Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 1
48 síðtir og Lesbók (inni í blaði II) Jarðgöngin við Búr»ell Framkvæmdum við hin miklu mannviiki við Búrfell hefur miðað mjög vel áfram að undanförnu. Mynd þessi er tekin inn í jarðgöngunum, sem verið er að gera gegnum Sámsstaðamúla, og er hún af jarðgöngunum þeim megin, se«n stöðvnjrhús virttjomar- innar verða. Allsherjarþinginu frestaö • • Oryggisráðið tekur deilu Araba * og Israels til meðferðar Washington, 14. okt. — AP ALLSHERJARÞINGI Sam- einuðu þjóðanna var í dag Harðnandi skærur í frestað um óákveðinn tíma. Forseti Allsherjarþingsins, Corneliu Manescu, lýsti því yfir er hann frestaði þinginu, að fyrsta mál, sem tekið yrði á dagskrá, er þingið kemur saman að nýju, yrði deila Israels og Arabaríkjanna. Þes er vaenzt í aðalstöðvum 9Þ, að Öryggisráðið iáti nú mál- ið tiil sín taka einkum með hlið- sjón af tilraunum þeim, sem nú eru gerðar að tjaldabaki til að komast að viðunandi lausn á þessu mikla vandamáli. Áiitið er í aðalstöðvunum, að frekari umræður og deilur um málið á Allsherjarþinginu mundu fremur verða til að tor- velda lausn málsins og þess vegna hafi verið ákveðið að fresta þinginu og bíða þess, sem Öryggisráðið kann að aðhafast. Snörp skothríö m///i Jórdaniu- og ísraelsmanna í gœr Tel Aviv, 14. okt. NTB. TIL SNARPRAR stórskotahríðar kom í morgun milli ísraelsmanna og .Tordaníumanna yfir fljótið Jordan um 23 km fyrir sannanl Genesaretvatn. Eftir að skothríð- in hafði staðið í þrjá stundar- fjórðunga linnti henni fyrst. Talsmaður ísraelsstjórnar hef- ur skýrt frá því. að bardagamir hafi orðið, eftir að Jordandu- m.enn hefðu hafið skothríð með vélbyssum og fallbyssum, og að ísraelsmenn hefðu svarað skot- ihriðinni í sjálfsvarnarskyni. Bar dagarnir hefðu átt sér stað við Sheik Husein-brúna. Einn ísra- eiskur hermaður hafði særzt í skot.hríðinni. Eftir að skothríð- inni lauk í morgun hefði ekki komið tii átaka á bardagasvæð- inu. Framhaid á bls. 31. Lögregluforingja rænt og honn fluttur til Kínu Hong Kong, 14. október —AP KÍNVERSKIR kommúnistar rændu í dag brezkum lögreglu- foringja og fluttú hann með valdi yfir landamæri Hong Kong og inn í Kína. Embættis- menn stjórnarvaldanna í Hong Kong skýrðu frá því, að lög- regluforinginn hafi verið að reyna að leysa deiiu. sem komið hafði upp vegna þess, að kin- verskir bændur kröfðust þess, að girðing yrði nuir.in brott, en Hong .hafði keypt landareigniina þar sem girðingin er af kín- verskum bónda fyrir fimm ár- um. Þetta er í fjórða sinn á tveim- ur vikum, að kínverskir komm- únistar ræna manni handan iandamæra Hong Kong og flytja síðan til Kína. Portúgölsku Guineu Spámennirnir voru Lissabon, 14. október — AP — SKÆRVLIÐAR þjóffernissinna í portúgölsku nýlendunni Guin- eu í Vestur-Afríku hafa aff und- anförnu hert á baráttu sinni gegn nýlendustjórninni. I til- kynningu, sem gefin hefur ver ið út í Bissau, liöfuffborg port- úgölsku Guineu, segir, að 34 uppreisnarmenn og 15 portu- galskir hermenn hafi fallið í bar- dögum í síðustu viku. Þetta er meira mannfall en orffið hefur um langt skeiff. Skæruliðar hafa ráðizt á stjórnarhermenn, herstöðvar, flugvélar og fljótabáta á ýms- um stöðum í nýlendunni, að því er segir í tilkynningunni. Port- úgalskir hermenn hafa jafnað við jörðu ýmsar herbúðir upp- reisnarmanna og gert upptæk h vopn. skotfæri og áróðursrit. . Ýmislegt annað bendir til þess að skærustyrjöldin í Port- |) úgölsku Guineu hafi harðnað. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum voru að minnsta kosti 32 særðir portúgalskir hermenn fluttir flugleiðis til Lissabon eftir snarpa bardaga skammt frá Bissau, eða í borginni sjálfri í byrjun vikumnar. Kunnugir segja, að aldrei áður ha-fi jafn- margir særðir hermenn verið fluttir í einu tii Lissabon frá nýlendunni. Portúgalar hafa átt í höggi við skæruliða í öilum nýlendum sínum í Afríku — Angola, Moz- ambique og portúgölsku Guin- eu í rúm sex ár. eiturlyfjaneytendur segir biblíuíræðingurinn John Allegro Lundúnum, 14. okt. — AP — PRÓFESSOR í hebrezku viff háskólann í Manchester, John Marco Allegro, sagffi í dag, aff sanikvæmt rannsókn um sinum benti margt til þess, að rætur kristindóms- ins lægju hjá helgisiffahóp, sem neytt hefði eiturlyfa, og aff Nýja testamentiff væri ein ungis frásagnir af reynslu þessa hóps undir áhrifum lyf j anna. Aliegro sagffi ennfrem- ur, aff spámennirnir hefffu að öllum líkindum neytt þess- ara lyfja og því ,rséff sýnir og talað tungum.“ Allegro var eitt sinm ráð- gjafi Jórdaníu-stjórnar varð- andi hin stórmerku handrit, sem fundust við Dauða haf- ið, og fyrrum meþódista- prestur. í viðtali við AP-fróttastof una í dag sagði hann m.a.: „Þegar allt kemur til alls eru rannsóknir grundvallaðar á einum heimildahóp og hug- leiðingar eiga sér enga stoð fyrr en menn hafa skilið heimildirnar til hlítar. Þær lít.a vel út þar til farið er að kryfia þær til mergjar, þá hripleka þær og hafa alltaf gert.“ Allegro kvaðst hafa rann- sakað Dauðahafshandritin alit frá því þau fundust og nú væri svo komið að skoð- anir sínar væru gagnrýnni en nokkru sinni fyrr. „Þessar frásagnir eru einungis af kynlegum grænmetisætum, sem neyttu eiturlyfja með- fram“, sagði Allegro. Hann kvað tilgan.g þessa hóps þann. að reyna að losa Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.