Morgunblaðið - 22.06.1967, Side 2
4 ■ ’> r f 4 í . \ r.: h /n 'nfj [hh
MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1967.
Skipað / 4 embætti
t FRÉTTATILKYNNINGU, sem
Morgunblaðinu barst í gær frá
Fjármálaráðuneytinu, segir, að
skipað hafi verið í embætti hag-
sýslustjóra, vararíkisskattstjóra,
skattrannsóknarstjóra og skatt-
stjóra í Reykjanesumdæmi.
Dr. Gísli Blöndal
í embæ-titi hagsýslustjóra var
slkipaður dr. Gísli Blöndal, hag-
fræðingur. Er hann skipaður í
þetta embætti frá 1. júli n.k. Dr.
Gísli er stúdent frá Menntaskól-
anuirn í Reykjavík árið 1955;
hann la-u.k prófi í viðskiptafræð-
um frá Háskóla íslands árið
1959, starfaði um skeið í Seðla-
banka íslands, en hélt síðan til
framhaldsnáms í hagfræði í
London. Þann 7. júlí 1965 varði
Gísli doktorsritgerð við London
Sohool of Eoonomics. Nefndist
ritgerð hans: Development of
Public Expendiiture in Relation
to National Incomme in Ioeland,
sem útleggst: Þróun ríkisút-
gjalda_ í hJutfalli við þjóðartekj-
ur á íslandi.
Ævar ísberg
Ævar tsberg, viðskiptafræð-
ingur, skattstjóri í Reykjanes-
umdæmi, var skipaður vararíkis
skattstjóri frá 1. júlí n.k. Ævar
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1953
og kandidatsprófi í viðskipta-
fræðum frá Háskóla fslands vor-
ið 1958. Sama ár réðst Ævar til
Framkvæmdabanka íslands og
starfaði þar til ársins 1962, en
þá var hann skipaður skatt-
stjóri í Reykjanesumdæmi og
því starfi hefur hann gegnt til
þes-sa.
Ólafur Nílsson
Ólafur Nílsson, löggiltur end-
urskoðandi, var sikipaður skatt-
rannsóknarstjóri frá 1. septem-
ber n.k. Ólaifur er brautskráður
úr Verzlunarskóla íslands árið
1955. Sarna ár hóf hann störf á
endurskoðunarskrifstofu Ara Ó.
Thorlaciusar og Björns Steffen-
sens til undirbúnings endurskoð-
unarnámi. Þar starfaði hann til
ársins 1964, að hann setti á stofn
eigin endurskoðunarskrifstofu,
sem hann hefur síðan starfrœkt.
Jafnframt starfi sínu á endur-
skoÖunarskrifstofu Ara og
Bjöms sótti Ólafur endurskoð-
unarnámskeið í Háskóla íslands
og lauk prófi þaðan sem löggilt-
ur endurskoðandi árið 1963.
Sveinn Þórðarson
Sveinn Þórðarson, viðskipta-
fræðingur, aðalendurskoðandi
Pósts og síma, var skipaður
skattstjóri í Reykjaneskjördæmi
frá 1. júlí n.k. Sveinn er stúdent
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1939 og lauk prófi í
yiðskiptafræðum frá Háskóla ís-
lanös í janúar 1943. í marz
sama ár var hann skipaður verð-
gæzlustjóri á Vestfjörðum og
gegndi því starfi til 1. apríl
1944. Þá varð hann fulltrúi hjá
tollstjóran.um í Reykjavík til
ársbyrjunar 1961, en síðan hef-
ur hann verið aðalendurskoð-
anui Pósts og síma. Sveinn hef-
ur auk þess gegnt ýmsum trún-
aðarstörfum, m.a. verið í niður-
jöfnunarnefnd Hafnarfjarðar-
kaupstaðar og endurskoðandi
bæjarreikninga Hafnarfjarðar
frá því 1949.
í GÆR var hægviðri og
ing á Suðurlandi. Vestan-
viðri en á Norður og Austur-
lítið. Frekar virðast hofur á
skúraveður eða dálítil rign-
lands var NA kaldi og bjart-
landi var kalt en úrkomu-
norðlægri átt á næstunni.
Hugðust myrða leið-
toga hinna hógværari
Sextán blökkumenn handteknir í New York
New York, 21. júní — AP-NTB
LÖGREGLAN í New York hefur
handtekið sextán manns, tólf
karla og fjórar konur, sem að-
ild eiga að kommúniskum sam-
tökum blökkumanna. Eru þau
sögð hafa gert samsæri um að
myrða alla hina hógværari for-
ystumenn blökkumanna.
Fólk þetta var handtekið eft-
ir víðtæka húsleit og rannsókn
í útborgunum Queens og Brook
lyn og á sjálfri Manhattan og
fannst í fórum þess verulegt
magn vopna og skotfæra.
Saksóknarinn í Queens, Thom
as Mackell, skýrði svo frá í dag,
að fólk þetta væri í samtökum
RAM — kommúnískum bylting-
arflokki, sem hefur samið stefnu
skrá sína eftir kenningum kín-
verskra kommúnistaleiðtogans
Maos Tze tungs. Mackell sagði
einnig, að samtök þessi hefðu
TÚLKUN boðsikapa-rins og saga
Jesú, heitir fyrirl'estur, sem dr.
Jakob Jónsson flytur á aðatfundi
Prestafélags íslands í dag að
afloknum aðalfundarstörfum
Prestafélagsins.
Aðalfundur Prestafélags ís-
lands hefst í hátíðasal Háskól-
ans kl. tvö. Formaður félaigsins,
séra Gunnar Árnason setur fund
inn og rekur störf stjórnar á
liðnu ári. Að loknum venjuleg-
um aðailfundars'törfum fllytur
dr. Jakob Jónsson erindi, eins
og áður segir, en efni það, sem
hann tekur til meðferðar er nú
mjög ofarlega á baugi víða um
heim. Eru miklar umræður uppi
gert ítrekaðar tilraunir til að
ráða af dögum Roy Wilkins, einn
af leiðtogum þjóðarsambands
þeirra, sem berjast fyrir réttind
um blökkumanna (National
Association for advancement of
colored pepole — NAACP).
RAM-samtökin hafa mikil sam
skipti við önnur samtök öfga-
fullra blökkumanna „Svörtu
Bandaríkjamennina", svonefndu.
Að sögn Mackalls hringdi ein
hver ónefndur náungi til lögregl
unnar í Queens og skýrði frá
því, að ein naf félögum RAM
væri á leið, vopnaður, heim til
Wilkins. Lögreglan fór þegar á
vettvang, — en Wilkins var ekki
heima við og lögregluuni tókst
ekki að hafa uppi á hinum
meinta tilræðismanni. Hinsveg-
ar var atvik þetta tilefni þinn-
ar víðtæku rannsóknar.
um það, hvernig túlka beri Nýja
testamentið fyrir nútímamönn-
um. Hafa orðið straumbvörf í
þessum efnum á síðustu árum
og leggja ýmsir nútimaguðfræð-
ingar meiri áherzlu á rannsókn
á lífi Jesú en gert var á önd-
verðri þessari öld. Þessir guð-
fræðingar fara einnig aðrar leið-
ir en guðfræðinigar fyr,ri aldar-
innar í rannsóknum sínum.
Annað kvöld gengst Presta-
félag fslands fyrir kaffikvöldi
fyrir presta og konur þeirra að
Hótel Garði. Þar flytur séra
Bjarni Sigurðsson á MosfeLli að-
alræðuna.
Póststimpill vegna
fyrstu ferðar
Boeing-þotunnar
HINN 1. júlí n.k. fer Boeing-
þota FLugfélags ís'Lands í fyrstu
áætlunarferðirnar tiil London
um morguniinn og Kaupmanna-
hafnar síðdegis.
í tilefni af þessum atburði,
sem markar tímamót í sam-
gön.gumálum íslendinga, hefur
póst- og símamálastjórnm lát'ið
gera sérstakan póststimpil.
Með pós'tstimpli þessum verð-
uir hægt að fá stimplaðar ailar
bréf após tsen dingar, sem með
þotunni eiga að fara, enda sé
þeim skilað í afgreiðslu bréfa-
pósts'tofunnar í Pósthússtræti i
Reykjavík, fullfnímerktum og
árituðum í síðasta lagi kl. 18.00
fimmtudagiin'n 29. júní n.k.
(Frá Póst- og símamála-
stjórninni).
Jónsmessu-
ferð Út í hlninn
UM NÆSTU helgi efna farfugl-
ar til sinnar árlegu jónsmessu-
ferðar „Út í bláinn“. Ferðinni
er þannig hagað, að þátttakend-
um er ókunnugt um hvert ferð-
inni er heitið, fyrr en komið er
á ákvörðunarstað. Að venju
verður farið á einhvern fagran
stað og gefst þátttakendum kost-
ur á stuttum gönguferðum og
leikjum ýmiskonar.
Athygli skal vakin á breyttum
skrifstofutíma. Eftirleiðis í sum-
ar verður skrifstofan opin alla
virka daga frá kl. 3 til 7 nema
á laugardögum. Á föstudags-
kvöldum verður hún einnig opin
milli kl. 8,30 og 10, sími 2-49-50.
Þar verða veittar upplýsingar
um ferðir og starfsemi félagsins.
(Frá Farfugladeild Reykjavíkur)
Sir Laurence Olivier
haldinn krabbameini
Túlkun boðskapar-
ins og saga Jesú
London, 20. júní AP.
EIGINKONA Sir Laurence
Olivier, leikarans og leikstjórans
fræga, sem nú er forstöðumaður
brezka þjóðleikhússins, skýrði
blaðamönnum svo frá í dag, að
hann væri haldinn krabbameini
í blöðruhálskirtli, — en allgóðar
vonir væru um að takast mætti
að lækna hann.
Kona hans, leikkonan Joan
Plowright, kallaði blaðamenn á
sinn fund og skýrði þeim frá
þessu, um leið og hún bað þá um
að skora á almenninig að hætta
ekki að sækja sýningar leikhúss-
ins, þó Sir Laurence gæti ekki
komið þar fram.
Hún sagði, að læknar hefðu
bannað honum að koma þangað
næstu þrjár vikurnar. Hann yrði
rannsakaður gaumgæfilega og
síðan ákveðið hvað gert yrði, en
að sögn læknanna væru 89%
líkur á því að honum batnaði.
Sir Laurence var lagður inn i
sjúkrahús í gærkveldi rrneð væga
lungnabólgu, sem hann hafði
fengið eftir mjög erfiða helgi.
Hafði hann unnið sér um megn
og lagzt rúmfastur á heimili sínu
í Brighton, en síðan verið fluttur
í sjúkrahús.
Joan Plowright sagði, að Sir
Laurence hefði allan hugann við
leikhúsið og miklar áhyggjur af
því. Væri hún þess fullviss, að
hann fengist fremur til að halda
kyrru fyrir og hlýða læknum sín
um, ef hann vissi að fólk héldi
áfram að sækja leikhúsið eins og
ekkert hefði í skorizt.
Kosningaskemmtun
starfsfólks D-lístans
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN efnir til tveggja kosninga-
skemmtana fyrir þá fjölmörgu sem störfuðu fyrir D-listann
fyrir og á kjördag í Reykjavík.
Kosningaskemmtanirnar verða í Lídó og Hótel Borg
föstudagskvöld 23. júní kl. 8.30.
Ómar Ragnarsson skemmtir og Finninn Manu sýnir
akrobatik.
Miðar eru afhentir á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í
Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll (2. hæð) milli ki. 9—6.
Sjálfstæðisflokkurinn.
Suðurlandskjördæmi
KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjör-
dæmi efnir til kosningaskemmtunar fyrir þá, sem störfuðu
fyrir D-listann á Suðurlandi við kosningarnar 11. júní sl.
Skemmtunin verður í Hcllubíó n.k. laugardag 24. júní og
hefst kl. 21.30. Árni Tryggvason leikari, skemmtir og eínn-
ig verður stgiinn dans.
Stjórn Kjördæmisráðsins.
Kosníngaskemmtun d Akureyri
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Norðurlandskjördæmi
eystra efnir til fagnaðar í Sjálfstæðishúsinu, Akureyri n.k.
föstudagskvöld 23. júní, fyrir starfsfólk við kosningarnar.
Miðar verða afhentir á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins,
Hafnarstræti 100, sími 11578 milli kl. 17 og 19 í dag,
fimmtudag.