Morgunblaðið - 14.06.1967, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1967.
^JtjornU'
ólziplÉ
EFTIR
KRISTMANN
GUÐMUNDSSON
I þeirra stað bekkir, mjúklega
vafðir löngu sefi. Allavega litir
leirdiskar voru settir hjá gest-
unum, svo og áhald nokkurt, er
nota mátti sem hníf og gaffal.
Fagrar leirskálar, fullar af
mjög ljúffengum ávaxtasafa,
fylgdu hverjum diski.
Á borðum voru margar teg-
undir ávaxta, og stærð þeirra
allt frá litlum berjum upp í með
al fótbolta. En aðalrétturinn var
einskonar grænmetis- og ávaxta-
salt, fjarska bragðgott, og átu
geimfararnir það með beztu
lyst.
Borðunum v£ir raðað í hring
á torgimi. En inni í hringnum
sátu konurnar þrjár á litlum
palli, og snéru bökum saman.
Höfðu þær skálar á hnjám sér
og mötuðust úr þeim, en ekki
tóku aðrir heimamenn þátt í
máltíðinni. Stóðu þeir allt um
kring og horfðu á gestina með
barnslegum sakleysissvip, þögl-
ir og alvarlegir.
Ómar Holt sat við hlið Míro
Kama og virti fyrir sér um-
hverfið. Borgin var dreifð um
dalverpi nokkurt, mjög frjó-
samt, og rann hraðstreymin á
gegnum hana miðja. Öðru meg-
in dalsins voru lágar hæðir með
hringmynduðum klettaborgum
efst, en hinu megin hærra fjöll
með hamrastrýtum, er glitruðu
líkt og þær væru alsettar gim-
steinum. Hvergi var neina rækt-
un að sjá, en allt vafið í roða-
björtu sólskini og fallegt yfir að
líta. „Fögur jörð er þetta“,
sagði hann við Miro. „En hvern-
ig má það vera að engir akrar
eða laukagarðar eru sjáanleg-
ir?“
„Ég hef tekið eftir því, svar-
aði Míro, „að allur trjágróður
er þakinn ávöxtum og hvar-
vetna milli húsanna þétt sett
jurtum, er vel gætu verið ætar.
Ég hygg að fólk þetta láti nátt-
úruna sjálfa um alla ræktun, og
er það ólíkt hollari aðferð, en
þið notið á hnetti ykkar, þar
sem grænmetið er skemmt með
Frá Samvinnu-
skólanum Bifröst
Samvinnuskólinn er fullsetinn næsta vetur. Öllum
umsóknum, sem bárust skólanum fyrir 1. júní síðast
liðinn hefur þegar verið svarað.
SKÓLASTJÓRI.
GRETTISGATA 32
Fyrir 17. júní
NÝKOMIÐ
DANSKIR TERYLENEKJÓLAR
stærðir 2—7. Verð frá 447.—
MATRÓSAKJÓLAR, 2 gerðir.
DÖNSK TERYLENEDRENGJAFÖT
á 1—2 ára.
ENSKIR TELPNAKJÓLAR, crimplene
og strigi, mikið úrval.
ENSKIR UNGLINGAKJÓLAR,
nýjasta tízka.
Danskar ullargammosíubuxur
verð frá 127.— Hvítar og bláar.
HVÍTIR CREPEHANZKAR á 2—7 ára,
kr. 45.—
HVÍTAR MUNSTRAÐAR SOKKABUXUR
á 2—8 ára.
UNDIRKJÓLAR TELPNA FRÁ 2ja—14 ára.
HVÍTAR DRENGJASKYRTUR,
nylon og poplin.
DANSKAR SMEKKBUXUR, köflóttar
og einlitar, verð frá 105.—
HVÍTIR DRALON-TELPNAPEYSUJAKKAR
MIKIÐ ÚRVAL AF PEYSUM.
gerviáburði. — En hvað er nú á
seiði?“
Mannfjöldinn var allt í einu
orðinn mjög órólegur, störðu
allir til himins og lýsti hræðsla
af hverju andliti. Þegar ómar
leit upp sá hann að einn hinna
risavöxnu fugla steypti sér úr
háalofti niður að torginu, og
sat mannvera á baki hans. Skipti
það engum togum að skepna
þessi rakst á þakið ósýnilega af
heljarafli. Urðu riddarinn og
reiðskjótinn viðskila hvor við
annan, og köstuðust niðux af
þakinu í gróðurbeðjuna milli
húsanna. Undrunar- og gleðiklið-
ur heyrðist hvaðanæfa, og var
nú bros á hverju andliti. Vakti
það enn athygli Ómars, hversu
Jífct fólk þetta var hálfstálpuð-
um börnum.
„Takið bæði fugl og mann og
færið hingað“, hrópaði Pimm
leiðangursstjóri og nokkrir
geimfarar hlupu þegar til að
framkvæma skipun hans.
Heimamenn viku óttaslegnir
til hliðar, er þeir komu aftur
með feng sinn. Það virtist líka
full ástæða til þess að óttast
skepnu þá, er fjórir þeirra báru
á milli sín. Hún var ólík erni,
en að minnsta kosti fimmtán
fet á lengd, með biturlegan
gogg og hvassar klær, mjög
sterklegar. Að lit var hún ekki
ólík suður-amerískum páfa-
gauk. Mannveran var aftur á
móti pervisaleg, og ekki nema
rösklega fjögur fet á hæð, alþak-
in snöggri, gulbrúnni loðnu, en
þó nakin í andliti og í iljum og
lófum. Líktist hún ketti, í fljótu
bragði séð, hafði kampa á efri
vör, og í stað brúna, gulgræn
augu og lágt nef með litlum
nasaholum. Neglur hennar líkt-
ust 'klóm, og eyrun eins og á
ketti, eða íslenzkum hundi. Voru
þau þakin loðnu, svo og kollur-
inn og hnakkinn. Að öðru leiti
líktist veran manni. Klæði bar
hún ekki önnur en buxur, er
voru girtar að mittinu og náðu
niður á mið læri.
Pimm skipaði að binda fætur
fuglsins og festa hann rammlega
við stólpa, með hálsbandi. Var
hann þegar tekinn að ranka við
eftir fallið.
Mannveran var lengur að ná
sér, en þar kom að hún reis upp
skjót sem elding, og var þegar
komin á bak fuglinum. En er
hún sá hvar komið var, reyndi
hún ekki að flýja heldur snéri
sér að geimförunum og hvæsti,
líkt og reiður köttur. Tveir menn
voru tilbúnir með lömunarbyss-
ur að ráða niðurlögum hennar,
ef með þyrfti. En hún gerði
enga tilraun til árásar, renndi
sér aðeins niður að fuglinum,
g.lotti kæruleysislega og sagði:
„Meiá mak næna“.
Gekk þá fram ung Líustúlka
er kvaðst hafa verið í þrælkun
hjá Flugfólkinu og skilja mál
þess. „Meiá hræðist ekkert'",
sagði hún að orð fangans þýddu.
Var nú farið að ræða við gest-
inn“, en hann var hinn hortug-
asti og hæddist að geimförun-
um: „Þið getið gert við mig hvað
sem þið viljið, en mín verður
hefnt! Við höfum verið mildir
og góðir við þessa aumingja
hérna í dölunum. En ef þið ætl-
ið að sýna okkur fjandskap
munum við vera menn tii að
kenna ykkur hvað kostar að
þrjóskast við Meiá!“
Krass Dúmíkempa var þarna
nærstaddur, þungbúinn að
vanda. Gekk hann nú að Meiá-
manninum og sýndi honum
hnefa sinn, er var þvínær jafn-
stór höfði kastalabúans. „Hvern-
ig líst þér á hann þennan?“
spurði hann hvassmæltur. „Þið
munuð fá að kenna á honum, ef
þið eruð með einhvern uppsteit".
Liústúlkan túlkaði orðin, en
flugmaðurinn leit á Dúmírisann
með rórri fyrirlitningu og glotti
aðeins.
„Ekki skulum við hóta hon-
um neinu“, sagði Pimm hógvær-
lega. „Farið með hann inn í
fangadiskinn og fáið hann til að
halda áfram að tala. Lolla þú
lærir mál hans og setur það í
kerfi fyrir okkur, svo að við get-
um komizt sæmilega niður í því.
Mér segir svo hugur um að hér
séu nokkrir erfiðleikar fram-
undan. En nú mun ég tala við
yfirmann stjörnuskipsins".
Eftir þessa töf -hé'lt veizlan
áfram á torginu, og fór hið bezta
á með geimförum og Liú-mönn-
um. Voru hinir síðarnefndu
ljúfir og vingjarnlegir eins og
góð börn, en virtust lausir við
alla forvitni. Margar af stúlkun-
um voru fallegar, og ekki laust
við að ungir menn meðal geim-
fara gæfu þeim hýrt auga. Karl-
mennirnir voru þó enn fíngerð-
ari og fríðari, og var sýnt að
þarna var allt öfugt við það sem
Ómar Holt hafði vanizt á Jörð-
innL Kvenkynið var á allan
hátt styrkara, og augljóslega
verndarar karlmannanna, sem
virtust blíðir og undirgefnir.
Geimfararnir dvöldust nú
þarna um hríð og kynntu sér til
hlítar málefni Hnattbúa. Stjórn-
endur stjörnuskipsins höfðu
mælt svo fyrir að ógnarstjórn
Meiá skyldi brotin á bak aftur,
og sendu í því skyni sveit manna,
er þjálfaðir voru í viðureign við
fjandsamleg mannkyn.
Kynni urðu brátt mikil meðal
heimamanna og gesta, því að
einkar þægilegt var að umgang-
ast Liúfólkið. En bústaðir þess
voru fjarska fátæklegir, og hús-
gögn ekki annað en borð, bekkir
og legubálkar. Voru þau, eins
og byggingarnar sjálfar, gerð úr
ótilhöggnum viðarrenglum, er
bundnar voru saman með basti
og tágum. AUt var þarna unnið
á einfaldan, en haglegan hátt,
úr efnum sem fyrir hendi voru í
ríki náttúrunnar allt um kring.
Hinir litríku kyrtlar fólksins,
voru ofnir úr stráum, og sömu-
leiðis ábreiður þær er það
breiddi á sig um nætur. Egg-
járn hafði það engin, nema hörð
og stíf sefblöð, er dugðu vel i
Hin nýja SERVIS, sjálfvirka þvottavél er framleidd
fyrir hvers konar þvott. Þér getið stillt hana á ferns
konar hitastig: Mjög heitt, heitt.volgt e8a kalt. Servis
tekur inn á sig bæði heitt og kalt vatn, og er með
3 kv. suðuelement. — Þér getið ákvarðað þvotta-
tímann, vindutímann, og vatnsmagnið, sem fer inn
á vélina við það taumagn, sem þér látið i hana.
Servis sjálfvirka þvottavélin er á hjólum.
Þér getið haft hana f eldhúsinu og tengt hana við
heita- eg kaldavatnskrana og sett afrennslisslöng-
wna f vaskinn, — eða fasttengt hana f þvottahúsinu.
KYNNIÐ YÐUR SERVIS OG ÞÉR KAUPIÐ SERVIS
SJÁLFVIRKU ÞVOTTAVÉLINA.
Neermynd af hinu glmfilega, fjölvirka stjórnberöi SERVIS.
VIÐGERÐA- OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA
Jfekli
SÍMi 11687 • 21240 — LAUGAVEGI 170-172