Morgunblaðið - 22.08.1967, Side 11
MORG-UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1967
11
methafi Þórður hvað komstu
hátt?
ERTU að fara í viðtal við Þórð
Hafliðason? spurði kunnugur
maður blaðamann Mbl. þegar
hann var að tygja sig til brott-
farar. — Það er maður sem tal-
andi er við. Nú er hann búinn
að slá öli met í sviffluginu, og
ekki gerði hann það víst enda-
sleppt á vélflugprófinu. Hér áð-
ur fyrrr var hann í ljósmyndun
og þótti frábær. Gaman hefði
ég að vita hvar hann ætlaði
sér á toppinn næst. Það var því
með nokkurri andakt að blaða-
maðurinn hélt suður í Kópavog
og bankaði upp á húsi Þórð-
ar Hafliðasonar íslandsmeistara
í svifflugi. Hann kom sjálfur til
dyra og bauð blaðamanni vin-
samlegast sæti í skrifstofukrók
sínum, í iðnaðarherbergi húss-
ins.
— Þú rekur hér plastiðnað
Þórður?
Einhvers
Olfusár
staðar milli
og Borgarfjarðar
Spjallað við Þórð Hafliðason svifflugsgarp
— Pú, svo á að heita. Ég fram
leiði hér í húsinu þakglugga og
lampa úr plasti. En samkeppnin
við það innflutta er erfið.
Blaðamaður veitir vélunum
athygli og spyr um uppruna
þeirra. — Þær eru heimatilbún-
ar, svarar Þórður.
— Ertu kannski vélvirki að
iðn?
— Nei, ég er lærður útvarps-
virki.
— Hvenær fékkstu flugbakter
íuna Þórður?
— Það má segja, að ég hafi
alltaf verið haldinn henni. Þeg-
ar ég á yngra aldri var á ferð
— Hvenær fórstu svo út í
svifflugið?
— Það var árið 1953 að ég
lauk tilskildum prófum. Svifflug
félagið hafði verið með bæki-
stöðvar á Reykjavíkurflugvelli
fyrst eftir stríð. Ég tók prófið
á Sandskeiði en þangað var fé-
lagið þá aftur flutt á sínar gömlu
fyrirstriðs slóðir.
— Hvemig var farkosturinn
sem þið byrjendurnir æfðuð ykk
ur á?
— Hann var nú vægast sagt
ekki merkilegur. Þetta var opin
grind úr krossvið, sem setið var
á fyrir opnum himni. Á þessu
Suma kynni að gruna að hér væru Wright bræður á ferð-
inni, svo er þó ekki. Myndin er tekin á Sandskeiði árið
1953 og er af æfingaflugi fyrir byrjendur í svifflugi).
(Sjá nánar í greinni).
í Vatnsmýrinni kviknaði áhug-
inn. Svo kom þetta allt koll af
kolli. Ég byrjaði að smíða flug-
módel.
Þórður bregður sér nú frá og
kemur aftur með eitt all forn-
flálgt módel og annað hálfsmíð-
að.
— í þessum leik kom Agnar
Kofoed nú jafnvel við sögu eins
og flestu sem viðkemur fluginu.
Hann var þá lögreglustjóri og
við bjuggum í sömu götu. Þeg-
ar Agnar sá mig með módelin
brá hann oft á leik með mér.
Varð þetta auðvitað til að auka
áhugann enn. Þetta hálfsmíðaða
módel komst aldrei í loftið en
það átti að verða radíóstýrt frá
jörðu
flugum við rétt yfir jörðu í lít-
illi hæð. Þegar við vorum úr-
skurðaðir fullfærir á þetta verk-
færi var farið yfir á sjálfa svif-
fluguna.
— En ekki léztu sitja við
þetta?
—Nei, ég hafði alltaf áhuga
fyrir vélfluguprótfi. Því lauk ég
svo ásamt bóklegu atvinnuprófi í
fyrra. Atvinnuprófið tók ég utan
skóla og á eftir nokkra flug-
tíma til að ljúka prófinu (Á
einkaflugprófi náði Þórður frá-
bærum árangri eða 9,64 af tíu
mögulegum).
— Hefurðu kannski áhuga fyr
ir að gera flugið að atvinnu
þinni?
— Ekki get ég sagt það. Hins
vegar er prófið gott í bakhönd-
ina, ef iðnaðurinn leggur endan-
lega upp laupana. Honum er ég
ákveðinn í að halda gangandi
svo lengi sem möguleiki er á.
— Þú ert nýbakaður fslands-
meistari í svitfflugi, hvernig er
sá titill til kominn?
— Flugmálafélagið heldur á
tveggja ára fresti íslandsmót.
Sá sem flest stig hlýtur á mót-
inu, þ.e. flýgur lengsta vega-
lengd samtals er útnefndur meist
ari. í ár var ég vinningshafi með
1612 stig, Þórhallur Filipusson
kom næstur með 1271.
— Hvað er að segja af mót-
inu?
— Það var haldið í júlí sl. að
Hellu á Rangárvöllum og stóð í
9 daga.
Úrslitum réði fyrir mig flugið
síðasta daginn. Flugleiðin þá var
rúmlega 104 km þríhymingur,
markaður af Hellu — Hruna —
Búrfell og til Hellu atftur.
Af honum néði ég að fljúga
97,1 km sem gaf mér gott for-
skot.
— Þú varst að bæta eigið
lengdarmet fyrir skömmu hvað
flaugstu langt?
— Þetta voru um 170 km í
beinni lotflínu, að Hólabaki sunn
an Blönduóss.
— Gætirðu lýst nokkuð þess-
ari flugferð?
— Ég hóf ferðina kl. 13,22
með því að fljúga yfir hraun-
ið norður af Sandskeiði í átt að
Leirvogsvatni, og þaðan stefnu
að Hvalfjarðarbotni. Skilyrðin
voru góð til að byrja með, sterkt
hitauppstreymi. Náði ég góðri
hæð yfir Hvalfirðinum og fram-
an af í Borgarfirði. En svo kom
hafkolan í spilið, og uppstreym-
'ið tók að minnka. Þegar yfir
Þverárrétt var komið var flug-
hæðin orðin það lítil að ég varð
að gera ráð fyrir lendingu á ein
hverju túninu, en komst þó við
illan leik yfir kjarr og skógi-
vaxið svæði.
Fór þá að vænkast hagur
Strympu. Naut ég þar fyrri
reynslu á þessum slóðum. Náði
ég á þessu uppstreymi til fjalls-
ins Baulu og var mér þá borgið.
Hækkaði ég flugið ört yfir fjall
inu, enda voru skilyrðin geysi
góð, blés á vestan og S-vestan
og þyrlaðist uppstreymið undir
vængjunum. Komst ég þarna í
1300 metra hæð, og lá leiðin á-
fram norður. Fyrirhugað tak-
mark mitt var Víðidalstunga,
þangað náði ég, og rúmlega það.
'Seinni hluti leiðarinnar var flug
an alltaf lækkandi flugið enda
orðið áliðið dags. Lenti ég kl.
16.48 við Vatnsdalshóla. Hafði
ég þá flogið um 170 km vega-
lengd, og bætt mitt gamla met
um 44 km. Gera má ráð fyrir
betri árangri ef ég hefði lagt
fyrr atf stað frá Sandskeiði. Eft-
5r lendingu tók ég íluguna í sund
úr til að koma henni upp á
vörubíl til flugvallarins við
Blönduós. Skömmu eftir komu
tnína þangað kom flugvél á
hvolfi inn yfir flugvöllinn. Var
þar á ferð vinur minn Sigmund-
*u-r Andrésson á tékknesku list-
flugvélinni. Stóð hann þar vel
•við loforð sitt um að sækja mig
hvert á land sem væri, og dró
tfluguna til Reykjavíkur.
1 — Á hverju byggist svifflug-
ið aðallega?
— Það má segja að svifflug-
ið sé einskonar hraðskák við
háttúruötfluin. Það hetfst með því
að mótorknúin vinda dregur
tfluguna á loft, og fer hún á því
áfli upp i 250—300 metra. Þeg-
'ar flogið er yfirlandsflug er vand
Ínn að finna hitauppstreymissúl-
Ur og halda svifflauginni innan
þeirra. Uppstreymi þetta er ó-
'sýnilegar og óreglulegar súlur
lofts á mismunandi uppleið. Vand
inn er að halda sig innan þeirra
tfneð því að fljúga helzt í kröpp-
Um hringjum.
— Hvað hafið þið helzt til
marks um uppstreymið?
— Það er margt sem taka þarf
tillit tdl. Skýjafar, vindétt og mis
haunandi jarðvegur. Oft getfur
hegðun fugla á flugi vísbend-
ingu.
— Hvaða útbúnað hafið þið
helst í flugunum?
— í þeim eru flestir nauðsyn-
legustu mælar, hraða og hæðar
áuk áttavita og sjálfritandi hæð
armælis. Með honum getum við
sannað þá hæð, sem náð hefur
Verið.
— Getið þið ekki alltaf átt
von á skyndilendingu?
— Jú, því má aldrei gleyma
landslaginu fyrir neðan með
ttilliti til þess. Aldrei er að
vita hvenær uppsterymisskort-
ur neyðir flugmanninn til lend-
ingar. Tún eru af skiljanlegum
ástæðum bezt til þeirra hhita
þótt ekki náis ævinlega í lend-
ingarheimild fyrirfram.
— Hvernig eru viðtökurnar á
sveitabæjunum?
— Það verður sannarlega
ekki annað sagt en að góða gamla
íslenzka gestrisnin sé þar í fullu
giidi. Ekki stendur á kaffi og
lummum eða öðru betra þegar
heiðarleg skýring hefur verdð
gefin á ferðalaginu. Vil ég gjarn
an nota tækifærið og þakka
þeim velgjörðirnar, sem mig
hafa fengið í óvænta heimsókn
úr himninum ofan.
— Nú ert þú einnig hæðar-
— Það voru 6935 metra eða
23 þúsund fet. (Venjuleg flug-
hæð Viscount flugvéla er 19—
25 þúsund fet).
— Hvernig er tilfinningin að
svífa þarna uppi á krossviðn-
um?
— Hún er nú býsna einkenni-
leg. Líkamlega er maður nátt-
úrlega ekki í eðlilegu ástandi í
slíkri hæð, enda búinn súrefnis-
tækjum þegar komið er í 3—4
þúsund metra hæð. Kuldinn er
geysilegur, og sitja verður graf-
kyrr. Jafnvel hóstakast gæti
haft alvarlegar afleiðingar, þar
eð það örfar blóðrásina (sem
þegar er í hámarki.)
— Hvernig eruð þið búnir?
— Ég er dúðaður í eins
margár ullarpeysur eins og einn
maður getur klæðzt og í loð-
fóðruðum flugbúning og stígvél-
um.
Hafðir þú ákveðið að fljúga
daginn sem hæðarmetið var sett.
— Nai, ekki var það. Ég hafði
legið undir bílnum mínum við
viðgerðir fram eftir degi, en
var ekki í rónni að koma-
ast í loftið. Veðrið var
eins og bezt var á kos-
ið, og hafði ég orð á að ef mér
tækist einhvern tíman að slá
metið yrði það nú. Hvasst var
og sólskin. Þegar komið var í
lotftið sást lítið til jarðar fyrir
skýjalögum. Þó gat ég greint
Ölfusárósa nokkuð greinilega.
Það var sá ágæti Surtur, sem
var mitt leiðarmerki, því strók-
urinn frá honum lagði upp
í gegnum skýjalagið. Þá var
sólin mér auðvitað hjálp? Það
Kortið sýnir leiðina (um 170
km) sem Þórður flaug fyrir
skömmu. Bætti Þórður þar
fyrra lengdarmet er hann
sctti sjálfur árið 1965. Neðsti
punklurinn er við Þverárrétt
í Borgarfirði. Þar munaði
minnstu að endir yrði á flug-
inu. Lykkjurnar sýna hvernig
Þórður náði uppstreymi á ný
við fjallið BAULIJ. Hringurinn
efst sýnir fyrirhugað takmark
leiðarinnar, Víðidalstungu.
Krossinn merkir lendingar-
stað.
sem gerir mann eiginlega mest
forviða 1 þessari hæð er hversu
allt rennur saman. Bf ég hefði
verið beðinn um staðarákvörð-
un, hefði ég aðeins verið þess
umkominn að segja að ég væri
staddur einhversstaðar á milli
Ölfusár g Borgarfjarðar.
Að lokum sagðist Þórður vilja
benda þeim er áhuga hefðu fyrir
svifflugi að Svifflugfélagið
héldi upp kennslu á Sandskeiði.
Gætu þeir sem áhuga hetfðu
fyrir tilsögn fengið allar upp-
lýsingar hjá formanni félagsins
Þórmundi Sigurbjarnarsyni.
Um svifflugið væri það að
segja, að það væri í alla staði
óvenju spennandi og heillandi
íþróttagrein. Sú eina sem
gerði eftirsóttasta draum manns
ins um aldir — að fljúga eins
og fugl, að veruleika.
Þórður Hafliðason, nýb akaður íslandsmeistari oð margf aldur methafi í svifflugi.