Morgunblaðið - 30.06.1967, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JUNI 1967.
Bí LALEIGAN
- FERÐ-
Daggjald kr. 350,-
og pr. km kr. 3,20.
SÍMI 34406
SENDU M
V® SÍM11-44-44
mniF/Bifí
Hverfisgötn 103.
Siml eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 1L
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifaliS í leigugjaldi.
Sími 14970
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundlaugaveg 12. Siml 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
RAUDARARSTlG 31 SÍMI 22022
Flest til raflagna:
Rafmagnsvörur
Heimilstæki
Útvarps- og sjónvarpstæki
Raf mag nsvörubiiðin sf
Suðurlandsbraut 12.
Simi 81670 (naeg bílastæði).
VESTURROST*hf
GARÐASTRÆTI 2.SiMi:1677Q
■fc Mælir með
„afslöppun“
Velvakandi — föstudagsblað ..
Jórunn Sörensen skrifar:
„Mig langar til að senda
„ljósmóður“ línu til þess að leið
rétta misskilning hennar varð-
andi afslöppun kvenna í sam-
bandi við fæðingar. Býst ég við,
að hún sé þar að sneiða að af-
slöppunartímum Huldu Jens-
dóttur, yfirljósmóður á Fæð-
ingarheimili Reykjavíkur.
Það er alrangt, að konunum
sé talin trú um, að fæðingin
sé alveg sársaukalaus. Hulda
tekur einmitt skýrt fram, að
svo sé ekki, en að draga megi
úr sársaukanum á margan hátt.
Fræðslan miðar að því að
kenna konum, hvað sé að ger-
ast í hverjum þætti fæðingar-
innar fyrir sig, og að losa kon-
urnar við hræðslu og kvíða í
sambandi við fæðinguna. „Ljós
móðir“ ætti að vita, að allt
gengur verr, ef konan er hrædd
og þar af leiðandi spennt og
stíf. Svo geta auðvitað verið
konur, sem nenna ekki eða
vilja ekki reyna að slappa af.
Því að auðvitað er það erfitt,
þegar líkaminn vill vera stífur.
En það er ekki æfingunum að
kenna, þó að þær konur kenni
þeim um. En það vita allir, sem
einhverntíma hafa fengið
sprautu, hve miklu sárara það
er, ef vöðvinn er stífur, en
finnst varla, ef slakað er á.
Sömu sögu er að segja um
tannaðgerðir o. fl. o. fl.
Mín reynsla er sú, að það sé
miklu betra að hafa farið í
þessar æfingar og lært að
slappa af. Er ég átti eldri telp-
una mína, hafði ég aldrei heyrt
um neina afslöppun; var því
auðvitað stíf og tók þessu illa.
Fannst ég eiga ósköp bágt og
vera alveg hjálparvana. En er
sú yngri kom, hafði ég búið
mig undir fæðinguna með af-
slöppunaræfingum Huldu Jens
dóttur, og hvílíkur munur! Nú
hafði ég nóg að gera við að
anda rétt og slappa af, en bylti
mér ekki í algjöru tilgangs-
leysi eins og fyrr.
Þess vegna segi ég ykikur,
kæru væntanlegu mæður, látið
ekki orð ,ljósmóður“ hræða
ykkur með því að fæðing sé
þvílík þjáning, að ekkert megi
gera til að lina þær, heldur
farið í afslöppunaræfingar.
Æfið ykkur vel — og notið svo
æfingarnar, þegar þar að kem-
ur.
Gangi ykkur vel.
Jórunn Sörensen.
Velvakandi þakkar bréfið. —
Eitthvað þykir honum „afslöpp-
un“ leiðinlegt orð. Er ekki
betra að segja „vöðvaslö(kun“
og „að slaka á (vöðvum)" í
stað þess „að slappa af“?
Skólabúningarnir
Velvakandi hefur orðið
greinilega var við áhuga fólks
á skólabúningum, og eru það
ekki sízt telpur, sem sent hafa
honum bréf um þá, og verið
þeim hlynntar. — Velvakandi
hefur stundum stolizt til þess
að taka hitt og þetta upp úr
„Æskunni", ef honum finnst
það eiga erindi til fleiri en
æskufólks. í þetta skipti lejrfir
hann sér að birta eftirfarandi
grein eftir Andreu Oddsteins-
dóttur, sem birtist í síðasta tbl.
Æskunnar.
„Að mínum dómi er skóla-
búningur nauðsynlegur í öllum
löndum heims og ekki sízt hér
í fámenningu, þar sem allir
þekkja alla. Börn og unglingar
Raðhús í Háaleitishverfi
Til sölu mjög vandað raðhús við Álftamýri. Allar
innréttingar nýtízkulegar og af beztu gerð. Teppi á
gólfum. Húsið allt í 1. fl. ástandi. Húsið er alls
að flatarmáli um 260 ferm. með innbyggðum bíl-
skúr. Glæsileg húseign í einu eftirsóttasta hverfí
borgarinnar.
GÍSLI G. ÍSLEIFSSON, HRL.,
Jón L. Bjarnason fasteignaviðskipti.
Hverfisgötu 18. — Sími 14150 og 14160.
Heimasími 40960.
metast um hver eigi mesta fata
valið. Slíkur metnaður kann að
reynast unglingum skaðlegur
og foreldrum dýr, og á ég ekki
aðeins við útgjöld þau, sem
fatakaupum fylgja. Af þessari
áráttu leiðir svo, að fjöldi nem-
enda fer að slá slöku við nám
og verður því ef til vill gjör-
samlega fráhverfur, enda snýst
hugurinn ekki um annað en
föt og aftur föt. Fataskipti eru
höfð daglega að heita má, af
því að það er álitinn hálfgerður
ósiður að koma dag eftir dag í
sömu fötunum i skólann, og
gildir það sama oftast þegar
dansleikir eru haldnir þar. Það
fer víst ekki sjaldan á þá leið,
að það, sem átti að heita dans-
leikur, endar sem hégómleg og
fáránleg fatasýning. Vonandi
skilur enginn orð mín svo, að
ég sé að amast við tízkusýning-
um, öðru nær, enda eiga þær
fullan rétt á sér á sínum stað
og stundu.
Æskufólk og reyndar fólk
flest hugsar bara um að eiga
sem mest til skiptanna, en
virðist aftur á móti ekki leggja
eins mikla áherzlu á að eiga
föt úr góðu efni. Þetta er mikill
misskilningur, af því að reynd-
in er sú, að væn flík og vel
sniðin er alltaf klæðileg á með-
an nokkuð er eftir af henni og
svo framarlega sem hún er
hrein. Hér sannast eins og svo
oft áður, að smekkvísi og snyrti
mennska er þyngri á metaskál-
unum en fullir skápar af
óhreinu fatarusli og ódýru.
Skólabúningur á að vera ein-
faldur og íburðarlaus klæðn-
aður úr vönduðu efni. Slíkur
búningur yrði að vera sniðinn
eftir ríkjandi tízku samtímans
að vissu marki • að minnsta
kosti, og af þeim ástæðum væri
kannski ekki úr vegi að bryta
honum, ef mikil umbrot yrðu 1
heimi fatatízkunnar.
Rétt væri, að hver skóll
hefði sinn sérstaka búning og
skólamerki. Skólastjórar barna-
og gagnfræðaskóla svo og
flestir framhaldsskóla ættu að
skylda alla nemendur til að
ganga í skólabúningi kennslu-
dag hvern innan skólans allt
skólaárið um kring. Utan skól-
ans væri þeim aftur á móti
leyfilégt að' klæðast eins og
þeim þóknaðist, enda gætu of
strangar reglur gert illt verra.
Hver á að teikna búningana
og velja kynni einhver að
spyrja. Það er nú lóðið. Heppi-
legasta leiðin væri ef til vill að
efna til samkeppni meðal nem-
enda hvers skóla og fela síðan
dómnefnd skipaðri skólastjóra,
tveimur kennurum og tveimur
nemendum það hlutverk að
velja og veita verðlaun fyrir
þrjár beztu teikningarnar. Færi
svo, að engin teikning reyndist
verðlaunahæf, þá yrði ekki
komizt hjá að hafa samkeppn-
ina á breiðari grundvelli".
HÚSAVÍK
íbúðarhúsið Hringbraut 1 Húsavík er til sölu.
Húsið er til sýnis sunnudaginn 2. júlí frá kl. 2—6
síðdegis og gefur þar undirritaður allar upplýs-
ingar.
VERNHARÐUR BJARNASON
sími 23173, heima 23418.
Úrvals éfnl um sjón-
varp, sjónvarpsmál,
og margt fleira.
Vlkan
Sjónvarpsdagskrá
vikunnar
fæst í næstu búð
VERÐ AÐEINS KR. 5.-
Heimílistæki sf.
HAFNARSTRÆTI 3.