Morgunblaðið - 30.06.1967, Page 5
5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1967.
PHILIPS
IBÚÐA
BYGGJBNDUR
Smíði á
INNIHURÐUM
hefur verið
sérgrein okkar
um árabil
Kynnið yður
VERÐ
GÆÐI
AFGREIÐSLU
FREST
lU.
SIGURÐUR
ELÍ ASSON %
Auðbrekku 52 - 54,
Kópavogi,
sími 41380 og 41381
Athugið að til eru margar gerðir
\J/ og gæðaflokkar hústjalda.
Fullkomin viðgerðarþjónusta
á staðnum.
Sportvöruverzlun Kristins Benediktssonar, Óðinsgötul
Viöbygging og breyt-
ing á Hótel Reynihlíð
Bj'örk, Mývatnssveit í júní.
Á SL. hausti var hafin viðbygg-
ing og breyting á Hótel Reyni-
hlíð. Frá sama tima var hótel-
inu jafnframt lokað, og ekki tek
ið á móti ferðafólki. Heita má að
BÍðan hafi svo til stanzlaust ver-
ið unnið að þessum framkvæmd
um og undir það síðasta bæði
dag og nótt áður en hótelið var
opnað á ný fyrir nokkru. Enda
ekki um annað að gera því ferða
fólkið stóð við dyrnar, ef svo má
að orði komast. Að vísu var þá
ekki að fullu lokið öllum frá-
gangi; eftir var m.a. að múrhúða
að mestu bygginguna að utan og
fleira, sem unnið hefur verið að
ííðan.
Við byggingin er um 260 fer-
metrar á tveimur hæðum stein-
eteypt. Á neðri hæð var byggt
nýtt anddyri, og jafnframt var
inngangi breytt, þannig, að nú er
gengið inn að sunnan. Áður var
inngangur að norðan’Verðu. Þá
var einnig byggð ný setustofa,
er tekur 40—50 manns í sæti,
hin vistlegasta, búin nýjum og
mjög smekklegum húsgögnum.
Eldhús var stækkað og endur-
bætt að mun, ennfremur nýtt
linherbergi, búr, kælir og
frystiklefi, auk almennra snyrt-
inga.
Úr anddyri er gengið upp á
efri hæð, þ.e. hringstigi smíðað-
ur vestur á Siglufirði. Á efri
hæðinni eru átta tveggja manna
herbergi með sér baði og snyrt-
ingu, mjög rúmgóð o.g skemmti-
leg. Yfirsmiður við að gera bygg
inguna fokhelda var Metúsalem
Björnsson úr Reykjavík. En yfir
umsjón með allri iinnréttingu
hafði á hendi Þórhallur Sveins-
son skíðakappi frá trésmiðjunni
Björk á Siglufirði. Sú trésmiðja
sá einig um smíði mnrétting-
ar að nokkrum hluta. Trésmiðj-
an Fjalar á Húsavík smiðaði all
ar hurðir og glugga, svo og skápa
í herbergin.
Jósep Reynis, arkitekt, Reykja
vík, gerði teikningar hússins, en
burðarteikningar Fjarhitun,
Reykjavík. Rafnmagnsteikning-
ar gerði Sigurður Briem, Reykja
vík. Hitalögn annaðist Sigur-
valdi Guðmundsson úr Kópa-
vogi. Raflagnir allar raftækja-
vinnustofa Gríms og Árna, Húsa
vík. Málningu, Yngvar Þorvalds
son og Hafliði Jónsson, Húsa-
vík. Húsgögn eru smíðuð hjá
Valbjörk, Akureyri og Víði og
Stálhúsgögnum, Reykjavík. Rúm
in í hérbergin eru frá Slumer-
iandt í London.
Hotel Reynihlið
Á öllum gólfum svo og stiga
eru teppi frá Álafossi, nema 'her
bergjunum, þar eru iþýzk teppi.
Yfirumsjón með múrverki höfðu
Þorlákur Jónasson og Haukur
Aðalgeirsson. Margt manna hef-
ur unnið að þessum framkvæmd
um frá upphaíi.
Nú eru í Hótel Reynihlíð 33
gistiherbergi með 54 rúmum.
Auk þess er hægt að bæta við
6 rúmum ef á þarf að halda.
Búið er fyrirfram að panta 3000
gistirúm á yfirstandandi sumri.
í veitingasal, sem byggður var
fyrir nokkrum árum, eru sæti
fyrir ailt að 180 manns. Starf»-
lið hótelsins í sumar verð-ur milli
20 og 30 að töl-u. Segja má að
með þessari viðbyggingu og
breytingu sé Hótel Reynihlíð orð
ið í fremstu röðum veitinga- og
gistihúsa þessa lands. Hér haf*
líka eigendur hótelsins lagt 1
mikinn kostnað og ekkert tH
sparað að gera það sem full-
komnast. Að sjálfsögðu er mót-
taka ferðafólks vaxandi atvinnu
rekstur hér á landi. Hinsvegar
er ferðatímabilið of stutt hér á
þessum stað. Samt sem áður
skapar iþetta atvinu hjá þeim,
er að vinna meðan það stendur
yfir. Ber að lofa hinn mikla dugn
að eigenda hótelsins, framsýni,
og framtak. Hér hefur óumdeil-
anlega verið unnið af hinum
mesta myndarskap. Vil ég þvl
færa þeim beztu árnaðaróskir
með hinn glæsilega húsakost.
Jafnframt verður að vona að
rekstur hótelsins gangi sem allra
bezt. Einnig að þeir fjölmörgu,
er þangað koma, fái notið í senn
ríkustum mæli þeirrar þjónustu
og fyrirgreiðslu, að befcra verði
ekki á kosið. Veit ég þá, að þeir
munu hverfa þaðan með tojartar
og ánægjulegar minningar úr
Mývatnssveit.
— Kristján
I setustofu. Ut um glugga er útsýni til Mývatns.
kæliskópar
Höfum fyrirliggjandii 5 stærð
ir af hinum heimisþekktu
9PHILLIPS kæliskiápum.
137 L 4,9 cft.
170 L 6,1 oft.
200 L 7,2 cft.
276 L 9,8 cft.
305 L 10,9 cft'.
Afborgunarskiknélar.
Gjörið ,svo vel að líta inn.
vktoðinstomT
Hmi <oiat
líönduð hústjöld
frá lfestur-Evrópu
Bifrciðastjórar
Óskum að ráða svo gætna og vana bifreiðastjóra
til aksturs í leigubifreiðum.
BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS,
sími 11588.
Pólsku tjöldin eru
sérstaklega stöguð fyrir
ísSenzka veðráttu
Til Ieigu
góð 4ra herb. íbúð í Hlíðun-
um frá næst.u mánaðarmót-
um. Tilboð leggist inn á af-
greiðslu blaðsins er tilgrein-
ir greiðslumöguleika og fjöl-
skyldus'tærð og annað er máli
skiptir. Tilboð menkt; „Góð
fbúð 2564“.
Fjaðrlr fjiðrablóð bljóðkútai
púströr o.fl varahlutir
í margar gerðir bifreiða
Bílavórubúðio FJÖÐRIN
l.augavegi 168 — Simi 24180