Morgunblaðið - 14.06.1967, Síða 3

Morgunblaðið - 14.06.1967, Síða 3
KTOKGTTNBLiAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI 1967. STAKSTEIMAR i Hvað segja blöðin um kosmngaúrslitin Dagblöðin hafa að sjálfsögða rætt mjög úrslit þingkosning- anna og segir Vísir í forustu- grein í gær: „Kosningaúrslitin eru hrein traustsyfirlýsing á" ríkisstjórnina. Hún hefur nú setið að völdum í 8 ár, hafa kjós- endur oft verið orðnir leiðir á ríkisstjórn eftir miklu skemmri setu en þessa, þeim mun athygl- isverðara er, að stjórnin skuH svo greinlega haldið velli sem raun ber vitni um. Er varla að efa að sama stjórnarsamstarfl verði haldið áfram þetta kjör- tímahil. Samstarf Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í ríkisstjóm hefur verið fádæma gott «g verður líklega svo enn um sinn. Er það hezta tryggringin fyrtr því að stjórn efnahagsmála verði traust í framtíðinni“. Afstaða Fram- sóknarmanna Timinn ræðir kosningaúrslitln í forustugTein í gær og segir þar: „Því er ekki að neita, að þessi úrslit eru Framsóknarflokknum vonbrigði, hann taldi sig hafa sterka málefnalega aðstöðu og því rökréttar vonir um vinning. Þær vonir rættust ekki. Fram- sóknarflokknum tókst hins vegar að halda svipuðu fylgi og í þing- kosningunum 1963, en þess ber að gæta að þá vann hann mesta sigur sinn í þingkosningum þegar þingkosningarnar 1931 einar eru undanskildar . . . Það verður hlutskipti Framsóknar- flokksins að vera í stjórnarand- stöðu enn um hríð, flokkurinn mun haga henni á svipaðan hátt og verið hefur, hann mun styðja þau mál sem stjórnin flytur og til heilla horfa, hinum mun hann veita harða mótspymu". Alþýðuflokkurinn fagnar sigri Alþýðublaðið segir í forustu- grein í gær um kosningaúrslitin: „Úrslit kosninganna á sunnudag urðu mjög ánægjuleg fyrir Al- þýðuflokkinn. Hann á fylgis- aukningu að fagna um land allt. Athyglisverðast er þó stórsigur flokksins í höfuðstaðnum, Reykjavik. Þar jók flokkurinn atkvæðatölu sína um 25% frá síðustu alþingiskosningum og hann fékk meira að segja 26% fleiri atkvæði á sunnudaginn var en í síðustu horgarstjórnarkosn- ingum fyrir aðeins einu ári. Slík fylgisaukning flokksins milli tveggja kosninga er mjög óvenju leg og má vera, að hún sé meira að segja einsdæmi hér á landi". Fyrirboði? í forustugrein í Þjóðviljanum, sem efsti maður á G-listanum skrifar í gær, segir m.a.: „Við hefðum átt vísan mjög stórfelld- an kosningasigur í þéttbýlinu, ef ekki hefði gerzt sá óvænti at- burður, að maður sá, sem var kjörinn formaður Alþýðuhanda- lagsins á landsfundi í haust, Hannibal Valdimarsson, hauð sig fram til þess að spilla fyrir G-listanum í Reykjavík. Afleið- ingin hefur orðið sú, að enda þótt kjósendur í Reykjavík ákvæðu með atkvæðum sínum, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi tapa þingsæti í Reykjavík, hélt flokkurinn sætinu samt, aðeins vegna þessarar sundrungar . . . Islenzku ferðamennirnir á F iccadilly Circus í London í gærkvöldi. f hópnum voru: Ást hildur Tómasdóttir, Reykjavvík, Gréta Lárusdóttir, Mosfellsveit, Kristján Gissurarson, Reykjavík, Gréta Bachmann, Mosfellssveit, Eggert H. Kristjánsson, Reykjavík, Bjöm G. Eiríksson, Reykjavík, Ingib jörg Magnúsdóttir Reykjavík, Svandís Pétursdóttir, Reykja- vík, Reidar B. Albertsson, Reykjavík, Oddrún Alhertsson, Reykjavík, Ingibjörg Vil- hjálmsdóttir, Reykjavík, Kristín Þór, Reykjavík, séra Frank M. Halldórsson, Ingimar Jörgensen, Reykjavík og Jakobína Gestsdóttir, Reykjavík. „Við vorum í hálftíma ■ heimi lífshættu44 Flugvélar Israelsmanna flugu yfir höfðum íslendinganna, sem skýldu sér undir múrvegg ILondon, 13. júni. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Margréti R. Bjarnason. ÍSLENZKU ferðamennirn ir, sem tepptust austur í Jórdaníu vegna stríðs ísra elsmanna og Araba, komu til London síðdegis í gær. Sjö þeirra fóru áfram heim með flugvél frá Flug félagi tíslands, en hinir urðu eftir í Lundúnaborg og komu til Regent Palace Hótels klukkan rúmlega 8 í gærkvöldi. Fréttamaður Mbl. hitti þá að máli yfir málsverði í gistihúsinu. Voru allir léttir í lund, heilir á húfi og vel haldn- ir, þrátt fyrir erfitt ferða lag síðustu tvær vikumar. Að vísu voru karlmenn- irnir orðnir svolítið skeggj aðir og konurnar þóttust þurfa að greiða sér áður en tekin yrði af þeim Ijós- mynd, en ljósmyndari AP, sýndi þeim enga miskunn heldur smellti af án þess að nokkur fengi vörn við komið. Séra Frank M. Hailldórsson. /hafði orð fyrir ferðatfólkinu, íen hann var fararstjóri. Róm Iuðu ferðalangarnir mjög tframmistöðu hans í ferðinni, |hann hefði staðið sig með leinstakri prýði og jafnani Isýat rósemi og dugnað allaa (tíimann. Þetta væri þó fyrsta tferð hans sena fararstjóri. Við báðum séra Frank að segja ferðasöguna og hinir tferðalangarnir bættu inn í ifriásögnina, þegar þurfa þótli. — Við fórum frá Jerúsalem tíaginn, sem átökin byrjuðu. Fórum þaðan með áætlunar- tferð til Amman og ætluðum þá beint úr landinu. Þetta jvar 5. jiúní, mánudag, en þeg- iar við komutm að flugvellin- lum, var ökkur skipað burtiu þeigar í stað, því að þá var Ibúið að loka honum. Það Ihafði verið gert strax kl. 9i iuml morguninn. Þá hafðú ibandarískum ferðamönnum, eem áttu að fara klukkan níu, verið afhent flu'gfcortið, en flugvellinum var þá skyndilega lokað og þeir fóru ekki. Síðasta ferð hafði ,verið klukfcan átta. Banda- rík j arnön nunum kynntumst við seinna í Amman. — Við tfórum þegar frá flugvellin- um — hélt Frank áfram, en leftir um þriiggja mtínútna akstur maltum við her- flokki, sem stöðvaði okfcur pg skipaði okfcur út úr bíl- unum. Islendingarnir tóku fram, að arabísku hermennirnir Ihefðu verið mjög kurteisir og beðið þá mikillar afsökun ■ar á því að þeir þyrftui að lenda í þessu. Þeir létu þá sitja u'pp við hallandi vegg, sem var skýli þeirra, meðan ísraels- menn gerðu loftárásir á Amman. Þegar loftárásinni var lokið flugu flugvélarnar beit yfir höfðum ferðalang- anna. — Það má segja, — sagði séra Frank — að þetta hafi verið erfiðasta augnablik ferðarinnar. Við vorum í hálftíma nánast í beinni lífs- hættu. Ingibjörg Magnúsdóttir — ein úr hópnum, sfcaut því inn í: — Það voru nákvæmlega 25 mínútur. Það vildi svo til að ég tók tímann. — Já, það var alveg ótrú- legt hvað fólkið var rólegt, — hélt séra Frank áfram. Allir héldu sinni ró og æðruleysi — Við höfum líka farar- stjóra, sem hafði sitt að segja og taldi í okkur kjark, sagði Kristinn Johnsen, og hinir ferðalangarnir tóku undir það. Þau sögðu okkur að séra Frank hefði haldið helgistund þarna undir múrnum til þess að telja í þau kjark. Hann hefði lesið upp úr Biblíunni og þau sungið sálma. — Það verður okkur alveg ógleymanleg stund, sögðu þau, og hefðum við ekki haft hann hjá okkur, hefðum við ekki verið svona róleg. Héldu sig innan dyra. Séra Frank heldur áfram: — Þegar loftárásunum var lokið, héldum við áfram ril Amman og þar vorum við í sex daga. Við dvöldumst þar á góðu hóteli, Philadelfíu. — Fyrsta sólarhringinn voru stöðug loftvarnarmerki, en engar loftárásir voru gerð ar á borgina sjálfa, aðeins flugvöllinn, sem var algjör- lega eyðilagður og er vist ekki enn orðinn nothæfur. — í Amman fórum við ekki út fyrir dyr. Fyrsta sólar- hringinn var allt myrkvað og algjört útgöngubann, en eftir það máttum við að visu fara en það var ekki talið hyggi- legt, svo að við fórum yfir- leitt ekkert. — Við notuðum bara sundlaugina bak við hótelið, sögðu þau. Þar var ágætt að vera, hótelið var gott og fólkið ljómandi — brezkt fólk og aðrir ferðalang ar frá Perú, þar á meðal læknir, sem reyndist okkur vel, ef eitthvað á bjátaði. Raunar kom ekkert alvarlegt fyrir. Allir voru frískir. Einn- ig voru þarna nokkrir ein- staklingar, Bandaríkjamenn og fLeiri. Frank sagðist að vísu hafa þurft að fara út nokkrum sinnum til þess að athuga með undirkomuleiðir, en hafi alltaf verið í fylgd með Aröb- um. — Það var mikill æsingur í fólkinu í borginni og mikill hiti. Að því er okkur skildist voru borgarbúar orðnir matar litlir. Það var líka búið að spenna fólkið upp með áróðri Við sáum t.d. i Cairó að fólk- ið var allt mjög espað. Ein stúlkan úr hópnum, Kristín Þór bætti við að í Amman hefði komið að máli við þau maður, sem hefði beðið þau að senda ósk til ís- lands um aðstoð við Araba Öll rómuðu þau mjög kurteisi Araba. Fimm þeirra höfðu áð_ ur verið í Arabalöndum á ferðalagi og höfðiu haft af þeim góð kynni. Mikill áróður í Cairo. Fréttamaður Mbl. bað séra Frank um að segja sér ferða- söguna í stuttu máli frá því er farið var frá Reykjavík. — Við fórum að heiman, sagði séra Frank, 23. maí til Aþenu gegnum London og Róm. í Aþenu vorum við til 25. maí síðdegis og flugum þá til Beirut í Libanon. — Hvernig var í Aþenu? — Þar var allit rólegt — við áttum þar yndislega daga, og þar voru engin merki að sjá eftir byltinguna, enda virt ist okkur að íbúarnir hefðu ekki orðið -varir við neitt fyrr en þeir lásu um atíburð- ina í blöðum. Frá Aþenu fór- um við til Beirut og þaðan tdl Damaskus í Sýrlandi. Þar vorum við einn dag, en héld- um síðan áfram til Cairó 29. maí. — Urðuð þið vör við mik- inn áróður þar? — Já mjög mikinn. Þar voru áróðursmiðar á öllum götum og upp um alla veggi. Myndir af Nasser voru alls staðar. Það er greinilega mik il dýrkun á honum hvarvetna Á áróðursmiðunum voru menn hvattir til þess að búa sig undir heilagt stríð gegn ísrael. — Svo að þið hafið ekki verið í vafa um, að þeir vildu stríðið? — Svo var að sjá, sagði Reidar Albertsson — einn úr hópnum. — Eftir því sem fréttirnar urðu verri fyrir okk ur urðu þeir ánægðari. Þegar við spurðum hvað væri að frétrta, sögðu þeir: very good news, very good news. Heppin að komast burt. — Við fórum til Jerúsalem 1. júní — heldur Frank áfram flugleiðis frá Cairó. Að vísu lentum við þá í Amman, því að flugvöllurinn í Jerúsalem var lokaður, en fórum þaðan með áætlunarbíl til Jerúsal- em. Þar vorum við í fimm daga, þar eð við fórum á fimmta degi í staðinn fyrir á sjötta degi eins og fyrirhugað var. Við höfðum nýlokið við að snæða morgunverð klukk- an tuttugu mínútur yfir átta, þegar við fengum boð um að pakka niður þegar í stað, því að ísraelsmenn hefðu gert áráts á Cairó klukkan átta — tuttugu mínútum áður. Var okkur ráðlagt að fara burt frá Jerúsalem þegar í stað. Framhald á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.