Morgunblaðið - 15.10.1967, Síða 28

Morgunblaðið - 15.10.1967, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 1967 MAYSIE GREIG: 33 Læknirinn og dansmærin bönd eru flest fyrirskipuð, sagði hann, — svo að þetta þarf ekkert að vera því til fyrirstöðu, að hann sé eitthvað snortinn af þér. — í>ú ert að gera eitthvert glæsikvendi úr mér, Tim. Fyrst er það hr. Hennesy og síðan Selli er læknir. Þetta er hlægileg vit- leysa í þér. — Það vona ég líka. En gleymdu því ekki, að það var ég, sem hitti þig fyrst, og að ég elska þig, Yvonne. Hún snerti hönd hans blíðlega. — Ég gleymi því ekki, Tim. En við höfum bara aldrei haft neina möguleika á að giftast. — Ég skal gera mitt til að það verði mögulegt. Hann hleypti brúnum. Gefðu mér bara svolít- ið svigrúm til þess. Hún var í döpru skapi út af þessu samtali þeirra, en einkum þó yfir því, hve niðurdreginn Tim virtist vera. Hann var ögr- andi og herskár. Loksins benti hún honum á, að hún yrði að saeta strætisvagnsferðinni til þess að komast heim. —Ég vildi, að ég ætti aura til þess að fara með þig í nætur- klúbb, sagði hann. — Það mund- irðu vilja. Mig hálflangar sjálf- an. Hefurðu aldrei komið í næt- urklúbb hérna í Nice? Hún kinkaði kolli. — Jú, ég hef farið í Maxim. — Með hverjum, ef ég má spyrja? — Það varðar þig ekkert um, Tim. En sannast að segja, vorum við fjögur saman. Það var Selli- er læknir og kunningjafólk hans. — Það lá að, að það væri hann, sagði hann gremjulega. — Annars er ég búinn að heyra þann mann nógu oft nefndan í kvöld. — Vertu kátur, Timmy. Við Sellier læknir erum ekkert ann- að en góðir vinir. — Það segir þú, en ég efast um það. Hann gæti hæglega varpað þessari frönsku kærustu sinni fyrir borð. — Marcel fer eftir ströngum siðareglum. — Hvað koma siðareglur mál inu við ef menn eru ástfangnir? spurði hann hás. — Ég mundi betla, stela og næstum fremja morð fyrir þig, Yvonne. Hún fékk hroll. — Talaðu ekki svona, Tim. Ég þoli ekki að heyra það. — Fyrirgefðu, elskan. Hann greip hendur hennar undir borð inu. — Láttu þetta ekki á þig fá. — Þetta er ekkert þér líkt, Tim, þú sem varst ailtaf svo kát ur. —Þegar maður er kominn á heljarþrömina í fjármálunum, hefur maður ekki efni á að vera kátur, sagði hann dapurlega. — Þá verður maður eitthvað til bragðs að taka og kannski ekki allt sem fallegast. Eftir andartak spurði hann hana aftur: — Hvenær get ég hitt þig aftur? — Næ ég í þig í síma þar sem þú býrð? — Nei, fjölskyldan hefur eng- an síma. Það er að vísu bað’her- bergi í húsinu, en þar er .venju- lega löng biðröð. Ég skal hringja til þín næstu daga, elsk an mín. Ég vona, að þú hafir þá fengið því framgengt við hann Hennesy, að ég megi koma í húsið. Bíllinn minn verður bráð um kominn í lag, en sennilega verð ég að selja hann. Þó lang- ar mig ekki til þess. Þetta MG- trog mitt er eins og töfrateppið í sögunni. Það er mér undan- komuleið. — Undan hverju? Hann yppti öxlum — Undan raunveruleikanum. Loksins sagði hún: — Ég verð að fara. Hún stakk hundrað franka seðli í lófa hans. — Þetta er fyrir matnum minum, Tim. — Hann kostar nú ekki svona mikið, en ég er nægilega blank- ur til þess að hirða afganginn. En þannig skal það ekki alltaf verða, elskan mín; því lotfa ég þér. Höfum opnað verzlun okkar í nýju húsnæði við GRAIMDAGARÐ Kappkostum eins og áður að selja ein- göngu góðar vörur svo sem: LJÓSATÆKI: Loftljós, vegglampa, borðlampa, stand- lampa. HEIMILISTÆKI: PROGRESS ryksugur, bónvélar, ávaxta- pressur, hrærivélar. PHILIPS straujárn, rafm.rakvélar, há- fjallasólir, gigtarlampar, ásamt ótal heimilistækjum svo sem, hraðsuðukötl- um, hitapúðum, brauðristum, vöfflu- járnum og m. m. fl. RAFLAGNAEFNI: Rafgeymar, ljóskastarar, skipa- og báta- lampar N.E.S. rafmagnsefni, ljósaperur og m. fl. Næg bílastæði 36 ára fagþekking tryggir yður góðar vöru Má ég rifa niður hl Osluna og berja'ann. 17. kafli. Hún var í döpru skapi á þess- ari löngu le'ð til Cap d'Anti'bes. Tim virtisi var orðinn eitthvað breyhur. Hann líktist alls ekki áhyggjuiausa unga manninum, sem hún hafði orðið ástfangin af. Hann kallaði nana elskuna sína, og kvaðst elska hana, en öll iramkoma hans var eitthvað fjarlæg og varfærin. Hún velti því fyrir sér, hvernig hann hyggðist ge.a útvegað sér nægi- legt fé til þess að vera áfram þarna á ströndinni, jafnvel þótt hann byggi hjá verkafólki. Eina úrræði hans yrði að verða ást- fanginn af einhverr. rikri stúlku og giftast henni. Hún spurði sjáifa sig, hversvegna hann gæti verið svona mótfaliinn stúlki- unni, sem faðir hans ætiaði hon- um. En svo voru líka milljóna- erfingjar hérna á ströndinni. Hún komst að þeirri niður- stöðu, að sjálfs hans vegna væri heppilegast, að þau hittust sem minnst. Hún kynni að geta haft ef.ni á að eiga Timmy, ef hún færi aftur að dansa. Einu sinni hafði hún haldið það, en nú vissi hún, að hún elskaði hann ekki lengur ,en hún vildi bara ekki um þetta hugsa. Fjaðrir fjaðrablöð hl;óðkútar púströr o. fl. varahlutir i margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 Simi 24180 DÝR SKEMMTIFERÐ! Siglt héðon með Reginn Mnris, viðdvöl í Hnmborg, Amsterdom og London Tagt af stað með Regina Maris frá Reykjavík 21. okt. Dvalið á 3ja sólarhrmg i hverri hinna skemmtilegu stórborga HAMBORG, AMSTERDAM OG LONDON. Flogið heim frá London 3. nóv. Verð frá kr. 13.890, eftir klefum um borð. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. LL LÖND & LEIÐIR Aðalstræti 8 - Sími 24313 5 herb. íbúð og 2 berb. í risi Til sölu nálægt Snorrabraut 5 herbergja íbúð sem er um 130 ferm. og 2 herb. í risi. íbúðin er á mjög góðum stað. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Austurstræti 12 símar 20424—14120, heima 30008—10974. Járniðnaðarmenn óskast til starfa nú þegar. Upplýsingar hjá verkstjóranum. SINDRASMIÐJAN, Borgartúni. SNJÓHJÓLBARÐAR TRELLEBORG snjóhjólbarðarnir eru komnir. Flestar stærðir. — Nýtt mynstur. ff/juuun SrfýiZeaöbon L.f. Suðurlaodsbraut 16 - Reykjavik - Simnelm: xVolverv - Sími 3Í>?00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.