Morgunblaðið - 22.06.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1967. Sjötugur í dag: Gunnar Schram ÁRID 1912 var stofnað embætti ritsímastjóra í Reykjavík. Áður hafði Landssímastjórinn annast rekstur þeirrar stöðvar. Þau 5ð ár, sem liðin eru síðan, hafa aðeins þrír menn gegnt þessu starfi, síðastur þeirra Gunnar Schram, sem í dag er sjötugur og mun því innan skamms kveðja þessa stofnun. A'llir þessir menn hafa sett svip á stofnunina, og verið til fyrir- myndar um embættisrekstur, enda mótaðir af nánum kynnum við strangan og kröfuharðan hús bónda, þar sem Forberg lar#ls- símastjóri var. Gunnar Schram hefur þó að- eins gegnt núverandi starfi í rúmt ár, eða frá 1. marz 1966, en hafði áður, um 42ja ára skeið, verið ritsima- og umdæmis- stjóri á Akurejrri. Hann gerðist símritari í Reykjavík 1. maí 1915, og mun því enginn opinber starfsmaður hér á landi eiga lengri starfs- feril að baki sér, þó ekki megi það á honum sjá. Árið 1920 varð hann varðstjóri við ritsímann i Reykjavlk, en umdæmisstjóri á Akureyri 1. júní 1924. Sama árið og Gunnar hóf starfsferil sinn hjá Landssíman- um voru félagssam'tök sfcna- manna stofnuð. Og það var íyrst og fremst starf hans á því sviði, sem ég vildi með þessum fáu orðum rifja upp. Launþega- samtök voru þá ekki vel séð. Opinberir starfsmenn voru í aug um margra bitlinga'lýður og heyrðist sú nafngift jafnvel inn- an þingsalanneu Gunnar varð formaður þessara ungu samtaka og ritstjóri félags blaðs þeirra 1918, og var það til 1924 er hann varð sfcnastjóri á Akureyri. Á þessum árum kynntist ég honum fyrst og af þeim kynn- um er mér ljóst, að símamanna- stéttin stendur í mikilli þakkar- skuld við hann. A'llt varð að byggja upp frá grunni og jafn- an undir högg að sækja. Eng- ar reglur voru til um þau mörgu hlunnindi, sem nú þykja sjálf- sögð. En á þeim árum, sem Gunnar var formaður félagssam takanna, gerbreyttist þetta, og samvinna símastjórnarinnar og félagsins varð skaplegri og betri, eftir orrahríð, sem lengi var minnisstæð. En eftir það var hlustað á málflutning þess- ara félagssamtaka, og var það engum einum manni að þakka að jöfnu við Gunnar Sohram. Tvisvar hafði hann lagt stöðu sína í hættu, en borið sigur af hólmi, og gert félag sitt sterk- ara. Fyrir samstarfið á þessum ár- um, og fyrir þann skerf ér hann lagði til félagsmála símamanna vildi ég þakka honum í dag fyr- ir mína hönd og a'llra þeirra, sem notið hafa ávaxtanna af hans óeigingjarna brautryðjanda starfi. Þjóðfélagið hefur ekki þörf fyrir hans óbiluðu starfsorku lengur. En næst er ég legg leið mína á fótboltavöllinn, kæmi mér ekki á óvart, þó ég sæi hann þar, með fótboltann á leið í mark eins og í gamila daga. Svo óska ég þér og fjölskyldu þinni til hamingju með þennan merkisdag. A.G.Þ. Sveinspróf í húsasmíði Sveinspróf í húsasmíði hefjast laugardaginn 24. þ.m. kl. 2 e.h. í Iðnskólanum, gengið inn frá Berg- þórugötu. PRÓFNEFNDIN. Samband eggjaframleiðenda heldur aðalfund að Hótel Selfossi sunnudaginn 2. júlí kl. 2 e.h. — Venjuleg aðalfundarstörf. Allir eggjaframleiðendur velkomnar. STJÓRNIN. Viljum ráða bifvélavirkja eða menn vana bílaviðgerðum. DIESELVÉLAR H.F., Suðurlandsbraut 16 — Sími 32360. Skrifslofuhúsnæði til leigu í Kjörgarði, 3. hæð. Upplýsingar í síma 22206. Vatnabátur til sýnis og sölu að Grænuhlíð 13 milli kL 17.30 — 20, í kvöld. Hefur unnið hjá Lands- símanum í 52 ár Rætt við Gunnar Schram, ritsímastjóra, sjötugan SEGJA MÁ, að með lagningu sæsímans hingað til lands ár ið 1906, hefjist nýr þáttur i sögu þjóðarinnar, og ökiki sá þýðingarminnsti. Áður hafði lítillega verið notazt við loft- skeyti, en þetta ár varð stór- breyting til batnaðar í við- skiptum við umhedminn og innanlandis naestu árin, sem átti eftir að hafa mákil og góð áhrif á viðskipti landis- manna. Síminn var að vísu illa séður af mörgum fyrst í stað — margir vildu eins og kunugt er loftskeytin— en það sýndi sig eftir þvi, sem árin iiðu, að farið var inn á rétta braut. Hér var miklu átaki lyít og erfiðleikarnir miargvíslegir hjá þeim, sem ruddu brautina. En með þrautseigju og dugnaði þeirra manna, sem störfuðu að síma málum á bernskudögum landssfcnans, tókst að kom- ast yfir örðugleika fyrstu ár- anna, og vinna marikvisst og skipulega að vexti hans. Mörg nöfn manna, lífs og liðinna, mætti nefna, sem bezt og ötlulegast hafa unn- ið að uppvexti og framgangi sfcnans hér á landi, bæði inn lendra og erlendra, en þeirra ekki getið nú utan eins þeirra, sem að öðrum ólöst- uðuim. hefur átt hvað mes- an þátt í upphyggingu sím- ans. Er það Gunnar Schram, fyrrum umdæmissjóri á Akur eyri og nú ritsímastjóri í Reykjarvík, sem á sjötugsaf- mæli í dag, 22. júní. Hann hóf starf hjá Landssfcnanum 1. febrúar árið 1915 og hefur því unnið í 52 ár hjá sömu stofnun, sem mun vera með eindœmum. En hann er sá maður, sem mun einna lengst hafa unnið í þágu his op- inbera. í tilefni af þessum merku tfcnamátum fór fréttamaður blaðsins á fund Gunnars í gær og innti hann eftir nokkr um afburðum frá fyrri árum. Að vonum var ríkast í huga hans starfið, og því einkum minnst á það hér í þessu stutta rabbi. — Stýrimannastígurmn hef ur verið mér hjartfólginn alla tíð. I>ar bjuggu foreldr- ar minir Ellert Schram skip- stjóri og Magdalena Árnadótt ir, og þar ólumst við systkin- in upp. Vesturbærinn er mér ákaflega hugljútfur, og þaðan á ég miínar bernsku- og ungl- ingsmánningar í leikjum og starfi. Það er nú ekki ástæða til að rifja upp hér hvern- ig Vesturbærinn leit út á þessum árum, svo mikið hef- ur verið skrifað um gömlu húsin og túnin hér fyrr á ár- um. Allir þekkja til dæmis minningar séra Bjarna og annarra góðra manna. Nema hvað, við strákarnir lékum okkur á túnunum, sem voru gníðarmikil, allt niður að Grjótagötu og vestur að Bnæðraborganstíg, og í fjör- unni var oft líf í tuskunum. Fóilk undi vel við sitt, þótt hvonki væri rafmagn né vatnsrennsli í húsurn, enda ekki miklar kröfur gerðar til lífsins í þá daga. Snemma gekk maður svo í KR og byrj aði að sparka fótbolta, eins og aðrir strákar í Vestur- bænum, og á ég góðar minn- ingar frá veru minni í því félagi. Og þannig liðu upp- vaxtarárin í vesturbænum, þar sem ég hef ávallt kunn- að bezt við mig. í Mennta- skólanum var ég nokkur ár, en hætti námi og fór að starfa hjá Landssfcnanum 1. febr. 1915. Ég gerðist sfcnrit- ari, en þá var allt þar mjög á byrjunarstigi og eingöngu notað Morse. Ritsfcnastöðvar voru þá liíka á Akureyri, ísa- firði, Borðeyri, Seyðisfirði og í Vestmiannaeyjum. Sfcninn var á þeim dögum þar, sem nú er lögreglustöðin, en þar vann ég til ársins 1924, þar af nokkur ár sem varðstjóri. Gunnar Schram Til gamans miá geta þess, að ég var viðstaddur þegar Hannes Hafstein hélt ræðu og opnaði sæsímann hingað frá Seyðiisfirði 1906. — Hvernig var það ann- ars með lagningu sfcnans hingað suður? Tók það ekki langain tíma og miklum erf- iðleikum bundið í þá daga? Ekki voru þá stórvirkar vinnuvélar til að flytja staura og annan útbúnað upp um fjöll og firnindi? — AlHir flutningar voru að sjálfsögðu miklum erfiðleik- um bundnir, en hingað réð- ust duglegir menn og vanir sfcnlagningu frá Noregi. Olav Porberg, sem síðar varð fyrsti landssfcnastjórinn, var ráðinn hingað til að leggja línu milli Reykjavíkur og Austfjarða. Þessu starfi lauk hann ásamt hópi Norðmanna og íslendinga á einu sumri, sem þótti mjög vel aff sér vik ið. Að verki þessu loknu var svo farið að leggja línur víðs vegar um landið, og síminn náði skjótt mikilli úrforeiðslu. Fyrr á árum varð að flytja alla staura og annan útbún- að á hestum, sem hafði marg víslega erfiðleika í för með sér, en einhvern veginn bless aðist þetta allt saman. — Hverær gerðist þú svo umdæmisstjóri símans á Ak- ureyri? — Árið 1924 var kornið að miáli við mig og ég beðinn að taka að mér þetta starff fyrdr norðan, og átti það ekki að vera nema nokkra mán- uði, en urðu 42 ár. Þá voru rúmlega 200 númer á Akur- eyri en eru nú komin upp í 2500. Næstu árin var lögð á- herzla á að boma sfcnanum út um sveitirnar norðan lands, og einnig bættust við jaffnt og þétt sfananúmer eft- ir því sem ífoúum Akureyr- ar fjölgaði. Árið 1950 var svo byggð sjálvirk stöð þar, en (áður (1945) flutti símiinn í nýtt hús, sem hefur verið stækkað síðan og á að nægja í náinni framtdð. Akureyring- ar hafa ávallt sýnt mikinn áhuga á að bæta sfanaþjónust una þar. Það var t.d. algert einsdæmi hér á landi þegar þeir keyptu skuldabréf fyrir eina og hálffa milljón króna til þess að hægt væri að koma upp sjálfvirku stöðinni. Síðan hafa bætzt við sjáltfvirk ar stöðvar á Hjalteyri, Dal- Vík, ólafsfirði, Húsavik og ‘Rautfarhöfn. — Og stöðugt er verið að bæta og auka sfcnaþjónustuna, og verður Teyndar aldrei lokdð. Það v.ar ánægjulegt að vera á Akureyri og á ég marg ar ljúfar endurminningar það an. Annans nær umdæmis- stjórastarfið þar yfir allar sfcnastöðvar og línukerfi í Skagafirði, Eyjaffirði og Þing eyjarsýslum, þannig að nóg var að startfa. — Og svo komstu aftur hingað til Reykjavíkur. — Já . 1. marz 1966 var ég skipaður ritsímastjóri, sem má segja að sé hliðstætt starf og ég hafði fyrir norð- an. Hér er ég auk þess um- dæmisstjóri með landssfana- stöðvum á Suðurlandi og hyggst starfa þar til mdnum tíma, sem opinbens starfs- manna er lokið, um næstu áramót. Gunnar Schnam er maður lítið fyrir að berast á, og því verður þetta affmælisrabb ekki öllu lengra. Hins vegar mlá geta þess, að ha-nn er sá maður, sem hvað mest og dyggilegast hefur unnið að bættni símaþjónustu hér á landi. Á Akureyri og Nonður landi hetfur hann unnið ó- trauður og alit þar til er hann hætti störfum, að því að bæta og auka sfcnakertfið, sem nú er orðið hið fullkomnasta. Hann lét sig félagsmál sfcna- manna mjög skipta, og var ritstjóri Elektnon og síðar Sfcnablaðsins á árunum 1917- 24 og í stjórn FÍS. í fjölda ára. Þá var hann einn af stafnendum Golflklúbbs Akur eyrar og hefur ávallt stund- að þá íþrótt mikið. Gunar er kvæntur Jónínu Jónsdóttur, útveggbónda í Arnannesi vdð Eyjafjörð, Ant onssonar, og eiga þau tvö börn. Aðvörun vcgna úðnnor gorðn AR sem úðun trjáa stendur ú yfir í borginni, er enn á- stæða til að vara fólk alvanlega við hættum þeim, sem úðun- inni eru samtfana. Sérstaklega skal fólk varað við að láta börn vera nærri þar sem úðun fer fram, Iláta sængurtföt, barna- vagna, fatnað, leikföng og þesa háttar vera úti þar sem hætta er á, að þau mengist. Komi óhöpp fyrir, er mjög brýnt fyrir fóilki að þvo lyfið atf með sápu og vitja læknis, ei einkenni koma fram. Borgarlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.