Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 19«7 Dolinda Tanner Bjðrnsson — Kveðja UNGUR las ég það í ferðabók einhverri að mig minnir, að í suðurhlíðum Mundíafjalla, sem blasa við birtu og yi suðrænnát sólar og skýla vaggandi pálma- viðum og öðrum dýrleg- um paradísargróðri í skauti sínu og hafa um aldaraðir horft yfir sögurikar byggðir hins forn fræga Rómaveldis, væri að finna einhverja undursamlegustu sælu reiti á þessari jörð. Og ég öf- undaði mannfólkið, sem átti þarna óðul sín og mátti una vel ævinni, eins og lótosæturnar í sögu Odysseifs, „þar sól og máni skinu á hvora hlið“. Mér þótti það því ekki lítilli furðu gegna, þegar svo bar til fyrir tæpum tuttugu árum, að ég komst í kynni við unga konu, sem hafði tekið sig upp úr átt- högum sínum í þessu gósenlandi náttúrufegurðar og sumarblíðu í suðurhéruðum Svisslands og val ið sér bólfestu ótilneydd hér á okkar gjóstuga útsynningalandi. Þessi svipmikla og gjörfulega kona hét Dolinda Tanner. Hún settist hér að til frambúðar, eyddi hér óliðnum ævidögum og er nú lögð til hinztu hvílu í Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir okkar Gísli Jónasson fyrrv. skólastjóri verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu miðvikudaginn 18. október kl. 10.30 f. h. At- höfninni í kirkjunni verður útvarpað. Margrét Jcnsdóttir, Jónas Gíslason, Amfríður Ammundsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Georg Lúðvíksson, Ólafur Jónsson, Birna Benjamínsdóttir, Jón P. Jónsson, Gróa Jóelsdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar, Guðmundur Tómasson skipstjóri, Bergsstöðum, Vestm.cyjum andaðist að heimili sínu 12. þ. m. Elín Sigurðardóttir og börn. Útför eiginkonu minnar Dolindu Tanner verður gerð frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 16. okt. kl. 13.30. Ólafur Björnsson. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu mér sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, Hafliða Jónssonar skipstjóra, Siglufirði. Sérstakar þakkir til bama minna og barnabama, sem umvöfðu mig hjartahlýju. Guð blessi ykkur ÖU. Jóhanna Sigvaldadóttir. faðmi fósturlandsins, sem hún hafði kjörið sér, fallin í val fyrir aldrir fram. Atvik lágu til þess, að á síðari árum kynntist ég Dolindu vel. Hún var dul og seintekin, en að sama skapi trölltrygg þeim, sem hún batzt vináttuböndum, og því liðu svo mörg ár eftir fyrstu kynni okkar, að ég vissi harla fátt um uppruna her.nar og ævi- feriL Hún var, eins og þegar hefur verið sagt, svissnesk að ætt, bor- in þar og barnfædd og búsett í Lugano síðustu árin sem hún dvaldi í heimalandi sínu. Hún stundaði fjrrst nám í verzlunar- skóla, en þó mun hún litt hafa stundað vei-zlunarstörf eftir að námi sleppti. Þá hóí hún nám í listaskóla og stundaði það bæði heima í Sviss og síðar í París, einkum málaralist. Ekki festi hún þó yndi við að framleiða myndir sér til atvinnu, og mun hana þó vissulega ekki hafa skort hæfileika til að geta orðið lið- tæk á því sviði. Nú tók útþráin að svíða iljar hennar. Hún hvarf að heiman og staðnæmdist um sinn í Svíþjóð. Þar féll henni ekki illa, en vildi kynnast víðar. Þá bar svo til, að hún sá í einhverju blaði auglýst eftir stúlku, sem vildi ráðast til íslands. Um það heimshorn vissi hún næsta fátt, en þarna hillti undir ævintýrið. Og þó að móð- ir hennar segði: „Þú getur ekki lifað á íslandi, þax eru engin tré“, þó fór hún út hingað, stað- næmdist hér nokkur ár og stund aði lengst listiðnað, nánar til- tekið málaði á leirker hjá fyrir- tækinu Lauganesleir, á meðan það var á uppréttum fótum. Síð an hvarf hún heim í átthagana og dvaldi nokkur ár hjá móður sinni aldraðri, en faðir hennar var þá látinn, og hún vildi ekki láta móður sína eina. Bræður hennar voru horfnir að heiman í ýmsar áttir. Ekki gat hún þó staðnæmst þar að fullu og fest rætur í jarðvegi átthaganna. Seiður norðursins varð yfirsterk ari suðrænni sumardýrð. Hún hvarf tid íslands á ný, og mun það hafa komið mörgum vinum hennar hér á óvart. Er ekki ólík legt, að þeim hafi hvarflað líkt í hug og skáldinu, er það segir: ,,— hvers vegna ertu hér, haf- rekið spreík á annarlegri strönd“. Mér er það í minni, að ég spurði hana þá einhvern tíma hispurslaust og hreinskilnislega, hvernig stæði á því að hún tylldi ekki heima í átthögum sínum í fegurðinni og veðurblíðunni. Glettnin tindraði í módökku aug unum, þégar hún svaraði: „Svissararnir, frændur mínir, eni svo sem ágætir, en þið ís- lendingar eruð nú samt mitt fólk“. Og þetta var falslaust svar. Hún tók ástfóstri við hið nýja fósturland sitt og þá vini, sem hún eignaðist þar, og festi við þá órofa tryggð af heilli skap- gerð sinnL Dolinda var óvenjuleg af- bragskona, væn kona í sjón og raun í fornri og nýrri merk- ingu orðsins. En nú að leiðar- lokum finnst mér, að hermi hafi ekki auðnast að neyta til hálfs þeirra gáfna og hæfileika, sem hún vissulega bjó yfir. Mætti margt nefná, sem henni var bet- ur gefið en algengt er, en ég ætla að nefna aðeins eitt. Ég hef fáum eða engum kynnzt, sem gæddir voru eins næmu gamanskyni og hún var. Hún var óvenju skyggn á það, sem skemmtilegt er og skrýtið í fari samferðamanna og gat sagt frá því svo yndislega græskulaust og án þess að henni sjálfri stykki Framhald á bls. 24. Árni Friðrik Ólafs- son cand. phil. HANN andaðist í Landsspdtalan- um 8. þ.m. eftir langvarandi heilsuleyisi, rúmlega sjötugur að aldrL Hann var fæddur 12. maí 1897 á Stokkseyri, sonur Ólafs Árna- sonar, kaupmanns, og konu hans Margrétar Friðriksdóttur Möller, alsystur Ólafs Friðrikssonar, rit- stjóra. Ólafur Árnason, faðir hans, var kunnur athafnamaður. Hann var lengi kaupmaður á Stokkiseyri og gekkst fyrir ýmsum framfara málum þar á staðnum, stofnun íshúss o.fl. Hann stofnaði árið 1907 hlutafélagiið Ingólf, seldi þá verzlun sína og varð fram- kvæmdastjóri félagsins. Ólafur andaðist í Reykjavík árið 1015, aðeins 52 ára gamall. Árni harm aði hann mjög. Árni ólst upp í foreldrahús- um, fyrst á Stokkseyrf síðan í Reykjavík. Ólafur faðir hans byggði húsið nr. 14 við Suður- götu hér í borginni og varð Arni þá nágranni minn og leik- bróðir. Síðan urðum við sam- bekkingar í Menntaskólanum. Árni var góður námsmaður, kappsamur og greindur vel. En í 6. bekk varð harm fyrir þungu áfalli, sem átti eftir að móta iíf hans eftir það. Hann sýktist af berklum, varð að hætta námi í bili og fór á Vífilsstaðahælið. Þetta var 2. febrúar 1917 og var Jónas Sveinsson framkv.stj. — Kveðja Fæddur 30. júní 1903 Dáinn 8. október 1967. KVEÐJA FRÁ ÁSTVINUM Lag: Drottinn vakir, Drottinn vakir. Liðinn bjartux lífsins dagur, lokið merkri ævi á jörð. Þar, sem mætu manndómsstörfin, mörgu voru í kærleik gjörð. Hjálpa hvar, sem þurfa þótti, þín var gleði djúp og sönn. Áttir drengskap eðalhreinan, aðalsmerki í dagsins öxm. Elskuríkur eiginmaður, okkar björtu samfylgd hér. Þú varst ætíð stoðin styrka, stór í því, sem göfugt er. Ástkær faðir, fórnir þínar, fyrir okkur, hvert eitt sinn. Eru stærri en orðin greina, ávallt fundum kærleik þinn. Okkur studdir ung að árum, inn á náms og þroska braut. , Ætíð trúr á verði vaktir, veittir styrk í gleði og þraut. Tengdabörnum bezti faðir, bjarta samleið, reyndist þú. Umhyggju í orði og verki. öll þau muna og blessa nú. t Útför mannsins míns, föður Innilegar þakkir til allra okkar og tergdaföður, sem glöddu okkur á gullbrúð Sigurðar Ólafssonar, múrara, Langholtsvegi 24, kaupsdegi okkar 9. þ. m. fer fram frá Fossvogskapellu Sigurbjörg og Jón þri'ðjudaginn 17. okt. kl. 10,30. Arngrímsson Guðbjörg Guðbrandsdóttir, Dalvík. börn og tengdasynir. Alúðarþakkir færum við öll- um þeim fjölmörgu Húnvetn- ingum heima og heiman, fbú- um Bæjarhrepps Stranda- sýslu svo og þeim víðsvegar um landið sem gert hafa okk- ur kleift með gjöfum og fjár- framlögum að kaupa og af- henda sjúkrabifreið fyrir Hvammstangalæknishérað. — Guð blessi ykkur öll. Alúðlegar þakkir til allra sem sýndu mér vinarhug með gjöfum, skeytum og blómum á fimmtugsafmæli mínu 2. október sL Sigmundur Jónsson Hörgatúni 11. Kvennabandið, V-Hún. Afi góðL elsku þína, okkur gafst frá bernskutíð. Ungu hjörtun ávailt skildi, öðlingslundin hrein og blíð. Bróðir kær, frá æskuárum, aldrei breyttist tryggðin þín. Ástúð sönn, sem okkur gafstu, eins og fögur perla skin Heitar, djúpar hjartansþakkir, hér þá leiðir skilja nú. Ástvinirnir allir færum. Öll þau gæði er veittir þú, elskuð minning ávallt geymir, eins og gull í dýrum sjóð. Þú vaTst okkur gæfa og gleði góður sonur landi og þjóð. Kærar þakkir fyrir auðsýnda vináttu á 70 ára afmæli mínu, 9. október sl. Áml Jónasson. hann því ekki með í stúdenta- hópnum, sem útskrifaðist um vorið. Þetta var sárt. En hugur hans stóð til mennta og það var hans fasti ásetningur að halda áfram á menntabrautinni og ljúka háskólanámL Hann lauk stúdentsprófi utanskóla árið 1920, og síðan prófi í forspjalla- vísindum við háskólann, en þar með var námsferli hans lokið, því að berklarnir gáfu engan grið. Hann varð á þessum árum að dvelja langdvölum á Vífil- stöðum og síðustu 6 æviárin dvaldi hann þar á hælinu. Naut hann jafnan góðrar aðhlynning- ar lækna og hjúkxunarkvenna hælisins. Þegar heilsan leyfði reyndi Árni að bjarga sér eins og hann gat bezt. Hann var um tíma, þá ungur að aldri, starfsmaður Raf magnsveitu Reykjavíkur, fékkst við kennslu, og síðar við erlend- ar bréfaskriftir fyrir verzlun hér í borginnL Á menntaskólaárunum, áður en heilsan bilaðL tók Árni þátt í heilbrigðu æskulífi, hafði yndi af ferðalögum og var náttúru- skoðaxi. Hann var í skátahreyf- inguimi, nánar tiltekið, hann var Væringi. Sennilega má kenna áhrifa frá þeim anda, sem ríkir í þeim félagsskap, að liann þýddi á íslenzku hina kunnu bók eftir O. Swett Marden: „Jeg vil fremad", sem hann nefndi „Ham ingjuleiðina". Á fullorðinsárunum hneigðist hugur hans mest að bókmennt- um og fögrum listum, einkum málaralist. Hefur hann málað margar myndir, einkum lands- lagsmyndir, en um listgildi þeirra kann ég ekki að dæma, en vafalaust hafa þær veitt hon- um sjálfum mikla ánægju. Hann skrifaði stundum um málverka- sýningar í blöðin. Þá samdi hann skáldsögur og hafa birzt á prenti eftir hann: „Ást við fyrstu sýn“ og „Jón íslendingur og fleiri sögur“. Kynni mín af Árna voru eink- um á skólaárunum og kom ég þá oft heim til hans og þáði góð- gerðir á hinu gestrisna heimili móður hans. Árni var vinsæll af bekkjarbræðrum sínum, hlédræg ur og óáleitinn, pg þótt hann ætti til „húrnor" Var það fjarri eðli hans og skapgerð að taka þátt í gáskafullum strákapörum bekkjarhræðra sinna. Ef á hann var leiitað og honum sýnd áreitni kom í ljós, að hann var skap- stór, en hann sýndi þó ávallt viðbrögð gentilmannsins. Börn foreldra hans voru fjög- ur. Elzt var Svanlaug, sem var gift Henrik Thorarensen læknL þá var Árni, síðar Ingólfur og yngstur er Þórólfur Ólafsson hrl., sem einn lifir þeirra syst- kina. Við stúdentarnir frá 1917, sem vorum bekkjarbræður Árna, fölium nú í valimn hver af öðr- um, það er kominn sá aldur, en við sem eftir lifum geymum minninguna um góðan dreng, sem nú verður borinn til mold- ar á mánudag kl. 18-30 frá Foss- vogskirkju. Baldur Andrésson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.