Morgunblaðið - 30.06.1967, Síða 28

Morgunblaðið - 30.06.1967, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1067. EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON beggja vegna voru á að gizka tvö hundruð metra háar kletta- hæðir, og glitruðu björgin eins og þau væru sett eðalsteinum. Hlíðin, þar sem diskurinn lenti, var öll grasi vaxin, en víða voru runnar og lágvaxin tré á stangli. Á malarholti einu, rétt hjá disk inum, uxu nokkrir gríðarlega um fangsmikilr kaktusar, dökkbræn ir og kúlulaga, með stórum gödd um, og héngu á þeim flygsur, ekki ólíkar heljarmiklum soðkötl um. Mikill blómagróður var hvar- vetna; og niðri við ána er lið- aðist eins og fjólublátt band eft ir dalnum, voru nokkrar eðlur á beit. Virtust þær ekki ólíkar krókódílum, en fíngerðari og há beinóttari. Frá húsaþyrpingunni, er sýnd ist byggð úr trjágreinum og gróf um stráum, kom hópur af smá- vöxnum mannverum í átt til disksins. Voru þær stærstu rösk ur meter á hæð, en fagurskapað ar og léttar í spori. Virtust þær glaðar mjög yfir gestakomunni, því að þær hlógu og hjöluðu sín á milli, eins og kát börn, og hróp uðu öðru hvoru eitthvað til geim faranna. Me-lú, er skildi mál þeirra, sagði að þær væru að heilsa geimförunum og óska þá velkomna. AHar voru verur þess ar naktar, enda líkamsfegurð þeirra slík, að Ómari rann í hug að það gengi glæpi næst að hylja þær klæðum. Þær voru mjög líkar mönnum í útliti, and litsfríðar, með barnslega hrein- an og sakleysislegan svip, stór, fjólublá augu, er lýstu af góð- leika, fjólubiátt hár, er féll lið- að á herðar niður, og bleikbrúnt hörund. Tungutak þeirra líktist blíðri músík og lét mjög þægi- lega í eyrum. Og er þau nálg- uðust, lagði frá þeim ljúfan fjólu ilm. Þetta var mjög fallegt fólk og aðlaðandi, en ekki gat Ómar séð neinn misrnun kynjanna, all- ir voru hver öðrum líkir. Nokk- ur börn voru þó í hópnum, mis- munandi að stærð. „Við óskum þess að magi ykk ar megi fyllast af gleði hjá okk- ur!“ túlkaði Me-lú kveðju heimamanna, er hóparnir mætt- ust. • „Við óskum þeim hins sama,“ svaraði Miro, fyrir hönd geim- faranna. Hófust nú samræður, með að- stoð Me-lú Ga-la, og voru þess- ar Ijúfu verur mjög ástúðlegar í tali og framkomu, struku kinn- ar gestanna með litlum og mjúk- um höndum sínum, og hjöluðu við þá, Ijómandi af ánægju. Inn- an stundar komu fleiri frá húsa- þyrpingunni, og bar hver þeirra. stóran bakka, gerðan af grein- um og stráum. En á bökkunum voru góðgerðir handa komu- mönnum: hlemmistórar „soðkök ur“ og holar ávaxtaskurnir, full- ar af drykk. Var nú geimförun- um boðið til máltíðar, og settust allir í grasið til'að njóta hennar. Me-lú kvað kélögum sínum óhætt að borða og drekka eins og þeir þyldu, því að maturinn væri sérstaklega hollur og nær- andi. Ómar sat við hlið vinkonu sinnar í hinu mjúka og þétta grængresi, en fyrir framan þau sátu á hækjum sínum tveir heimamenn blíðir og brosandi, brutu fyrir þau af kökunni og réttu þeim bikarana til drykkj- ar á víxl. Vistir þessar voru mjög gómsætar, vatnið dísætt, með dálitlum ölkeldukeim, en „soðkakan" með haustsivölu ban- anabragði, og minnti dálítið á brauð. íslendingurinn naut lífsins, þarna í ilmandi fjallshlíðinni, og hann gat ekki varist þeirri hugs un að þetta líktist allt góðmn draumi. Hin fögru börn, er kepptust við að sýna honum gest risni sína, minntu á englana í ævintýraríki barnæskunnar, og hin yndisfagra Me-lú, er hjalaði við þau á hijómþýðri tungu, vakti að nýju fyrstu vordrauma hans um ástina. Kyrrðin og veð- urblíðan í þessu dásamlega lands lagi var einig töfrum slungin. Sólskinið varð smám saman al- vég fjólublátt, og áður en varði tók að rökkva. Fjólulitt rökkur! Hann lagði arminn um axlir vin konu sinnar og þrýsti henni að sér, en hún brosti upp til hans, blíð og glöð. Sólin hvarf bak við klettahæðirnar hinum megin dalsins, og eftir örskamma stund var komið myrkur. Þó var stjörnuskinið nægilegt til þess að greina mátti næsta umhverfi. Ómar horfði út í geiminn, stráðum blikandi ljósum næt-ur- innar — skyldi hans eigin sól vera meðal þeirra? Það var eins og Me-lú hefði lesið hugsanir hans, því að hún mælti: „Heimkynni þín sjást ekki héðan, við erum óralangt frá þeim. En stærsta stjarnan þarna úti yfir dalbotninum, er Mó-na-la-na, þar sem ég á heima. Þangað komum við næst — og þá skiljast leiðir okk ar, bláeygði vinur.“ Hún draup höfði snöggvast, en svo leit hún aftur upp og brosti til hans. „En skipið á að standa þar lengi við — öllum sem vilja er boðið til dvalar niðri á hnettimum. Og þú verður hjá okkur, við erum enn ekki skilin — og kannski sjá- umst við einhverntíma aftur, ef örlögin leyfa það?“ Næsti áfangastaður var jarð- stjarnan Mó-na-la-na, hin þriðja í röðinni frá sólunum tveimur. Hún var talsvert stærri en Jörðin, en aðdráttaraflið þó nokkru minna. Andrúmsloftið var likt, og fyrir löngu búið að útrýma úr því öllum hættuleg- um sóttkiveikjum. Landrými var mjög mikið, höf nálega engin, heldur tiltöiulega mjó og gífur- lega löng vötn, er kvísluðust líkt og gormur um allan hönttinn, og voru hvergi breiðari en svo, að allsstaðar mátti sjá yfir þau, frá einni strönd til annarrar. Fjöll voru ekki há, en klettótt og sér- kennilega mótuð, langir, stöllótt- ir hamragarðar, með fögrum há- sléttum efst, og gróðursælir dal- ir á milli þeirra. En í hverjum einasta dal voru tjarnir eða vötn, og runnu frá þeim iygnar elfur út í hin gormlaga höf. Fjögur tungl gengu umhrverfis hnöttinn, öll minni en máni jarð ar, en málmauðug, og höfðu hnattbúar þar námugröft. Stjörnuskipið nam staðar fyrir utan lofthjúpinn, en diskar þess fluttu farþegana og fjölda starfs fólks niður á jarðstjörnuna. Foreldrar Me-lú litlu 'höfðu boðið til sín sjálfum skipstjóran- um Psíkk, svo og Ómari Holt, Skóláhótelin d vegum Ferðask rifstofu rik isim bjóðayður velkomin i siiMar d eftirtöldum stöðum: 1 MENN T A SK Ól.ANUM LAUGARVATNl 2 SKÓGASKÓLA 3 VARMALANDI í RORGA RFIRÐI 4 MENN TA SK Ó LA NUM AKUREYRI 5 ElfíASKÓLA OG 6 SJÓMANNASKÓL ANUM í REYKJAVÍK Alls staðar er framreiddur hitw vinsceli lúxusmorgunverðin (kalt borð). r Lenai Dorma, Miro Kama, ímennu Kha og Lollu litlu Hrat- ara. Og er niður kom í flugstöð- ina, var þar fjöldi fólks, er keppti um að bjóða geimförun- um til dvalar á heimilum sínum. Þessar ljósbrúnu, lágvöxnu manneskjur voru ákaflega gest- risnar og þægilegar í viðmóti. Vildu þær allt gera til þess að heimsókn ferðafólksins yrði því sem ánægjulegust. Lenai Dorma flaug diski sín- um með alla gesti Ú-mann Ga- la og ídu-ta beint heim til þeirra hjónanna. Þau bjuggu í dal ein- um unaðsfögrum, á sléttri grund við vatn. Bústaður þeirra líktist einna helzt móteli; það var stór tveggja hæða bygging, úr ljós- grænum steini, stílhrem með stórum gluggum og svölum. En allt um kring voru smáhýsi, ætl uð gestum, og í hverju þeirra tvö herbergi, ásamt baðklefa. Stóðu þau í víðlendum garði, þar sem uxu hin fegurstu tré og runnar, er báru litfögur blóm og ávexti samtímis. Ómari Holt varð minnisstæð dvölin á Mó-na-la-na. Náttúran var unaðsleg og mannlífið fag- urt, en það, sem brá mestum töfraljóma yfir líf hans þar, var samvistin við Me-lú. Þau skildu nálega aldrei, og voru alloft ein saman, því að félagar hans á stjörnuskipinu fóru víða, en hann lét sér að mestu nægja hin indælu heimkynni vinkonu sinn- ar. Hún vitjaði hans hvern morg- un snemma, og fœrði honum ár- bít, ávaxtarétti og aldinsafa — þarna nærðust menn eingöngu á slíkri fæðu. Og morguninn var ljúfur í skini hinnar Ijósfjólulitu sólar; þá gengu þau um garð- ana, eða niður að vatninu, en 1 því bjuggu vitverur, sem Me-lú gat talað við. Þær voru álíka að stærð, og höfrungar, en fíngerð- ari, og höfðu fjórar hendur, auk ugga og sporðs. Áttu þær borg- ir niðri á botni vatnanna, og úti í höfunum, en frumstætt virtist líf þeirra, enda þótt þær hefðu allskírar gáfur á ýmsum sviðum. Þær voru fjarska geðgóðar og kátar; var mikil vinátta milli þeirra og barna fólksins í dölun- um, sem höfðu þær fyrir reið- skjóta og ferðuðust um vötnin á baki þeirra. Ekki töluðu þær á sama hátt og menn, en gáfu frá sér allskonar blísturshljóð, hviss og muldur. Me-lú skildi þó mál þeirra og gat talað það reip- rennandi. Hún sagði að allir lærðu það í bernsku sinni, í leik við verur þessar, sem nefndar voru Múl-da. _ „Á bverju lifa þær?“ spurði Ómar. „Éta þær aðra fiska?“ Me-lú leit til hans forviða. „Hvernig meinarðu — að þær drepi aðrar lifverur? — Nei, það gerir enginn; þær nærast á vatnagróðrinum, og svo gefum við þeim ávexti fyrir perlur og fallega steina, sem krakkarnir okkar hafa gaman af.“ „Eru þá engar skepnur hér sem að nærast á líkama ann- ara dýra?“ spurði Ómar lág- róma. Hún horfði á hann með ótta i augum, loks hristi hún höfuðið og brosti. „Ég veit hvað þú mein ar. Ég hef séð fræðslumyndir frá hnettinum þínum — það var hroðalegt! En hér kemiur það aldrei fyrir. Við hlíðum öU fyrsta boðorði Hinna Æðstu Fræða: Verið hvert öðru góð, gerið öðrum það sem þið viljið að þeir geri ykkur.“ „Mig langar til að leggja nokkrar spurningar fyrir Múl- da,“ eagði Ómar. „Gætirðu kall- að eina þeirra og túlkað fyr>r mig?“ „Já, það skal ég gera!“ Hún hló mjúklega og klappaði sam- an lófunum. Svo gekk hún nið- ur í flæðarmálið og gaf frá sér háan blísturstón, nánast ýskur, sem lét dálítið óþægilega í eyr- um. Hann fór á eftir henni, og að stuttri stundu liðinni komu þrír af þessum litlu hvalfiskum upp á yfirborðið, skammt undan landi. Þeir veifuðu litlum hönd- um til Me-lú og syntu síðan upp að fótum þeirra. „Hver er mesta ánægja ykk- ar?“ spurði Ómar Holt. Muldur, hviss og blístur — ómw gat ekki varizt brosi er hann sá hinar yndisfögru varir vinkonu sinnar móta þessi skrítnu hljóð. En svarið kom að vörmu spori: „Að fljóta í vatns- skorpunni, langa sólskinsdaga, og ræða um undur lífsins." „Hafið þið engum skyldustörf um að gegna?“ „Við sjáum um börnin, þegar þau koma úr eggjunum, og kenn um þeim öll okkar fræði.“ „Þær hafa ekki fjölskyldulíf á okkar vísu,“ sagði Me-lú. „Þetta er allt eitt félagsbú hjá þeim.“ Hún brosti kankvíslega og laut höfði. Ein af vatnaverunum rétti fram hendi sína til Ómars og muldraði eitthvað. „Hún er með gjöf handa gesti mínum,“ sagði Me-lú. „Þú verð- ur að þiggja hana — og rétta út úr þér tunguna, þannig sýn- urp við þeim þakklæti okkar.“ Ómar tók við gjöfinni, það voru þrjár stórar, bláar perlur, undurfallegar. Er hann hafði þakkað fyrir sig, veifuðu „höfr- ungarnir" höndum sínum 1 kveðj uskyni og hurfu í djúpið. „Nú átt þú eftir að hitta kyn- þátt skipstjórans okkar,“ mælti Me-lú, er þau gengu heim\eiðis. „Við skulum fara þangað á morgun.“ , „Er hann héðan?“ spurði Ómar undrandi. „Já, hann er alinn upp hérna á sléttunni fyrir ofan dalinn. Ég þekki systur hans — hún er mörg hundruð árum eldri en ég, en alveg indæl kona.“ Hún sagði honum nú frá Fjallafólkinu, sem var háþróað- asti kynþáttur jarðstjörnunnar, göfugar vitverur, sem vildu öll um gott gera og ástunduðu hreint og fagurt iíferni „Það reynum við reyndar öll,“ sagði Me-lú litla afsakandi. ,,En við, Dalafólkið, höfum, því miður ekki náð meiri þroska en það, að við eyðum miklu af tíma okk ax í leik og leti. _ En það er svo indælt að lifa — finnst þér það ekki líka, bláeygði vinur?“ Hvort honum fannat þaðt Hann lagði arminn um hála stúlkunnar, þrýsti henni að sér og beygði sig niður að henni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.