Morgunblaðið - 07.09.1967, Page 14

Morgunblaðið - 07.09.1967, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. SEPT. 1967 EFTIR 25 ára valdatíð hefur íranskeisari, Mohammed Reza Pahlavi, ákveðið að láta krýna sig með pomp og pragt svo og konu sína Farha Diba. Verður hún fyrsta keisara- inna ,sem Persar eignast í 2.500 ár. Krýningin fer fram Pahlavi tók völd sem keis- ari í Persíu árið 1941 í miðri heimstyrjöldinni síðari, er land hans var setið brezkum, bandarískum og rússneskum hermönnum. I>á var ástand í landinu og öllum heimi svo alvarlegt, að lítil ástæða var til að halda gleðilega krýn- ingarhátíð. Auk þess var landið og þjóðin í slíkri niður- níðslu og fjárhagur svo bág- borinn, að Pahlevi ákvað að láta ekki krýna sig fyrr en hann hefði gert eitthvað fyrir fólkið til þess að verðskulda keisarakrónuna. Nú er svo komið, að hann telur sig geta sýnt nokkurn árangur af starfi sínu. Viðamiklar um- bætur hafa verið gerðar á flestum sviðum þjóðlífsins, í málum landbúnaðarins þar sem þörfin var mjög brýn. Jarðeignum var skipt upp fyrir nokkrum árum og tækni aukin bæði í jarðrækt og kvikfjárrækt. Fangelsin, sem áður voru full af pólitískum föngum halda nú fáum slík- um að því þeir segja, sem Framhald á bls. 19 Keisarahjónin í fran. 'Útgefandi: Framkvæmdastjóri: iRitstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: ŒUtstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-J100. Aðalstræti 6. Sími 02-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. OFREMDARASTAND ¥ gær birti Mbl. frétt þess efnis að íslenzkt síldar- skip, sem var að veiðum 800 mílur frá íslandi, hefði orðið að leita læknisaðstoðar hjá rússnesku spítalaskipi vegna alvarlegs sjúkleika eins skip- verja. Skipstjórinn á síldar- skipinu sagði í viðtali við Mbl. í gær: „... ég vil helzt ekki hugsa um hvað hefði get að gerzt, ef við hefðum þurft að stíma í fjóra sólarhringa (( Þessi atburður sýnir glögg- lega þær hættur, sem því eru samfara, þegar fiskiskip okk- ar leita á svo fjarlæg mið. Mannslíf getur verið í veði, ef læknisaðstoð er víða fjarri. Að þessu sinni tókst betur til en áhorfðist vegna þess að rússneskt spítalaskip var á svipuðum slóðum og veitti nauðsynlega aðstoð. Alþingi veitti ríkisstjórn- inni á síðasta þingi heimild til þess að ráða lækni til starfa í þágu síldarflotans en allar tilraunir ríkisvaldsins til þess að fá lækni til þess- ara starfa hafa fram til þessa reynzt árangurslausar. Hér er um ófremdarástand að ræða, sem ekki verður við unað. Ríkisvaldið hefur gert tilraun til þess að ráða lækni án árangurs. Einstætt virð- ist að læknasamtökin sjálf taki mál þetta til meðferðar og beiti sér fyrir því að lækn- ir fáist til þessara starfa. Því verður ekki að óreyndu trúað, að einhver ungur læknir fá- ist ekki til slíkra starfa. Það er raunar mikill sómi fyrir ungan lækni að fá tækifæri til þess að starfa meðal síldar- sjómanna okkar á hinum fjar- lægu miðum. Vonandi verð- ur þessi atburður til þess, að úr rætist og læknir fáist til starfa á miðunum. Sú skylda hvílir ekki einungis á ríkis- valdinu heldur einnig á læknasamtökunum. AUKIN TÆKNI- ÞEKKING OG NÝJAR FRAM- LEIÐSLU- GREINAR ¥ útvarpsviðtali fyrir nokkr- um dögum sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, að hann teldi tímabært að hefja nú á ný athuganir á því hvort kleift sé að byggja olíuhreinsunarstöð hér á landi, en sem kunnugt er fóru slíkar athuganir fram fyrir nokkrum árum á vegum einstaklinga og olíufélaganna. Þegar hefur verið sýnt fram á, að olíuhreinsun hér á landi mundi verða ábatasamt fyrirtæki, en ekki er síður mikilvæg sú tækni þekking, sem skapast mundi í landinu með byggingu slíkr ar stöðvar. Bygging stöðvarinnar mundi skapa töluverða at- vinnu og víðtæka tæknikunn- áttu og jafnframt gefast tæki- færi til margvíslegrar ann- arrar framleiðslu. Ein þeirra er asfaltframleiðsla. Með hlið sjón af þeim miklu verkefn- um, sem óunnin eru hér við gerð varanlegra vega mundi slíkt þjóðarbúinu í heild mjög mikilvægt. Þá skapast einnig grundvöllur fyrir margvís- legan efnaiðnað. Margir hafa óttast, að við- skiptum okkar við Sovétrík- in yrði stefnt í hættu, ef olíu- hreinsunarstöð yrði byggð hér á landi. Þá hlið málsins verður að kanna vandlega. En kostir þess að koma á fót olíu- hreinsunarstöð hér eru marg- ir og þess vegna er ástæða til að fagna yfirlýsingu for- sætisráðherra um mál þetta. BLANDAÐUR ÁBURÐUR - NÝ FRAM- LEIÐSLA ¥ ræðu þeirri, sem Ingólfur ■*• Jónsson, landbúnaðarráð- herra, flutti á aðalfundi Stétt- arsambands bænda ræddi hann m.a. stækkun Áburðar- verksmiðjunnar og sagði: „Stjórn Áburðarverksmiðj- unnar hefur látið fara fram rannsóknir og áætlanir um stækkun verksmiðjunnar og breytingar á henni, til þess að gera mögulegt að framleiða blandaðan áburð. Gert er ráð fyrir að þrenns konar bland- aður áburður verði fyrir hendi eftir breytingarnar. Gert er ráð fyrir að breytingu á verksmiðjunni verði lokið um það leyti, sem virkjunin við Búrfell tekur til starfa. Til þess að svo megi verða þarf undirbúningi að ljúka í vetur og útboð að fara fram, svo hefjast megi handa um framkvæmdir á næsta ári.“ Landbúnaðarráðherra ræddi einnig heykögglaframleiðslu í ræðu sinni og sagði: „Hey- kögglaverksmiðjan í Gunn- arsholti hefur vakið athygli og framleiðsla hennar er eft- irsótt. Á þessu sumri verða framleidd um 500 tonn af hey kögglum. Framleiðsluafköst verksmiðjunnar geta verið um 800 tonn, ef unnið er á þrem vöktum. Þar sem slík verksmiðja er staðsett þarf Krýningarhásæti keisarans — til vinstri, geimsteinabúið rúm og til haegri krýningarhásæti keisarainnnnnar. 60% gjaldeyristryggingar Persa notuð við krýningu keisarans.. að vera fyrir hendi nægilegt gras og ræktunarmöguleikar. Ýmsir hafa rætt um nauðsyn þess að koma upp þess konar verksmiðju á Norðurlandi, þar eð heykögglarnir geym- ast vel, eru helmingi ódýr- ari í flutningi en hey, og því mjög hentugt að mynda fóð- urbirgðir með þessum hætti, sem gætu komið landinu ollu að gagni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.