Morgunblaðið - 07.09.1967, Side 5

Morgunblaðið - 07.09.1967, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. SEPT. 1&67 5 íslenzk myndlistarsýning opnuð í LUBECK í dag — Til Berlínar í nóvember í DAG verður opnuð, við há- tíðlega athöfn, sýning á ís- lenzkri myndlist í Liibeck í Þýzkaiandi. Að sýningu þess- ari stendur Myndlistarflagið, en hún haldin i boði borgar- stjórnar Lúbeck borgar. Ný- lega hitti Mbl. að máli Finn Jónsson formann Myndlistar- félagsins og frú Juttu Guð- bergsson og bað þau að segja frá aðdraganda sýningarinn- ar. Jutta sagði það upphaf málsins að hún hefði á ferða- lagi um Þýzkaland hitt hr. Schmalenback í Liibeck. Hann er forstjóri listasafna borgarinnar og kunnur lista- gagnrýnandi. Hjá Schmalenback hefði komið fram mikill áhugi fyrir því, að fá íslenzka myndlistasýningu til Lúbeck. ísland og íslenzk myndlist væri lítt þekkt í Norður Eitt málverkanna á sýningunni. Hrafnabjörg, eftir Juttu D. Guðbergsson. Þýzkalandi, og vildi hann beita sér fyrir því að slík sýn ing yrði haldin. Eftir heimkomu snéri Jutta sér til Finns Jónssonar list- málara, formanns Myndlist- arfélagsins, og tók hann málið upp í stjórn félagsins. Þar kom fram mikill áhugi um aðild. Barst félaginu síðan formlegt boð Lubeck borgar og var því tekið. Þegar undirbúningur sýn- ingarinnar hófst barst félag- inu ennfremur boð frá Ber- línarborg um að sýningin kæmi þangað og var því einnig tekið. Þau Finnur og Jutta hafa síðan haft veg og vanda af undirbúningnum hér heima ásamt stjórn félagsins. Er Jutta nú farin utan til að vera viðstödd opnunina fyrir hönd félagsins. Sagði hún það skemmtilega tilviljun að Lubeck væri einmi’.t fæðing- arborg sín. Sýningin, sem nefnist ís- lenzk málaralist — í gær og í dag, verður sett af ræðis- manni íslands í Lúbeck, Franz Siemsen. Verður hún haldin í einum nýjasta og stærsta sýningar- sal borgarinnar Dom-Muse- um. Stendur hann nærri dóm kirkju borgarinnar og dregur af því nafn sitt. Sagði Jutta að frá þeim tíma sem félag- inu hefði borizt boðið, en síðan væri liðið á annað ár, Finnur Jónsson formaður Myndlistarfélagsins og Jutta D. Guðbergsson listmálari. hefðu sýningar staðið þar stanzlaust yfir. Meðal annars nokkrar sýningar frá öðrum Norðurlöndum. Finnur Jónsson sagði, að sýningin mundi standa yfir í mánaðartíma í borginni eða til 7. október. Hinn 9. nóv- ember yrði hún svo opnuð aftur í V-Berlín og stæði þai einnig yfir í mánuð. Félaginu hefði borizt tií- boð um opnun í Wien og Múnchen en af því gæti lík- lega ekki orðið. 82 myndir yrðu á sýning- unni eftir eftirtalda listamenn Ásgrím Jónsson, Finn Jóns- son, Gunnlaug Blöndal, Helgu Weisshappel, Jóhannes Kjar- val, Jón Gunnarsson, Juttu D. Guðbergsson, Pétur Frið- rik, Sigurð Kr. Árnason, Svein Björnsson. Bótagreiðslur ALMANNATRYGGINGA í REYKJAVÍK. Greiðsla ellilífeyris hefst þegar fimmtudaginn 7. septeinber. Aðrar bætur verða greiddar á venjulegum tíma. Athygli skal vakin á að stofnunin er lokuð á laugardögum til septemberloka. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. að það er ódýrast og oezt að auglýsa í Morgunblaðinu. Speglar — speglar Fjölbreytt úrval í alla íbúðina. Baðherbergisspeglar, forstofuspeglar, handspeglar og skrautspeglar. Spegill er hentug tækifærisgjöf, einnig snyrti- vöruúrval. Spegla- og snyriivörubúbin búð Gleriðjunnar, Skólavörðustíg 22 A. TOYOTA CROWM 2300 * Japanska Bifreiðasalan, Armúla 7 Glæsilegur og vandaður 6 manna bíll. — Traustasti bíllinn á markaðnum. — Byggð- ur á sjálfstæðri ferstrendri X-laga stál- grind. — 6 cylindra 115 ha. vél með yfir- liggjandi knastás og 7 höfuðlegum. Fáan- legur með sjálfskiptingu. Hagstætt verð. Innifalið í verði m.a.: Riðstraumsrafall (Alternator), hvítir hjólbarðar, Toyota ryðvörn, þykk teppi, tveggja hraða rúðusprautur, rafmagnsrúðusprauta, þriggja hraða miðstöð með kerfi fyrir fram- og aft- ursæti, tvöföld aðalljós, mælaborðshilla, loftræsti- kerfi, bakkljós, tvöfaldur þéttikantur á hurðum, verkfærataska o.fl. Tryggið yður Toyota

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.