Morgunblaðið - 17.09.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPT. 1967 Aðeins það bezta er nógu gott... ARWA 30 denier ARWA 60 denier ARWA crépe ARWA stretchlon Fallegir litir. Hóflegt verð. ARWA er vestur-þýzk úrvalsvara. Gamall kúmenostur Ljúffengur 2ja ára gamall kúmenostur fyrirliggjandi Osta og smjörsaBan sf. Sími 10020. Kemnir aftur hjónabekkirnir vinsælu komnir aftur Teak eða álmgaflar yfirlengdir Kosta nú kr. 3.100.00 stk. SVEFIMBEKKJAIÐJAIM Laufásvegi 4 — Sími 13492. Fimmtugur á morgun: Einar G. E. Sæmundsen FYRIR einum degi miður en fimm tugum ára varð þeim hjón um, Einari E. Saemundsen skóg- arverði og Guðrúnu Guðmunds- dóttur frá Hrafnhóli í Skagafirði, jsonar auðið. Þau bjuggu þá á Þjótanda við Þjórsárbrú við fremur þröngan kost. Að hæfi- legum tíma liðnum var sveinn- inn vatni ausinn a-f merkisprest- inum séra Brynjólfi Jónssyni á Ólafsvöllum, og hlaut nafnið Ein- ar Guðmundur í skírninni, en það voru nöfn afa hans. Þótt hinn ungi sveinn væri umvafinn móð- urhlýju og föðurást tók veröld- in ekki hlýlega við honum, því að rétt eftir fæðingu hans hófst, hinn mesti frostavetur, sem gengið hefur yfir landið á þess- ari öld. Var hin fyrsta vetur- seta sveinsins í þessum heimi ærið kaldsöm, að því er móðir hans hefur sagt mér. Foreldrar hans fluttu því brátt til Reykja- vík-ur, og þar er Einar upp al- inn. Einar E. Sæmundsen faðir Ein- ars var einn hinna fjög-urra fyrstu skógarvarða hér á landi. Hann var þriðji ættliðurinn með þessu nafn kominn af Einari Sæmundsen borgara og hattamak ara hér í Rvík. Var Einar ágætum giáfum gæddur, þjóðkunnur og með beztu hagyrðingum samtíð- ar sinnar, en skáld gott að auki. Hann var og mesta hraustmenni áður en hann missti heilsuna á bezta aldri og fjörmaður mesti alla ævi sína. Guðrún móðir Ein- ars er hagsýn dugnaðarkona og voru bæði bræður hennar og for- eldri annálað atgervisfólk. Sjald- an fellur eplið langt frá eikinni segir gamall málshátur, og hef- ur það rættst á afmælisbarninu, því hann hefur erft kostina úr báðum ættum. Þegar Einar hafði aldur til settist hann í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, sem þá var bezti unglingaskóli landsdns, og lauk þaðan prófi 1984. Þótt hugur stæði til lengra náms varð ekki úr því sakir þeirrar kreppu, sem þá hrjáði allan hinn vestræna heim. Varð það því að réði, að Einar gæfi sig að sama starfi og faðir hans hafði stundað, enda þótt ekki væri eftir auðlegð að sækjast. Frá því að Einar gat tollað á hestbaki fór hann í lengrí og skemmri ferðir m-eð föður sínum víðsvegar um landið. Komst hann þvi fljótt í kynni við hesta og skóga, og enn lifir hann og hrær- ist í því andrúmslofti. Strax að gagnfræðanámi loknu gaf Einar sig fyrst að verkleg.u skógrækt- amámi og siðan bóklegu. í þeim erindagjörð'um dvaldi han-n bæði í Noregi og Danmörku, og prófi í skó-garvarðarfræðum lauk hann snemma árs 1940. Að þessu loknu var Einar skip- aður skógarvörður í Norðlend- ingafjórðungi með aðsetri á Vöglum í Fnjóskadal. Hann hafði að vísu verið settur skógarvörð- ur þar um stundarsakir árið 1937, en þurfti að halda námi sínu áfram. Þessu starfi gegndi Einar til ársloka 1947, en þá var hann kvaddur suður til Reykja- víkur, þar sem stærri verkefni biðu ha-ns. Vaglaskógur tók mikl- um framförum undir stjórn Ein- ars, en hann vann einnig mikið starf fyrir skógræktarfélögin á Norðurlandi, einkum Skógrækt- arfélag Suður-Þingeyinga. Býr það enn að verkum hans. Eftir skipulags-breytingu Skóg- ræktarfélags íslands haustið 1947 þurfti hið nýstofnaða Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur á ötul- um starfsmanni að ihalda, og var Einar þá beðinn um að taka að sér framkvæmdastjórn félagsins, sem hann og gerði með nokkr- um söknuði yfir því að hverfa frá Vöglum. Jafnframt va.r hann skipaður skógarvörður á Suð- vesturlandi, þar sem hann hefur umsjón með störfum Skógrækt- ar ríkisins og annast leiðbein- ingastarf á hennar vegum. Brsuðhöllin sími 30941 Veizlubrauð, snittur, brauðtertur, öl og gosdrykkir. Opið frá kl. 9 — 11:30. Látið okkur sjá um veizlubrauðið Brauðhöllin Laugalæk 6 — Sími 30941. IMæg bílastæði IOND REMEM8ERED WHATM.UIS MGF.UAD SAID- TUATGOLDFP^EKJ 1IGHT WELL BE TUE TREASUQEB OEi 'MEBSU, TUE SOVIET COUMTEB SPY OBGANISATIOM. . ■ UCW- LBTB) TAKE A <_ ■> LOOK... V' it adds up- rr*s ~ HANDY HERE FOP ITALY AND SWITZERLANO. AKID LYOKIS. NOT SO FAR OFF, IS TUE STROWGEST . COMMUNIST CELL IN fá fefe, FRANCE . . . iXJLD BE u: i. '.-7 f- JAMES BOND james oona IIIM FLEMtNC SRAWING BV JOHN McLUSKY IAN FLEMING VSJtWSMXOSM I POAD. . . I---*--- Bond minntist þess, sem M, yfirmaður hans, hafði sagt: að Goldfinger gæti vel verið féhirðir SMERSH — rússnesku leyniþjónustunnar. — Hann gæti svo sem vel verið að fela eina gullstöngina þarna undir brúnni . . . — Það kemur vel heim og saman. Hér er gullið í seilingarfjarlægð fyrir Ítalín, Sviss og Lyon, sem er aðalkommúnista- bælið í Frakklandi er skammt undan. Um leið og Goldfinger og bifreið hans höfðu horfið fyrir næsta leiti . . . — Jæja, það er bezt að líta á sitaðinn. Fyrstu verkefni Einars hér syðra voru að stækka og breyta gróðrarstöð Skógræktarfélags Rvíkur í Fossvogi og að annast friðun Heiðmerkur. Þessi verk hafa farið honum vel úr hendi. Gróðrarstöðin í Fossvogi er nú stærsta trjáræktanstöð landsins, en allir Reykvíkingar þekkja starf 'hans í Heiðmörk. Einar hef- ur haft umsjón með Heiðmörk frá upphafi og það, sem þar hef- ur verið unnið, er meina hans verk en nokkurs annars manns. Of langt mál væri að rekja öll verk Einars í þágu skógræktar- mála,"en hann er fremstur skóg- ræktarmanna á sviði skjólbelta- ræktunar. Hann hefur sótt fræ til Alaska og ferðast um Skot- land, Jótland og Noreg til að auka við þekkingu sína. Einar hefur átt sæti í stjórn Skógrækt- arfélags íslands frá 1947 og ann- ast allar fjárreiður félagsins, og jafnframt hefur hann setið í stjórn Landgræðslusjóðs. Þá hef- ur ihann verið leiðbeinandi Reykjavíkurlborgar um trjárækt og komið mörgum góðum tillög- um á rekspöl. Þegar litið er yfir störf Einars vekur það furðu, hve miklu hann hefur komið í verk. En hann er oft og tíðum ekki einhamur, ávallt fyrstur til verks á hverjum morgni og oftast síðastur af vinnustað. Slíkum mönnum verður meira ágengt en hinum, sem ekki leggja hug sinn í sitarfið. Leiðir okkar Einars lágu sam- an sumarið 1930, er við urðum samferða spölkorn á ferðalagi, en frá 1934 varð hann meðreið- arsveinn minn um nokkur ár, síðan samstarfsmaður, félagi oig vinur. Saman höfum við farið um landið þvert og endilangt, framan af á hestabki, en síðan í hvers konar farartækjum. Frá upphafi starfs míns hefur Einar verið m,ín hægri hönd. Hann er áræðinn og úrræðagóður, verk- fús og verklaginn. Að auki er hann glaðsinna og góður vísna- smiður, svo það er gott að vera með honum. Framfardr í skógrækt á íslandi hin síðairi ár eru engum einum að þakka. Þær eru starf margra manna, sem barist hafa fyrir mál- efninu af hugsjón og með óeigin- gjörnu starfi. Þar var vel skipað rúm, er Einar sat undir árum. Fyrir það kann ég honum mínar ednlægustu þakkir á þessum heiðursdegi. Ég vil ekki Ijúka þessari af- mæliskveðju án þess að minnast á hestamennsku Einars, því að ein,n þáttur í henni lýsir mannin- um betur en margt annað. Það er ekki að ástæðulausu, að hann hefur valist til forustu meðal hestamanna á íslandi. í æsku tók hann ástfóstri við hesta föður síns, og sjálf.ur hefur hann átt sæg hesta. En það eru sömu álög á honum og föður hans, að komist hestur undir verndarvæng hans, þá verður hann þar, unz hann verður ellidauður, hvort heldur það er gæðingur eða trunta, og að atlætinu þarf ekki að spyrja. Að endingu vil ég færa Einari beztu þakkir mínar fyrir langt og gott samstarf og óska þess að honum megi lengi endast líf og heilsa. Ég veit að allir samstarfs- menn okkar í skógræktinni taka undir þessa ósk mína af heilum hug. Hákon Bjarnason. Á þessum merkisdegi í lifi Ein- ars G. E. Sæmundsen vdl ég senda honum stutta kveðju Fáksfélaga. Hann er hestamaður og hag- yrðingur, lífsstarf hans er að rækta og hlúa að gróðri. Hann á góða konu, mannvænleg börn o.g trausta vini. Hann hlýtur þvi að lifa marga hamingjuríka daga. Hver sem hittir Einar, kynn- ist háttvísri glaðværð hans, traustri og einlægri framkomu, skynjar að þar fer drengskapar- maður. Einar mun hafa átt og unm- gengizt hesta allt frá æskudög- um til þessa dags. Hann er í hópi dugmestu hestamanna, og hefur ferðast á hestum viða um land, bæði í byggð og óbyggðum, og kann flestum öðrum betur skil á örnefnum og sögu þeirra staða, sem um er farið. Framlh. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.