Morgunblaðið - 07.09.1967, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 7. SEPT. 1967
Annað reiöarslag
- KR tapaöi 10-0
Skozka liðið var mörgum
flokkum ofar okkur sagði
Sveinn Jónsson þjálfari
ANNAÐ reiðarslagið dundi yfir íslenzka knattspyrnuhreyf-
ingu í gærkvöldi. KR-ingar, sem þátt taka í Evrópukeppni
bikarmeistaraliða, léku fyrri leik sinn í 1. umferð keppn-
innar móti skozka liðinu Aberdeen. Skotarnir sigruðu með
10 mörkum gegn engu. í hálfleik stóð 4-0. Þjálfari og farar-
stjóri KR-inga, Sveinn Jónsson, sagði: „Það var ekkert við
þessu að gera. Aberdeen-liðið er hreinlega mörgum klössum
betra en við erum“.
— Við fundum þegar í upp-
hafi að mótiherjarnir voru okk-
ur miklu sterkari, sagði Sveinn,
er við ræddum við hann rétt efit-
ir leiikinn. — Við reyndum að
draga okkur í vörn til að forð-
ast sitórtap. En leikhraðinn hjá
Skotunum var svo mikliu meiri
en hjá okkur að við fengum
ekki við neitt ráðið. Ofan á
bæittist að þeir höfðu — auk
hins mikla hraða — algera yfir-
burði í knatttækni.
— í>eir notuðu kantana mjög,
bruitust þar í gegnum vörn okk-
ar og sendu síðan háar send-
inigar fyrir markið og þar voru
fyrir menn með þá getu í að
skalla, að hver knötturínn af
öðrum lenti í markinu.
— Við reyndum að stöðva
þessi gegnumbroit þeirra, en þó
það tækist af og til, þá beittu
þeir bara öðrum aðferðum, not-
uðu þá ágætar skyttur sínar, sem
skoruðu með lan.gskotum, glæsi-
legum og óverjandi, flestum.
Það voru sannkölluð dúndur-
skot.
— Það var fyrst oig fremst
hraðinn og ákveðnin í spili
þeirra, sem gersamlega yfirbug-
aði okkur og gersiigraði.
Við spurðum Svein hvort KR-
ingar hefðu aidrei átt góð færi,
eða hvort um hreinan varnar-
leik hefði verið að ræða. Hann
svaraði:
— A-ð vísu áttum við nokkur
Gullaldorliðið
leikur í kvöld
f DAG kil. 6.30 fer fram leikur í
Bikarkeppni KSÍ. Þá leika á
Melavelli lið Þróttar (A-lið) og
B-lið Akraness en það gengur nú
almennt undir nafninu gull-
aidarlið, því í liðinu eru miargir
af frægustu ieikmönnum Akra-
ness, þá er það lið var upp á
sitt bezta.
upphlaup og sum allgóð. Einu
sinni komst Sigurþór einn inn-
fyrir með góða sendingu og stóð
frammi fyrir markmanni einum.
En hann brenndi af.
— í annað skipti átti Eyleifur
mjög gott skot, en það var var-
ið. Með þessu eru upptalin hin
góðu tækifæri er við áttum,
sagði Sveinn.
— Hér var bezta veður, sagði
Sveinn. — Dómari og línuverðir
voru hollenzkir og stóðu sig
mjög vel.
Þessi mynd er fra leik KR og Aberdeen í gærkvöldi. Guðmundur Pétursson bjargar þarna
skotá frá Jim Storrie. En á öllu sést að það er ekki friðsælt við mark KR-inga.
FH kærir ekki
TVEIR leikir Bikarkeppni KSÍ
voru leiknir um helgina. Á
Melavelli mættu A-lið Víkings
oð lið Hauka. Víkingar sigruðu
með 3 mörkum gegn 2.
í Vestmannaeyjum mættust
Týr og lið FH, nýbakaðir meist-
arar í, 2. deild. Leikurinn varð
all sögulegur. í fyrri hálfleik
náði FH 2-0 forskoti en Týr jafn
aði í síðari hálfleik. Framleng-
ing var en hvorugu liðinu tókst
að skora.
Hófst þá vítaspyrnukeppni
liðanna, samkv. reglum keppn-
innar, 5 spyrnur á hvort mark.
Hvort liðið skoraði 4 mörk í
spyrnum sínum og lauk því leik
með jafntefli 6-6.
Samkvæmt reglum var þá
gripið til að kasta upp peningi
um það hvort liðið skildi halda
velli í kepninni. Vann Týr þða
hlutkast.
Ágreiningur kom upp um eina
af vítaspyrnum Vestmannaey-
inga, og fleiri dóma. Mátti
heyra raddir um að FH hefði
hug á að kæra leikinn. En við
nánari athugun hættu FH-ingar
við a.llt slíikt, og óska Tý langs
áframhalds í þessari útsláttar-
keppni.
MOLAR
Sextán ára gömnl norsk
stúlka Anne Kirkerud stökk
1.58 í hástökki á unglinga-
móti í Drammen. Komst hún
með því í 3. sæti á afreka-
skrá Noregs frá upphafi.
Uwe Beyer, sá er vánn
bronsverðlaun á OL í Tókíó
í sleggjukasti, og sá er lék
aðalhlutverkið í kvikmynd-
inni „Sigurður Fáfnisbani"
setti á mánudaginn nýtt vest-
ur-þýzkt met i sleggjukasti
69.08 m. Hann átti sjálfur
eldra metið 68.80. Hann átti
nú þrjú köst yfir 68 m.
Ausfri vunn
unglingumót
Austijnrðu
UNGLINGAMÓT Austurlands í
knattspyrnu var haldið á Vopna
firði um helgina. Fjögur lið tóku
þátt í keppninni. Úrslit urðu þau
að Austri, Eskifirði sigraði hlaut
5 stig og sigur í aukaúrslitaleik.
Þróttur, Norðfirði hlaut 5 stig,
Einherjar, Vopnafirði hlutu 2
stig og Huginn, Seyðisfirði ekk- j
ert stig.
Úrslit einstakra leikja.
Huginn — Einherjar 1-0.
Síðar kom í ljós að Huginn var
með tvo ólögilega leikmenn og
voru Einherjum dæmd stigin).
Austri — Þróttur 1-1.
Einherjar — Austri 0-1.
Þróttur — Huginr. 3-0.
Þróttur — Einherjar 3-2.
Austri — Huginn 6-1.
í úrslitaleik vann Austri lið
Þróttar 2-0. Keppt var um bik-
ar sem gefinn var af útgerðar-
félaginu Gunnar og Snæfugl
Reyðarfirði. Var nú keppt um
hann í 2. sinn en Austri vann
einnig í fyrra.
A-deild Einherja sá um mót-
ið. Gísli Jónsson var mótsstjóri.
Ingólfur
r
Oskursson
þjólfur
Ármenningu
INGÓLFUR Óskarsson, hinn góð
kunni landsliðsmaður úr Fram,
verður þjálfari 2. deildar liðs
Ármanns í handknattleik í vet-
ur. Var fyrsta æfingin miðviku
dag 6. september á Ármanns-
velli. Þeir, sam ætla að vera með
í vstur eru beðnir að mæta oig
yera með frá byrj un. Upplýs-
ingar á skrifstofu Ármanns.
Um hreina afturför að
ræða miðað við erlend lið
- segir Sveinn Jónsson þjálfari KR
Skúli Arnarson — hinn efnilegi ÍR-ingur er sigraði í stigakeppni
í sveinaflokki á unglingameista ramótirui. Hér kastar Bkúli
spjóti, en hann sigraði í þeirri grein.
í SAMTALI við Svein
Jónsson, þjálfara og farar-
stjóra KR-inga í förinni til
Aberdeen, spurði Mbl.
hvort eitthvað sérstakt
hefði hamlað KR-ingum í
þessum Evrópubikarleik.
Hann kvað nei við og
sagði KR-liðið hafa verið
eins vel undir leikinn búið
eins og frekast hefði verið
unnt. Allar móttökur
hefðu verið góðar, liðið
byggi á bezta hóteli bæjar
ins og þar fram eftir göt-
unum.
— Þetta skozka lið — óg
þá mörg fleiri — eru bara
mörgum klössum ofar okk
ur knattspyrnulega séð,
sagði Sveinn.
— Miðað við fyrri leiki
okkar í þessum keppnum
um Evrópubikar tel ég að
um hreina afturför sé að
ræða hjá íslenzkum knatt-
spyrnumönnum.
— Strákarnir lögðu sig
alla fram og það var sann-
arlega ekki með þeirra
samþykki að mörkin urðu
svo mörg og ósigurinn
svona ofboðslegur. Þeir
voru sumir hverjir með
krampa í fótum af þreytu,
svo mjög reyndu þeir að
hamla gegn ósigrinum.
Háði þetta mest Kristni
bakverði og Herði Markan
útherja.
— En yfir móttökunum 1
getum við ekki kvartað,
þó við munum seint
gleyma þessum leik og
hann er einn sá svartasti í
allri leiksögu KR.
— A. St.