Morgunblaðið - 17.09.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.1967, Blaðsíða 19
MOKGtnSTBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPT. 1967 19 - JIM RYUN Framhald af bls. 12 um sannin.n um, að hann muni þurfa að dveljast þar enn len,g- ur næsta ár til þess að venjast þunnu loftinu, sem bíður hans á Olympíuleikjunum í Mexikó, og til þess að sigrast á erifðleik- unum samfara því. „í fyrstu er það næstum ógnvekjandi að hlaupa í .háfjallaloftinu", segir Jim. „Það er alveg eins og eitt- hvað standi fast í hálsi þér og brjóstið virðist herða svo sð lungunum, að það er eins og þú sért að kafna. En þetta venst smám saman, o,g þegar þú að síð- u-stu kemur aftur niður á lág- lendið þykir þér næsta undar- legt, hve mikið er af lofti þar. í>að er mikið atriði að venjast þunna loftinu og ég er sannfærð- ur um að árangurinn á Olympíu- leikjunum mun velta að miklu leyti á því“. Og enginn skyldi ætla annað en Jim Ryun takist að yfirstíga þessa erfiðleika sem hann hefur átt við að etja, segir blaðamaðurinn að endingu. Tvo kennara vantar að barnaskólanum í Neskaupstað. FRÆÐSLURÁÐ NESKAUPSTAÐAR. Skrifstofustúlka Stúlka með Kvennaskólamenntun, eða aðra hlið- stæða menntun, óskast á skrifstofu allan daginn. Tilboð óskast sent á afgreiðslu blaðsins, merkt: „S.S.S. — 2805“. * Notið frístundirnar Vékitunor- og hruðritunarskóli M Pitman hraðritun á ensku og íslenzku. V Vélritun — blindskrift, uppsetning og frágangur verzlunarbréfa, samninga o.fl. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og y . innritun í síma 21768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27, sími 21768. Skozk gólfteppi 365 kr. ferm. — Ný sending eftir helgi. Síðustu sendingar uppseldar. Verzlunin Sportval Laugavegi 116 — Sími 14390. Hvar endar þetta allt Margir hafa velt þessari spurn ingu fyrir sér, og m.a. minnist annar brezkur blaðamaður þess í þessu sambandi, að stéttarfélagi hans einn hjá brezka stórblaðinu Daily Mail hafði fyrir ári matað tölvu á ýmsum upplýs- ingum og tímatölum varðandi míluhlaupið til að -fá svar við þeirri spurninigu, hve miklu hraðar maðurinn megnaði að hlaupa þessa vegalengd. Svarið var: 3:52.0 árið 1970 og 3:47.0 ár- ið 1980. Aðeins viku síðar hafði Ryun haft spádómsgáfu tölvun- ar að háði og spotti og hlaupið á nýju heimsmeti 3:51.1 mín. Margir velta því fyrir sér, hvað valdi þessum gífurlegu fram.förum í íþróttum. Skoðanir eru eðlilega skiptar um það, sem annað, en þó hallast sérfræð- in.gar að því, að þær sé fyrst og fremst að rekja til framfaranna í þjálfunaraðferðum, en segja að kannski skipti þar mestu máli trú íþróttamannsins á sjálf- an sig. Á þriðja tug þessarar aldar, þegar Lovelock átti heimsmetið í mílunni 4.07.6 mín., þótti hæfi- legt að æfa þrisvar í viku. Á fimmta tug þessarar aldar, sem lauk með heimsmeti Elliots 3.54.7 mín, þótti hæfilegt að æfa sjö sinnum í vik-u hverri. Nú á tímum Jim Ryun er tiðast að æft sé 17-24 sinnum í viku. Svo koma vísindin auðvitað hér við sögu, sem annars staðar. Eftir allan úlfaþytinn, sem urðu út af loftslaginu í Mexíkó vegna næstu Olympíuleika, hafa vís- indamenn komizt að þeirri nið- urstöðu að hlaupari geti bætt tíma sinn á láglendi eftir, að hann hefur æf't nokkurn tíma í háfjallaloftslagi. Þess vegna er það táknrænt að Ryun sætti heimsmetið í 1500 metra hlaup- inu eftir þriggja vikna dvöl í fjöllum Coiorado. Þeir sem fylgdust með íþrótt- um fyrir svo sem tæpum tveim- ur áratugum muna eflaust eftir umræðunum, hvort mögulegt væri að hlaupa á betri tíma en fjórum mínútum, eða hvort hlauparinn myndi fara sér að voða við þá miklu þrekraun. Ryun var ekki einu sinni fædd- ur þegar þessar umræður hóf- ust. Hann er maður nýrra tak- mar.ka, sem hann og þjálfari hans, Bob Timmons, koma sér saman um. Ef Timmons setur markið á 3:52.0 mín. og Ryun hleypur helming vegalengdar- innar á 1:58.0 formælir hann sjálfum sér fyrir að fara of hægt. Slíkt hefur þótt óguðlegur hraði, þegar menn borðust við draumamíluna svonefndu, hér áður fyrr. Meginreglan um mannlega getu á þessu sviði veltur kannski á því, hvað maðurinn hefur sjálf- ur trú á að sé mögulegt. Bob Timmons segir: „Líkaminn er fær um að þola mun meira en nokkur trúði að væri mögulegt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.