Morgunblaðið - 17.09.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPT. 1967
Vilja bjarga flug-
vél af Grænlandsjökli
Ólíklegt þó að Danir veiti leyfi til þess
Á föstudag lauk, sem kunnugt er, hinni opinberu heimsókn dr. Bjarna Benediktssoar, forsætis-
ráðherra, í Þýzkalandi. Meðfylgjandi mynd var tekin er forsætisráðherra flutti stutt ávarp á
flugvellinum í Bonn.
Valur - Juenesse kl. 4
1 DAG kl. 4 er leikur Vals og
Luxeanborga meistaranna á Laug
ardalsvelli. Þetta er í annað sinn
sem Valslið tekur þátt í keppni
um Erópubikara — og segja má
að þetta sé fyrsti leikurinn þar
sem keppt sé á jafnréttisgrund-
velli hvað þjóðarstærð snertir.
Yfirlýsing til
hins betra?
fbúar Luxemborgarríkis eru um
400 þúsund talsins.
Aðalstyrkur Valsmanna í þess-
um leik er vel samæft lið þar
sem stjörnur verða að teljast
markvörðurinn Sigurður Dags-
son og miðherjinn Hermann
Gunnarsson. Við höfðum áður
rætt um Sigurð, en Hermann er
markhæsti maður íslandsmótsins
og mætir varla svo í leik að hann
skori ekki mark. Allir vona að
þau verði fleiri en eitt í dag.
Hermann hefur reynzt vörn
allra liða hinn erfiðasti — jafn-
vel hinni dönsku í landsleiknum
hræðilega. Að vísu er hann mis-
tækur, en þegar honum tekst upp
þá geta fáir komið í veg fyrir
að hann fái vilja sínum fram-
gengt.
í dag binda Valsmenn — og
reyndar allir knattspyrnuunn-
endur — vonir sínar við fram-
línu Vals í þeirri von og ósk að
ísl. knattspyrna fái nú uppreisn
— og geti fagnað sigri. Ef ekki
í dag — hvenær þá?
ÞORSTEINN Jónsson, flugmað-
ur, hefur hug á að reyna að
bjarga Aero Commander-flug-
vélinni, sem nauðlenti á Græn-
landsjökli hinn 27. febrúar síð-
astliðinn, vegna þess að benzín-
ið þraut. Nokkrum dögum síðar
tókst að bjarga flugmanninum,
en flugvélin, sem var eigin Air
Carrier Services Inc., sem ann-
ast flutninga á flugvélum til
kaupcnda, er enn á jöklinum.
Þrír íslendingar hafa nýlega
fest kaup á flugvélinni og hafa
ætlað að freista þess að bjarga
henni. Áður reyndu nokkrir Bret
ar að bjarga vélinni, en flugvél
þeirra hlekktist á me'ð þeim af-
leiðingum, að tveir slösuðust og
einn lézt.
Þeir, sem keypt hafa flugvélina
eru: Erling Jóhannesson, flug-
virki; Guðbjörn Sigurgeirsson,
flugvirki og Þórólfur Magnússon,
flugmaður. Vélina áttu áður
brezk tryggingafyrirtæki og mun
hún vera algjörlega óskemmd.
Mbl. hafði í gær tal af Þór-
ólfi Magnússyni og sagði hann,
að Þorsteinn Jónsson væri í
Kaupmannahöfn til þess að
semja við dönsk yfirvöld. Taldi
hann lítil líkindi á að samningar
næðust, þar eð Danirnir væru
kröfuharðir og ekki gjarnir á að
veita slík leyfi. Er því alls kostar
óvíst, hvort leyffð fæst.
Flugvélin stendur á jöklinum
um 150 mílur fyrir sunnan Ku-
lusuk.
AERO Commander-flugvél af sömu gerð og er á Grænlands-
jökli.
16. siept. — AP: —
LEONARD Hall, sem hefur
með höndum framkvæmd stjórn
málabaráttu George Romneys,
ríkisstjóra í Michigan, sem nú
miðar að því að vinna útnefn-
ingu republikana, sem fram-
bjóðandi í forsetakosningunum
á næsta ári, sagði í dag, að sú
yfirlýsing Romneys á dögnnum,
að bandarískir embættismenn í
Víetnam hefðu „heilaþvegið" sig,
kynni fremur að verða honum
til ábata í komandi kosninga-
baráttu en að hún dragi úr lík-
um hans. Hall sagði, að yfirlýs-
ing Romneys kynni að verða al-
menningi hvöt til þess að taka
með meiri gagnrýni því, sem
Robert McNamara, landvarna-
ráðherra léti eftir sér hafa um
styrjöldina í Víetnam.
HaiH sagði þetta við blaða-
menn, er hann k»m af fundi
Dwight D. Eisenhowers fyrrum
forseta. Hann var einniig að því
spurður, hvenær Romney mundi
taka endanlega og opinberlega
ákvörðun um að íreis-ta fram-
boðs en svaraði því til, að hainn
hefði ekki sagt neitt um það.
Romney átti erfiðan dag í
New York í gær, þar sem hann
vair á einskonar „kosningatferða
lagi“ og kynnti sér ástandið í
borginni. Blaðamenn fylgdust
náfcvæmlega með ferðum hans
og sýndu enga miskunn í spurn-
ingum sínum um atfstöðu hans
til mááa.
Haf rannsókn arstof nu nin vill tak-
marka rækjuveiöar við Djúp
— Rœkjuveiðimenn telja takmörkunina of
stranga, en telja þó þörf einhverra
takmarka
ísatfirði, 16. september.
HAFRANNSÓKNARSTOFN-
UNIN hefur lagt til að rækju-
veiðar verði takmarkaðar mjög
á vertíð þeirri, sem nú gengur
í garð í fsafjarðardjúpi. Hefur
Unnur Skúladóttir, fiskifræð-
ingur skilað álitsgerð um málið
og leggur til „að sóknin fari
ekki fram úr 4000 togtímum, en
það eru tveir mánuðir" eins og
segir í álitsgerðinni. Er þá mið-
að við þá sókn, sem verið hefur
undanfarna vetnr. Rækjnveiði-
menn telja, að útilokað sé að
gera út báta svo stuttan tíma
og rekstursgrundvöll skorti. Þó
telja þeir einhverja takmörk-
un nauðsynlega.
Laugardaginn 9. september
var haldinn á ísafirði fundur
um þetta mál og sátu hann full-
trúar rækjuútvegismanna, rækju
kaupmanna, Fiskifélagsins, Haf-
rannsóknarstofnunarinnar, bæj-
arráðs ísafjarðar og þingmenn
kjördæmiisins.
Veiðimennirnir segja í áliti,
sem þeir skiluðu á fundinum,
að útilokað sé að gera út í að-
eins 2 mánuði, þvi að reksturs-
grundvöll stoorti fyrir slíkri út-
gerð. Lágmark úthaldsmánuða
væri 4 og lögðu þeir til að veiði
yrði leyfð í október, nóvember,
febrúar og marz. Hins vegar
telja þeir athugandi að dag-
skammtur, sem leyfilegt sé að
veita sé að veiði verði minnk-
uð og að togtími dag hvern verði
styttur.
Queen Mary yfir Atlants-
hafiö í síöasta sinn
— þúsundir kvöddu skipið er það
lagði úr hÖfn í Southampfon
Soutphamton, 16. sept. AP.
B R E Z K A farþegaskipið
„Queen Mary“ hélt úr höfn í
Southampton í morgun í gíð-
ustu ferð sína yfir Atlantshaf-
ið. Farþegar voru fimmtán
hundruð talsins. margir
Bandaríkjamenn, sem komið
höfðu til Bretlands flugleiðis
gagngert þeirra erinda að
sigla með skipinu heim aftur
þessa sögulegu ferð. Skipið
hættir nú siglingum og fer til
Langasands í Kaliforniu, þar
sean það verður gert að sjó-
minjasafni og gLstihúsi.
Mikill mannfjöldi hafði safn
azt saman við höfnina til þess
að kveðja skipið, er það færi
að heiman fyrir fullt og allt.
Qeen Mary hefur farið þús-
und ferðir milli Bretlands og
Bandaríkjanna — sú síðasta
er hinn 1001 — og flutt meira
en tvær milljónir manna. —
Jómfrúferðina fór skipið árið
1936. Systurskip Queen Mary
— Queen Elizabeth verður
lagt á næsta ári.
Á miðvikudag verður hleypt
af stokkunum í Clydeside
nýju brezku risaskipi Cunard-
félagsins. Ekki er vitað hvort
skipið verður skýrt í höfuð
einhverrar brezku drottning-
anna, — en það gengur enn
undir nafninu Q-4.
Hafrannsóknarstofnunin legg-
ur til að sóknin á rækjumiðin
fari ekki fram úr 4000 togtím-
um og leggur til að veiði sé
leyfð beztu veiðimánuðina, þ.e.
í október og marz.
Vertíðin í fyrra náði yfir októ
ber og nóvember og hóft síðan
aftur 15. janúar og laxik 16.
apríl. Heildaraflinn í fyrra varð
1060 lestir og voru veiðarnar
stundaðar af 23 bátum.
Mál þessi eru nú til thugun-
sem veitir leytfi til rækjuveiða.
ar hjá atvinnumálaráðuneytinu
Mun endanlegrar ákvörðunar
ráðuneytisins að vænta fyrir 1.
október í síðasta lagi. Svipaður
bátafjöldi mun hafa sótt um
rækjuveiði og í fyrra.
— Jón Páll.
Listkynning í Breiðfirðingnbúð
Listkynning Menningar- og
friðarsamtaka kvenna hefst kl.
14,30 í dag í Breiðtfirðingabúð.
Þessir listamenn taka þátt í sýn-
ingunni:
Sverrir Haraldsson listmálari,
Ólöf Pálsdóttir myndlhöggvari,
Vigdís Krisjánsdóttir listmálari,
Eyborg Guðmundsdóttir listmál-
ari, Sigurður Sigurðsson listmál-
ari, Kjartan Guðjónsson listmál-
ari, Jóhannes Jóhannesson list-
málari, Jóhann Eyfells mynd-
höggvari, Kristín Eyfells listmál-
ari, Magnús Árnason listmálari,
Barbara Árnason listmálari, Stein
þór Sigurðsson listmálari, Hring-
ur Jóhannsson lístmálari, Ragn-
heiður Óskarsdóttir listmálari,
Sigríður Björnsdóttir listmálari,
Hatfsteinn Austmann listmálari,
Sigrún Jónsdóttir sýnir batik.
Ragnar Lárusson, listmálari
teiknar andldtsmyndir af sýning-
argestum sem þe&s óska.
Sýningin verður aðeins opin
í dag.
Eitt málverkanna á sýningunni, glermálverk eftir Eyborgu
Guðmundsdóttur iistmáiara.