Morgunblaðið - 14.06.1967, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.06.1967, Qupperneq 10
/ 10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1967. 67 styrkir úr Vísinda- sjóði að upphæð 4,5 milljón BÁÐAR deildlr Vísindasjóðs hafa nú veitt styrki ársins 1967, en þetta er í tíunda sinn, sem styrkir eru veittir úr sjóðnum. Fyrstu styrkir sjóðsins voru yeittir vorið 1958. Deildarstjórnir Vísindasjóðs, sem úthluta styrkjum sjóðsins, eru skipaðar til fjögurra ára í senn. .Formaður etjórnar Raunvis- indadeildar er dr. Sigurður í»ór- arinsson, jarðfræðingur. Aðrir l stjórninni eru Davíð Daviðs- son, prófessar, dr. Gunnar Röðv- arsson, dr. Leifur Ásgeirsson, prófessor, og dr. Sturla Frið- riksson, erfðafræðingur. Dr. Gunnar Böðvarsson dvelst er- lendis og gegndi varamaður hans dr. Guðrmmdur E. Sigvaldason störfum fyrir hann við þessa út- hlutun. Alls bárust Raunvísindadeild 69 umsóknir að þessu sinni Veittir voru 46 styrkir að heildar fjárhæð 3 miUjónir 102 þúsund krónur. Árið 1966 veitti deildin 41 styrk að fjárhæð 2 milljónir 726 þúsund króna. Ritari Raun- visindadeildar er Guðmundur Arnlaugsson, rektor. Formaður stjórnar Hugvís- indadeildar er dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri. Aðrir 1 stjórn eru: dr. Broddi Jóhann- esson, skólastjóri, dr. Hreinn Benediktsson, prófessor, dr. Kristján Eldjáxn þjóðminjavörð- ur, og Magnús Þ. Torfason, prófessor. Ritari Hugvísinda- deildar 'er Bjarni Vilhjálmsson, skjalavörður. Alls bárust Hugvísindadeild að þessu sinni 40 umsóknir, en veittur var 21 styrkur að fjár- hæð samtals 1 milljón og 465 þúsund krónur. Árið 1966 veitti deildin 22 styTki að fjárhæð 1 milljón og 210 þúsund krónur, en einn styrkþegi, Björn Þ. Guð naundsson, cand. jur. afsalaði sér þá styrk sínum, kr. 50 þús. svo að styrkir ársins 1966 urðu raunverulega 21 að fjárhæð 1 milljón og 160 þúsund krónux. Úr Vísindasjóði hafa því að þessu sinni verið veittir samtals 67 styrkir að heildarfjárhæð 4 milljónir 547 þúsund krónur. Hér fer á eftir yfirliit- um styrk veitingarnar: A. RAUNVÍSINDADEILD I. Dvalarstyrkir til vísindalegs sérnáms og rannsókna. 140 þúsunð króna styrk hlutu: 1) Haraldur Sigurðsson, jarð- fræðingur, til sérnáms, rann- aókna og vinnu að doktorsrit- gerð við háskóJann í Cambridge. 2) Ottó J. Björrnsson stærð- fræðingur til rannsókna í stærð- fræði við Raunvísindastofnun Háskóla fslands. 3) Sigurður Steinþórsson jarð- fræðingur til sérnáms rannsókna og vinnu að doktorsritgerð við háskólann í Princeton. 4) Stefán Aðalsteinsson bún- aðarsérfræðingur, til erfðarann- aókna á íslenzku sauðfé, verk- efni tiJ doktorsprófs við háskól- ann í Edinborg. 6) Sverrir Schopka efnafræð- tngur til sémáms, rannsókna og vinnu að doktorsritgerð við háskólann í Frankfurt. 6) Vilhjálmur Lúðvíksson efna fræðingur, til sérnáms, rann- •ókna og vinnu að doktorsrit- gerð í efnafræði við háskólann i Wisconsin. 90 þúsund króna styrk hlutu: 7) Jón Stefán Arnórsson, jarðfræðingur, til sérnáms, rannsókna og vinnu að doktors- ritgerð við Lundúnaháskóla. 8) Magnús Birgir Jónsson bú- fræðingur, til framhalds á rann- aóknum sínum á arfgengi nyt- hæðar og fitumagns mjólkur hjá felenzkum kúm. (Verkefni til hcenciat-prófs við Landbúnaðar- háskóla Noregs). 9. Sigfús J. Johnsen eðlisfræð- ingur, til sérnáms og rannsókna á eiginleikum hálfleiðarteljara (við háskólann í Kaupmanna- höfn). 60 þúsund króna styrk hlutu: 10) Alfreð Árnason mennta- skólakennarL til framhalds- rannsókna á eggjahvítu í blóð- vökva (við háskólann í GJas- gow). 11) Einar Júlíusson eðlisfræð- ingur, til rannsókna og smíði Hei-iNe-fgaslaserum (við Raun- vísindastofnun Háskóla fslands). 12) Guðmundur Oddsson læknir, fil framhaldsnáms í læknisfræði og rannsókna á sambandi nýrnasjúkdóma og há- þrýstings (við Cleveland Clinic Educational Foundation). 13) Hólmgeir Björnsson, kenn- ari, til framhaldsnám í tilrauna- stærðfræði (biometry) við Oornellháskóla. 14) Ingólfur Helgason arki- tekt, til framhaldsnáms og rann- sókna í skipulagsfræði borga og sveita (við Edinburgh School of Town and Country Planning). 15) Magnús óttar Magnússon læknir, til framhaldsnáms í lækn isfræði og rannsókna á nýrna- sjúkdómum og meðferð gervi- nýrna (við Cléveland Clinic Educational Foundation). 16) Ólafur Örn Arnarson læk- ir, til sérnáms og rannsókna í þvagfærasjúkdómum (við Cleve land Clinic Educational Found- ation). 17) Páll G. Ásmundsson læknir, til framhal dsnáms og líf- eðlisfræðilegra rannsókna á nýr um (við háskólaspítalann í Georgetown, Washington). 18) Tryggvi Ásmundsson læknir, til framhaldsnáms og lífeðlisfræðilegra rannsókna á lungum (við Duke háskólann í Durham). 19) Valgarður Stefánsson eðlisfræðingur, til sérnáms og rannsókna í eðlisfræði við há- skólann í Stokkhólmi. 20) Þröstur Laxdal læknir, til sérnáms og rannsókna á viðnáms hæfni hjartasjúklinga gegn sýkingu af ýmsu tagi (við há- skólann í Minnesota). 50 þúsund króna styrk hlutu: 21) Árni Kristinsson læknir, til sérnáms og rannsókna á hjartavöðvasjúkdómum (Bret- land). 22) Ásgeir Ó. Einarsson dýralæknir, til rannsókna á sauð fjáx- og nautgr ipasj úkdómum (Þýzkaland). 23) Axel Valgarð Magnússon garðyrkjukennari til rannsókna á íslenzkum garða- og gróður- húsajarðvegi. (Þýzkaland). 24) John E. G. Benedikz lækir, til sérnáms og rannsókna á áhrifum sykursýki á tauga- kerfið. (Bretland). 25) Sigurður Dagbjartsson eðlisfræðingur, til sérnáms og rannsókna á kjarnakijúfum með sérstakri hliðsjón af notkun þeirra til orkugjafar handa gervitunglum. Þýzkaland). 26) Þorvaldur Veigar Guð- mundsson læknir, til framhalds- rannsókna á calcitonin (Bret- land). 27) Þór E. Jakobsson veður- fræðingur, til sérnáms og rann- sókna í tímaraðagreiningu til könnunar á stuttum veðurfars- sveiflum (Noregur). 30 þúsund króna styrk hlutu: 28) Reynir Axelsson stærð- fræðinemi, til sémáms og rann- sókna í stærðfræði og vinnu að doktorsritgerð við háskólann í Princeton. 29) Þorsteínn Vilhjálmsson eðlisfræðingur, til framhalds- náms i eðlisfræði öreinda við háskólann í Kaupmannahöfn. n. VERKEFNASTYRKIR. 11. A. Stofnanir. 30) Bændaskólinn á Hvann- eyri til framhaldsrannsókna á eðliseiginleikum jarðvegs. 80.000 kr. 31) Jöklarannsóknafélag ís- lands til rannsókna á Tungnár- jökli og fleiri verkefna. 60.000 kr. 32) Landspítalinn, Rannsókna- deild í meinefnafræði til könn- unar á jöðefnaskiptum hjá börn- um og unglingum. Verkefnið er unnið í samvinnu við skozka vísindamenn. 30.000 kr. 33) Náttúrufræðistofnun ís- lands til kostnaðar á efnagrein- ingum o.fl. vegna undirbúnings fslandsbindis af „Catalogue of the Active Volcanoes of the World“ 30.000 kr. 34) Rannsóknastofnun Land- búnaðarins til rannsókna á frost þoli íslenzkra grasa. 100.000 kr. 35) Rannsóknastofa Norður- lands, til framhaldsrannsókna Jóhannesar Sigvaldasonar á brennisteinsskorti í jarðvegi. 70.000 kr. 36) Raunvísindastofnun Há- skólans vegna tilrauna með notkun nýrra segulmælinga- tækja til segulsviðsmælinga úr flugvél og til könnunar nýrra aðferða við staðarákvarðanir. 76.000 kr. II. B. Einstaklingar. 37) Eggert Brekkan læknir, til tveggja rannsóknarverkefna. 30.000 kr. 38) Guðmundur Guðmunds- son jarðeðlisfræðingur til statist ískrar rannsóknar á pólskiptum jarðar. 30.000 kr. 39) Guðmundur Jóhannesson læknir, til rannsókna á krabba- meini í konum 40.000 kr. 40) Ivka Munda náttúrufræð- ingur, dr., til framhaldsrann- sókna á þörungum við strendur fslahds. 70.000 kr. 41) Leó Kristjánsson eðlis- fræðingur, til bergsegulmælinga á Vestfjörðum. 26.000 kr. 42) Sigurður V. Hallsson efna- fræðingur, til vaxtarmælinga á nytjanlegum þara við norðan- verðan Breiðafjörð. 75.000 kr. 43) Sigurður S. Magnússon læknir til rannsókna á leg- breytingum eftir fæðingu. 60.000 kr. 44) Valdimar K. Jónsson há- skólakennari, til rannsókna á hagkvæmni freonhreyfils við virkjun jarðvarma. 80.000 kr. 45) Þorkell Jóhannesson læknir, dr. og Vilhjálmur Skúla- son lyfjafræðingur til lyfjafræði rannsókna (framhaldsstyrkur). 34.000 kr. 46) Þorleifur Einarsson jarð- fræðingur vegna kostnaðar við C14-á'kvarðanir á lffrænum leifum frá ísaldarlokum og nú- tíma. 25.000 kr. B. HUGVÍSINDADEILD Að þessu sinni voru veiittir eftirtaldir styrkir: 125 þúsund króna styrk hlutu: A. STOFNUN: 1) Styrkur til alþjóðlegrar fræðaráðstefnu um norræn og almenn málvísindi á vegum Há- skóla íslands árið 1969. B. EINSTAKLINGAR: 2) Jón Sigurðsson hagfræð- ingur til að semja doktorsritgerð í þjóðhagfræði við London School of Economics um efnið Vöxtur og atvinnuskipting mann aflans í hagþróun með sérstöku tilliti til íslenzkrar hagsögu frá aldamótum. 3) Lúðivík Ingvarsson lögfræð- ingur, til að fullgera rit um refs- ingar á þjóðveldisthnanum. 100 þúsund króna styrk hlutu: 4) Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur til að rannsaka ís- landsverzlun Englendinga og siglingar þeirra á Norður-Atl- antshafi frá 1400-1550 og ganga frá riti um þennan þátt ensk- íslenzkrar sögu. 5) Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri, til að gera textaút- gáfu Hrafns sögu Sveinbjarnar- sonar og rannsaka samhand hennax við aðrar samtímasögur, ennfremur að kanna ýmis lækn- isfræðisöguleg atriði Hrafns sögu og ýmissa annarra fornrita. 6) Sigurjón Björnsson sálfræð- ingur, til yfirlitsrannsóknar á sálrænum þroska, geðtheilsu og uppeldisháttum barna í Reykja- vík. Rannsóknin nær til um það bil 1100 bama á aldrinum 5—15 ára og er fólgin í sálfræðilegum prófunum á börnum og viðtölum við foreldra og í sumum tiivik- um kennara barnanna. 60 þúsund króna styrk hlutu: 7) Álfrún Gunnlaugsdóttir licentiat, til að vinna að dokt- orsritgerð við háskólann í Laus- anne um efnið Trisrams saga og fsöndar borin saman við le Roman de Tristan eftir Tliomas. 8) Arnheiður Sigurðardóttir mag.art., til að rannsaka rithöf- undarferii Jóns Trausta (Guð- mundar Magnússonar). 9) Björn Steíánsson landbún- aðarfræðingur (sivilagronom) til að rannsaka breytingar á fólks fjölda í sveitum íslands. Efnið er þáttur í samnorrænni rannsókn- aráætlun Félags norrænna bú- vísindamanna (Nordiske Jord- bruksforskeres Forening). Styk- urinn er bundinn því skilyrði, að framlag til rannsóknarinnar fáist frá Nordisk Kontaktorgan for Jordbruksforskning (NKJ). 10) Einar Már Jónsson lic- encié-és-lettres, til að rannsaka stjórnmálakenningar Konungs- skuggsjár, rætur þeirra í evr- ópskri menningu og tengsl þeirra við norsk srtjórnmál og þjóðar- sögu samtímans. 11) Gylfi Ásmundsson sálfræð inigur, til a) stöðlunar Rorshach- prófs á 1100 reykvískum börn- um, b) rannsóknir á persónu- leikaþroska reykvískra barna með sama prófi. Er hér um að ræða hin sömu 1100 börn og rannsókn Sigurjóns Björnssonar beinist að. 12) Helgi Guðmundsson, cand. mag., til að ljúka rannsókn á fornöfnum í íslenzku, einkum persónu- og eignarfornöfnum. 13) Sr. Krisitján Búason, til að ljúka licentiatprófi og búa sig undir doktorspróf í nýja-testa- menrtisfræðum við Uppsalahá- skóla. Heimilt er að hækka þenn an styrk í kr. 100 þús., ef styrk- þegi fær ekki annan styrk, sem hann hefur sótit um. 14) Þórhallur Vilmiundarson prófessor, kostnaðarstyrkur til staðfræðilegra arthugana vegna örnefnarannsókna. 40 þúsund króna styrk hlutu: 15) Arnór Hannibalsson sál- fræðingur til að semja rit um heimspeki og ritstörf Ágústs H. Bjamasonar. 16) Baldur Jónsson lektor, til að rannsaka með samanburði ..við forngermönsk mál, hvernig háttað er sambandinu milli breytilegrar merkingar sagna í íslenzku og horfinna sagnfor- skeyta. 17) Björn Lárusson fil, lic., til kostnaðar við að ljúka doktors- ritgerð um íslenzkar jarðabækur — fram til jarðabókar Árna Magnússonar og Páls VÍlalíns að henni meðtalinni — og skiptingu á eignarhaldi jarða milli aðila á hagsöigulegum grundvellL (Björn hefur nú varið doktors- ritgerð sína). 18) Hreinn Steingrímsson tón- listarmaður, til að rannsaka ein- kenni íslenzkra þjóðlaga. 30 þúsund króna styrk hlutu: 19) Guðmundur Magnússon hagfræðingur, til að ljúka dokt- orsritgerð um hagfræðikenning- ar við skilyrði óvissu (Uncert- ainty in Production). 20) Ingimar Jónsson íþrótta- kennarL til að ljúka doktorsrit- gerð um sögu íslenzkra íþrótta á fyrra helmingi 20. aldar við Deutsche Hochschule fiir Körperkultur í Leipzig. 21) Jón Þórarinsson tónskáld, kostnaðarstyrkur vegna undir- búnings að samningu ævisögu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds og rannsóknar á verk- um hans. C. FLOKKUN STYRKJA RAUNVÍSINDADEILD I. Þrír aðal- Fjöldi Heildar flokkar styrkja fjárhæð Dvalarstyrkir til vísindalegs sérnáms og rannsókna 29 2.180.000 Styrkir til stofn- ana og félaga Verkefnastyrkir 7 453.000 til einstaklinga 10 469.000 Samt.46 3.1012.000 n. Fiokkun eftir vísindagreinum 1. Stærðfræði 2 170.000 2. Eðlisfræði 8 365.000 3. Efnafræði 4. Náttúrufræði 2 280.000 (önnur en jarðfræði) 2 130.000 5. Jarðfræði 6. Jarðeðlis- 5 433.000 fræði 7. Verkfræði 3 165.000 og skipiags- fræði 2 140.000 8. Veðurfræði 9. Búvísindi 1 50.000 og hagnýt náttúrufræði 9 715.000 10. Læknisfræði og lyfjafræði 14 564.000 Samt. 46 3.102.000 HUGVÍSINDADEILD Vísindagrein Sagnfræði 5 290.000 Málfræði 3 205.000 Bókmenntafr. Tónfræði, 3 220.000 tónlistarsaga 2 70.000 Lögfræði 1 126.000 Hagfræði 2 156.000 Félagsfræði Sálfræði, 1 60.000 heimspeki 3 200.000 Guðfræði 1 60.000 + H 40.000 Stamt. 21. 1.445.000 Brezk sendinefnd til Rhódesiu LONDON 13. júní, AP, NTB. — 'Wilson forsætfcráffherra Bnat- tands sagffi á fundi í neffri mái- stofumii brezku í gaer, aff brezka htjóMnin væri rfeiffubúin aff kanr/i möguileikai.Vi á a® taka <upp samnin (sviffræffur viff Rhód Wuntjóm á nýjun leik. Forsætisráðherrann sagði, að næstu da.ga myndi ríkisstjórnin senda sérlega sendinefnd tól Sailisbury til viðræðna viðf brezka landstjórann þar, sir Humphrey Giibbs og þá stjórn- málamenn í Rhódesíu, sem. vilja ræða við nefndarmennina. For- maður nefndarinnar er Alport lávarður ag mun hann gefa «tjómin,ni skýnslu um ferðina 'þegar við heimbomuna og mun ■þá kiama í ljós hvort grundvöll- ■ur er fyrir átframhaldandi samn- 'ingaviðræðum. Tilkynning Vil- sons koatn þinglheimi mjög á ó- Vart. Wilson sagði, að stjórninnl hefðu undanfarið borizt upplýs- ingar sem gæfu til kynna að lan Smith og stjórn hans hefðu 'nú aftiur fengið áhuga á að taka •upip samningaviðræður, þar sem frá var horfdð. Sagði Wilson, að 'ef þetta reyndist rétt væri brezka stjórnin reiðubúin að setjast við samningaborðið. Rhódesíustjórn sagði landið úr brezfea samveldinu 11. nóvember 1966 og lýsti þá yfir sjálfetæðl Fi’amhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.