Morgunblaðið - 17.09.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1967, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 06 LESBOK Gagnflaugakerfi í Bandaríkjunum — segir Washington Post Washington, 16. sept. NTB — AP. DAGBLAÐIÐ Wasihington Post skýrir sVo frá í dag, að Lyndon Johnson, Bandaríkjaforseti, hafi samþykkt áaetlun um að koma upp varnarkerfi gegn langdræg- um eldflaugum — svokölluðu gagnflaugakerfi — og sé búizt við opinberri tilkynningu þar að lútandi í næstu viku, etv. á mánudaginn. Bandaríkjastjórn hetfuir skirrzt við að leggja í svo kostnaðar- saimar fraanlkivæmidir sem gagn- flaugakerfi er, í von um að násti rniund samkomulag við Swét- stjórnina. Slíkt s.amkom'ulag hefði getað losað báðar þjóð'irn.- ar við óhemju útgjöld- Hins-. v.egar hafa- legið . fyrir tvennsi konar áætllanir um gagnflauga-- kerfi, önnur um svokallað „fuOit kerfi“, sem öðru nafni hefur1 verið kallað „Þyikka regnhlífdnj“ hin. um „takimarkað kerfi“ sem kallað1 hefur verið „Þunna reg'n- hlífin“. Búizt er við, að hið síð-> arnefnda verði fyrir valinu, en ko'sta mun 3—6 milljarða dala að korn.a því kerfi á. Búizt er við, að hægt sé að kioma því upp fyrir rrfiðjani næsta áratug. Litasjénvarp hefst í Danmörku að ári Kaupmannahöfn, 16. sept NTB. FRÁ ÞVÍ var skýrt í f-réttum dansika hjónvarpsins í gærkvöldi, að ákveðið hefði verið að hefja þar undirbúning að litasjónvarpi. Munu framkvæmdir taka um það bii ár og kosta að minnsta kosti 3.5 milljónir króna danskar, eða sem svarar nærri 22 milljón- um íslenzkra króna. Árleg útgjöld danska útvarps- ins, en sjónvarpið er rekið á þess vegum — hækka um 10 milljón- jr danskra króna á ári, þegar litasjónvarp hefur verið tekið upp, og þá er miðað við 10 klst. listasjónvarp á viku. Auk þess verður að verja 18 milljónum d. kr. til tækjakaupa, sérstaklega fyrir litasjónvarpið. Dagskrárstjóri, Lauritz Binds- löv, hefur jafnframt upplýst, að ekki verði komið fullt litasjón- varp fyrr en árið 1970. Atökin í Kwangsi valda rösk- unum á hergagnaflutningum trá Kína til Norður-Vietnam Peking, Hong Kong, — 16. sept. — AP-NTB: — ÞÆR FREGNIR hafa borizt til Peking, að á tímabilinu 25. ágúst til 3. september sl. hafi næstum þrjú hundruð manns beðið bana í borginni Harbin í Norður-Kína í átök um milli stuðningsmanna Mao Tze-tungs, formanns kín verska kommúnistaflokksins og Liu Shao-chis forseta Núgildandi prófskipulag óréttlátt og éheppilegt — segir í samþykkt ráðstefnu um skólamái í Strassbourg Strass'bourig, 16. sept. - NTB: Menntamálaráðherrar og fulltrúar skólayfirvalda í 21 ríki í Evrópu hafa síðustu daga setið á ráðstefnu í Strass burg, sem samþykkt hefur að fordæma núgildandi próf- skipulag í skólum á þeirri forsendu, að það sé óréttlátt og óheppilegt. í samþykkt ráðstefnunnar er mælt með því, að í stað lokaprófa úr skólum verði tekið upp nýtt skipulag, þar sem meðal annars sé farið eftir meðaleinkunnum, er byggist á mánaðarlegum ein- kunnagjöfum í hverju fagi yfir visst kennslutímahil. I samþykktinni segir ennfrem- ur, að vegna sívaxandi nemenda- fjölda í skólum, valdi hin venju- legu skyldupróf truflunum á námsárinu og þær prófraunir, siem. nemendur v-erði að fara í gegnum, gefi ekki hlutlausa og fullkomna mynd af kunnáttu þeirra. Háðstefnan er haldin í aðal- stöðvum Evrópuráðsins. Þátttak- endur eru frá þeim löndum, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, ásamt fulltrúum Páfastóls, Finn- lands og Spánar. Þar hafa einr.ig verið gerðar samþykktir um að vara við of skjótri sérhæfingu í námi og mæla með auknum sveigjanleik í vali námsgreina. • Morgunbláðið fékk þær upp- lýsingar hjá Árna Gunnarssyni, fulltrúa í Menntamálaróðuneyt- inu, að ráðstefnur sem þessi væru haldnar öðru hverju á veg- um Evrópuráðsins. Að þessu sinni sætu hana af íslands hálfu þeir 3irgir Thorlacius, ráðuneyt- isstjori, fyrir hönd menntamála- ráðherra og Jóhann Hannesson, skólameistari á Laugarvatni, sem er iormaður menningarmóla- nefndar Evrópuráðsins. Kína. Jafnframt segja flótta- menn, sem komið hafa frá Framh. á bls. 31 Hvað skyldi leynast undir þessum gruggugu gárum, hugsaði lítli drengurinn, er hann fetaði sig gæti- lega áfram og kannaði dýpið, áður en hann færi að busla. Því nú skyidi sannarlega bullað og sull- að. Pollar, stórir pollar, eru nefnilegar heimur ævintýra meðan við erum lítil og ekki er enn farið að drepast á bílunum okk- ar í þeim. (Ljósm.; Sv. Þorm.) U Thant vísar á bug ummælum ,AL Ahram* Ncw York, 16. sept. NTB-AP: U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær er hann kom til New York úr Afríkuferð sinni, að það væri tilhæfulaust með öllu, að hann hefði látið að því liggja við nekkra ríkisstjórn, að hann kynm að segja af sér í mótmælaskyni við afstöðu stórveldanna til Sam- einuðu þjóðanna. Egypzka blaðið „A1 Ahram“ hafði skýrt frá því, að hann hefði gert svo, enda teldi hann mikið skorta d vilja stórveldanna til að leysa alþjóðamál á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. U Thant kcm til New York frá Kinshasa í líongó. Hann mun halda fund með blaðamönnu.m í dag, hinn fyns'ta formleigia frá því í maí sl. Utvarpað verður og sjónvarpað frá fundinum, en það hefur ekki fyrr verið gert frá fundum U Thants. Búizt er við, að mörg mál beri á góma, sérstaklega þó Víetnam og ástand ið í Austurlöndum nær. U Thant hefur oft gagnrýnt Bandaríkja- stjórn fyrir stefnu hennar í Víetnam, sérstaklega þó ioftárás- irnar á N-Víetnam og er eins búizt við, að hann endurtaki þá gagnrýni nú. Russel-dóm- stóliinn ekki í Höfn? Kaupman.nahöf.n', 16. sept. — NTB: — SENNILEGA verður ekki hægt að útvega húsnæði í Kaup- mannahöfn fyrir Russel-dómstól iwn svokallaða, en fyrirhugað var, að annar þáttur réttarhald- anna, þar sem Bandaríkjastjórn er sökuð um stríðsgiæpi í Víet- nam, færi fr.am þar í borg dag- ana 25. október til 5. nóvember. Samkomulag hafði náðzt. við félagið „Foreningen af 1860“ um afnot af húsnæði þess í Kaup- mannahöfn, en í dag var til- kynnt, að félagið hefði rofið sam komulagið á þeirri forsendu, að það vildi ekki skipta siér af neinu, sem við kæmi stjórnmál- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.