Morgunblaðið - 07.09.1967, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. SEPT. 1W7
Rannsakaði svif
og seiði i Faxaflóa
GEORGE C. Williams, pró-
fessor við ríkisháskólann í
New-Yorkfylki hefur undan-
farið ár dvalizt á fslandi m.
a. við rannsóknir á svifi í
Faxaflóa. Mbl. átti stutt sam-
tal við prófessorinn, áður en
hann hélt aftur vestur um
haf á dögunum.
— Hvenær o? iivers vegna
komuð þér tii Islands?
— Ég kom til íslands í júní
mánuði 1966. Þi fékk ég árs-
frí frá störfum mínum við
háskólann og langaði til að
verja því til einhvers konar
rannsókna. Eftir bréfavið-
skipti við ýmsa menn víða
um heim, þ.á.m. Jón Jónsson,
fiskifræðing, tók ég þá
ákvörðun að koma til íslands
og fékk starfsaðstöðu hjá Haf
rannsóknarstofnuninni.
— Og fjölskylda yðar?
— Hún kom með mér. Kon
an min, Doris, og börnin fjög
ur: Jaques, 14 ára, Sibyl, 12
ára, Judy, 10 ára og Phoebe,
sem er 7 ára.
— f hverju var starf yðar
við Hafrannsóknarscofnunina
fólgið?
— Aðallega var þar um að
ræða urvinnslu á óunnum
gögnum, sem Hermann heít-
inn Einarsso'i hafði safnað
um seiðainagn í Faxaflóa á
árunum 1:148 <ii 1957 En rr.eð
athugunuin a seigamagni má
fá mæiikv u-ða á fiskigegnd-
tna frá ári til árs. Rannsókn-
Prófessor George C. Williams
ir þessar neialust aðal!“ga
að seiðum þorsks og flatfisks,
svo sem þykkvalúru og skar-
boia. Árangarám af slaifi
mínu mun r/o birtast * ritam
Hafrannsóknarstofnunarinn-
ar á næstunni.
— Hvað getið þér sagt okk
ur um niðurstöðurnar. Fer
fiskimagnið í Faxaflóa vax-
andi eða minnkandi?
— Til að geía svar við þess
ari spumingu þarf miklu
meiri rannsóknir en þegar
hafa verið gerðar. Starf mitt
var aðeins einn liður í rann-
sóknum, sem halda verður
áfram til þess að fá saman-
burð, svo hægt verði að gera
sér ljóst, hvað raunverulega
er að gerast í þessum efn-
um.
— Hvað viljið þér segja um
rannsóknir íslenzkra manna
á hafinu og íbúum landsins?
— Þeir hafa unnið mikið
og mjög gott starf, en eins ig
gefur að skilja er í mörg horn
að líta. Þannig er þetta alls
staðar í heiminum í dag. Þörf
in á auknum hafrannsóknum
fer sífellt vaxandi.
— Hvað er álit yðar á hin-
um miklu stórþorsksveiðum
í nót við suðurströr.d íslands
undanfarin ár. Hafa þær eng
in áhrif á stofninn?
— Eins og fram hefur kom
ið hjá íslenzkum fiskifræð-
ingum hafa veiðar þessar eng
in áhrif á stofninn og í því er
ég þeim algjörlega sammála.
— Hvernig hefur yður svo
líkað á íslandi?
— Mjög vel. Ég hef haft
mikla ánægju af starfi mínu
hér og við eigum öll skemmti
legar minningar frá íslandi,
bæði um landið sjálft og
íbúa þess, sagði prófessor
Williams að lokum.
Skiptar skoðanir um framtíð
svifnökkvans hér á landi
Telja stœrri gerð hentugri — Síðasta
ferð hans n.k. sunnudag
SVIFNÖKKVINN, sem nú er í
fer®usn milli Reykjavíkur og
Akraness mun fara sína síðustu
ferð n.k. sunnudag, en á mánu-
dag verður hann sennilega sett-
ur um borð í skip er flytur hann
út. Næstu daga verða ferðir hans
sem hér segir: Hann fer frá
Reykjavik kl. 13.30 til Akra-
ness, og aftur til baka kl. 14.15
Miiii kl. 15 og 18 eru stuttar
ferðir um Sundin, og er þar far
ið álíka langa leið og aðra leið-
ina til Akraness, enda fargjald
ið hið sama eða kr. 150. Svif-
nökkvinn fer svo aðra ferð til
Akraness kl. 18.30 og aftur til
baka 19.15. Aðsókn að ferðum
með svifnökkvanum hefur ver-
ið mjög misjöfn. Um helgar lief-
ur venjulega verið gifurlegt
annríki, en minna á virkum dög
um ,og þvi er fólki sem áhuga
hefur á að fara með svifnökkv-
anum bent á að nota heidur
virka daga til þess.
Morgu>nblaðið sneri sér til
þriggja rnanna í gær, sem hvað
mest hafa haft með svifnökkv-
ainn að giera hér á landi, —
þeárra Hjátomars R. Bárðansoin-
ar, skipaskoðunarstjóra, Magu-
úsar Magnússonar, bæjarstjóra
í Vestmannaeyjum, og Björj»-
vins SæmundsisonaT, bæjarstjó a
á Akrainesi, og spurðist fyrir uim
álit þeirra á fram/tíðarmögu-
leikum svifnökkvans héir við
land.
SkipaSkoðunarstjóri sagði, að
svifnötókvinn væri óneitanlega
fróðSegt og gagnlegt faraTtæki,
en aðalikositir hans væru, að
fara mæftrti á honutn upp á
s'anda og þyrfti þvf engiin sér-
stök hafnargkilyrði- En fyrir þá
aðila, sem ætluðu til Reykj'a-
■víkur, frá Vefetmannaeiyj'uim
væri það ekíki nemia hálfsögð
saga að komast upp á sandana,
því að þá væri eftir tveggja
tíma ferð til höfuðborgari'nnaT,
og því mundu þessir aðilar eðli-
lega kjósa heldur að faira með
flugvél. Væru það því stopul
viðskipti, ef aðeins yrðu feirðiir
með svifnökfkvanum, þegar
ekki væri mögulegt að fljúga.
Hjálmar sagði, að í smíðum væri
svifnökkvi sem gæti tekið 7—8
bíla, og þar af leiðandi hentugri
til ferða milli lands og eyja,
þar sem h'ann gæti flutt bíla
Vestmannaeyinga til lands, eln
væri á hinn bóginn mun dýrari
eða kostaði um kr. 54 milljóniir,
þegar þessi, sem nú væri hér
við land, kostaði 16 roilljónir.
Varðandi ferðir milli Akrai-
ness og Reykjavíkur, sagði
akipaskoðunastjóri, að fram til
þessa hefðu ferðir þangað eink-
um verið skemmtifeirðir, og
sýndu því ekkd flutniingsþörfina.
Með svifnökkvanum væTi ekki
unnt að flytja bíla og þess
vegna væri stærri svifnökfcvi
bentugri. En þá vaknaði á hinn
bóginn sú spuming, bvort þörf
væri á svo miklum hraða á
þessari leið, og hvort ekki væri
hentugra að hafa ferju í ferð-
um, en það myndi hins veigar
aftur hafa í för með sér auka-
kiostnað við að bæta hafnarskil-
yrði. Væru því ýmiS sjónaar-
mið, sem taka þyrfti til greina,
áður en lokaákrvörðun yrði tek-
in.
Magnús Magnússon sagði
svifnökkvimn hefði reynzt Vest-
mannaeyingum fulllítill miðað
við þau veðu.r og sjógang, sem
ailtaf er von á miili lands og
eyja, enda þótt flutningsgeita
hans væri fullnægjandi. Þyrftu
Framihald á bls. 27
GÆR var hægviðri um allt
land og víðast hvar heið-
skírt. Um nónbilið var hit-
inn 8-14 stig, hlýjast á Nauta-
búi í Skagafirðí. Er sjald-
gæft að slíkir bliðviðrisdagar
komi um allt land.
Mjög víða var frost í fyrri-
nótt, t.d. 5 stig á Staðarhóli í
Aðaldal og á Hveravöllum í
tveggja metra hæð frá jörðu.
En víðast á landinu mun hafa
orðið frost niður við gxasró*.
Kalnefnd ræðir
við ráðherra í dag
MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær
samband við Einar Ólafsson í
Lækjarhvammi, en hann er einn
af þeim er skipaður hefir verið
í svonefnda kalnefnd. Nefndin
hefur nú þegar, svo sem frá hef-
ur verið skýrt í fréttnm, kann-
að svæðið á norðanverðum
Ströndum, svo og á Norðurlandi
allt suður að Smjörvatnsheiði
(þ.e. suður fyrir Vopnafjörð).
Nefndin mun í dag leggja
fram bráðabixgðaskýrslu sína
um athugun þá, sem hún ..hefur
gert á þessu svæði, en síðar mun
hún kanna ástandið á Austur-
landi nánar, en þaðan hafa bor-
izt óskir um, að svo verði gert.
Síðar er svo að vænta til hverra
ráðstafana verður gripið, og
hverra úrbóta er þörf í sambandi
við kalskemmdirnar, sem orðið
hafa á þessu sumri.
Miklar vegabætur í
Árneshreppi
MIKLAR vegabætur hafa í
sumar verið unnar í Árnes-
hreppi í Strandasýslu. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem
hlaðið fékk í gær hjá Ásgeiri
Kristmundssyni, vegaverk-
stjóra, hafa samtals verið
byggðar 5 smábrýr í hreppn-
um, 4—5 m langar. Eru þess-
ar brýr byggðar úr timbri.
Enn fremur hafa verið byggð
ar tvær stórar hrýr úr stein-
steypu á Kjósará og Reykja-
fjarðará í Reykjarfirði. Er
nú verið að ljúka við að fylla
að þessum hrúm og byggja
upp veginn í Reykjarfjarðar-
botni.
Þá hefur verið gert nýtt
og myndarlegt ræsi í Naustvíkur
gili og vegurinn um Kjörvogs-
hlíð bættur verulega.
Enn fremur hefur verið gerð-
ur 8 m breiður vegur á tæplega
kílómeters löngum kafla fyrir
alla Veiðileysukleif. Sagði Ás-
geir Kristmundsson, verkstjóri,
að skotvegur væri nú kominn
alla leið úr Kaldbaksvík norður
að Eyri í IngólfsfirðL En akfært
er þó inn í botn Ingólfsfjarðar
á jeppum. Kvað hann mikla á-
nægju ríka í hreppnum með
þessar vega- og brúarfram-
kvæmdir.
Ásgeir Kristmundsison hetfur
einniig nýlokið byggingiu þriggja
smábrúa í Mjóafirði við ísa-
fjarðardjúp.
139 kennarar á
námskeiðum
MÁNUDAGINN 4. sept. hófust
tvö kennaranámskeið í Reykja-
vík, þ.e. fyrir enskukennara í
Kennaraskóla íslands og handa-
vinnukennara í Gagnfræðaskóla
verknáms við Ármúia.
Enskukennaranámskeiðið sækja
um 50 kennarar víðsvegar að af
landinu. Auk Heimis Áskelsson-
ar, menntaskólakennara, sem
hefur á hendi kennslu og stjórn
námskeiðsins, eru 10 leiðbein-
endur og kennarar, innlendir og
erlendir.
Aðal viðfangsefni námskeiðs-
ins er byrjunarkennsla í ensku.
í því sambandi verður kynnt
byrjendabók, sem Heimir Ás-
kellsson hefur samið og Ríkisút-
gáfa námsbóka gefur út. Miðast
þessi enskunámsbók við svo-
nefnda samtals aðferð (dírect
method), sem rutt hefur sér
braut erlendis og hérlendis á síð-
ari árum.
Enskukennaranámskeiðinu lýk
ur 22. september.
Kennaranámskeið í handa-
vinnu, sem haldið er á vegum
félags íslenzkra smíðakennara
var sett í Gagnfræðaskóla verk-
náms við Ármúla í Rvík kl. 9 ár-
degis s.l. mánudag.
Þátttakendur eru 89, karlar og
konur. 42 þeirra víðsvegar að af
landinu, en 47 úr Reykjavík,
Hafnarfirði og Kópavogi.
Á námskeiðinu eru kenndar
þessar greinar: Leðurvinna, mósa
eik. flugmódelsmíði og horna-
vinna. Margir kennarar úr dreif-
býlinu taka þátt í öllum grein-
unum. Námskeiðið hefst kl. 9 á
moorgnana og starfar í 8 flokkum
til kl. liðlega 10 á kvöldin. Mest
er þátttaka í leðurvinnu og
mósaik.
Smíðakennararnir Bjarni Ól-
afsson og Ingimundur Ólafsson
hafa á hendi daglega stjórn
námskeiðsins og leiðbeiningar.
Auk þeirra kenna 6 handavinnu-
kennarar á námskeiðinu ag flutt
verða erindi og sýndar myndir.
Námskeiðinu lýkur lð. septem-
ber.
(Frá Fræðslumálaskrif-
stofunni).
Nokkur skip með
góðan afla
f SfLDRAFRÉTTUM LÍÚ frá
miðvikudeginnm segir, að veður
hafi verið gott á miðunum. Veiði
svæðið var á svipuðum slóðum
og undanfarna daga. Fannst all-
mikii síld, en hún stóð djúpt
og var stygg og gekk illa að ná
henni. Einstaka skip fékk þó
góða veiði, en aðrir lítið sem
ekkert. Alls tilkynntu 17 skip
um afla samtals 2.245 lestir.
Raufarhöfn Lestir
Pétur Thorsteinsson, BA 115
Odd geir, ÞH 150
Guðbjörg GK 40
Guðrún Jónsd. ÍS 80
ísleifur IV VE 80
Búðaklettur GK 200
Gullver NS 220
Margrét SÍ 100
Jón Kjartansson SU 230
Dalatangi:
Elliði GK 150
Björg NK 100
Sléttanes ÍS 320
Valafell II SH 90
Hamravík KE 90
Skarðsvík SH 90
Sigurður Jónss. SU 110
Ásþór RE 80
f