Morgunblaðið - 13.06.1967, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.06.1967, Qupperneq 28
Lang stœrsta og fjölbreyttasta blað landsins g~' ag 3E raa ÞRTOJUDAGUR 13. JÚNÍ 1967 Helmingi utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað ---■ag- ■■■ -ag -ag n iVlesti afli íslenzks togara 'HALLDÓR Haílldórsson, skip- , j; stjóri á Maí frá Hafnarfirði, m / sebti enn eitt metið í gær- ’ H morgun þegar hann kom með f Ú <hátt í sex hundruð tonn af 7 þorski og karfa til Hafnar- L* jlJÍ / » fjarðar. Það mun vera mesti jK * ’, ♦/ afli sem landað ’hefur verið í H| tj'- — einu, úr islenzku skipi. — Morgunblaðið rabbaði stutta etund við Halldór í gær. „Við vorum alls þrettán og r /i 'llPfi ; t. hálfan dag í veiðiförinni. Jb \ 1 p>4y Fórum út 29. maí og komum ywj ~ > 4 s*. inn til Hafnarfjarðar klukk- ian um tíu í morg.un. Aflinn f' \ | 4, / bj| er mest karfi og hann mjög / m iLrw. •' stór og fallegur. Af þorski HBHHH^H fengum við um áttatíu tonn. HHHHH Við vorum við austurströnd W # J Grænland.s. Veðrið var mjög É gott allan tímann. Það var fÆ dálítill Ls til að byrja með en |J./* ■ ’-'v&í 4É hann v.ar horfinn siðast. Hf* Fyrst í stað vorum við einir ‘ þarna en undir lokin voru j®f|f7;! komnir sex aðrir Lslenzkir p' . .tJet+OL jHHÉ togarar og gerðu það gott. QflH Það var mikill fisk.ur þarna og við fengum mest um 30 H^-* ,* tonn í hali. Aflinn fer allur Ts :til vinnslu í Hafnarfirði og *;♦ *:W Reykjavík. Ég býst ekiki við ~i 'f'.J að viðdvölin verði löng, lík- 'f*;- -f-- Lega förum við aiftur út eftir þrjá daga. Landað úr Maí í gær. á Nielsar P. Dungals fyrirlestur / dag Billinn eftir areksturinn. andi árum með tilstyrk þessa sjóðs. lUlálverkðsýn- ingu Gunnars lýkur í dag MÁLVERKASÝNINGU Gunnars S. Magnússonar í nýbyggingu Mcnntaskólans við Lækjargötu, lýkur í dag. Hátt á annað þús- und manns hafa skoðað bana og 47 myndir selst. Alls eru 136 myndir á sýningunni og flcstar til sölu. Hraðbát hvolfdi HEIMASMÍÐUÐUM hraðbátl hvolfdi út af Hrólfsskála á Sel- tjarnarnesi um níuleytið í gær- kvöldi. t honum var maður um fertugt og tveir drengir 12 og 13 ára gamlir. Maður sá sem var með bátinn hafði siglt mjög ógætilega og ekki hafði hann vit á að setja á sig eða börnin björgunarvesti. Þeim tókst þó öllum að komast á kjöl og halda sér þar unz þeir voru sóttir, enda var veður mjög gott. Báturinn var um 200 metra frá landi þegar honum hvolfdi. Faðir annans dnengsins sá þegar það vildi til. Hratt hann fram öðrum bát ,ásamt fleiri mönnum, og bjargaði þeim öll- um þremur. Commander Stanczyk og Lt. Col. D’Louhy, bjóða „Gleymdu drengina" velkomna til landsins. Fyrrverandi hermenn í heimsókn á islandi voru hér á stríðsárunum ÞRJÁTÍUog átta Bandaríkja- menn og konur komu til lands- ins í Loftleiðavél í gær. Þau eru hermenn og bjúkrunarkonur, sem voru staðsett hér á stríðs- árunum og koma nú í heimsókn til að rifja upp gamlar minn- ingar og sjá með eigin augum þær breytingar sem orðið hafa. Foringi hópsins er Dave Zin- koff, sem var aðalhvatamaður að för þeirra hingað og um stofnun klúbbsins „Forgotten Boys of Iceland". Zinkoff var á sínum tíma ritstjó.ri Hvíta Fálk- ans, blaðsins sem varnarliðið gefur út. Meðal annarra í hópn- um eru „generalmajor" Albert Henderson og Borleis, ofursti, sem var yfirmaður herprest- anna hér. „Glejrmdu drengirnir“ verða hérna í hálfan mánuð og meðan á dvöl þeirra stendur, heimsækja þeir ýmsa staði á landinu. FRÓFESSOR Carl Gustav Ahl- ström frá háskólanum í Lundi flytur fyrirlestur í hátíðasal Há- skólans í dag kl. 17.1S. Fyrir- lesturinn nefnist „Virus och canser — den olöste gátan“. Er öllum heimill aðgangur ai fyrir- lestri þessum. C. G. Ahlström er prófessor í meinafræði við háskólann í Lundi og er þekktur um Norð- urlönd og víðar fyrir rannsókn- ir sínar á kxabbameini með sér- stöku tilliti til veirurannsókna. Sjóður til minningar um pró- fessor Niels P. Dungal stendur straum af heimsókn þessari. Er áformað að bjóða erlendum vís- indamönnum á sviði meinafræði eða annarra greina læknisfræði til fyrirlestrahalds við lækna- deild Háskóla íslands á kom- Lárus Pálsson hlaut Silfurlampann iSILFURLAMPINN, hin árlega tviðurkeTming Félags íslenzkra leikdómenda var afhentur Lár- usi Pálssyni, í hófl í Leikhús- kjallaranum í gær. Sigurður A. Magnússon, formaður félagsins afhenti lampann og ávarpaði Lárus. Leikarinn veitti lampan- um viðtöku og þakkaði fyrir. Ólafur Jónsson, ritari félagsins skýrði frá niðurstöðum at- kvæðagreiðslunnar sem sjö leik- dómendur tóku þátt í. Lárus Pálsson var efstur með 475 stig, þá Helga Bachman með 375 stig og þriðji Róbert Amfinnsson með 300 stig. Finnskur piltur beið bana í umferðarslysi UNGUR finnskur piltur, Seppa Suominen, 21 árs, sem búsettur hefur verið hér á íslandi á ann- að ár, beið bana í umferðarslysi í Reykjavik í gærmorgun. Slysið varð um kl. 10.30 á Suð urgötu á móts við Þrastargötu. Þair hafði Volkswagen-bifreið verið ekið á sveran rafmagns- staur, sem kubbaðist í sundur við höggið, og hékk efri helmingur aðeins á rafmagnsvírum. f bif- reiðinni voru tveir piltar um tví- tugt, ökumaður og finnskur kunningi hans. Að sögn öku- Wasihington, 12. júní. AP. ÖKUÞÓR nokkur gerði sér það til gamans í gær að aka xneð ofsahraða í kringum Hvíta Hús- ið. Tókst honum að komast 5 hríngi áður en lögreglan hand- samaði hann. Vegfarendur fylgd ust furðulostnir með eltinga- leiknum, sem 12 lögreglubílar og 6 mótorhjól tóku þátt í. Maður- inn vax ákærður fyrir ógætileg- an akstur. mannsins varð þeim báðum það á að líta á fólk, sem var á gangi eftir gangstéttinni, og við það mun ökumaður hafa lagt lítið eitt á bifreiðina til vinstri, þann- iig að vinstri hjól hennar fóru út af malbikinu. Þegar öku- maður leit upp aftur, var bif- reiðin alveg komin að staurn- um, og skall á honum, án þess að ökumanni tækist að hemla. Við árekstuxinn skall Seppa Suominen með höfuðið á fram- rúðuna og kastaðist á mælaborð- ið, en vinstra framhjólið beygl- aðist aftur að hurðinni. Finnski pilturinn var fluttur meðvitund arlaus í Landakotsspítala, þar sem hann lézt skömmu síðar. Það varð ökumanninum til lífs, að stýrið tók af honum mesta höggið, og slaipp hann án alvarlegra meiðsla. Sjónaxvott- um ber saman um að bifreiðin hafi ekki verið á óeðlilegum hraða er slysið varð. Finninn var starfsmaður hjá Flugfélagi íslands, og bjó hér hjá foreldrum sínum að Víðimel 63 hér í boxg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.