneytis tryggir örugga gangsetningu, jafnvel í mestu vetr- arkuldum. Slagstutt- ur og sterkbyggður mótor er gæðamerki FORD traktoranna. # LIPURfi I MlflFERÐ lýsir sér í öllum verk- efnum, hvort sem um plægingu, drátt eða tætingu er að ræða. Aflið nýtist bezt með sjálfvirka gírkassan- um Select-O-Speed, sem ryður sér alls staðar til rúms, sem þarfasta nýjungin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.