Morgunblaðið - 07.09.1967, Side 1

Morgunblaðið - 07.09.1967, Side 1
28 SIÐUR 54. árg. — 201. tbl. FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1967 PrentsmiiYia Morgunblaðsins Truong Dinh Dzu, sem hlaut ovænt fylgi í kosningunum í Víetnam á sunnudag hefur lýst þvi yfir, að kosningaúrslitin í landinu öllu hafi verið fölsuð. Dinh Dzu er friðarsinni og hlaut eins og fyrr segir töluvert meira fylgi en búist var við (AP-mynd). Ljúgvitni gegn Papandreou? New York, 6. sept., AP. TÍMARITIÐ Ramparts skýrði frá (því í dag, að það hefði fengið til Bandaríkjanna tvo menn, sem hefðu verið aðal- vitni grísku herforingja- stjórnarinnar gegn Andreas Papandreou, sem brátt verð- ur leiddur fyrir rétt í Aþenu, ákærður fyrir föðurlands- svik. I heilsíðuauglýsingum í stórhlöðunum The New York Times og Washington Post, segir Ramparts frá því, að Grikkirnir tveir, Andreas Vachliotis og Kyriakos Dia- kogiannis, stofnuðu nú lífi sínu í hættu með því að af- neita framburði sínum áður en herforingjastjórnin dreg- ur Papandreou fyrir her- réttinn. f auiglýsin.gu tímaritsins segir, að sönmunargögn herstjórnarinn- ar gegn Papandreou séu svikin, upplogin og staðfest með ljúg- vitnum. Papa-ndreou var eitt sinn pró- fesisor í hagfræði við Kaliforní.u- háskóla, en sneri síðar aftur heim tii Grikklands. I>ar gerðist hann foringi vinstrisinnaihreyfingar, sem var að'alskotmark herstjórn- arinnar eftir byltinguna í apríl sl. — Ramparts er mánaðarrit, gefið út í San Francisco. Það varð fyrst al'lra fréttaiblaða og tíma- rita tid að skýra frá því, að bandaríska leyniþjónustan (CIA) styrkti félög og stofnanir heima og erlendis með fjárgjöfium eftir leynilegum leiðum, en þessar uppljóstranir vöktu heimsait- hy.gli. Ramparts mun birta frásögn Grikkjanna tveggja í október- hefti sínu. Tímaritið segir, að þeir hafi verið neyddir af grísku leyniþjónustunni til að bera Ijúgvitni gegn Papandreou. Að sögn tímariitsins var Vachli otis lögmaðiur í Aþenu, en faðir hans var hershöfðingi í gríska hernum. Dia.kogiannts var, sam- kvaemt söm.u heimildum, ritstjóri og útgefandi grís'ks tímarits í París. Vináttusáttmáli Sovét og Ungverjal. Búdapest, 6. sepJ — AP — FORMAÐDR sovézka kommún- istaflokksins, Leoniö Brezlinev, og forsætisráðherra Sovétríkj- Verkioll hjd Ford? Detroit 6. septemher, NTB. í NÓTT var allt útlit fyrir að bandarísku Ford-verksmiðjurnar yrðu að hætta starfsemi sinni á miðnætti vegna verkfalls bif- reiðastarfsmanna. Samningsvið ræður hafa farið fram milli sam- bands bifreiðastarfsmanna og Framhald á bls. 27 anna, Alexei Kosygin, fóru í dag fiugleiðis til Búdapest til að undirrita þar nýjan vináttusátt- mála við Ungver.jaland. I för með þeim er Andrei Gromyko, utanríkisráðherra. Heimsókr þessara þriggja valdamanna ber upp á sama tíma og de Gaulle Farkklands- forseti heimsækir Póiland og Walter Ulbright, formaður kommúnistaflokks Austur- Þýzkalands, heirrusækir Búlgar- íu. Brezhnev og Kosygin hafa ferðast um allmörg Austur-Ev- rópulönd til að endumýja vin- áttusáttmála, sem gerðir voru eftir síðari heimsstyrjöldina og Framhald á bls. 27 De Gaulle fagnað í Varsjá París, Varsjá, 6. sept. AP-NTB. DE GAULLE Frakklandsfor- seti fór í sex daga opinbera heimsókn til Póllands í dag. í för með honum eru utan- ríkisráðherra Frakklands, Couve de Murville, og mennta málaráðherrann, Alain Peyre fitte. Við komuna til Varsjá tóku á móti Frakklandsfor- seta forseti Póllands, Edward Ochab, kommúnistaforinginn Gomulka og Josef Cyrankie- Tabor utanríkis- ráðherra Dana Kaupmannahöfn, 6. sept, NTB SENDIHERRA Danmerkur hjá Sameinuðu þjóðunum, Hans Tabor, hefur verið skipaður ut- anríkisráðherra Danmerkur frá 1. okt. n.k. að telja. Jens Otto Krag, forsætisráðherra hefur sjálfur farið með störf utanrík- isráðlierra síðan Per Hækkerup lét af embætti í nóvemher í fyrra, til að helga sig eingöngu starfi sínu, sem leiðtogi sósíal- demókrata á þingi. Krag og Tabor hafa lýst því yfir, að útnefning Tabors, sem utanríkisráðherra, muni ekki hafa í för með sér neina hreyt- ingu á utanríkisstefnu Dana. wicz, forsætisráðherra Pól- lands. Hálf milljón manns fagnaði de Gaulle á strætum Varsjár með samstilltu hrópi: „Hann lifi í hundrað ár“. Þess er nú beðið átekta í Var- sjá hvort de Gaulle minnist á landamæri Þýzkalands og Pól- lands og hvort hann muni hitta að máli annanhvorn pólska kard inálann. Alitið er að forsetinn muni ekki hitta að máli Wysz- ynski kardinála vegna andstöðu opinbera aðila við fund þeirra Franskar heimildir herma, að de Gaulle muni forðast að auka andúð Pólverja á V-Þýzkalandi, en þess í stað reyna að sætta sjónarmið stjórnarvaldanna í Varsjá og Póllandi. DeGaulle hefur a.m.k. tvisv- ar sinnum síðan 1959 sagt, að Þýzkaland ætti að lít.a á nú- verandi landamæri sín sem var anleg, en V-Þýzkaland er á ann arri skoðun. Pólskir stjórnmála menn vænta þess, að Frakk- Kaíró og London 6. september — AP —- NTB — FRÁ því var skýrt í London í gær, að óstaðfestar fregnir hermdu, að gerð hefði verið stjórnarbylting í Sýrlandi og að forseti landsins Nureddin el Atassi hefði verið handtekinn. Áreiðanlegar heimildir í Lond- on viðurkenndu að slíkar fregn ir hefðu borizt þá um daginn, en hvorki væri hægt að sanna þær né afsanna. Egypzka herstjórnin skýrði frá því í dag, að Egyptar og ísraelsmenn hefðu skipzt á skot um í nokkrar minútur við Sú- ez-skurð í gær. Sagði í tilkynn- ingunni, að ísraelsmenn hefðu átt upptökin að átökum þess- um. Odd Bull, yfirmaður gæzlu sveita Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því í dag, að Egypt- ar hefðu byrjað skothríðina á mánudaginn, en þá héldu báðir aðilar uppi stórskotahríð í 7 klukkustundir. Moskvublaðið Pravda hrósaði í dag Egyptum fyrir hreinsan- landsforseti endurtaki nú um- mæli sín og minnist sérstaklega á Oder-Neisse línuna, sem dreg in var milli Póllands og A-Þýzkalands eftir síðari heims- styrjöldina. Að öðru leyti er búist við, að Frakklandsforseti ræði við pólska valdamenn um vanda- mál Þýzkalands, öryggi Evrópu, Víetnam og ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Það hefur vakið furðu vest- rænna stjórnmálamanna, að de Gaulle hyggt ávarpa pólska þing ið á mánudaginn, Þessi fyrir- ætlun forsetans er túlkuð, sem vinsamlegt tákn vestræns lýð- ræðis við kommúnískt þing, en þess hafa ekki þekkzt dæmi fyrr. Aldrei hefur vestrænum stjórn málamanni verið tekið með jafn miklum kostum og kynjum og Frakklandsforseta, enda telja pólskir valdamenn viðræðurnar við hann mjög þýðingamiklar. irnar innan hersins og stjórnar- innar í sl. viku. Sagði blaðið, að með handtöku Amer, yfirmanns egypzka hersins og fyrrverandi varaforseta og 50 annarra hátt- settra herforingja og embættis- manna hefði stjórnmálaástandið í Egyptalandi orðið heilsteypt- ara og hreinna. Pravda sagði, að tilræðið við Nasser hefði að- eins verið upphafið að öðrum og alvarlegri atburðum. Blaðið sagði, að þrátt fyrir þessar hreinsanir væri langt frá því að allri hættu hefði verið bægt frá, og að Egyptar yrðu að vera vel á verði í ’onanríkismálum sín- um. Kinshasa, 6. sept. NATO-löndin sættu gagnrýni á ráðstefnu Einingarsambands Afríku (OAU) i Kinshasa, höfuð borg Kongó, í dag. Nefnd undir forystu Hagib Bourguiba, u<tan- ríkisráðherra Túnis, sagði í álykt un, að NATO-ríkin bæru að miklu leyti ábyrgð á kúguniar- stefnu Portúgals í Afríku. Bylting í Sýrlandi? Hermenn sambandsstjórnarin nar í Nígeríu sjást á myndinni fara með alvæpni yfir bráða- birgðabú um 9 km. vestur af Ore. Uppreisnarhermenn frá Biafra yfirgáfu Ore nú nm taelg- ina, og á flóttanum sprengdu Þeir brúna yfir fljótið í loft upp. Ore er nú á valdi samhands- stjórnarinnar eftir harðan sól arhringsbardaga í úthverfum borgarinnar. (AP).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.